Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 20. júlí 2000 • 29. tölublað • Verðkr. 140,- * Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Sumarstúlka Vestmannaeyjs 2000 Á Höfðanum á laugardaginn kemur í Ijós hver verður Sumarstúlka Vestmannaeyja árið 2000. Sumarstúlkukeppnin er orðin ein af aðalskemmtunum sumarsins og verður vandað til hennar sem aldrei fyrr. Þær sem taka þátt í Sumarstúlkukeppninni eru Anita Ársælsdóttir, Aðalbjörg Jóhanna, Agnes Ósk Þorsteinsdóttir, Lilja Björg Arngrímsdóttir, íris Dögg Konráðsdóttir, Jóhanna Björk Guðmundsdóttir og Þórey Jóhannsdóttir. Stúlkurnar fá glæsilega vinninga og er Edinborgarferð fyrir einn í haust frá Úrvai-Útsýn meðai þeirra. Framkvæmdastjóri er Dagmar Skúladóttir, kynnir og skemmtana- stjóri kvöjdsins er Bjarni Ólafur Guðmundsson, ljósmyndari Guð- mundur Ásmundsson, búningahönnuður Selma Ragnarsdóttir, höfundur málverks á sviði Nada Borosak, ljósa- og hijóðmaður Rúnar Karlsson og aðstoð við skreytingar Björg Valgeirsdóttir. Aðalstyrktaraðilar eru Fréttir, Veisluþjónusta Gríms, Hótel Þórs- hamar og Kaffi Tímor, Úrval Útsýn, Hárgreiðslustofa Guðbjargar, Snyrtistofan Am'ta, Sparisjóðurinn og Flugfélag íslands. Áðrir styrktaraðilar eru Metro málning Reynistað, Sprett úr spori, Eyjablóm, Hressó, Betri línur, Róma, Foto, Eðalsport, Flamingo, Tölvun og Bókabúðin Penninn. ATH. Vegna leiks IBV íkvöld verða miðapantanir afhetttar á Höfðanum frá kl. 18.00 til 19.30 íkvöld en ekki kl. 20.00 til 22.00 eins og kemur fram í auglýsingu. Afram verður hœgt að panta miða ísíma 481-2665. Lækkun á heitu vatni og rafmagni til húshitunar -Iðnaðar- og viðskiptaráðherra vill gera sitt til að hamla gegn fólksflótta af landsbyggðinni Veruleg lækkun hefur orðið á töxtum Bæjarveitna Vestmanna- eyja, bæði á heitu vatni og raímagni til húshitunar. Samkvæmt upplýs- ingum frá Sigurjóni Ingólfssyni, skrifstofustjóra Bæjarveitna, er þessi lækkun í samræmi við byggðaáætlun 1999-2001 sem alþingi samþykkti vorið 1999. í fjárlögum yfírstandandi árs voru framlög til niðurgreiðslna á landinu öllu aukin um 160 milljónir króna. Þessar niðurgreiðslur leiða til u.þ.b. 7% lækkunar á verði heita vatnsins frá þeirri gjaldskrá sem stjóm Bæjar- veitna samþykkti 20. júní sl. Lækkun til þeirra sem nota rafmagn til upphitunar er breytileg eftir stærð húsa. Mest er lækkunin til þeirra ssem eiga stór hús en lækkunin nemur á bilinu ffá 4-20%. Niðurgreiðslumar aukast með tvennum hætti, annars vegar með beinni krónutölulækkun og hins vegar með breyttum viðmiðunum í magni. Fram að þessu hefur niðurgreiðslan miðast við notkun að hámarki 30.000 kWh í rafkyndingu og 663 m3 af heitu vatni. Þessar við.miðanir breytast þannig að hámarksnotkun í rafkynd- ingu verður 50.000 kWh og há- marksnotkun á heitu vatni verður 1.111 m3. Þeir sem eiga stór hús og nota heitt vatn til upphitunar hafa ekki fundið fyrir þessum hámarksviðmiðunum þar sem þeir njóta alltaf sama verðs þó að þeir hafi notað meira en 663 m3 á ári. Hins vegar hafa Bæjarveitur ekki haft tekjur af þeim rúmmetrum sem eru umfram 663 m3. Eftir þessar breytingar fer kostnaður við að kynda 720 m3 hús (meðalhús) með heitu vatni úr 64 þús, kr. í 60 þús. kr. áári. Það er Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, sem hvað mest hefur beitt sér fyrir þessum lækkunum en með þessari aðgerð er verið að taka myndarlega á þeirri þróun sem verið hefur í fólksflótta af landsbyggðinni yfir á höfuðborgar- svæðið. Ættu Vestmannaeyingar að ftnna verulega fyrir þessum auknu niðurgreiðslum í buddum sínum. Norðurlandamótið í golfi hefst í Eyjum í næstu viku Óhætt er að segja að stærsti viðburður golftímabilsins í Vest- mannaeyjum hefjist í næstu viku. Þá verður Norðurlandamótið hald- ið á vellinum í Eyjum. Þar eigast við landslið áhugamanna frá öllum Norðurlöndunum. Vest- mannaeyingar eiga einn fulltrúa í íslenska landsliðinu, Þorstein Hall- grímsson, sem um þessar mundir spilar hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þorsteinn hefur verið að spila mjög vel í sumar og auk þess ætti „heimavöllurinn“ að koma honum til góða. Sex manna sveitir skipa karla- landsliðin og í kvennaflokki eru ljórar í sveit. Um 50 keppendur mæta því til leiks auk þess sem mikill fjöldi aðstoðarfólks, dómgæslu- og eftir- litsfólks og fréttamanna fylgir að sjálfsögðu með. Fjárhagslegur ávinningur GV er enginn af því að halda þessa keppni en óneitanlega mikill heiður og viður- kenning fyrir Golfklúbb Vestmanna- eyja að hafa orðið fyrir valinu enda er reiknað með að þetta verði góð kynning á vellinum sem komi til með að skila sér. Keppendur munu koma til Eyja snemma í næstu viku til að kynna sér völlinn og æfa en sjálf keppnin hefst á miðvikudag og lýkur á laugardag. Þá daga verður völlurinn lokaður öðrum en keppendum í mótinu. Rekstur Herjólfs boðinn út Við munum senda inn tilboð -segir framkvæmdastjóri Nú er endanlega ákveðið að rekstur Herjólfs verður boðinn út, ekki aðeins innanlands heldur á öllu Evrópska efnahags- svæðinu. Samkvæmt reglugerð- um mun slíkt skylt. Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Herjólfs hf., segir að félagið muni bjóða í reksturinn. „Við höfum fengið lögfræðilegt álit, vegna þess hve stór hlutur ríkis og bæjar er í Heijólfi, talið var að sá hlutur væri of stór til að við mættum bjóða í reksturinn. En samkvæmt því áliti er okkur leyfilegt að bjóða og það munum við gera. Reyndar höfum við ekki séð útboðsgögnin ennþá en það verður væntanlega skammt að bíða þess. Ágústmánuður verður vænt- anlega notaður til að ganga frá tilboði en þau verða opnuð 11. september," sagði Magnús Jónas- son framkvæmdastjóri Heijólfs. ■"* ■"■■■ ■ TM-ÖRYGGI _Í@L FYRIR ÖRVGGI FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll trygg'ngamáHn - á óilum svidum1 H 7 á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæ PTp''1 ðið Braggii ItinnAr nn QnTgi nn s.f. ifnrrú n c liii iljcii uy opi dú 1 LU I I Flötum 20 - Sími 481 1535 m. Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga. kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferðir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 4»^Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.