Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Side 18
18 Fréttir Fimmtudagur 13. júlí 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Laugardagur 15. júlí Kl. 14.00 Útför Jóns í. Sigurðs- sonar. Sunnudagur 16. júlí Kl. 11.00 Guðsþjónusta með skím og lofgjörð. Kaffisopi á eftir. Miðvikudagur 19. júlí Kl. 20.00 Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K húsinu. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur - Lilja Óskarsdóttir flytur okkur Guðs Orð. Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma. Beðið fyrir landi og þjóð. Fólki er velkomið að hafa samband, óski það eftir fyrirbæn af ýmsum toga. Við leggum öll okkar mál fram fyrir Guð almáttugan. Sunnudagur Kl. 11.00 Vakningarsamkoma með boðskap. Boðskapurinn er: Gjörið iðrun, snúið yður! Endurkoma Jesú Krists er í nánd. Allir velkomnir í Hvítasunnukirkjuna. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 15. júlí Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481- 1585 Landssímadeild karla: Grindavík 1 - ÍBV 0 Eitt mark í fimm leikjum ÍBV náði ekki að fylgja eftir góðum leik í bikarkeppninni þegar liðið fór til Grindavíkur í 9. umferð Lands- símadeildarinnar. IBV spilaði illa í leiknum og urðu lokatölur 1-0 sigur Grindvíkinga. Kristinn Jónsson þjálfari IBV var greinilega mjög ánægður með liðið í bikarkeppninni því að hann stillti upp sama byrjunarliði og fyrir norðan. Ekki virtist það ganga eins vel upp og þar því fyrri hálfleikur hjá IBV var mjög slakur og átti liðið varla skot á mark andstæðinganna. Vamarleikur liðsins er þó sterkur og hélt hann liðinu á floti út hálfleikinn. Seinni hálfleikur var töluvert betri af hálfu IBV og var settur kraftur í sóknarleik liðsins. Liðið fékk nokkur færi, átti m.a. skot í stöng en inn vildi tuðran ekki frekar en fyrri daginn. Grindvíkingar áttu nánast aðeins eitt færi í seinni hálfleik og nýttu það og tryggðu sér þar með dýrmætann sigur gegn ÍBV. IBV hefur aðeins náð að skora 11 mörk í sumar í níu leikjum og ekki fengið á sig nema sjö mörk. Liðið hefur unnið tvo leiki, gert fimm jafntefli og tapað tveimur leikjum. Nú að lokinni fýrri umferðinni er liðið í 6. sæti og ekki annað að sjá en að framundan sé bullandi fallbarátta. Til að það verði ekki þarf liðið að fara að skora mörk því af þessum 11 mörkum komu fimm í leiknum gegn Keflavík í 4. umferð. Síðan hefur liðið aðeins skorað eitt mark í 1 -1 jafntefli á móti KR í 8. umferð. Eins og áður segir er ÍBV í 6. sæti með 11 stig en á toppnum trónir Fylkir með 19 stig og KR er með 18 stig. Það er því útséð með titil í deildinni þetta árið. Lið sem aðeins nær að vinna tvo leiki í fyrri umferðinni getur aldrei átt möguleika. Vonandi verður gæfan hliðhollari liðinu í bikar- keppninni þar sem IBV er kontið í fjögurra liða úrslitin. Fyrsta vísbendingin um að svo sé er að nú fékkst heimaleikur þar sem Valsmenn verða andstæðingamir. Þeir geta verið sýnd veiði en ekki gefin en heima- völlurinn gefur ákveðið forskot. Grindavík 1 - ÍBV 0 ÍBV spilaði 4-5-1: Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannes- son, Kjartan Antonsson, Hlynur Stefánsson, Páll Almarsson, Goran Aleksic, Páll Guðmundsson, Momir Mileta, Hjalti Jónsson, Ingi Sigurðsson, Jóhann Möller. Varamenn sem komu inn á: Tómas Ingi Tómasson, Baldur Bragason, Steingrímur Jóhannesson. BIRKIR Kristinsson markmaður IBV tók þátt í Sparisjóðsdeginum f.h. sinna manna. Hann hefur staðið sig frábærlega í sumar og hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í deildinni. Það er því ekki við hann eða vörnina að sakast að liðið nálgast botninn með hverjum leiknum. Bikarkeppni KSÍ: Leiftur 2 ÍBV 4 Jéhann kom Eyjamönnum áfram Síðastliðin miðvikudag fóru fram 16-liða úrslit í Coca Cola bikar- keppninni og þurfti karlalið IBV að fara norður á Ólafsfjörð til að keppa gegn heimamönnum í Leiftri. Eins og svo oft áður var IBV mun betra liðið mestan hluta leiksins en munurinn nú var að Jóhann Möller var að eiga sinn besta leik fyrir IBV frá því að hann gekk í raðir liðsins. Það tók Jóhann aðeins um fimm mínútur að skora fyrsta mark leiksins, en Momir Mileta bætti svo öðru við úr víti og staðan í leikhléi 2-0. Jóhann bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik, auk þess að eiga skalla í stöng, en síðustu tíu mínútumar greip um sig kæruleysi hjá ÍBV og heima- menn náðu að setja tvö mörk. Lokatölur urðu því 2-4 fyrir ÍBV og komst liðið þar með í átta liða úrslit bikarkeppninnar og gæti bjargað slöku tímabili í deildinni með sigri í bikarkeppninni. ÍBV spilaði 4-4-2: Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannesson, Kjartan Antons- son, Hlynur Stefánsson, Páll Almarsson, Momir Mileta, Hjalti Jónsson, Páll Guðmundsson, Ingi Sigurðsson. Goran Aleksic, Jóhann Möller. Mörk ÍBV: Jóhann Möller 3, Momir Mileta. IBV mæti Val á heimavelli í átta liða úrslitunum og fer leikurinn fram á Hásteinsvelli um miðjan ágúst. PÁLL Guðmundsson stóð uppi sem sigurvegari þegar ÍBV lagði hans gamla lið, Leiftur. Bikarkeppni KSÍ: ÍBV 4 - Þór/KA 1 Eiga harma að hefna -þegar þær mæta Breiðabliki í undanúrslitum Kvennalið ÍBV mætti sameiginlegu liði Þórs og KA frá Akureyri og vannst öruggur sigur. ÍBV liðið var mun betri aðilinn í leiknum og hefði án efa getað skorað mun fleiri mörk en liðið gerði. Lokatölur urðu 4-1, en staðan í hálf- leik var 2-0. Stelpumar munu svo mæta Breiðabliki á Hásteinsvelli í undan- úrslitum, en í hinum undanúrslita- leiknum mætast KR og Valur og má því segja að fjögur bestu liðin hafi komist áfram. Leikmenn liðsins hafa haft það á orði að nú þegar deildin er nánast búin fyrir liðið þá ætli þær sér að fara alla leið í bikarnum og sýna landsmönnum hvað í liðinu býr. ÍBV mætti Breiðabliki í undanúrslitum bikarkeppninnar 1998 á heimavelli en tapaði þá 1-4. Mörk IBV: Bryndís Jóhannesdóttir, Kelly Shimmin, Karen Burke og Svetlana Balinskaya. Ynsri flokkarnir Þriðji flokkur IBV tók á fóstudaginn á móti Frömurum og fór leikurinn fram á Þórsvelli. Leikurinn var spennandi framan af og þegar rétt um tíu mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn 1-1. En þá hrundi leikur IBV og gestirnir sigruðu 1-4. A mánudaginn tóku strákamir svo á móti Þór frá Akureyri, en Þór var fýrir leikinn með eitt stig á botninum eins og ÍBV. Leikurinn fór fram á Hásteinsvellinum og var hann nokkuð harður. Gestimir komust yfir 0-1 í fýrri hálfleik en eyjapeyjar byrjuðu seinni hálfleik mjög vel og skomðu fljótlega. Nokkuð var farið að draga af leikmönnum beggja liða undir lokin en Þórsarar náðu skyndisókn eftir nánast stöðuga sókn IBV, og tryggðu sér sigurinn tíu mínútum fýrir leikslok. Þriðji flokkur hefur undir stjóm Bjöms Elíassonar tekið miklum framfómm í sumar, hópurinn er þunnskipaður en Bjössi er snillingur í að búa til frambærilega leikmenn sem geta skilað árangri. Það verður þó þungur róður hjá strákunum það sem eftir lifir sumars, liðið er í neðsta sæti síns riðils og verður því að klára þá leiki sem eftir em ef þeir ætla að halda sér þar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.