Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 20. júlí 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! 23. júlí sunnudagur Kl. 11.00 Messa. Kaffisopi á eftir. Síðasta almenna messa í Landa- kirkju, þar til 13. ágúst. En vígsla stafkirkjunnar er 30. júlí og helgistund við setningu þjóð- hátíðar 4. ágúst. 26. júlí miðvikudagur 11.00 Helgistund að Hraunbúðum Allir velkomnir. 20.30 Opið hús í KFUM&K. 27. júlí fimmtudagur 14.30 Helgistund á Heilbrigðis- stofnuninni, dagstofu 3. hæð. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur - Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Lilja Óskarsdóttir. Laugardagur Kl. 20.30 brotning brauðsins Sunnudagur Kl. 11.00 Vakningarsamkoma Ræðumaður: Snorri Óskarsson. Samskot til innanlandstrúboðs! Allir velkomnir í Hvítasunnukirkjuna. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 22. júlí Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 11.00 Guðsþjónusta. Gestur helg- arinnar Eric Guðmundsson. Allir hjartanlega vclkomnir. Biblían talar sími 481- 1585 Golf: Meistarakeppnin og Holukeppni GV og OLIS Erla os Júlíus meistarar Verðlaunahafar unglinga: Frá vinstri: Silja Ýr Markúsd., Helena S. Magnúsd, Brynjar Ólafsson, Leifur Jóhannesson, Jón Valgarð Gústafsson. Á myndina vantar Evu Brá Barkardóttur. Meistaramóti Golfklúbbs Vest- mannaeyja lauk á sunnudag en fresta varð leik á laugardag vegna veðurs. Leikið var í fjóra daga og urðu úrslit þessi í einstökum flokkum: Meistaraflokkur karla: 1. Júlíus Hallgrímsson 295 h. 2. Aðalsteinn Ingvarsson 306 h. 3. Örlygur Helgi Grímss. 310 h. 1. flokkur karla: 1. Viktor Pétur Jónsson 305 h. 2. Jóhann Pétur Andersen 323 h. 3. Eyþór Harðarson 325 h. 2. flokkur karla: 1. Sigurgeir Jónsson 372 h. 2. Guðmundur Guðlaugss. 373 h. 3. Páll Einarsson 375 h. 3.flokkur karla 1. Ingibjöm Þ. Jónsson 390 h. 2. Guðjþn Hjörleifsson 407 h. 3. Jón Árni Ölafsson 413 h. Kvennaflokkur, ánforgjafar: 1. Erla Adolfsdóttir 344 h. 2. Jakobína Guðlaugsd. 382 h. 3. Elsa Valgeirsdóttir 394 h. Kvennaflokkur, meðforgjöf: 1. Elsa Valgeirsdóttir 286 h. 2. Erla Adolfsdóttir 292 h. 3. Magnúsína Ágústsd. 305 h. Unglingar 13-15 ára, (2 hringir): 1. Leifur Jóhannesson 172 h. 2. Brynjar Ólafsson 177 h. 3. Jón Valgarð Gústafsson 184 h. Stúlknallokkur (1 hringur): 1. Silja Ýr Markúsdóttir 114 h. 2. Eva Brá Barkardóttir 126 h. 3. Helena S Magnúsd. 134 h. í öldungaflokki var leikið í tvo daga, með og án forgjafar: Oldungaflokkur, ánforgjafar: 1. Jóhann Pétur Andersen 166 h. 2. Gunnlaugur J. Axelsson 170 h. 3. Sigmar Pálmason 179 h. Öldungaflokkur, meðforgjöf: 1. Sigurgeir Jónsson 144 h. 2. Hjörtur Hermannsson 146 h. 3. JóhannPétur Andersen 148 h. Atli vann tvðfalt Á sunnudng voru afhent verðlaun í Holukeppni GV og Olís. Sú keppni hefur staðið yfir í sumar og lauk fyrir skömmu. Olís hefur á undanförnum árum gefið vegleg verðlaun til þeirrar keppni. Keppt var bæði með og án forgjafar í almcnnum ilokki og flokki öldunga. Almennurflokkkur, ánforgjafar: 1. Júlíus Hallgrímsson 2. Guðjón Grétarsson Almennurflokkur, með forgjöf: 1. Elliði Aðalsteinsson 2. Guðjón Grétarsson Öldungar, ánforgjafar: 1. Atli Aðalsteinsson 2. Sigmar Pálmason Öldungar, með forgjöf: 1. Atli Aðalsteinsson 2. Sigurgeir Jónsson Verðlaunahafar á Olísmótinu, ásamt Magnúsi Sveinssyni um- boðsmanni Olís. Frá vinstri: Magnús, Sigurgeir, Sigmar, Atli, Guðjón, Elliði, Júlíus. Frjálsar: íslandsmeistaramótið Árni Óli 03 Tryggvi íslandsmeistarar STJÓRN Óðins og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri afhentu íslandsmeisturunum blóm við komuna til Eyja. F.v. Árni Óli, Guðjón Ólafsson þjálfari og Tryggvi. Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fór fram um síðustu helgi og fóru alls fjórtán keppendur frá Ung- mennafélaginu Óðni til keppni. Góður árangur náðist á mótinu, tveir íslandsmeistaratitlar auk þess sem nokkur silfur- og bronsverðlaun unnust. Meistaramótið er aldursskipt og í keppni 12-14 ára keppenda bar hæst árangiir Tryggva Hjaltasonar en hann varð Islandsmeistari í hástökki, stökk 1.65 og setti þar með Vestmanna- eyjamet. Tryggvi varð einnig í öðru sæti íkúluvarpi, varpaði kúlunni 12.25 metra. Hildur Jónsdóttir vann svo bronsverðlaun í hástökki þar sem hún stökk 1.35 metra. I keppni 15-22 ára voru bræðumir Ámi Oli og Guðjón Ólafssynir í fararbroddi íjögurra keppenda Öðins. Ámi Óli náði þeim stórgóða árangri að verða íslandsmeistari í spjótkasti en þar kastaði hann spjótinu 46.42 metra. Ámi Óli varð svo í silfursæti í sleggjukasti en í þriðja sæti í bæði kringlukasti og kúluvarpi. Guðjón náði hins vegar ekki Islands- meistaratitli en varð í öðm sæti í fjómm greinum, stangarstökki, spjótkasti, þrístökki og kringlukasti en í stangarstökkinu stökk hann yfir 3,60 eða sömu hæð og sá sem lenti í fyrsta sæti. Katrín Elíasdóttir náði svo ágætis árangri í þrístökki þar sem hún lenti í öðm sæti. Annars er nóg framundan hjá frjálsíþróttafólkinu, meistaramót full- orðinna verður næstu helgi og svo verður Vestmannaeyjameistaramót helgina 28 - 29 júlí og munu nágrannamir úr HSK koma og taka þátt í mótinu sem gestir. Svo verður bikarkeppni FRI um miðjan ágúst. fslandsmeistarinn í hástökki í flokki 14 ára, Tryggvi Hjaltason, verður 14 ára þann 9. ágúst nk. og á hann því framtíðina fyrir sér í frjálsum. I dag einbeitirTryggvi sér að fijáls- um sem hann byrjaði að æfa 8 ára gamall. „Þá var ég líka í fótbolta, handbolta og körfubolta. Eg hætti að æfa ftjálsar 11 ára gamall en byrjaði árið eftir og hef síðan eingöngu haldið mig við frjálsar," segir Tryggvi sem ekki er einhamur á íþróttasviðinu. ,,Eg æfi náttúrlega hástökk, en ég er líka í langstökki, kúlu, spjóti og þetta em þær greinar sem ég legg áherslu á en annars er ég að gutla í öllum greinum." Hjalti segir að aðstæður til keppni á Laugarvatni hafi verið góðar nema hvað það rigndi mikið. Hann var þama á sínu þriðja eða fjórða íslandsmóti og nær frábærum árangri. Hér heima æfir Hjalti undir leiðsögn Karenar Ólafsdóttur og Þómnnar Er- lingsdóttur en hann segir að aðstæður séu nú ekkert til að hrópa húrra fyrir nema ef vera skyldi í langstökkinu. Hvað með framtíðina í íþróttum? „Ég ætla að halda áfram að æfa ftjálsar og stefnan er tekin upp á við.“ Megum við eiga von á að sjá þig á Olympíuleikunum 2008? ,,Ég veit það ekki en takmarkið er að keppa á Olympíuleikunum 2012 en þá verð ég 24 ára,“ sagði þessi efnilegi íþrótta- maður að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.