Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 6. apríl 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Fimmtudagur 6. apríl: Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Samvera foreldra með ungum bömum sínum. Sr. Bára Frið- riksdóttir er aftur mætt til leiks. Kl. 17.00. TTT. Kirkjustarf 10-12 ára krakka. Lokaundirbúningur fyrir mótsferðina í Vatnaskóg (7,- 8. apríl). Kl. 18.00. Kyrrðar- og bænastund. Næstsíðasta bænastund vetrarins. Föstudagur 7. aprfl: Kl. 13.00. Æfing hjá öllum Litlum lærisveinum saman. Sunnudagur 9. apríl: Kl. 11.00. Bamasamvera á Hraun- búðum með bamakómum Litlum lærisveinum. Kl. 11.00. Fermingarmessa með altarisgöngu. Sjónvarpað verður yfír í Safnaðarheimilið. Allir velkomnir. Kl. 14.00. Fermingarmessa með altarisgöngu. Sjónvarpað verður yfir í Safnaðarheimilið. Allir velkomnir. Kl. 20.30. Æskulýðsfundur í Safnaðarheimilinu. Þriðjudagur 11. aprfl: Kl. 16.30. Kirkjuprakkarar. Kera- mik, föndur, fuglar. Kl. 20.00. Fundur um sorgar- viðbrögð og missi. Miðvikudagur 12. apríl: Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Heldri borgarar sérstak- lega velkomnir. Kl. 20.00. Opið hús hjá ung- lingum í KFUM&K húsinu við Vestmannabraut. Fimmtudagur 13. aprfl: Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Sam- vera foreldra með ungum bömum sínum. Kl. 14.30. Helgistund á Heil- brigðisstofnuninni, dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir velkomnir. Kl. 17.00. TTT-kirkjustarf 10-12 ára krakka. Kl. 18.00. Kyrrðar- og bænastund. Síðasta bænastund vetrarins. Hvítasunnu KIRKJAN Fimmtudagskvöld Kl. 20.30 verður Biblíulestur og umræðurum l.Kor. 10-12 Föstudagskvöld K1 20.30 unglingamir með Guðs Orðið Laugardagur K1 20.30 Brotning brauðsins - minnst kvalardauðans á krossinum Sunnudagur K115.00 Samkoma til lækningar á anda, sál og líkama. Guð svarar sérhverri þörf. Samskot til trúboðsins Allir velkomnir í Hvítasunnukirkjuna. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 8. apríl Kl. 11.00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Urslitakeppni kvenna í handbolta: Tveir sigrar á Gróttu/KR METTE, Anita, Hind og Guðbjörg fagna sigri í fyrsta leik úrslitakeppninnar. í kvöld mæta þær Gróttu/KR í þriðja leik úrslitanna. Stolt Vestmannaeyja um þessar mundir, kvennaiið IBV í hand- boltanum heldur áfram að gera það gott í úrslitakeppninni. Liðið hefur þegar sigrað í tveimur fyrstu viður- eignunum, fyrst hér heima á laugardag og svo á Seitjarnarnesi siðasta mánudagskviild og leiðir 2-0. Með sigri á heimavelli í kvöld geta stelpurnar tryggt sér Islands- meistaratitilinn og þar með skráð nafn sitt á spjöld handbolta- sögunnar. Fyrsti leikur liðanna fór fram í Iþróttahöllinni að viðstöddu húsfylli. Mikil stemmning var í húsinu og fólk bytjaði að streyma að klukkutíma fyrir leik. Leikurinn var einnig mikil skemmtun þar sem hraður handbolti og mikil barátta vom í fyrirrúmi, sem að vísu kom niður á gæðunum en hver tók eftir því? IB V tók völdin á vellinum írá fyrstu mínútu og var vamarleikur liðsins nánast óaðfínnanlegur fyrsta fjórðung leiksins, enda skoraði Grótta/KR aðeins þrjú mörk á þessum kafla. Stelpumar tóku áhættu með því að keyra á hraðaupphlaupum, sú áhætta skilaði sér í fimm marka forystu 7-2, en staðan í leikhléi var 14-11 ÍBV í vil. Ekki leit út fyrir fimm marka sigur í upphafi seinni hálfleiks, því eftir aðeins sex mínútur jöfnuðu gestimir leikinn og spennan í hámarki. Sigbjöm Óskarsson spilaði þá út einu af trompunum sem hann lumaði á, besti maður Gróttu/KR var tekinn úr umferð og aftur komst ÍBV í þriggja marka forystu. Þegar sex mínútur vora eftir þá var aftur orðið jafnt. Þá var sóknarleikur ÍBV dálítið stirður enda Amela tekin úr umferð. En Eyjastelpur náðu áttum og skoraðu fjögur mörk gegn aðeins einu marki gestanna og tryggðu sér öruggan og sætan sigur í fyrsta leik liðanna. Mörk IBV: Amela 11/7, Anita 7, Andrea 4, Guðbjörg 3, Ingibjörg 3, Mette 1/1, Hind 1. Varin skot: Vigdís 1, Lúsí 14. Vöruvalsmótió: Vöruval til liðs við ÍBV Stúlknamót ÍBV-íþróttafélags í knatt- spymu verður í sumar Vöruvals- mótið. Vöraval er aðastyrktaraðili mótsins og sagðist Ingimar Georgsson, kaupmaður vera mjög ánægður með að vera kominn í samstarf við íþróttahreyfinguna. „Mótið hefur verið að vaxa um leið og kvenna- knattspyman í landinu og er gaman að fá að taka þátt í því,“ sagði Ingimar. Ingimar og Þór Vilhjálmsson, formaðurÍB V-íþróttafélags skrifa undir samninginn. Hörkurimma á útivelli I öðrum leik liðanna sem fór fram á heimavelli Gróttu/KR leit framan af ekki út fyrir að IBV myndi sigra. ÍBV-stelpumar byrjuðu reyndar leikinn eins og þær enduðu þann fyrsta. Fyrstu tvö mörkin vora þeirra og tóku þær Öllu Gorgorian úr umferð í vamarleiknum. Heimamenn svöraðu með þremur mörkum og komust svo fljótlega í þriggja marka forystu. En með mikilli baráttu náðu stelpumar að saxa á forskot Gróttu/KR íyrir hlé og í hálfleik var staðan 13-12. ÍBV byrjaði leikinn heldur illa í seinni hálfleik og lentu stelpumar fljótlega fjóram mörkum undir 16-12. Bragðið var á það ráð að taka tvo af sóknarmönnum Gróttu/KR úr umferð, en það herbragð virkaði engan veginn enda erfitt að verjast aðeins fjórar. Það var ekki fyrr en að Ingibjörgu Jónsdóttur var vikið af velli í tvær mínútur þegar vel var liðið á seinni hálfleik að hlutimir fóra að ganga. Ekki svo að skilja að Ingibjörg hafi verið liðinu Akkilesarhæll, þvert á móti en liðið varð hins vegar að breyta vamarleiknum í kjölfarið og eftir það var spiluð 6-0 vöm út leikinn með prýðisgóðum árangri. Stelpumar sýndu það sem eftir lifði leiks að þær geta ráðið við hvaða manneskju og hvaða lið sem er þegar þær spila eðlilegan vamarleik. Fljótlega var munurinn aðeins orð- inn tvö mörk og aðeins sex mínútur til stefnu. Þrátt fyrir að hafa skotið tvisvar í stöng á þessum lokakafla leiksins, og reyndar sex sinnum í seinni hálfleik, náði ÍBV liðið að jafna leikinn og fékk tækifæri á að gera út um hann á síðustu andartökum leiksins en tíminn reyndist of naumur. Lokatölur urðu 21-21 og því varð að framlengja. I framlengingunni var ÍBV mun sterkari aðilinn. Þrátt fyrir að staðan væri jöfn eftir fyrri hálfleik, þá héldu stelpumar sínu striki og skoraðu fjögur mörk á síðustu fimm mín- útunum og tryggðu sér mikilvægan sigur í baráttunni um Islands- meistaratitilinn, 25-27.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.