Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 06.04.2000, Blaðsíða 20
- innanbæjar Um síðustu helgi urðu stelpurnar í 5. flokki ÍBV í handbolta íslandsmeistarar. Mikil viðhöfn var á flugvellinum, þegar stelpurnar komu með bikarinn. Forráðamenn IBV færðu þeim blóm og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri tók á móti þeim ásamt stelpum í meistaraflokki ÍBVí handboltanum. Á myndinni stilla meistaraflokksstelpurnar sér upp með fyrstu íslandsmeisturum ÍBV á þessu ári. Aðalfundur Sparisjóðs Vestmannaeyja Útlán jukust um 26,4% á síðasta ári Aðalfundur Sparisjóðs Vestmanna- eyja var haldinn laugardaginn 1. aprfl sl. Ágæt afkoma var á rekstri sjóðsins á árinu 1999. Heildar- rekstrartekjur námu 375,8 millj. kr. og heildarrekstrargjöld 327,6 millj. að meðtöldum afskriftum. Hagnaður fyrir skatta var 48,1 millj. en eftir skatta og óreglulega liði var hagnaðurinn 18,4 millj. Eigið fé var í árslok 1999 314,3 millj. og hafði aukist á árinu um rúmlega 10%. Eiginfjarhlutfall, samkvæmt CAD reglum, var 11,7% en má iægst vera 8% af útreiknuðum áhættu- grunni. Innlán og verðbréfaútgáfa nam í árslok 2.086 millj. kr. og höfðu aukist um 16% á árinu. Heildarútlán námu í árslok 2.068,2 millj. kr. og jukust á árinu um 26,4%. Stærstu útlánaflokkamir vom sem fyrr til einstaklinga og íbúðarlána eða tæplega 51% af útlánum á móti 52% árið áður. Hlutur sjávarútvegs í heildarútlánum hækkaði úr 33% í 35%. Hlutfall lána til verslunar- og þjónustustarfsemi var um 10% sem er ívið hærra en áður. Hlutfall lána til iðnaðar- og byggingaþjónustu lækk- aði úr 4% í 3% og lán til ríkis og bæjarfélaga vom áfram liðlega 1%. Sparisjóðurinn hefur, í samvinnu við Kaupþing og SP-fjármögnun hf., gengið frá kaupum á húsnæði við Austurveg 6 á Selfossi og stefnt er að þvf að hefja þar sérhæfða fjármála- og bankaþjónustu um mitt þetta ár. Benedikt Ragnarsson, sem starfað hafði hjá Sparisjóðnum frá 1963 og sem sparisjóðsstjóri frá 1974, lést í júní 1999, 56 ára að aldri. Ólafur Elísson, endurskoðandi, var ráðinn í starf sparisjóðsstjóra og tók hann við starfinu 1. októbersl. Starfsmenn Sparisjóðsins vom 14 í árslok 1999 og stofnfjáreigendur vom á samatíma 70 talsins. Þór í. Vilhjálmsson hefur verið kjörinn formaður stjómar Spari- ^jóðsins og Skæringur Georgsson varaformaður en aðrir í stjórn em Amar Sigurmundsson, Gísli Geir Guðlaugsson og Ragnar Óskarsson. Rútuferðir - Bus tours Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM (54811909-896 6810-fax 4811927 Vilhjálmur Bergsteinsson tr 481-2943 SMMfeMMiu * 897-1178 / Sameining Islandsbanka og FBA Miklir hagsmunir í Eyjum Sameining íslandsbanka og Fjár- festingabanka atvinnulffsins gekk fljótt fyrir sig og eftir tvo mánuði tekur til starfa stærsti banki á íslandi og um leið stærsta fyrir- tækið á Verðbréfaþingi. Flestir hafa lýst ánægju sinni með sameininguna og telja að þama sé kominn banki sem eigi möguleika á að ná árangri erlendis. Hver áhrifm verða fyrir viðskiptavini og starfsfólk bankans á eftir að koma í ljós en ekki bendir neitt til uppsagna. Börkur Grímsson, útibússtjóri íslands- banka í Vestmannaeyjum, segir að staðan hér sé nokkuð óvenjuleg því bæði íslandsbanki og FBA hafi mikilla hagsmuna að gæta í Eyjum. „Ef ég á að líta á sameininguna frá sjónarhóli útibúsins hér og starfs- fólksins sé ég ekki ástæðu til annars en að líta björtum augum til framtíð- arinnar," sagði Börkur. „Stjóm- skipulag og skipurit verða ekki tilbúin fyrr en í júlí en ég hef á tilfinningunni að litlar breytingar verði hjá starfs- fólkinu hér og viðskiptavinum okkar. Eg veit ekki hvað FBA er stór í Vestmannaeyjum en saman hljóta þessir bankar að geta veitt góða þjónustu því Islandsbanki FB A verður mjög sterkur á svæðinu,“ sagði Börkur. Lóðsinn seldur á fjórar milljónir Þessa dagana er verið að ganga frá sölu á gamla Lóðsinum. Hann var auglýstur til sölu fyrir skömmu og barst eitt tilboð í hann sem ákveðið var á fundi í hafnarstjórn að ganga að. Þetta tilboð var frá Þorgeiri Jóhannssyni, betur þekktum sem Geira á Eldingu, en hann hyggst nota skipið sem dráttarskip fyrir pramma og jafnvel við verkefni í Noregi. Ólafur Kristinsson, hafnarstjóri, segir að tilboðið hafi hljóðað upp á fjórar milljónir króna fyrir skipið í nú- verandi ástandi. Ólafur segir að hafnarstjórn hafi verið þokkalega ánægð með það, enda skipið að verða 40 ára gamalt. Líklega muni kosta aðra eins upphæð og jafnvel meira að koma því í haffært ástand. Ekki er vitað hvenær kaupandinn mun sækja skipið en væntanlega líður ekki á löngu þar til Lóðsinn kveður eftir nær 40 ára dygga þjónustu við Vestmannaeyjahöfn. Valdimar seldur á næstunni? Magnús Kristinsson, útgerðarmaður hjá Berg-Hugin hf., sem á dögunum keypti Valdimar Sveinsson VE, lýsti því yfír að ekki stæði til að gera Valdimar Sveinsson út. Hann yrði seldur ef viðunandi tilboð fengist. í gær sagði Magnús að tilboð hefði borist í bátinn en ekki búið að uppfýlla það og því ekki hægt að segja hvort af þeim kaupum yrði. Það myndi skýrast þegr nær drægi helginni. Ef verður af sölunni verður báturinn seldur án kvóta. Vjkutilboð vikuna 6. - 12. apríl Súkkulaði Marie,+20% NÚ139,- Áður185,- Cafel\loirkex,+20% NÚ139,- Áður 177,- Svalakex Nú 99,- Áður 122,- Uppþvottabursti Nú 89,- Áður 159,- Síld í glösum, 250 gr. Nú 149,- Áður 208, — Gevalia, 500 gr. Nú 279,- Áður 330,- Kynning á Pascuaf jógúiti fím.kl. 16-18/fos. kl.14-18 Kr. 189,- pr. pakki Í /" ^ Þl Stórir 3 bleitikhifm- ÍH “fhnrrkumn §3 ÍH Bleiuklútar, 3 stk. NÚ139,- Áður 215,- ■+ m*. e Gluggaklútar, 6 stk. NÚ369,- Áður 624,- Rykmoppusett m. moppu Nú 1598,- Áður 2829,- löfraklútar, 10 stk. Nú 99,- Áður 165,- Opið: mán.- fös. 8-19, lau. 9-19, og sun. 10-19

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.