Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. apríl 2000 Fréttir 11 jum sem byggðar eru á fornri mynt sem fannst hér árið 1991 ngu á undan Pöpum og víkingum Ragnar segir að fleiri rök liggi einnig að baki tilgátu hans um tengsl rómversku myntarinnar í Vestmanna- eyjum og annarra rómverskra peninga sem fundist hafi á Islandi. „Það hafa fundist hér fimm rómverskir peningar og allir eru þeir á slóðum papa. Tveir fundust að Bragðavöllum í Hamars- firði rétt inn af Papey, einn í Hvaldal rétt hjá Papafirði, einn fannst í Vestmannaeyjum, einn að Hvítárholti í Amessýslu. I greinargerð minni um Vestmannaeyjapeninginn sagði ég að hann hefði komið með Irum hingað, en síðan hef ég fengið nokkra bakþanka.“ Mynt írá 3. öld Ragnar segir að Kristján Eldjám hafi rannsakað peningana tvo sem fundust á Bragðavöllum og sett fram hug- myndir um að þeir væm hingað komnirmeðrómverskuskipi. „Hann benti réttilega á að þá hefðu rómversk herflutningaskip verið í fömm milli Italíu og Bretlands. Ég kynnti mér málið og sögu rómverskra skipa. Rómverjar áttu á þessum ámm skip sem gátu borið 3500 tonn af komi ífá Egyptalandi til Rómar. I siglingum frá Ostia til Englands vom þeir með skip sem gátu borið 500 til 700 tonn vegna þess að stærri skip gátu ekki komist upp dýpsta álinn á Thames. Eitt líka er merldlegt atriði sem ég hef kannski ekki ekki gaumgæft nóg , en það er að allir þessir fímm peningar em frá þriðju öld. Peningurinn sem hér fannst er frá 225 til 227, hinir em frá árinu 250 og sá yngsti frá 286 til 305. Af hverju ættu Iramir að hafa komið með peninga hingað og alla ffá þriðju öld. Þeir byijuðu yfirleitt ekki að fara sínar trúboðsferðir fyrr en eftir að heilagur Brendan var búinn að fara sína ferð til íslands og Ameríku árið 570 og hefði getað sagt þeim frá löndunum í vestri, en hvar áttu þeir endilega að fá peninga frá þriðju öld. Irsku klaustrin áttu að sjálfsögðu rómverska peninga og voru rík, en voru ekki rænd af víkingum fyrr en um 793. Rómverskir peningar gengu á Bretlandi í 400 ár, eða frá því Róm- verjar koma þangað og þar til Rómaveldi líður undir lok. Ég er eiginlega kominn að þeirri niðurstöðu að rómversk skip hafi hrakið hingað, því það er afskaplega auðvelt að ímynda sér að þegar rómversk skip em að fara íyrir Biskayaflóann, sem er eitt versta veðravíti sem til er, að sterkur austanvindur hreki skipið af leið, en þá var hér gott skipalægi. Hér gátu menn fengið vatn og hugsanlega vistir og endumýjað skipið. Síðan hafi menn sagt öðmm frá að hér væri land.“ Sallustia keisaraynja flutt til Vestmannaeyja? Ragnar segir að því meira sem hann hafi farið að hugsa um Sallustiu, þá hafi honum dottið í hug hvort hún hefði ekki verið flutt með her- flutningaskipi til Vestmannaeyja en ekki Pribolitaniu, eins og tilgátur segja til um „Astæðan er einföld og hún er sú að koma í eitt skipti fyrir öll í veg fyrir að hún gæti komist til valda aítur. Það er ekki óeðlilegt að hún hafí haft með sér einhvem sjóð, eða pening með mynd af sér til þess að byggja upp kjark sinn og til að sýna öðmm að hún væri þetta merkileg kona að hafa komist á pening, ellar til þess að múta mönnum til þess að hjálpa sér til að komast aftur til Rómar.“ Skansinn er nokkuð breyttur síðan peningurinn fannst, en svona lítur Skansinn út í dag. Við austurhleðsiuna fann Aðalstcinn Agnarsson peninginn góða árið 1991. Framhlið peningsins sem fannst í Vestmannaeyjum 1991. Greina má mynd keisaraynjunnar og áletrun með nafni hennar. Bakhlið sama penings, hvar sjá má hermann á hesti. Papamir voru héma líka Þrátt fyrir þessa tilgátu Ragnars um komu Sallustiu til Vestmannaeyja, þá breytir það engu um vem papa í Eyjum. „Það er þrennt sem skýrir það. Hér vom Vestmenn þegar Ingólfur kom, eins og nafnið segir til um. í öðm lagi er í Heimakletti höggvinn keltneskur kross og í þriðja lagi segir mér Margrét Auðar Hermannsdóttir, fomleifafræðingur, að ofarlega í bænum séu leifar af hringlaga vegg, svipuðum og þeir notuðu til þess að geyma ýmist skepnur eða fóður. Svipaðar hleðslur hafa og verið ljósmyndaðar úr lofti úti á Seltjamamesi. Þetta fmnst mér rök og vega þungt fyrir því að papar hafi verið hér, en tímamismunurinn milli þriðju aldar og komu papanna er allt of mikill til þess að papar hafi haft slíka peninga í fómm sínum, eins og sá er hér fannst. Víkingamirgátu líka komið með rómverska peninga, vegna þess að þeir eru að gera strandhögg á Englandi og Irlandi. Það var kristið land strax á fyrstu öld og gekkst ekki undir kaþólska kenningu fyrr en löngu seinna. Klaustrin vom og sjálfstæð og gátu hafa fengið rómverska mynt, en þau koma hins vegar ekki til fyrr en um 500 og síðar. Að víkingamir hafi komið komið með þessa peninga og alla ffá 3. öld tel ég því útilokað.“ Ekki vísindi Ragnar vill taka það fram að ekki megi kenna þessa tilgátu hans við vísindi. „Því miður hef ég ekki haft tíma til að rannsaka þetta betur, en mér finnst þessi tilgáta með hingað komu Sallustiu alveg nógu góð til þess að kynna þessa mynt og þá staðreynd að hún fannst hér. Það sem þarf að gera er að fá jarðsjá til þess að skoða Herjólfsdali. I svona jarðsjá, sem er eins og hvert annað asdiktæki er hægt að senda merki niður á allt að tólf metra dýpi, síðan er hægt að sjá og meta hvað er undir. Upplýsingar tækisins em síðan settar í tölvu sem vinnur úr niðurstöðunum og skilar teikningum.“ Hvaða málmur er í peningnum sem fannst hér og hvemig er ástand hans núna? „Hann er úr kopar og ástand hans er alveg hræðilegt. Vandinn er nefnilega sá að þegar Aðalsteinn Agnarsson fann peninginn fór hann með hann til Skúla Uraníussonar vinar síns. Aðalsteinn vissi í raun ekkert hvað hann var með í höndunum, en þeir helltu sým á peninginn og hann kom afskaplega skaddaður úr því baði.“ Sjaldgæfur peningur Um sögulega þýðingu þessa fundar fyrir Vestmannaeyjar segir Ragnar mjög mikilvægar. „Getur það ekki verið að menn hafi þekkt Vestmanna- eyjar svo og svo mörgum öldum áður en papar og víkingamir komu hingað. Þessi peningur Sallustiu Barbiu er ekki mjög algengur og ekki talinn í sjálfu sér neitt sérstaklega merkilegur. Það em til peningar með mynd hennar einni eða með manni sínum. Þessir peningar hafa verið slegnir í Mið- austurlöndum, Grikklandi og Egypta- landi, en þá heitir hún Gneia Seia Erenea." Hvort heldur trúarlegar eða póli- tískar ástæður liggja að baki útlegð Sallustiu, þá er freistandi að spyrja hvenær myntin er slegin? Sallustia er gift Alexander Sevems í tvö ár, eins og ég sagði áðan en það tekur tíma að koma boðum um ríkið, bæði boð að slá mynt en mynt var ekki öll endilega slegin í Róm, heldur víðar og einnig hefur tekið tíma að láta boð gang um að hún væri ekki lengur í náðinni. Nú þarf að rannsaka betur sögu Sallustiu, en það var ekkert óalgengt að myndir kvenna væm settar á peninga bæði fyrir og eftir keisaratímann." Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.