Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 20. júlí 2000 Útvegsbændafélag Vestmannaeyja: Afhendir bænum sinn hlut í Gullborgu Vígsla stafkirkjunnar Opinberir gestir hátt í 40 Norsku konungshjónin verða meðal gesta Kúamálið í Bændablaðinu í Bændablaðinu frá 30. maí sl. rilar Eyjamaðurinn Jóna Sveinsdóttir, nýútskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri, um nautgriparækt í Vestmannaeyjum og árangurslausar tilraunir tveggja blaðamanna til að hefja þá grein til vegs og virðingar á ný- I greininni rekur Jóna m.a. við- skipti þeirra tvímenninga við bæjaryfirvöld og segir að þrátt fyrir synjanir séu þeir ekki hættir við þá ætlun sína að koma upp nautpeningi í Eyjum. í lok greinarinnar segir: „Ekki er öll nótt úti enn og aldrei að vita nema að á næstu árunr, þegar Islendingar fara að flytja erfðavísa úr norskum kúm til íslands, að farið verði að flytja inn íslenskar kýr til Vestmannaeyja." Staðsetning ó reiki Eitthvað hafa sum þeirra listaverka, sem unnin vom undir heitinu Hraun og menn, verið að vefjast fyrir nefndum bæjarins, þ.e.a.s. stað- setning verkanna. Skipulagsnefnd hafnaði staðsetningu tveggja þeitra á fundi fyrir tæpu ári og nú hefur menningarmálanefnd óskað eftir tillögu frá skipulagsnefnd um réttan stað fyrir verkin tvö. Vilja framlengingu Myndlistarsýningin í Vélasalnum í Listaskólanum hefur vakið verð- skuldaða athygli. Sparisjóður Vest- mannaeyja hafði veg og vanda af uppselningu hennar. Að frum- kvæði menningarmálanefndar hefúr menningarfulltrúa verið falið að ræða við fulltrúa Sparisjóðsins um framlengingu á sýningunni. Svipting leyfis Á síðasta fundi bæjatráðs lágu fyrir tvö erindi er snerta vínveitingaleyfi. Annað var umsókn frá Lundanum um vínveitingaleyfi og lcngri afgreiðslutíma áfengis. Hitt var bréf frá sýslumanni, dagsett 11. júlí, um tímabundna sviptingu á rekstrarleyfi. Ekki er greint frá hvaða aðili jrar á í hlut. Þessum erindum var báðum vísað til af- greiðslu bæjarstjómar og verða þau væntanlega afgreidd á fundi í dag. Innheimt fyrir list fró áramótum Nú liggja fyrir drög að reglurn, frá menningannálanefnd, um útleigu listaverka úr Listasafni Vestmanna- eyja. Hel'ur þess verið óskað að bæjanáð samþykki reglurnar. Gildistími hinna nýju reglna er frá 1. ágúst nk. en ekki mun þó verða innheinrt samkvæmt þeim t'yrr en um árarnót. Skemmdir á kofum Tvö skemmdarverk voru unnin í vikunni, bæði á kofum í kofa- byggðinni við Húsey. Voru þar böm að verki og leiðinlegt að þau skuli ftnna hjá sér þörf til að skemma sköpunarverk annarra. Kristjana í kvöld Vestmannaeyingar hafa verið tíðir gestir í þætdnum Kvöldsiglingu á Útvarpi Suðurlands. 1 kvöld kl. 22 mætir enn einn Eyjamaður til viðtals þar, Kristjana Þorfinnsdóttir, fotmaður Félags eldri borgara. SÍÐASTLIÐINN þriðjudag af- henti Útvegsbændafélag Vest- mannaeyja Vestmannaeyjabæ eignarhlut sinn í Gullborginni VE, því mikla aflaskipi. Fyrir- hugað er að Gullborgin verði einn höfuðdýrgripur í upp- byggingu Sjóminjasafns í Eyjum. Útvegsbændafélagið ásamt Vestmannaeyjabæ og Hafnarsjóði keyptu Gullborgina á sínum tíma af bræðrunum Friðriki og Benóný Benónýs- sonum með það fyrir augum að hún yrði varðveitt, komandi kynslóðum til nokkurs lærdóms. Myndin er tekin þegar eignar- hlutur Útvegsbændafélagsins var formlega afhentur. Fr. v. eru Guðjón Rögnvaldsson út- gerðarmaður, Olafur Kristins- son hafnarstjóri, Guðjón Hjör- leifsson bæjarstjóri, Þórður Rafn Sigurðsson útgerðar- maður, Magnús Bjarnason starfsmaður Útvegsbændafé- lagsins og Leifur Ársælsson útgerðarmaður. Eins og greint hefur verið frá mun stafkirkjan, sem Norðmenn gefa íslensku þjóðinni í tilefni afmælis kristnitöku á íslandi og kirkju- viðaflutningi, verða vígð sunnu- daginn 30.júlínk. Að sögn Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra hefur framkvæmdum miðað ágætlega og allar líkur á að minnsta kosti allt er að Stafkirkjunni sjálfri snýr verði tilbúið til vígslu. „Þetta verður söguleg stund í Eyjum," sagði Guðjón. „Það er ekki óvarlegt að áætla að fjöldi opinberra gesta og embættismanna fylli vel á íjórða tuginn." Gert er ráð fyrir íjölmennu fyrir- menni, erlendu og innlendu á vígsluhátíðina. „Endanlegur fjöldi opinberra gesta við vígsluna er ekki ljós enn þá, en í fylgdarliði norsku konungshjónanna verða að minnsta kosti tíu manns. í fylgarliði forseta Islands, Olafs Ragnars Grímssonar, munu verða sjö til tíu manns. Um fjölda gesta frá ýmsum ráðuneytum hef ég ekki endanlegar upplýsingar, en forsætisráðherra, íjármálaráðherra, kirkjumálaráðherra og fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu munu koma til vígslunnar. Biskup og fulltrúar kirkj- unnar, þingmenn Suðurlands og svo mætti lengi telja," sagði Guðjón. Sjómannamótið ó laugardag Eitt stærsta golfmót ársins í Eyjum, Sjómanna- og útvegsmannamótið, verður haldið á laugardag. Keppt verður í tveimur verðlaunaflokkum nteð og án forgjafar. í öðrum flokknum keppa starfandi sjómenn og útgerðamienn en allir aðrir í hinum flokknum. Þetta er opið mót og hefur þátttaka ofan af landi ævinlega verið mikil enda eru verðlaun sérlega glæsileg. Þátttaka miðast við 18 ára og eldri. Kvöld- verður verður á laugaidag í Golf- skálanum og verðlaunaafhending á eftir. Keppnisgjald er kr. 3000 og er kvöldverður innifalinn. Skrán- ingu í mótið lýkur á fóstudag kl. 20. / I sumarskapi f síðustu viku vom tærslur í dagbók lögreglu 144 talsins og er það nokkru minna en í vikunni þar á undan. Lögreglumönnum ber sam- an um að rólegt sé yfir vötnunum um þessar mundir og lítið um alvarleg mál. Þessi árstími hefur enda yfirleitt verið rólegur hjá lög- reglu þar sem fólk er í sumarskapi og margir í sumarfríum. Listþjófnaður I vikunni var járnskúlptúr stolið frá Kirkjuvegi 53. Var þetta skúlptúr í mannslíki, þungur og boltaðui' niður en hafði verið losaður og fjarlægður og hefur gerandinn þurft að hafa talsvert fyrir því. Líkast til gerðist þetta aðfaranótt sunnudagsins 9. júlí. Ekki er vitað hver þama var að verki, né heldur hvaða hvatir hafa legið að baki, hvort um er að ræða óffóman listunnanda eða hvoit hann hefur ágimst málminn í lista- verkinu. Óskar lögregla eftir upp- lýsingum sem komið gætu að gagni við að endurheimta verkið. Enn tekinn stútur Fimm vom kærðir fyrir að fara ekki að lögum og reglunt í umferðinni. Alvarlegast þeina var að ökumaður var tekinn vegna ölvunaraksturs en hinir vom kærðir fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis, einn sem ók án skráningarmerkja, einn hafði of marga farþega í bfl sínum og hjá einum var aðbúnaði ökumanns og farþega ábótavant. Þá var lögreglu tilkynnt um tvö umferðaróhöpp sem reyndust minni háttar. Aukið eftirlit Lögregla vill benda á að nú er að fara af stað landsátak í eftirliti með ungum ökumönnum og verður fylgst með hraðakstri, öryggis- beltanotkun og fleim. Er þessu átaki hrundið af stað þar sem kannanir sýna að flestir þeir sem valda óhöppum í umferðinni em ungir ökumenn. Minnt skal á að þeir sem eru með bráðabirgðaöku- skírteini missa það við 8 punkta en 12 punkta þarf á fullnaðarskírteini. Óbreytt óstand í gær var tala atvinnulausra í Eyjum 18 eða nákvæmlega hin sama og fyrir tveimur vikum. Þessar tölur em fengnar hjá Atvinnumiðlun Vm. ffifSIUN BVURR s Utsalan hefst í dag, fimmtudag kl. 10.00 FLAMINGO FRETTIR 8 Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.