Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 6. apnl 2000 Þættir úr ræðu Arnars Sigurmundssonar á aðalfundi Sparisjóðs Vestmannaeyja: r An frumkvæðis heimamanna mun uppbygging upplýsinga- og hátæknifyrirtækja fara hjá garði Frá aðalfundi Sparisjóðs Vestmannaeyja. s „Eignaform sparisjóðanna hefur af eðlilegum ástæðum dregist inn í umræðuna um endurskipulagningu á innlendum fjármálamarkaði. Sparisjóðirnir verða sjálfir að hafa forystu um framhald málsins og vera viðbúnir að bregðast við breyttum aðstæðum,“ sagði Arnar Sigurmundsson meðal annars í ræðu sinni. Ræða Amars Sigurmundssonar, formanns stjómar Sparisjóðs Vestmannaeyja, á aðalfundi Sparisjóðsins sl. laugardag bar merki mikilla umbrota í samfélaginu. Umbrot sem koma fram í aukinni samkeppni á æ fleiri sviðum, á það ekki síst við í banka- og fjármálastarfsemi eins og sameining FBA og íslandsbanka ber með sér. „Eins og undanfarin ár einkenndi aukin samkeppni á innlendum mark- aði allt rekstrarumhverfi fjármála- fyrirtækja á árinu 1999. Samkeppnin um fjárvörslu, útlán og aðra þjónustu til viðskiptamanna er ekki lengur bundin við ísland og hafa fjárfestar leitað í vaxandi mæli út fyrir land- steinana. Islensk fjármálafyrirtæki hafa brugðist við þessari þróun með sífellt fleiri valkostum í innlendum og erlendum spamaðar- og áhættufjár- magnsleiðum. Á síðasta ári seldi ríkið öll hlutabréf sín í Fjárfestinga- banka atvinnulífsins hf. og með útboði nokkurt viðbótarhlutafé í Landsbanka Islands hf. og Búnaðarbanka Islands hf. Allt stef'nir í að rikið minnki hlut sinn í þessum bönkum á næstu misserum. Atburðir síðustu daga geta gjörbreytt heildarmyndinni á íslensk- um fjármagnsmarkaði, komi til sameiningar íslandsbanka og Fjár- festingabanka atvinnnulífsins og Landsbankans og Búnaðarbankans. Þá myndi skyndilega blasa við nýtt landslag á íslenskum ijármálamarkaði. Eignaform sparisjóðanna hefur af eðlilegum ástæðum dregist inn í umræðuna um endurskipulagningu á innlendum fjármálamarkaði. Spari- sjóðimir verða sjálfir að hafa forystu um framhald málsins og vera við- búnir að bregðast við breyttum aðstæðum. Sjálfseignarformið hefur reynst sparisjóðunum vel og stóraukin útgáfa stofnfjárhluta í nokkrum spari- sjóðum sýnir að hægt er að auka eigið fé þeirra með svipuðum hætti og í hlutafélagabönkum. Umfram allt þurfa sparisjóðimir að standa þétt saman og gera sér grein fyrir því að samhliða umræðunni um breytt eignarform er ekki síður brýnt að vinna að stækkun rekstrareininga með sameiningu sparisjóða þar sem það getur talist hagkvæmt,“ sagði Amar. Mikil útláns- og innláns- aukning á síðasta ári Arnar sagði að á árinu 1999 hefði orðið26% innlánsaukning íbönkum og sparisjóðum að meðtalinni verð- bréfaútgáfu. „Innlán að meðtalinni verðbréfaútgáfu vom í heild um síðustu áramót 19% í sparisjóðunum, 34% í Landsbanka, 23% í Búnaðar- banka og 24% í íslandsbanka. Inn- lánsaukning í sparisjóðunum í heild var rúmlega 20% og hjá Sparisjóði Vestmannaeyjaliðlega 16%. Utlán banka og sparisjóða jukust um tæp 22% á árinu. Útlánaaukning í sparisjóðunum í heild varð um 29% og hjá Sparisjóði Vestmannaeyja liðlega 26%. Útlán viðskiptabanka og sparisjóða skiptust þannig um síðustu áramót að sparisjóðimir voru með 22%, Landsbanki með 33%, Búnaðar- banki með 21% og Islandsbanki með 24% útlána.“ Áframhaldandi þenslaá höfuðborgarsvæðinu Næst gerði Amar stöðu landsbyggð- arinnar gagnvart höfuðborgarsvæð- inu að umtalsefni. „Atvinnuleysi hér á landi fór niður í tæp 2% á síðasta ári, en það var tæp 3% árið 1998. Atvinnuleysi í Vestmannaeyjum varð um 1% á síðasta ári, sem er svipað og árið 1998. Minna atvinnuleysi á landsbyggðinni, hefur ekki komið í veg fyrir þá þróun að fólki fjölgar nær eingöngu á suðvesturhorni landsins. Þenslan á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið til þess að þessi þróun hefur haldið áfram. Gríðarlegar byggingar- framkvæmdir jafnt í íbúða- og atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu, ásamt miklum uppgangi fyrir- tækja í verðbréfaviðskiptum, upplýs- inga- og hátækniiðnaði og hvers kon- ar þjónustu eiga þar stóran þátt. Vestmannaeyjar hafa ekki farið var- hluta af þessari þróun. Ibúaþróun hefur verið óhagstæð síðasta áratug og hefur íbúum hér fækkað um 5% á tímabilinu 1989-1999. íbúar í Vest- mannaeyjum vom tæplega 4600, 1. des. sl. sem er nær sami íjöldi og árið áður. Fjölþættari möguleikar í menntun, atvinnu og góðar sam- göngur skipta miklu varðandi búsetu. Upplýsinga- og hátæknisamfélagið þar sem búseta og vegalengdir skipta sífellt minna máli, ætti að styrkja stöðu stærri byggðarlaga á landsbyggðinni. En það þarf fleira að koma til. Aukin fjölbreytni í atvinnu- og menningar- lífi, góð samfélagsþjónusta og lækkun orkukostnaðar getur þar skipt sköpum. Vestmannaeyjar hafa eins og mörg önnur byggðarlög á landsbyggðinni upp á margt að bjóða. Engu að síður þarf samfélagið að vera enn betur meðvitað um þær kröfur sem gerðar em varðandi búsetu er taki mið af þeim gífurlegu breytingum sem orðið hafa í menntunarmöguleikum. Takist að treysta stöðu sjávarútvegs og auka fjölbreytni atvinnulífsins og viðhalda góðu mannlíft eiga Vestmannaeyjar góða möguleika að standast þær kröfur sem gerðar em. Þar munu störf sem tengjast við upplýsinga- og hátækni skipta sífellt meira máli. Eyjamenn vita að tækifærin koma ekki upp í hendumar og verði lítið aðhafst að fmmkvæði heimamanna munu þeir möguleikar sem felast í stofnun og uppbyggingu upplýsinga- og hátæknifyrirtækja í Eyjum fara hjá garði. Sparisjóðurinnhafðiíjanúarsl. forgöngu unt það að hingað komu forráðamenn Islenskrar miðlunar hf. og var þar rætt um tilfærslu ákveðinna fjarvinnsluverkefna til Vestmanna- eyja. Forráðamenn íyrirtækisins muna verða í sambandi vegna málsins, en engin niðurstaða hefur þó enn feng- ist.“ Svipaður heildarafli en mikil lækkun á mjöl- og lýsisafurðum Ný úttekt Byggðastofnunar á atvinnutekjum landsmanna eftir at- vinnugreinum staðfestir að meðal- tekjur í Vestmannaeyjum eru áfram einhveijar þær hæstu á landinu. Tekjur Arnar Sigurmundsson. sjómanna skipta miklu í þessum samanburði. Þróun atvinnutekna í Eyjum á síðasta ári sýnir að tekjur flestra atvinnugreina hafa fylgt þróun atvinnutekna á landsvísu. Aftur á móti hafa tekjur loðnusjómanna lækkað vegna mun lægra hráefnisverðs á loðnu sem rekja má til nær helmings lækkunar á mjöl og lýsi á heims- markaði. Þá hefur hækkun olíuverðs áhrif til lækkunar á skiptaverði til sjómanna. Eins og í öðrum sjávar- plássum ráða aflabrögð og verðlag sjávarafurða mestu um afkomu fólks og fyrirtækja. Heildarafli lagður á land til vinnslu í Eyjum á árinu 1999 var liðlega 130 þúsund tonn á móti 127 þúsund tonn- um árið áður. Heildarafli íslendinga á síðasta ári er áætlaður 1.728 þúsund tonn á móti 1.660 þúsund tonnum árið 1998. Af heildarafla síðasta árs var hlutur ftskiskipa sem gerð eru út frá Eyjum tæplega 296 þúsund tonn eða 17% á móti 18% árið áður. Hlutur fiskafla til vinnslu í Eyjum var tæp 8% af heildarafla á síðasta ári sem er nær sama hlutfall og árið áður. Loðnuaflinn var tæplega helmingur af heildarafla íslendinga á árinu 1999 eða um 704 þúsund tonn á móti 750 þúsund tonnum árið áður. Árið 1997 varð loðnuaflinn 1305 þúsund tonn. Af loðnuafla síðasta árs var hlutur ftskiskipa frá Vestmannaeyjum um 172 þúsund tonn, þar af lönduðu þau rúmlega 74 þúsund tonnum í heima- höfn sem er nær sama magn og árið áður. Vegna þess hve loðnan veiðist jafnan á stóru hafsvæði, dreifðist afli loðnuskipa frá Eyjum til verksmiðja víðs vegar um land. Síldarafli Eyja- skipa á síðasta ári varð samtals um 67 þúsund tonn, þar af rúm 52 þúsund tonn úr norsk- íslenska síldarstofn- inum. Af þessum síldarafla fóru liðlega 24 þúsund tonn til bræðslu og frystingar í Eyjum. Þá fóru liðlega 6 þúsund tonn af kolmunna í bræðslu hér í Eyjum." Nokkur aukning í botnfiskafla á síðasta ári „Heildarbotnfiskafli fiskiskipa sem gerð voru út frá Eyjum var liðlega 45 þúsund tonn upp úr sjó á síðasta ári sem er nokkru meira aflamagn en árið áður. Afþessumafla komutæp35% til vinnslu í Eyjum, 11% aflans fóru til vinnslu annars staðar innanlands, í gáma og siglingar fóru 36% og 18% botnfiskaflans voru unnin um borð í vinnsluskipum. Mjög lítill botnfiskafli var fluttur til vinnslu hér frá öðrum stöðum innanlands. Alls voru lögð á land til vinnslu í Eyjum um 130 þúsund tonn af fiski. Til viðbótar námu gámafiskur og siglingar fiskiskipa sem gerð em út frá Eyjum um 16.300 tonn af botnfisk- tegundum á síðasta ári. Verkunarskipting afla varð þannig á síðasta ári að um 97.800 tonn fóm í bræðslu, í frystingu í landi fóm 16.500 tonn, ísftskur í gámum og siglingar um 16.300 tonn sem fyrr sagði, söltun um 8 þúsund tonn og sjófrysting um borð í vinnsluskipum frá Eyjum um 8 þúsund tonn eða samtals 146.500 tonn.“ Fjölbreytt atvinnu- og menn- ingarlíf ræður miklu um búsetuþróun Amar upplýsti að á vinnumarkaði í Vestmannaeyjum em nú um 2200 störf. Samsetning vinnumarkaðar hér er nokkuð frábmgðin landsmeðaltali. „Helstu einkennin em mun hærra hlut- fall starfa við sjómennsku og fisk- vinnslu. Á sama hátt em hér hlut- fallslega færri störf við hvers konar þjónustu og nær engin störf við landbúnað. Áætlað er að nú starfi um 37% Eyjamanna við sjósókn og fiskvinnslu. Þar af em um 21% við sjómennsku og 16% í fiskvinnnslu. Fjöldi þeirra sem starfa við opinbera þjónustu hefur heldur aukist á undanfömum ámm. Landfræðileg staða Eyjanna og stærð byggðar- lagsins kallar á góða og trausta þjónustu. Er nú áætlað að liðlega 21 % þeirra sem starfa á vinnumarkaði í Eyjum vinni við margvíslega opin- bera þjónustu á vegum ríkis og bæjar. Þessu til viðbótar vinna um 5% við ýmiss konar aðra þjónustu. Næg verkefni hafa verið hjá iðnaðar- mönnum á undanfömum árum og starfa nú um 16% við ýmiss konar iðnað hér í Eyjum. Um 11 % starfa við verslun, veitingarekstur og ferða- þjónustu. Þá starfa um 5% við samgöngur og önnur 5% við fjár- málaþjónustu og tryggingar.“ Mest lánað til einstaklinga og húsnæðislána Lánveitingar Sparisjóðsins til ein- stakra lánaflokka og atvinnugreina tóku töluverðum breytingum, en aukning heildarútlána varð rúmlega 26% á árinu. Hlutur sjávarútvegs í heildarútlánum hækkaði úr 33% í ársbyrjun í 35% í árslok. Hlutfall útlána til verslunar og þjónustustarf- semi var um 10%, sem er heldur hærra hlutfall en árið áður. Hlutfall lána til iðnaðar og byggingastarfsemi lækk- aði úr tæpum 4% í 3%. Lán til ríkis og bæjarfélaga voru áfram liðlega 1 %. Langstærstu útlánaflokkamir vom til einstaklinga og húsnæðislána og vom þeir tæplega 51 % af útlánum á móti 52% í árslok 1998. Amar sagði að eins og aðrar lána- stoftianir hefði Sparisjóðurinn þurft að leysa til sín fasteignir til að gæta hagsmuna sinna. „A sfðasta ári vom 63 nýjar uppboðsbeiðnir teknar fyrir hjá sýslumannsembættinu í Eyjum sem em jafnmörg mál og árið áður. Seldar fasteignir á uppboði vom sjö á síðasta ári, sem er vemleg fækkun frá árinu áður.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.