Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Síða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Síða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 13. júlf 2000 Vel heppna Hátíð í bæ hjá Spbrisjóðnum og VestmBrT ur LEIKFÉLAGIÐ mætti með sitt Götuleikhús og þar bar þennan eldgleypi hæst. SUMIR slöppuðu bara af og nutu góða veðursins. Árlegur Sparisjóðsdagur var á laugardaginn og hófst hann með ýmsum uppákomum á Bárustíg í ágætu veðri. Sparisjóðurinn hefur í nokkur ár staðið fyrir útvistardegi á Bárustíg og miðast hann að mestu við yngstu kynslóðina. Byrjað var á krakkahlaupi þar sem krakkar á aldrinum 8 til 12 ára reyndu með sér. Krakkar á öllum aldri fengu tækifæri til að reyna sig í vítakeppni þar sem Birkir Kristinsson, markmaður IBV og landsliðsins, stóð í marki. Þetta mæltist vel fyrir og nýttu margir þetta tækifæri og þeir sem náðu að skora fengu að launum fótbolta. Götuleikhús Leikfélags Vestmannaeyja stóð fyrir uppákomum og síðast en ekki síst var öllum boðið upp á grillaðar pylsur og drykk í boði Sparisjóðsins og var það stjórn og starfsfólk sem stóð yfir kolunum. Margt fólk nýtti sér þetta tækifæri til að sýna sig og sjá aðra, ekki síst barnafólk sem mætti með börnin og var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta og nýttu sér þetta ágæta framtak Sparisjóðsins. ÞESSAR blómarósir tilheyrðu götuleikhúsinu. FORRÁÐAMENN Sparisjóðs- ins hljóta að vera í skýjunum yfir mætingunni á útivistar- daginn. Skvísu- sunds- stuð Eftir velheppnað goslokaafmæli 1998, þar sem stemmningin náði hámarki í Skvísundi, hefur síðan árlega verið efnt þar til skemmtunar til að minnast þessara tímamóta. I ár var hóað saman til skemmt- unar síðasta laugardagskvöld sem bærinn, Kaffi Tímor og Pizza 67 stóðu að. Byrjað var með fjöldasöng í tjaldi við Kaffi Tímor og í króm við Skvísusund tóku Guðni í Landlyst og Árni Johnsen nokkur lög og Lalli og co. héldu uppi fjöri langt fram á nótt. Neðsti hluti Heiðarvegar var einnig lagður undir skemmtunina þannig að plássið var nóg fyrir þá fjölmörgu sem mættu. Var kvöldið að flestu leyti vel heppnað enda veður hið besta. HVAÐ er fallegra á bjartri sumarnótt en ungar og fallegar stúlkur? Það er a.m.k. álit ljósmyndara sem hitti þessar snótir í Skvísusundi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.