Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 20. júlí 2000 Þórunn Sveinsdóttir VE: A Ahöfnin verðlaunuð fyrir góða framleiðslu ÁHÖFNIN fékk viðurkenninguna á sjómannadaginn og hér er hún ásamt eiginkonum og unnustum og einnig Garru Warner, forstjóra WFM, sem kom í eigin persónu til að afhenda viðurkenninguna. Fyrirtækið Warner’s Fish Merc- hants Ltd. kaupir afurðir frysti- togarans Þórunnar Sveinsdóttur VE, sem fara á Bretlandsmarkað, og hefur verðlaunað áhiifnina fyrir frábæra framlciðslu. í viðurkenningarskjali frá WFM segir að al'urðir Þórunnar Sveinsdóttur séu í hæsta gæðaflokki og að áhöfnin sinni störfum sínum af samviskusemi. „Við erum sannfærðir um að við erum að bjóða fiskneytendum á Bretlands- eyjum það langbesta af fslenskri framleiðslu sjávarafurða,“ segir í viðurkenningarskjali frá WFM. Sigurjón Oskarsson, útgerðarmaður Þórunnar, segist mjög ánægður með viðurkenninguna sem sýni að þeir séu á réttri leið. „Wamer’s Fish Merchants kaupir allan þorsk og ýsu sem við veiðum en öll framleiðsla okkar á þessum tegundum fer á Bretland," segir Sigurjón. „WFM selur beint til fínni veitingastaða og í sjoppur sem selja ftsk og franskar ( ftsh and chips). Við höfum verið hjá þeim í ein þrjú eða fjögur ár og viðskiptin gengið vel fyrir sig eins og sést best af viðurkenningunni." Þórunn Sveinsdóttir er með hluta- hærri skipum í Vestmannaeyjum. Brúttóaflaverðmæti síðasta árs var 349 milljónir og laun og launatengd gjöld vom 134 milljónir. „í áhöfn em 18 manns en með skipti mönnum em þetta um 25 manns sem em á launum hjá okkur. Sipstjóri er Guðmundur Guðlaugsson og hafa orðið litlar breytingar í áhöfninni. Flestir em Eyjamenn en við höfum verið með fastan kjarna af aðkomumönnum í mörg ár en þeim hefur eitthvað fækkað undanfarið á meðan heima- mönnum fjölgar sem hlýtur að vera jákvætt fyrir bæjarsjóð. Það er mikils virði fyrir hverja útgerð að hafa góða áhöfn og stöðugan kjama. Það er lykillinn að góðum árangri, ekki síst á frystiskipum.” sagði Sigurjón að lokum. Græddur er geymdur eyrir og stundum gott betur í vor gengust sparisjóðir landsins fyrir sparnaðarátaki á landsvísu fyrir unglinga á aldirnum 12 til 16 ára. Sparnaðarkeppnin var kennd Startklúbbi sparisjóðanna sem er sparnaðarleið fyrir ungt fólk. Keppnin hófst í apríl með því krakkar stofnuðu reikning með 500 króna innleggi sem síðan varð að fylgja eftir með jafn háu innleggi í maí og júm. Dregið hefur verið um vinninga, en einn aðalvinningur var veittur og kom hann í hlut Helenar Óskar Magnúsdóttur í Vestmannaeyjum. Til stóð að aðalverðlaunin yrðu ferð til Noregs á brettakeppni, en hún féll niður svo ákveðið var að veita peningaverðlaun í staðinn og námu þau 150 þúsund krónum. Á myndinni er vinningshafinn Helen Ósk ásamt Ólafl Elíssyni sparisjóðsstjóra, Önnu Huldu Long móður Helenar, Ríkarði Magnússyni bróður hennar og Magnúsi Ríkharðsyni föður hennar. Útsala Hefst í dag, fimmtudag u n i n D r í f a n d a Heilbrigðisstofnunin íVm: Framkvæmdir upp á 200 m. Fyrir dyrum standa meiri háttar breytingar á húsnæði Heilbrigðis- stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Áætlað er að þær komi til fram- kvæmda á næstu fimm árum. Kostnaður við breytingarnar er áætlaður 200 milljónir króna og er hiutdeild bæjarins 15% af þeirri upphæð, ríkið greiðir 85%. Gunnar K. Gunnarsson. forstöðu- maður Heilbrigðisstofnunar, segir að íýrsti áfanginn fari í útboð í ágúst og sé gert ráð fyrir að honum verði lokið um mitt næsta ár. Hann felst að verulegu leyti í því að báðar legu- deildir verða sameinaðar á einni hæð. Gunnar segir að frá því að flutt var í húsnæðið, fyrir um 25 árum, hafi mjög lítið verið framkvæmt í viðhaldi innanhúss og orðin full þörf á því. Þá hafi af hagkvæmnisástæðum verið ákveðið að ráðast einnig í sameiningu deildanna um leið. Ólafur lagður af sfað til Eyja á Hvítserknum Vikingaskipið Kvitserk lét úr höfn frá Háholmen á miðnætti aðfaranótt sl.miðvikudags. í áhöfn skipsins eru 6 Norðmenn og einn íslendingur, Ólafur Olafsson, bæjartæknifræðingur í Vestmannaeyjum. Tiigangur ferðarinnar er að minnast siglingar Hjalta Skeggjasonar og Gissurar hvíta með gjafaviði í stafkirkju í Vestmannaeyjum. Eftir að altari og voldug dyrahella höfðu verið lögð í lestar skipsins lagði skipið upp frá Háholmen sem er á Avero skammt sunnan við Kristjansand í Noregi. Það var hátíðleg stund þegar 16 metra langur knörrinn sigldi út Atiantarhafsvegen og tók stefnu á Færeyjar. Veður á leiðinni hefur verið afbragðs gott, en heldur lítill byr enn sem komið er. Ferðin hefur í alla staði gengið vel þegar þetta er skrifað og víkingaskipið lagt af baki 80 sjómflur. ÓLAFUR gengur um borð í Hvítserk þegar lagt var upp frá Noregi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.