Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtuudagur 6. apnl 2000 Ragnar Borg myntfræðingur setur fram athyglisverðar kenningar um landnám í Ey Fyrir skömmu var Ragnar Borg, myntfræðingur og fyrrum aðalræðis- maður Italíu á íslandi, í Vest- mannaeyjum. Ragnar hefur verið mikill áhugamaður um mynt og er með fróðustu mönnum hér á landi um myntsláttu fyrr og síðar. Meðal erinda hans til Eyja var að halda fyrirlestur um mynt og myntsláttu og skoða rómverska koparpeningin sem fannst á Skansinum árið 1991. Ragnar hefur að vísu skoðað peninginn áður, en síðan er nokkuð vatn runnið til sjávar og Ragnar sett fram mjög athygliverðar tilgátur um téðan pening og tengsl hans við aðra rómverska peninga sem fundist hafa á íslandi og vitneskju manna um landið í norðri. m ; IsÍil RAGNAR segir að því meira sem hann hafi farið að hugsa um Sallustiu keisaraynju í Róm, þá hafí honum dottið í hug hvort hún hefði ekki verið flutt með herflutningaskipi til Vestmannaeyja en ekki Pribolitaniu, eins og tilgátur segja til um. Byrjaði með bónusnum Það er ætlunin að spjalla um þennan rómverska pening og hugmyndir Ragnars um hann, en Ragnar er ekki í fyrsta skipti í Eyjum því hann kom til Eyja á árunum 1965 til 1968 á vegum fyrirtækis síns, G. Helgasonar og Melsted, sem flutti inn Olivetti skrifstofuvélar, en þær vélar léttu mönnum mjög bónusútreikninga í frystihúsunum. „Eg kom hingað við annan mann ítalskan og strax á flug- vellinum var ég spurður að því hvort ég gæti skaffað vélar sem reiknað gætu út bónus. Þá var rekin sam- eiginleg skrifstofa frystihúsanna, en nú vildu þeir ná nýtingunni á hráefninu inn í bónusinn og auðvelda útreikninga á honum. Þetta var orðinn gn'ðarlega flókinn útreikningur og í raun og veru ekki til tæki til þess að reikna þetta út. Þá vill svo til að Olivetti verkssmiðjurnar voru famar að framleiða vél sem var sams konar og bókhaldsvél sú sem Vestmannna- eyjabær var að nota, nema að þessi vél hafði elektrónískt margföldunaverk og gat gert þetta. I raun var ekki til nein formúla yfir það hvemig ætti að reikna þetta út, þannig að ég fékk mann til þess að yfirfara þessa útreikninga, hann var síðan í sambandi við fulltrúa SH og þannig var vélin stillt inn. Það var nú reiknað með því að vélin yrði í gangi í svo sem tvo tíma á dag, en svo var hún bara í notkun nánast dag og nótt. En þetta leysti feiknarlegan vanda og gerði alla útreikninga nákvæmari og vélin varð því algerbylting." Einnig kom hann til Eyja í gosinu með sérstöku leyfí til ganga ffá samn- ingum um sölu á fjarrita til Pósts og síma og hvaða ráðstafanir væm heppilegastar ef Pósti og síma stafaði hætta af vegna hraunrennslisins úr Eldfellinu. „Þannig kynntist ég mörg- um Vestmannaeyingum. Eg bjó alltaf hjá henni Jónu á Hótel Berg. Þegar ég var héma í gosinu var hraunið akkúrat að þrýsta sér leið á milli frystihúsana og menn að reyna að kæla hraunið með sjó.“ Myntsöfnun í blóðinu Hvemig kviknar áhugi þinn á gamalli mynt? „Þetta er nú í blóðinu. Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, varbróð- ir afa míns, Ágústs Flygenring kaup- manns, og alþingismanns í Hafnar- firði. Annar bróðir þeirra var Albert Þórðarson, faðir Kristjáns Alberts- sonar rithöfundar og fræðimanns. Þetta verður þannig að séra Þórir Stephensen, bekkjarbróðir minn og vinur, kemur einu sinni heim til mín og spyr konuna mína hvort hún eigi ekki nokkra fimmeyringa, eða tuttugu og fimmeyringa sem hann vantaði í safn sitt. Hún fann þá og í fram- haldinu fór ég að fá áhuga og með það kominn með bakteríuna. Það vill svo til að um líkt ^ leyti er stofnað Myntsafnarafélag Islands sem ég gekk í. Eg varð síðan formaður þar nokkram sinnum og fór að skrifa fasta dálka um mynt í Morgunblaðið og hefi flutt fyrirlestra um mynt, en að safna mynt þá er alveg nóg fyrir mig að einbeita mér að Islandi." Rómverski peningurinn Ragnar segir að hann hafi sjaldan orðið eins hissa og þegar hann sótti ábyrgðarbréf á Pósthúsið í Reykjavík frá Byggðasafninu í Vestmanna- eyjum.. „Eg varð nú strax svo for- vitinn að ég opnaði bréfið í bílnum og sá að innihaldið var rómverskur peningur. Hann var afskaplega illa farinn og erfitt að lesa á hann. Ég fór með hann upp í myntsafn Seðla- bankans, hvar ég hitti Anton Holt, en safnið býr yfir afskaplega góðum upplýsingum um rómverska mynt og reyndar aðra mynt. Það sem stendur á peningnum er „SALL BARB ORB“. Við nánari athugun komumst við að því að þetta var „SALLUSTIA BARBIA ORBIANA" en hún var keisaraynja og gift Severas Alexander keisara í Róm, en þau voru mjög ung þegar þau giftu sig. Á bakhlið peningsins stendur lfka: „SC“ sem stendur fyrir Senate Consentio, sem þýðir að rómverska senatið hefur fallist á útgáfu þessa penings.“ Tengdamamman hrakti keisararynjuna í útlegð Ragnar segir að hann hafi síðan lesið sér til um sögu þessarrar konu og hafi þá komið í ljós að saga hennar sem keisaraynju hafi verið mjög stutt. „Hún var af góðu fólki, þekktri róm- verskri ætt. Móðir Alexanders hafði alið hann upp, en hann varð keisari rnu ára gamall. Hún fékk til liðs við sig hina færastu menn tíl að kenna honum stjóm ríkisins, en Alexander var seinasti keisarinn sem kjörinn var af senatínu. Eftir fráfall hans vora það hermenn sem kusu sér sjálfir keisara og alla tíð síðan. Alexander var dug- andi maður að öllu leyti og farsæll. Auðvitað þurfti hann að fara í stríð, bæði í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins og í lönd Germana. Þar er talið að hann hafi fallið í orastu árið 233 eða 235, frekar en að hann hafi verið drepinn af eigin mönnum. Alexander og Sallustia vora aðeins gift í tvö ár, 225 til 227. Þá er það að tengdamóðir Sallustiu hrekur hana úr landi. Móðir Alexanders sagði við hann: „Annað hvort fer hún eða ég.“ Og hann valdi að láta Sallustiu fara í útlegð." Er eitthvað vitað hvað lá þama að baki? „Amma Alexanders var kristinnar trúar og það gæti verið að einhverjar trúardeilur hafi legið að baki og lfka afskiptasemi þessarar ungu keisara- drottningar við stjóm ríkisins sem líkaði ekki. En vitað er að Rómverjar stunduðu mörg trúarbrögð á þessum tíma. Sagan segir að hún hafi verið flutt nauðug til Ostia sem var þá hafnarborg Rómar við ósa Tíber- fljótsins. I Ostia er nú safn og þar er til gríðarlega stór stytta af Sallustiu, en nokkuð sködduð, eins og eftir eggvopn. Sagan segir og að þetta hafi verið gert að henni ásjáandi og henni tilkynnt að hér með væri búið að afmá allt sem mátti minna á hana í Rómarveldi, en styttan hafði áður verið í Keisarahöllinni í Róm. Síðan segir frá því að Sallustia hafi verið flutt til Pribolitaniu sem var skattland Rómverja í Norður Afríku og af henni engar sögur farið síðan.“ Fyrst tengdi hann peninginn við Papana Ragnar segir að þegar hann hafi verið búinn að fá peninginn í hendur hafi hann farið að rannsaka hann betur, sem endaði með grein í Morgun- blaðinu. „Þar hélt ég því fram að írskir trúboðar hefðu komið með þennan pening til Vestmannaeyja. Irskir kristniboðar höfðu með sér sjö hluti sem þeir voru með á ferðum sínum og þar á meðal alltaf einn rómverskur peningur, en það var til þess að geta tekið upp og sýnt ef þeir vora sakaðir um betl, það var þá trygging þess að þeir þyrftu þess ekki efþeirsýndupening. Enápeningnum var yfirleitt alltaf mynd af keisaranum til þess að minna þennan kristniboða á að gjalda keisaranum það sem keisarans er og guði það sem guðs er.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.