Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 6. mars 2000
Menntamálaráðherra kynnti nýja aðalnámsskrá í Framhaldsskólanum:
Rauði þráðurinn er aukið valfrelsi
-segir Jóhanna María Eyjólfsdóttir, aðstoðarnnaður ráðherra
Jóhanna María Eyjólfs-
dóttir er aðstoðarmaður
menntamálaráðherra og
hefur gegnt því starfi frá
því í desember síðastliðinn.
Hún kom með ráðherra til
Vestmannaeyja síðast-
liðinn föstudag, þegar ný
aðalnámsskrá framhalds-
skólanna var kynnt fyrir
nemendum á fundi í
Framhaldsskólans í Vest-
mannaeyjum. Jóhanna
María er fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum, dóttir
Eyjólfs Martinssonar og
Sigríðar Silvíu Jakobs-
dóttur. Jóhanna María
ólst upp í Eyjum til 16 ára
aldurs, þegar hún hélt til
Reykjavíkur til námsí
Verslunarskólanum. Hún
fór síðan í Háskóla íslands
og lauk BA prófi í
sagnfræði með
fjölmiðlafræði sem
aukagrein.
Jóhanna María segir að starf
aðstoðarmanns ráðherra sé krefjandi
og ögrandi starf, en um leið mjög
spennandi. Það er afskaplega fjöl-
breytt, enda margir málaflokkar sem
falla undir menntamálaráðuneytið, svo
sem menntamál, rannsóknir og
vísindi, menningarmál og íþrótta- og
æskulýðsmál. Hún segir heilmikla
áskorun felast í starfmu og finnst
afskaplega fróðlegt að fá að kynnast
pólitíkinni frá þessu sjónarhomi. „Ég
er nú búin að vera viðloðandi
Sjálfstæðisflokkinn sl. 10 ár og hafði
unnið þar, m.a. hjá borgarstjóm-
arflokki Sjálfstæðismanna og sem
framkvæmdastjóri SUS í nokkur ár
áður en ég tók við starfi aðstoðar-
manns í desember síðastliðnum. Það
er eins og maður festist í pólitíkinni og
eigi ekki afturkvæmt. Ég veit ekki
alveg hvað togar í mann, en það er
afskaplega gaman að lifa og hrærast í
tengslum við stjómmálin."
Hvernig er að vinna undir stjórn
Bjöms Bjamasonar núverandi
menntamálaráðherra?
„Hann er framúrskarandi stjóm-
málamaður og nýtur sín afskaplega
vel í starfi menntamálaráðherra, þar
sem hann hefur farsællega komið
mörgum góðum málum í verk. Bjöm
er afskaplega mikill fagmaður og
sinnir sínu starfi framúrskarandi vel.
Hann er einstaklega atorkusamur og
gott að vinna með honum. Bjöm er
mjög framsækinn og fylgist grannt
með tækninýjungum. Hann er með
eigin heimasíðu þar sem hann birtir
reglulega fréttapistla sína og er í miklu
sambandi við fólk í gegnum tölvupóst,
sem hann leggur sig fram um að svara
fljótt og vel. Ég á án efa eftir að læra
mikið af því að starfa í návígi við svo
hæfan stjómmálamann og hlakka til
að takast á við þau verkefni sem bíða
mín.“
Jóhanna María segir að starf
aðstoðarmanns ráðherra sé fjölbreyti-
legt og engin níu til fimm vinna.
„Maður kemur víða við og er nokkurs
framlenging á hönd ráðherra í
ráðuneytinu. Þau em óteljandi málin
sem koma inn á borð ráðherra og sum
JÓHANNA: -Við höfum verið að heimsækja alla framhaldsskóla landsins síðastliðna tvo mánuði og FÍV var þrítugasti skólinn í röðinni.
Þetta er í fyrsta sinn í skólasögunni sem ráðherra fer í slíkar heimsóknir,
JÓHANNA og Björn. -Hann er alveg frábær og afskaplega mikill
fagmaður, góður í sínu starfi og sinnir því vel. Hann er atorkusamur
og gott að vinna með honum, segir Jóhanna um yfírmann sinn.
þeirra lenda inni á borði hjá mér til
frekari afgreiðslu. Svo eru sumir sem
leita til aðstoðarmanna með hin ýmsu
mál og treysta á að með því nái þau
eyrum ráðherra. Inn á borð til mín
kemur líka ýmislegt sem varðar sam-
skipti við fjölmiðla, kynningarmál
osfrv. Eins og áður sagði er starfsemi
ráðuneytisins mjög yfirgripsmikil og
engin leið að vera inn í hverju
smáatriði en ég hef í megindráttum
yfirsýn yfir það sem er að gerast í
ráðuneytinu hverju sinni. Nú síðan
mótast starf aðstoðarmanns vissulega
eftir þörfum og kröfum ráðherra og
þeim málum sem eru í umræðunni.
Maður veit aldrei hvemig dagurinn
mun þróast þegar maður mætir til
vinnu á morgnana."
En við ætluðum að ræða aðeins
fundinn með nemendum og kennurum
FdV sem haldinn var síðastliðinn
föstudag, þar sem kynnt var ný
aðalnámsskrá framhaldskólanna. „Við
höfum verið að heimsækja alla
framhaldsskóla landsins síðastliðna
tvo mánuði og FÍV var þrítugasti
skólinn í röðinni. Þetta er í fyrsta sinn
í skólasögunni sem ráðherra fer í slíkar
heimsóknir, þar sem fundir hafa verið
haldnir annars vegar með nemendum
og hins vegar með kennurum.
Aðalnámsskráin tók gildi síðastliðið
sumar, en skólamir munu hafa 5 ár til
þess að aðlaga sig að námsskránni. A
þessum fundum hafa nemendur verið
óragir við að koma með spumingar og
athugasemdir og hafa þessir fundir því
verið afar fróðlegir fyrir okkur í
ráðuneytinu. Stefnan er að birta allar
spumingamar sem við höfum fengið
og svörin við þeim á heimasíðu
ráðuneytisins en þessar athugasemdir
munum við hafa til hliðsjónar við
þróun námsskrárinnar."
Jóhanna María segir fundinn í
Eyjum hafa verið sérlega góðan og að
nemendur hafi greinilega verið búnir
að undirbúa sig vel fyrir fund ráðheira.
, Já, nemendumir vom mjög skeleggir
og ákveðnir og sóttu það mjög hart að
fá svör við spumingum sínum. Það
sem var þeim ofarlega í huga var
aðstöðumunur nemenda utan af landi
þegar þeir sækja háskólanám í
Reykjavík. Nemendur óskuðu eftir því
að fá ívilnanir í formi hærri námslána
vegna þessa og sögðust t.d. þurfa að
borga húsaleigu ofl. sem nemendur,
sem gætu búið í foreldrahúsum, þyrftu
ekki að leggja út með. Þetta atriði
hefur komið fram á fleiri fundum úti á
landsbyggðinni og tengist lands-
byggðapólitíkinni.“
Þú nefndir byggðapólitík, kom
eitthvað fram varðandi möguleika
þeirra sem fara í háskólanám að koma
aftur til heimabyggðar?
„Nei, ekki var það mikið. Kannski
vegna þess að atvinnumál einstakra
sveitarfélaga falla ekki undir
menntamálaráðuneytið og því ekki á
valdsviði menntamálaráðherra að
koma með lausnir á þeim málum.
Hins vegar var töluvert rætt um
félagsleg vandamál nemenda ýmiss
konar og kom fram ákveðin ósk um
að í boði væri frekari félags- eða
sálfræðilegur stuðningur við þá
nemendur sem ættu við persónulega
erfiðleika að etja, svo sem vímuefna-
vandamál."
Nú er búið að samþykkja náms-
skrána, hversu raunhæft er að taka tillit
til ýmiss konar óska um breytingar á
henni?
„Það er í rauninni of snemmt að tala
um breytingar á henni áður en hún
kemur til framkvæmda. En ef aug-
ljósir agnúar koma í ljós þegar hún
hefur komið til fr amkvæmda þá verða
þeir hugsanlega sniðnir af. Grund-
vallaratriðið í nýju námsskránni er að
verið er að hugsa um nemandann
sjálfan og það er hann sem er rauði
þráðurinn í gegnum námsskrána.
Hann fær aukið valfrelsi. Aður var það
skólinn sem valdi fyrir nemandann en
samkvæmt nýju námsskránni er
nemandinn sjálfur settur í öndvegi.
Kjaminn er ekki eins bundinn og áður
og val nemenda á kjörsviði og í fijálsu
vali hefur verið aukið. Það sem tengist
þessu líka er að samþykkt hefur verið
ný námsskrá fyrir öll skólastigin, frá
leikskóla til framhaldsskóla, og mark-
miðið með nýju námsskránum er að
koma á samfellu á milli þessara
skólastiga. Aukið val nemenda færist
einnig niður í efstu bekki grunnskóla.
Frá og með 2001 fá nemendur að velja
hvort þeir taka samræmd próf eða ekki
og ári seinna geta nemendur valið um
að taka sex samræmd próf. Sumir
gagnrýna þetta og segja að 15 ára
nemendur séu allt of ungir til þess að
standa frammi fyrir slíku vali, en
svarið við því er einfalt. Áður þurftu
allir nemendur að taka samræmd próf,
óháð getu og aðstæðum. Þetta var
skylda sem bitnaði harkalega á
sumum nemendum, þeir hrökkluðust
frá námi og komu aldrei inn í
skólakerfið aftur. Þó að nemendur
velji að taka ekki samræmd próf,
samkvæmt nýju námsskránni, þá geta
þeir nú hafið nám á almennri braut í
framhaldsskóla sem er með skilgreind
markmið. Ljúki nemandi námi á
almennri braut þá opnast aðrar brautir
framhaldsskólans fyrir honum. Með
þessu aukna vali er því ekki verið að
loka nemendur inni í blindgötu -
heldur þvert á móti, það er verið að
leyfa nemandanum að fá frelsi til að
velja þá leið sem honunt hentar best.
Þessi nýja hugsun er kjamaatriðið í
nýju námsskránni.“
Jóhanna María segir að listnáms-
braut muni samkvæmt þessari nýju
aðalnámsskrá taka þrjú ár. „Nemandi
sem klárar þessi þrjú ár, er þá ekki
kominn með stúdentspróf og það
hefur verið gagnrýnt. Én svarið við
því er að ef þetta nám dugar
nemandanum ekki til náms í frekara
listnámi þá getur hann bætt við sig því
sem upp á vantar og lokið stúdents-
prófi. Nemandi á listnámsbraut á ekki
endilega að þurfa að ljúka námi sínu
með stúdentsprófi telji hann að námið
á listnámsbraut sé nægilegur undir-
búningur fyrir frekari nám eða störf.
Ráðuneytið hefur óskað eftir því við
háskólana átta í landinu að þeir
skilgreini inntökuskilyrði sín svo
nemendur geri sér betur grein fýrir því
hvaða námsleiðir þeim beri að velja í
framhaldsskóla, ætli þeir í tiltekið
háskólanám."
Hvemig verður staða verklegs og
bóklegs náms samkvæmt þessari nýju
námsskrá?
„Það er verið að leggja aukna
áherslu á verk- og starfsnám í ljósi
þess að það nám hefur frekar átt undir
högg að sækja og nemendur hafa síður
farið inn á þær brautir. Með nýju
námsskránni er tilkomin sú breyting
að nemendum af starfs- og verknáms-
brautum verður gefinn kostur á
viðbótamámi sem lýkur með stúdents-
prófi.“
Benedikt Gestsson