Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Page 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 6. júlí 2000
Byrjað að hreinsa Dalinn:
Alls öryggis
verður gætt
-segir Olafur Týr, framkvæmdastjóri þjóðhátíðar
Nú fer í hönd aðalundirbúningstími
Þjóðhétíðar. Nokkur uggur hefur
verið í fólki vegna hugsanlegs
grjóthruns úr fjöllum sem afleið-
ingar jarðskjálftanna fyrr í sumar.
Nú hefur Almannavarnanefnd
Vestmannaeyja gefið grænt Ijós á
framkvæmdir í Dalnum á næstu
dögum til undirbúnigs Þjóðhátíðar
af fullum krafti.
Ólafur Týr Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Þjóðhátíðamefndar,
sagði að vegna þeirrar umræðu sem
verið hefur eftir Suðurlandskjálftana
hefði nefndin í hyggju að girða fyrir
skriðumar í Dalnum til að minnka
hættuna á steinkasti úr brekkunum.
„Verið er að vinna að því að fá gott
net til þess að girða fyrir skriðurnar og
vonast nefndin til þess að bæjarbúar
sjái sér fært að fjölmenna í Dalinn og
aðstoða við uppsetninguna, en tíma-
setning framkvæmdarinnar yrði
auglýst síðar.“
Ólafur Týr sagði að til stæði að færa
flugeldasýninguna út úr Dalnum til að
minnka hugsanleg áhrif sprenging-
anna. „Að sögn kunnugra er afskap-
lega ólíklegt að hljóðbylgja sem kæmi
í kjölfar slíkra sprenginga hefði
nokkur áhrif á bergið eða hmn úr því.
Á Shellmótinu síðastliðinn fimmtudag
var gerð tilraun í þessu skyni og er
skemmst frá því að segja að ekki varð
vart við nokkra hreyfingu í
skriðunum. Þjóðhátíðamefnd ætlar
engu að síður að gera lyrrgreindar ráð-
stafanir til að auka öryggi þjóðhá-
tíðargesta og vonar hún að Þjóðhátíðin
verði öllum sem hana sækja góð og
ömgg skemmtun."
BYRJAÐvarað
hreinsa Herjólfsdal á
þriðjudaginn.
Því verki sinntu vaskir
sveinar frá bænum.
Breyting ó sorpgjaldi fyrirtækja:
Dæmi um margfalda hækkun
2000 kanínur
í Sæfjalli?
Mörgum forsvarsmönnum fyrir-
tækja hefur brugðið í brún vegna
stórhækkunar á sorpgjaldi fyrir-
tækja. Sú hækkun mun mjög
misjöfn eftir fyrirtækjum en dæmi
eru um að gjaldið hækkar úr 15
þúsund kr. á ári í 90 þúsund eða um
600%.
Forsvarsmenn fyrirtækja sem rætt
var við segja að hækkunin haft komið
þeim í opna skjöldu þó þeir hafi vitað
að breyting á gjaldskrárstofni stæði
fyrir dymm. „Utreikningar hafa staðið
í eitt ár en við höfum ekkert haft að
segja um þá,“ sagði einn þeirra og
ætlar hann ekki að una niðurstöðunni.
Samkvæmt því sem fram kemur í
auglýsingu um breytingu á gjaldskrá
sorpeyðingarstöðvar, réðu Bæjarveitur
Vestmannaeyja VSÓ-ráðgjöf til að
yfirfara gjaldskrármál stöðvarinnar.
VSÓ hefur mikla reynslu á því sviði
og hefur unnið fyrir nær öll stærri
byggðarlög landsins. Niðurstaða
þeirrar vinnu hefur verið notuð sem
gmnnur að nýrri gjaldskrá.
Það var markmið veitnanna að
gjaldskrá vegna sorpeyðingarstöðvar
væri sanngjörn og kostnaði réttlátlega
skipt niður á fyrirtæki eftir umfangi.
Farið var í greiningu á rekstrar-
kostnaði stöðvarinnar og fundið út
hver kostnaður fyrirtækja er í rekstri
hennar. Bæjaryfirvöld settu sér þá
stefnu að tekjur af sorpeyð-
ingargjöldum fyrirtækja stæðu undir
a.m.k. 80% af raunkostnaði vegna
eyðingar á sorpi frá fyrirtækjum. Til
þessa hafa fyrirtæki ekki greitt nema
um 50% af þeim kostnaði.
Bæjarveitur munu skrá það sorp-
magn sem berst frá hverju fyrirtæki og
hvemig þurfí að meðhöndla það. Þær
upplýsingar verða síðan notaðar árlega
sem reynslutölur til að áætla gjald fyrir
hvert íýrirtæki.
Fyrirtæki, sem ekki hafa áður greitt
sorpgjald, munu á fyrsta ári greiða í
samræmi við þau sem eru í sam-
bærilegum rekstri og hafa svipaðan
fjölda starfsmanna. Þá verður gjaldið
innheimt með þremur gjalddögum í
stað tveggja.
Grunngjald er 15 þúsund á ári
Öll fyrirtæki greiða gmnngjald, fasta
upphæð á ári, óháð stærð eða tegund
fyrirtækis. Því er ætlað að standa
straum af ýmsum föstum kostnaði,
óháðum því sorpmagni sem berst.
Settir verða upp 25 llokkar sem
greitt verður eftir og er hver flokkur
10 rúmmetrar (10 þúsund lítrar).
Umfang sorps frá fyrirtækjum verður
metið með hliðsjón af þessum þáttum:
-Sorpmagni sem sorpeyðingarstöðin
sækir reglulega til íyrirtækja, metið út
frá rúmmáli íláta og tíðni sorphirðu.
-Tilfallandi sorpi sem sótt er til
fyrirtækja, rúmmál mælt og skráð við
máttöku.
-Sorpi sem fyrirtæki koma sjálf með í
sorpeyðingarstöð, rúmmál mælt og
skráð við móttöku.
Það er breytilegt eftir því hve mikið
þarf að meðhöndla sorpið.
Hreint sorp: Ekkert aukagjald
Yfirferð: 18%
Meðhöndlun: 106%
Ódýrast er fyrir fyrirtæki að koma
með hreint sorp sem hægt er að setja
beint í brennslu. Hærra gjald er fyrir
sorp sem þarf að yfirfara og hæsta
gjaldið fyrir sorp sem þarf að flokka
og meðhöndla af starfsmönnum
stöðvarinnar. Það er því hagur fyrir-
tækja að flokka sorpið og yfirfara
þannig að það geti farið beint til
brennslu.
Önnur gjöld:
Sem dæmi um önnur gjöld er
eftirfarandi:
Urðun: Gjaldfrítt
Fólksbfíar: 5.000 kr.
Stærri bflar: 7.500 kr.
Brotamálmar: 106%
Spilliefni: Gjaldfrítt
Þrátt fyrir þá hækkun, sem sum
fyrirtæki verða fyrir við þessa
gjaldskrárbreytingu, fullyrða forráða-
menn bæjarins að flest fyrirtæki á
Reykjavíkursvæðinu, sem lenda í
flokkun og vigtun hjá Sorpu, greiði
hærra gjald þegar upp er staðið. Þeir
segjast sannfærðir um að í Eyjum eigi
að hafa þetta gjald fast, ekki vigtun.
Reynsla sé fyrir því að eigi að greiða
meira, t.d. fyrir spilliefni eftir vigt, þá
sé þeim fleygt einhvers staðar þar sem
ekki þarf að greiða fyrir þau. Það sé
von bæjaryfirvalda að einstaklingar og
fyrirtæki í Eyjum sýni samstöðu og
leggi sitt af mörkum til að viðhalda
snyrtilegum bæ.
Nú er lundaveiði hafin og lunda-
veiðimenn nokkuð bjartir. Þó fer
tvennum sögum af veiðinni í
Sæfjalli en samkvæmt Jakobi
Erlingssyni lundaveiðmanni er
hann sannfærður um að þar sé
meira um kanínur í lundaholum en
lunda.
„Eg tel að kanínumar hafi tekið sér
bólstað í lundaholunum. Þær róta út
eggjum lundans og yfirtaka holumar.
A stuttum kafla taldi ég um 40
kanínur og samkvæmt því er ekki
óeðlilegt að áætla um 2000 kanínur í
Sæfellinu. Ef íjölgun kanínanna
verður slík munu þær ógna lunda-
byggð í Eyjum,“ sagði Jakob og var
ekki ánægður með þróun mála.
Oddfellow sigraði í
klúbbakeppninni
Á laugardag var hin árlega klúbbakeppni í golfi, milli Akóges, Kiwanis
og Oddfellow.
Þátttökurétt í þeirri keppni hafa félagar í þessum klúbbum og makar
þeirra. Þá hafa félagar úr Ákóges í Reykjavík einnig tekið þátt í þessari
keppni þijú síðustu skipti. Að þessu sinni bám Oddfellowar sigur úr býtum,
hlutu 320 punkta, Akóges Vestm. 315 punkta og Kiwanis 307 punkta.
Akóges Vestm. sigraði í keppni sex manna sveita milli eyjaklúbbanna með
135 punkta en sveitir Oddfellow og Kiwanis vom jafnar með 130. Þá keppa
Akógesfélögin tvö einnig innbyrðis í sveitakeppni og höfðu Reykvfldngar
betur að þessu sinni með 145 punkta gegn 135.
Þessi urðu hæst í einstaklingskeppninni:
1. Guðmar Sigurðs Akóges Rvk 44 p.
2. Sveinn Magnúss Akóges Vm. 40 p.
3. Jón Ólafsson Akóges Rvk. 39 p.
4. Elsa Valgeirsd. Oddfellow 38 p.
5. Ágúst Einarsson Kiwanis 37 p.
Jæja krakkar, nú er kemiÓ að því
r- í^yV''
..
■ “'Ik.
$>í6 getíð byvþh sfei ykkur í söDgwfceppDí b$rm §
$>jó6hltí6fc)Dt síiwdí? eru: 3263 §96
í ö voem ^Bd$n vosb
Munið að hin sívinsæla hljómsveit Dans á rósum spilar undir!