Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Page 4
4 Fréttir Fimmtudagur 13. júlí 2000 Bókvitið Vitar Það er best að hefja mál sitt á kveðju til Guðmundar Eyjólfssonar Keikógæslumanns fyrir að kasta sínum bókmenntalegu teningum svo óvandað að fá upp tvær sexur og gera mig þar með að vini bókarinnar þessa vikuna. Þó get ég ekki neitað að mér er nokkur heiður að þessari til- nefningu þrátt fyrir allt. Það eru fá augnablikin sem maður eyðir í að lesa á þessum árstíma. Þó er ein bók á náttborðinu og heitir sú „Bretamir koma“ og er ég að lesa eftir fremsta megni einn og einn kafla í henni. Það hefur verið svolítið skondið þetta hemám á íslandi og em líklega ekki öll kurl komin til grafar enn þá hvar hernámið er annars vegar. En nú er að styttast í Þjóðhátíð og þá styttist lfka í Þjóðhátíðarblaðið, sem er iðulega föngulegur fylgifiskur þeirrar hátíðar, uppfullt með góðu efni og fróðleik fornum og nýjum. Ég læt aldrei hjá líða að verða mér úti 'askana og hálfvitar um þetta rit, enda eins sjálfsagt á Þjóðhátíð og lundi, hvítu tjöldin og brjóstbirta af ýmsu tagi. Annað er þó sem líka fylgir Þjóðhátíð og ég er reyndar með hugann við, en það er Vitinn, með stórum staf, eitt glæsilegasta mannvirki sem gnæfir í Dalnum á meðan Þjóðhátíðin stendur. Það er því að mörgu að hyggja. Þar sem þetta er nú bókaþáttur, þá finnst mér full ástæða til þess að fenginn verði góður og vel ritfær maður til að skrifa sögu þessa merka mannvirkis, enda ekki seinna vænna á meðan góðra heimilda nýtur við. Ég ætla að skora á þá Ævar Þórisson og Asgeir Þorvaldsson hvorir tveggja hálfvitar sem ég er að reyna að nota með mér við vitastörf, til þess að skrifa næsta bókaþátt. Þá tveir slíkir leggja saman ætti að geta komið eitthvað heilvita frá þeim. Með góðum þökkum fyrir mig og veittan beina í þessum þætti Orðspor____ /s* - Jarðskjálftarnir á dögunum eru mörgum enn í fersku minni. Ekki hefur farið miklum sögum af tjóni í því jarðskaki öllu í Eyjum, nema þá á móður náttúru, sem ber nokkur ör eftir. Nú hafa borist þærfréttirað stórfellt tjón hafi orðið á þúfnavíni í einni úteyja Vestmannaeyjaklasans. Er tjónið ekki talið í aurum heldur milljónum eyjakróna. Þeir sem hafa staðið í að rækta þetta þúfnavín höfðu þó vaðið fyrir neðan sig, því þeir voru vel tryggðir og fá tjónið bætt hjá Viðlatryggingu.svo Ijóst er að það verður skálað í þessari ónefndu eyju þrátt fyrir allt. - Eins og kunnugt er stendur nú yfir sýning á myndverkum eftir látna listamenn í Eyjum. Þykir framtakið gott og þykir ekki síður vita á gott. Einni góðri konu varð þó á orði við opnunina. „Nú er gott að vera dauður listamaður í Eyjum.“ -Meistaramót Vestmannaeyja í golfi hófst á mánudag með keppni í öldungaflokki. Einn góður og gróinn kylfingur í þeim hópi varð fyrir því á 14. braut, eftir að hafa slegið fallegt högg inn á miðja flöt að hundur kom hlaupandi, tók kúluna og hljóp með hana langan veg upp á hól. Þrátt fyrir að hafa leikið golf með góðum árangri í hálfa öld, hafði þessi kylfingur aldrei lent í slíkum kringumstæðum og vissi ekki gjöria hvað taka skyidi til bragðs. Til að allt væri rétt og löglegt (eins og vera ber í golfinu) lék hann boltanum þar sem hundurinn hafði skilið við hann en lék einnig öðrum bolta frá þeim stað á flötinni sem hann hafði lent. Slíkt er æðruleysi þessa kylfings að atvikið hafði engin áhrif á hann og hann náði auðveldum fugli með þeim bolta sem reyndist bæði réttur og löglegur. Tapsár með eindæmum Heppnin hefur ekki beiniínis leikið við kvennalið ÍBV í sumar. Liðið hefur verið að leika skínandi góða knattspyrnu en uppskeran ekki í samræmi við það og jafntefli algeng úrslit í leikjum þar sem IBVhefði verðskuldað sigur. Ifyrrakvöld legaáblaði. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Eyða henni. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Jón Ólafur Daníels- son. Uppáhaldsíþróttamaður? Sergei Bubka er ofar- kom svo enn eitt jafnteflið en líklega ásættanlegt gegn KR sem flestir telja sterkasta liðið í deildinni. Þjálfari ÍBV er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn ? Heimir Hallgrímsson. Fæðingardagur og ár? 10. júní 1967. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Fit Fut, KFS, Liverpoolklúbbnum og mörgum öðrum. Uppáhaldssjónvarpsefni? Iþróttir og upptökur Haralds Halldórssonaraf kvennaleikjum IBV. Uppáhaldsbók? Sú bók sem ég handfjatla hvað mestþessa dagana erMótabók KSÍ. Hvað metur þú mest í fari annarra ? Hreinskilni og Fjölskylduhagir? Unnustan heitir Iris það að kunna að viðurkenna mistök sín. Sæmundsdóttir og við eigum soninn Hallgrím, 4 ára. Menntun og starf? Stúdent frá FÍV. Tannlæknirfrá Háskóla íslands og starfa sem slíkur. Laun? Misjöfn eftir vinnuálagi. Bifreið? Ford Escort sem er oftast of skítugur. Helsti galli? Tapsármeð eindæmum. Helsti kostur? Veit það ekki. Uppáhaldsmatur? Hamborgara- hryggurinn hennar mömmu stendur alltaf fyrir sínu. Versti matur? Hafragrautur (ef kaila má það mat). Uppáhaldsdrykkur? Carlsberg. Uppáhaldstónlist? Brekkusöngur Árna Johnsen. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að fara í frí með fjölskyldunni. Það er líka frábær- lega gaman þegar við Júlli Hallgríms vinnum þá Þorstein og Frikka í golfi. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Það fer illa í mig að tapa, sérstaklega fyrir írisi. Það hefur reyndar aðeins gerst einu sinni en mér svíður það enn. H e i m i r H a 11 g r í m s s o n er Eyjainaður vikunnar Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar menn reyna að bæta ímynd sína með þvi'að sverta aðra, ekki síst samkeppnisaðila. Þetta erþví miður algengt í íþróttum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Á íslandi erþað Herjólfsdalur í fullum skrúða. Varstu ánægður með að ná jafntefli gegn KR? Þetta er fyrsta stigið sem IBV tekur af KR í kvennaboltanum frá upphafi. Einhvers staðar verður að byrja. Ég hefði viljað vinna leikinn og það var möguleiki á því en jafntefli er góð byrjun. ÍBV er nú í 4. sæti deildarinnar. Er það ásættanlegt? Ég veit það ekki en við förum ofar, sjáiði til. Svo er það Breiðablik í bik- arnum. Var það á óskalist- anum? Heimaleikur var það eina sem við vildum og fengum það. Síðasti leikur okkar gegn Breiðabliki sýndi það að ef allar okkar stelpur leggja sig fram þá er sigurgegn þeim ekki óraunhæfur. Eitthvað að lokum? Égvilþakka öllum þeim sem hafa stutt og styrkt stelpurnar f ár. Nú eru þrír stórleikir framundan og vonandi styðja Eyjamenn við bakið á þeim íþeirri baráttu sem framundan er. Nýfæddir 9<f Vestmannaeyingar Þann 20. júní eignuðust Anna Lilja Tómasdóttir og Kjartan Guðmundsson son. Hann vó 16 Vi mörk og var 53 cm að lengd. Hann er hér á mynd með stóra bróður Tómasi Aroni. Ljósmóðir var Valgerður Ólafsdóttir Þann 22. apríl eignuðust Karin Gustafson og Ingimar Andrésson son. Hann vó 12 merkur og var 49 cm að lengd. Hann hefur verið nefndur Anton. Fjölskyldan býr í Gautaborg í Svíþjóð. Á döfmrri 4* 08. -30. júlí Myndlistarsýning lærðra, leikra og látinna listamanna á vegum Sparisjóðs Vestmanna eyja og Veslmannaeyjabæjar í gamla vélasalnum á homi Græðisbraufar og Vesturvegar 10.-lójúlí Meistaramót Vestmannaeyja í golfi, unglingar og öldungar kláruðu á þriðjudag, allir hinir byrjuðu í gær og verða að til laugardags. 15. júlí Sumardjamm. FM 957mætirtil leiks í Eyjum og gusast í sundlauginni frá kl. 13.00- ló.OOog allt í beinni. 15. júlí Skítamótall á Kaffi Tímor 20. júlí Stórleikur IBV - IA í Landssímadeildinni. IBV sigur og ekkert annað 22. júlí Sumarstúlkukeppni í Eyjum haldin á Hölðanum 25. júlí Aðalfundur Herjólfs hf.haldinn um borð í Herjólfi 30. júlí Konungur Noregs afhendir Davíð Oddssyni forsætisráðhenra Stafkirkjuna, sem afhendir hana biskupi Islands, Kadi Sigurbjömssyni til vígslu. Mikið fjör á Skansinum 4. 5. og 6. ógúst Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Ekki gleyma jbv/.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.