Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 6. apríl 2000
SIGRI fagnað. Þau skötuhjú, Stefán Lúðvíksson og Andrea Atladóttir gátu ekki leynt gleði sinni eftir
sigur IBV á Gróttu/KR á laugardaginn. Andrea hefur átt frábæra innkomu í lið IBV og hefur reynsla
hennar komið sér vel í úrslitakeppninni. Hún verður aftur í eldlínunni í kvöld og þá kemur í hlut Stefáns
að fylgjast með af hliðarlínunni sem er örugglega ekki auðveldara hlutskipti.
IMÚ með kynningarafslætti
Hugsaðu tíu sinnum betur um húðina
Alpha Flauon virkar betur en E-vítamín
NÝTT FRÁ NIVEA VISAGE
Nú er komin ný leiö til aö vernda húöina.
Alpha Flavon er náttúr-ulegt andlitskrem
sem vinnur gegn áhrifum sindurefna á tíu
sinnum öflugri hátt en E-vítamín. Komdu í veg
fyrir ótímabæra öldrun húöarinnar með
Alpha Flavon. Njóttu þess aö líta vel út og
viðhaltu æskuþokka og ungleika húðarinnar.
Veldu Alpha Flavon og varöveittu æskuna.
Alpha Flavon
• verndar gegn áhrifum sindurefna
• styrkir innbyggt varnarkerfi húðarinnar
• verndar gegn óvænum umhverfisþáttum
• verndar gegn sól og sólarofnæmi
• rakagefandi
• tíu sinnum öflugra en E-vitamín
• viöheldur teygjanleika húöarinnar
ÉÉ
igjgglg
NIVEA
VISAGE
Leikskólakennarar funduðu íVm:
Hjallastefnan ekki
eins varhugaverð og
margir hafa haldið
-segir frumkvöðull stefnunnar,
Margrét Pála Ólafsdóttir
r i-ra..
. -kgPH| ]f|Br
SALURINN í Kiwanishúsinu var þéttsetinn. Það setti skemmti-
legan svip á fundinn að hver skóli átti sinn einkennisbúning.
Vöktu kennararnir líka athygli í bænum fyrir athyglisverð
höfuðföt.
Síðastliðinn föstudag var haldin
ráðstefna í Vestmannaeyjum þar
sem saman komu 125 leikskóla-
kennarar frá átta leikskólum á
landinu, sem framfylgja Hjalla-
stefnunni sem svo hefur verið
nefnd, en hún gengur meðal
annars út á að skipta deildum
leikskólans eftir kynjum og að
börnin leiki sér ekki með leikföng,
sem þau að öðrum kosti leika sér
með heima hjá sér. Leikskólinn
Sóli í Vestmannaeyjum hefur fylgt
þessari stefnu undanfarin ár og
var þetta í fyrsta skipti sem
Hjallastefnuleikskólakennarar
hittast í Vestmannaeyjum.
Margrét Brandsdóttir leikskóla-
stjóri á Sóla, sagði að ráðstefnan
hefði verið mjög vel sótt. „Það er
mjög mikilvægt fyrir starfíð hjá
okkur að fá slíka ráðsteífiu til Eyja,“
sagði Margrét. „Maður sá að á Sóla
er verið að gera ágætis hluti, en
jafnframt sá maður eitt og annað
sem betur má fara. En fyrst og
fremst var ráðstefnan hvatning og
innblástur íyrir okkur sem vinnum
eftir Hjallastefnunni. Það var haldin
kynning og sýning frá starfi hvers
skóla og síðan var unnið í hópum og
þátttakendur báru saman bækur
sínar.“
Margrét Pála Olafsdóttir, sem
þróað hefur Hjallastefnuna, sagði að
ráðstefnan hefði tekist vel í alla staði
og að Vestmannaeyingar séu ætíð
góðir heim að sækja, auk þess sem
starfsfólk Sóla hefði staðið mjög vel
að öllum undirbúningi. „Ráðstefna
af þessu tagi þjappar fólki saman og
þess vegna nauðsynlegt fyrir fólk að
hittast, fólk sem talar sama tungu-
málið og stefnir í sömu átt í
leikskólastarfinu. Eða eins og
Sigurður Símonarson skólamálafull-
trúi orðaði það svo ágætlega, að á
ráðstefnunni hefði okkur tekist hin
fullkomna samþætting kenningar og
framkvæmdar. En það er nauðsyn-
legt að hugsjónin og kenningin gangi
þétt hönd í hönd í starfinu sjálfu.“
Margrét Pála hefur nýlokið
meistaraprófsritgerð sinni við Kenn-
araháskóla íslands og hyggst halda
áfram í doktorsnámi við háskóla á
Englandi. „I mjög stuttu máli er
niðurstaða meistaraprófsritgerðar
minnar sú að Hjallastefnan sé alls
ekki varhugaverð eins og margir
hafa haldið fram. Hjallabömin koma
hliðstætt út úr mælingum miðað við
önnur börn, en ef eitthvað er koma
þau betur út. Þar má neíha að lyrrum
Hjallaböm, þ.e. böm af leikskólan-
um Hjalla þar sem Hjallastefnunni er
framfylgt, em ömggari og ófeimnari
gagnvart hinu kyninu. Ég hef verið í
rannsóknum mínum, fram að þessu,
nokkuð upptekin af sjálfsmynd
kynjanna og bamaþættinum, en í
doktorsverkefni mínu hyggst ég
beina athugunum mínum að þætti
hinna fullorðnu og hvaða áhrif
kynferðið hefur á lokuðum deildum,
þar sem konur starfa nærri ein-
göngu.“
i / ; Purí
1 j '
i Y’ © f|
ALLIR settu skólarnir upp sýningu og hér er Margrét Brands-
dóttir við sýningu Sóla.