Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 6. apríl 2000 askana Skrítnar skepnur Svava Bogadóttir er bókaunnandi vikunnar Ephraim Kishon, ekki spuming, Ephraim Kishon ég skrifa um hann og engan annan. Eg steinþegi yfir dagblöðunum og tímaritunum sem ég stelst til að líta í og skrifa um einn flottan og góðan höfund. Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá áskorunina frá henni Guðrúnu Snæ. Nú eftir jólin í leiðinlegu og dimmu veðri þegar óendanlega langt virtist í sumarið sá ég allt í einu á bókasafninu bækur sem ýttu burt öllum skammdegisdmnga á augabragði. Þetta vom bækumar Hvunndags- spaug og Skrítnar skepnur eftir Ephraim Kishon. Þær las ég fyrst fyrir mörgum ámm síðan og em einar afmínum uppáhaldsbókum. Ephraim Kishon er fæddur í Búdapest 1924 enbýrnú í ísrael. Yfir 50 bækur hans hafa verið þýddar á 36 tungumál og seldar í 71 milljón eintaka, ég endurtek, 71 milljón eintaka! Fjölskylduskopsögur eftir hann urðu þekktar hér á landi þegar Róbert Amfinnsson leikari las nokkrar þeirra í útvarpi árið 1980. Hann er sennilega einn þekktasti háðsádeiluhöfundur í heimi. Hann hefur skrifað kvikmyndahandrit og fengið bæði Golden Globe verðlaunin og Oskarsverðlaun fyrir kvikmyndir sínar auk fjölda verðlauna fyrir bækumar. I þessum tveim bókum sem ég hef lesið em bráðsmellnar skopsögur um fjölskylduna og hversdagsleg atvik sem allir þekkja. Hann hefur alltaf sjálfan sig og ijölskylduna [ aðalhlutverki og lýsir því t.d. þegar fyrsta bam hans er að fæðast og þær hremmingar sem hann gengur í gegnum þar sem hann bíður fyrir utan spítalann. 1 annarri sögu lýsir hann innkaupum í stórmarkaði þar sem freistingar bíða á hveiju homi. Sagan um linsur byijar svona: „Fegurð ísraelskra kvenna byggist mjög á mikilvægu tækniundri vorra tíma, sjónglerjunum. Þau breyta hverri konu, sem þarfhast gleraugna, leiftur- snöggt í steinblinda kynbombu." Ég mæli hiklaust með þessum bókum, sögumar em að vísu mis- fyndnar, það fer kannski eftir þvi hvort atvikið sem hann skrifar um er kunnuglegt eða ekki. Ég þekki að minnsta kosti sjálfa mig í mörgum þeirra og finnst þær drepfyndnar. Hláturinn lengir lífið, ekki satt ?!? Að þessu loknu skora ég á æsku- vinkonu mína Ragnheiði Einarsdóttur að taka við pennanum. Mér er það minnisstætt hvað hún las ótrúlega margar bækur á skömmum tíma þegar við vomm unglingar. Svava Bogadóttir Húsverkin ekki í uppáhaldi Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar Vinnsiustöðin hélt sitt loðnuslútt að farið var inn á fjölskylduvæna braut. í stað „glasaglamúrveislu“ var starfsfólki og fjölskyldum þeirra boðið upp á kaffisam- sæti í Alþýðuhúsinu og mæltist það vel fyrir. Ingibjörg Finnbogadóttir er einka- ritari framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar- innar og hún er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn? Ingibjörg Finnbogadóttir. Fæðingardagur og ár? 9. júlí 1961. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Ég á tvær dætur, Jónu Sigrúnu og Berglindi Dúnu. Menntun og starf? Ég er með stúdentspróf og vinn sem ritari. Laun? Er maður ekki alltaf til í að fá hærri laun. Bifreið? Skoda Felicia. Helsti galli? Ég held ég láti aðra dæma um mína galla. Helsti kostur? Sama hér. Uppáhaldsmatur? Humarinn stendur alltaf fyrir sínu. Svo þykir mér ekki slæmt þegar manni er boðið í saltkjöt og baunireða eitthvað þess háttar. Versti matur? Ég hef aldrei verið hrifin af súrmat og ekki heldurskötu. Uppáhaldsdrykkur? Ég drekk mikið af mjólk en það er stundum gott að fá sér rauðvín með góðum mat. Uppáhaldstónlist? Ætli ég sé ekki hrifnust af Ijúfri og rómantískri tónlist. Hvað er þaö skemmtilegasta sem þú gerir? Það er alltaf gaman að vera i góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Húsverkin eru nú ekki í uppáhaldi hjá mér en maður sleppur ekki við þau. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ætli ég fengi mér ekki nýrri bíl og svo færi ég með stelpurnar mínar í sólina á Majorka. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Mér fannst Svavar Gestsson skemmtilegur þegar hann vará þingi. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Nei, ég er ekki I neinum slíkum. Uppáhaldssjónvarpsefni? Ég hef gaman af breskum framhaldsþáttum og bíómyndum. Svo horfi ég alltafá Ally McBeal. Uppáhaldsbók? Ég veit ekki hvað skal segja, ég hef lesið mikið um ævina og margar góðar bækur en vil ekki nefna neina eina sérstaklega. Hvað metur þú mest í fari annarra ? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fals og undirferli. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vest- mannaeyjará fallegum sumardegi. Hver átti hugmyndina að kaffiboðinu? Þessi hugmynd kom upp í spjalli hjá stjórnendum. Hvernig tók fólk þessu? Ég held að allir hafi verið mjög ánægðir með þetta framtak og vargaman að hafa fjölskylduna með. Er Vinnslustöðin góður vinnustaður? Það er mjög gott að vinna í Vinnslustöðinni þó mikil óvissa hafi ríkt undanfarið ár. Vonandi er ekki von á neinum stórfelldum breytingum á næstunni og starfsfólkið fái að sýna hvað í því býr. Má eiga von á fleiri svona uppákomum? Við skulum vona að þetta sé bara upphafið því að svona uppákomur þjappa fólkinu saman. Eitthvað að lokum? „Lítum björtum augum fram á veginn.“ Luíidín/i Pöbbinn í (iyjum Fimmtudagskvöld: Corona-Stemmning Föstudags og laugardagskvöld: BLÁIFIÐRINGURINN Bjöggi Gísla og félagar tvU"'6" *tt's Aldrei meira stuð en á Lundanum Mættu og upplifðu það!!!!! HOFÐINN DJ ICE þeyth dbkti «j Akífjui útíeittá taugandag^kmtd 8. apnít Á döfinni 4* 06. apríl Stórleikur IBV og Gróttu/KR í handbolta kvenna í íþróttamiðsföðinni kl. 20.15 Nú mæta allir og hvetja stelpumar til dáða. (Krakkar mætiðkl. 18.30Í Týsheimilið í málningu, kók og nammi) 06. apríl IBV Binaó í Þórsheimilinu kl.20.30 (frestao til 07. apríl, efleikurÍBV og Gróttu/KR fer fram fpann Öó.apríl) 06. apríl Corona-kvöld á Lundanum 07. apríl Leó Snær með Bubbasfemmningu á Fjörunni 07. og 08. apríl Blái fiðringurinn Bjöggi Gísla og félagar á Lundanum 08. apríl DJ lce Diskókvöld á Höfðanum 08. apríl A móti sól á Fjörunni 08. apríl Dagur Tónlistarskóla VestmannaeyjaH. 15.00 15.apríl Myndlistarvor Islandsbanka í Eyjum 2000. Vignir Jóhannsson qpnar sýningu í Gallerí Ahaldahúsinu kl. 17.00 19. -20. maí Vor í Eyjum 2000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.