Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2000, Page 23
Fimmtudagur 6. júlí 2000
Fréttir
23
Golf: Golfeeviniýrið í fullum gangi
Metþátttaka í ár
Golfævintýrið hófst á mánudag og
lýkur formlega í kvöld. Þátttaka er
meiri en nokkru sinni fyrr, 142
ungmenni víðs vegar að af landinu
auk fararstjóra og þjálfara.
Þátttakendur stunda golfleik allan
daginn, bæði í æfingum og keppni en
að auki em skipulagðar ferðir fyrir
hópana, bæði á sjó og landi, ásamt
fleiri uppákomum.
Svo vel vildi til að landsliðið í golfi,
sem keppa mun á Norðurlandamótinu
hér í Eyjum í lok júlí, var við æfingar
í Eyjum frá sunnudegi til þriðjudags
og tók virkan þátt í að segja hinum
ungu kylfingum til.
ÞAÐ bar vel í veiði á þriðjudag
þegar sjálft landsliðið mætti til
kennslu á golfvellinum. Þau
Ragnar Olafsson, landsliðsþjálfari,
4. frá hægri og Kristín Elsa
Haraldsdóttir, landsliðskona úr
golfklúbbnum Keili, lengst til
hægri, voru ekki í nokkrum vafa
um að í þessum hópi væri
verðandi landsliðsfólk.
ÞESSI fjögur eru öll úr GKG (Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar) og
fannst frábærlega gaman.
GOLF er nákvæmnisíþrótt. Þessi hópur var að æfa stutt vipp og galdurinn
var að hitta í lundaháfana. Þorsteinn Hallgrímsson, landsliðsmaður,
fylgdist með því að rétt handtök væru notuð.
John Nolan masttur aftur
Eflaust kannast margir Eyjamenn
við breska golfkennarann John
Nolan en hann dvaldi hér um tíma
fyrir 23 árum og kenndi golf.
John er frá Manchester í Englandi,
hálfur íri og hálfur Englendingur, og
hefur atvinnu af því að byggja upp
aðstöðu kringum golfvelli ásamt því
sem hann sinnir enn golfkennslu. T.d.
hefur hann þessa dagana verið að
segja ungu fólki til á Golfævintýrinu.
Þegar John dvaldi í Eyjum var
völlurinn aðeins níu holur og hann átti
vart orð til að lýsa ánægju sinni með
völlinn eins og hann er í dag. „Þetta
er stórkostlegur völlur, alveg ffábær,"
sagði hann.
John ætlar að gera hér stuttan stans,
fer héðan aftur á sunnudag en hefur
ákveðið að kenna golf í dag og á
morgun. Full ástæða er til að benda
fólki á að notfæra sér þetta tækifæri.
Þeir sem kynnst hafa John Nolan
fullyrða að hann sé einhver besti
golfkennari sem hér hafi verið. Hægt
er að panta tíma í Golfskálanum í
síma481 2363.
JOHN ásamt tveimur efnilegum nemendum, þeim Snorra og Andra.
Landssímadeild kvenna - ÍBV mætti Stjörnunni og FH
Jafntefli 03 stórsisur hjá stelpunum
Á fóstudaginn mættu stelpurnar í
IBV liðinu sem sat fyrir leikinn í
þriðja sæti Landsímadeildarinnar
eða Breiðabliki. Leikurinn var
ágætis skemmtun þó að mörkin hafi
látið á sér standa Sigur var
nauðsynlegur báðum liðum, þó
sérstaklega IBV en með sigri hefði
liðið haldið sér við toppinn.
Leikurinn endaði með jafntefli og
er óhætt að segja að óheppnin elti
IBV á röndum þessa dagana.
Strax á fyrstu mínútum leiksins
ógnuðu Eyjastelpur marki Breiðabliks
nokkuð en Bryndís Jóhannesdóttir
komst næst því að skora þegar hörku-
skot hennar hafnaði í markslánni.
Eftir góða skyndisókn ÍBV skoraði
svo Bryndís og kom liðinu í 1-0.
Blikar náðu svo að jafna leikinn eftir
mikið fát á vamarmönnum IBV sem
annars áttu ágætis leik. En ÍBV sýndi
mikla baráttu og komst aftur yfir
mínútu sfðar og staðan í hálfleik var 2-
1 fyrirÍBV.
Eftir aðeins sjö mínútna leik var
staðan orðin 3-1 fyrir ÍBV og allt leit
út fyrir sigur stelpnanna. En lélegur
dómari leiksins sá ástæðu til þess að
grípa inn í og koma gestunum aftur
inn í leikinn með fáránlegum víta-
spymudómi. Leikmenn IBV vom
slegnir yfir vítaspymudómnum og það
færðu gestimir sér það í nyt og
jöfnuðu leikinn þegar 20 mínútur vom
eftir. Það er eftir lifði leiks sótti ÍB V
nánast látlaust að marki gestanna og
oft munaði aðeins hársbreidd að
stelpumar næðu að tryggja sér
sigurinn. En þrátt fyrir góða
spilamennsku, fjöldann af fæmm og
tvö sláarskot þá gengu hlutimir ekki
upp hjá stelpunum og 3-3 jafntefli
niðurstaðan.
„Við vomm helmingi betri í þessum
leik og hefðum átt sigurinn skilið. Við
getum bara ekki skorað nema fyrir
opnu marki. Þetta er bara þessi
óheppni sem fylgir liðinu núna og ég
get sko alveg sagt það að þegar þetta
fer að falla fyrir okkur geta hin liðin
farið að vara sig.“ sagði Bryndís
Jóhannesdóttir eftir Ieikinn gegn
Breiðablik.
MörklBV: Bryndís Jóhannesdóttir,
Samantha Britton og Karen Burke.
Á mánudagskvöldið spiluðu stelp-
umar svo gegn botnliði FH og var
aldrei spuming um hvom megin
sigurinn endaði. Munurinn á liðunum
var mikill og nokkuð ljóst að FH liðið
mun falla í haust. En leikir gegn
þessum liðum verða að vinnast og
helst stórt en ÍB V liðið spilaði ekki vel
í leiknum. Sérstaklega var seinni
hálfleikur slakur, en staðan í hálfleik
var 5-0 og líklega mjög erfitt að halda
fullri einbeitingu í 90 mínútur gegn
jafn slöku liði og FH. Sigurinn var þó
f minna lagi miðaðvið getu Iiðanna, 7-
0, sannfærandi en ÍBV sýndi á köflum
veikleika sem virðast koma fram gegn
lakari liðum og úr því verður að bæta.
Elena Einisdóttir var ánægð með
sigurinn í leikslok.
„Þetta var ágætis sigur hjá okkur.
Við ætluðum að skora fleiri mörk í
seinni hálfleik en misstum einbeit-
inguna og því tókst okkur aðeins að
skora tvisvar hjá þeim í seinni hálfleik.
Núna tel ég að við séum úr leik í
deildinni en næsti leikur hjá okkur er í
bikamum og við ætlum okkur stóra
hluti þar.“
TretTir
ík ITÓttil.
Jafntefli hjá KFS
Toppslagur var í 3. deildinni á
þriðjudaginn þegar KFS tók á móti
Haukum á Helgafellsvellinum.
Fyrir leikinn var KFS í fjórða sæti
með tíu stig, einu stigi á eftir hinum
liðunum fyrir ofan en með leik til
góða. Haukar vom í sömu spomm
og KFS með tíu stig og því var búist
við hörkuleik. Sú varð einmitt
raunin en hvomgu liðinu tókst að
tryggja sér sigurinn í seinni hálfleik
eftir að KFS hafði komist yfir en
Haukar jafnað. Sigurður Ingi
Ingason aðstoðarþjálfari KFS sagði
eftir leikinn að KFS hefði hæglega
getað tryggt sér sigurinn.
„Við fáum eitt eða tvö alger
dauðafæri og svo áttum við að fá
víti en dómarinn færði brotið út
fyrir teig. Annars er það jákvæða
við þennan leik að við töpuðum
honum ekki en það hefði sett stórt
strik í reikninginn upp á fram-
haldið.“
Mark KFS: Dragan Manjolovic
Jafntefli í botnbar-
áttunni hjá 3. flokki
Þriðji flokkur karla tók á móti
Fylkismönnum í sannkölluðum
botnslag. Bæði lið sóttu nokkuð í
iyrri hálfleik en það vom Eyjamenn
sem komust yfir um hálfleikinn
miðjan og þar við sat í leikhléi.
Fylkismenn byijuðu svo seinni
hálfleikinn betur og jöfnuðu en þá
tóku leikmenn ÍBV góðan sprett og
skomðu tvö mörk gegn einu marki
Fylkismanna og staðan 3-2.
Fylkismenn sóttu svo nokkuð fast
að marki IBV og uppskám mark
þegar aðeins níu mínútur vom eftir.
IBV fékk svo kjörið tækifæri á að
skora sigurmarkið á lokasekúnd-
unum en færið rann út í sandinn og
liðin skildujöfn.
[ gærkvöldi
í gærkvöldi fór fram leikur ÍBV og
Leifturs í 16 liða úrslitum Bikar-
keppni KSÍ.
Leikurinn fór fram fyrir norðan
og vom úrslit ekki ljós þegar blaðið
fór í prentun.
Mistök
Vegna mistaka féll niður í síðasta
blaði umfjöllun um leik Stjömunnar
og ÍBV í Landssímadeild kvenna
sem háður var 27. júní sl. og em
hlutaðeigendur beðnir afsökunar á
því.
HÚSEY
BYGGINGAVÖRUVERSLUN
VESTMANNAEYINGA