Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 20
/ FRETT Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 • Fax 481-1293 ((Daglegar ■jr ferðir milii -uBí' “IWJ’- 1 jj lands og Eyja Bútuferðir - Bus tours § Landflutninqar Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM J FV (3)4811909 - 896 6810 -fax4811927 Vilhjálmur Bergsteinsson » 481-2943 * 897-1178 Nær stöðugt brætt hjá báðum verksmiðjum Loðnuveiðar eru enn í fullum gangi þótt nokkuð hafi dregið úr afla frá því sem best var í júnímánuði þegar mokveiði var á loðnu- miðunum. Loðnan hefur verið að veiðast á mjög stóru svæði eða allt frá Langa- nesi og vestur að grænlensku lögsög- unni. Hörður Óskarsson, hjá ísfé- laginu, segir að hjá þeim hafi verið brætt nær stöðugt að undanfömu. Sigurður VE landaði á föstudag í síðustu viku rúmum 1200 tonnum og svipuðu magni á þriðjudag. Önnur skip ísfélagsins hafa landað í Krossa- nesverksmiðjunni fyrir norðan. Skip Vinnslustöðvarinnar, Kap og Sighvatur Bjamason, hafa landað öllum sínum loðnuafla hér heima og séð verksmiðjunni fyrir hráefni sem dugað hefur til vinnslu fjóra til fimm daga vikunnar. „Þetta er búið að vera alveg ljómandi. Unnið virka daga og frí um helgar, varla hægt að hugsa sér það betra svona yfir sumartímann," sagði einn bræðslukarla hjá Vinnslu- stöðinni. Handboltinn í fótboltann Firmakeppni Handknattlciks- deildar IBV 2000 í knattspyrnu verður haldin á Helgafellsvelli laugardaginn 29. júlí. Hvert lið er skipað sjö leikmönnum og að sögn Gísla Rúnars Guð- mundssonar framkvæmdastjóra móts- ins verða öll lið að hafa sérkenni, til dæmis búninga. Gísli Rúnar sagði vegleg verðlaun væm í boði. Unnið er af fullum krafti við dýpkun innsiglingarinnar innan við Hringskersgarð. Eins og greint hefur verið frá er kostnaður vegna sprenginga við dýpkunina fjórar milljónir króna. I blíðunni um helgina var unnið á fullu við að moka upp milljónunum með stórvirkum tækjum. Mun verkið hafa gengið vel. Kalli komst ekki á St. Andrews Kylfingurinn knái úr GV, Karl Haraldsson, sem hafði fengið boð um að keppa í golfi fyrir Islands hönd á St. Andrews vellinum í Skotlandi, auk þess að fylgjast með British Open mótinu, varð að aflýsa för sinni. Karl var á miðvikudag að vinna ásamt fleiri félögum sínum við að hlaða þjóðhátíðarbálköstinn á Fjósa- kletti. Þá vildi svo illa til, þegar hann stökk ofan af bílpalli, að hann rak sköflung hægri fótar í bretti og meiddist illa. Við læknisskoðun kom í ljós að brestur var í beini og útséð um að Karl muni leika golf næstu dagana. Það var ekki einungis Skotlands- ferðin sem þar með var fyrir bí heldur varð Karl einnig að hætta þátttöku í Meistaramóti GV. Eru þetta að sjálfsögðu mikil vonbrigði fyrir þennan unga kylfing sem náð hefur frábærum árangri í íþróttinni. Stórleikur hjá stelpunum Kvennalið ÍBV á fyrir höndum erfiðan leik í undanúrslitum Coca Cola bikarsins þegar liðið tekur á móti Breiðabliki á Hásteinsvellinum á föstudagskvöldið. Þetta er annað árið í röð sem ÍBV spilar í undanúrslitum, í fyrra spiluðu stelpumar gegn KR en töpuðu á heimavelli l-3. 1997 komst ÍBV hins vegar í undanúrslit og þá mættust þessi sömu lið á sama vellinum. Þá vann Breiðablik 4-1 eftir að staðan hafði verið 1-1 í hálfleik. Liðin hafa mæst einu sinni í ár í Landssíma- deildinni, leikurinn fór fram á Há- steinsvelli og endaði 3-3. En hvað finnst Heimi Hallgrimssyni um að mæta Breiðabliki í undanúrslitum? „Við hefðum átt að vinna þær héma í deildinni fyrr í sumar, dómarinn kom þeim inn í leikinn og þær fá eiginlega þessi þrjú mörk, sem þær skora, gefins. Við ætlum okkur að vinna leikinn og við eigum að vinna á morgun. Þetta er stærsti leikurinn til þessa sem meistaraflokkur kvenna hefur komist í en ef allar leggja sig fram þá eigum við að ná lengra, ég tala nú ekki um það ef það mæta nú margir áhorfendur til að styðja við bakið á stelpunum. Við eigum ekki lengur séns í deildinni þannig að þetta er kannski spuming um líf eftir þjóðhátíð. Ef við komumst í úrslita- leikinn, sem er síðasti leikur ársins þá er auðveldara og skemmtilegra að halda dampi út tímabilið. En um leikinn sjálfan vil ég sem minnst segja. Reynslan vinnur náttúmlega með Blikum og þær vita hvað það er skemmtilegt að komast í bikarúrslitin en við emm lfka með reynslumikla leikmenn, Karen og Sammy hafa spilað nokkra svona leiki og svo emm við með 2-3 landsliðsmanneskjur og það mun mæða mikið á þeim í leiknum. En ég veit það að þetta verður hörkuleikur, góð skemmtun og vonandi náum við góðum úrslitum,“ sagði Heimir að lokum og vildi hvetja fólk til þess að koma á völlinn á morgun klukkan 20.00. Breiðablik er á toppi deildarinnar eftir 1 - 3 sigur á KR og hefur á að skipa landsliðsmönnum í hverri stöðu þannig að ekki veitir af stuðningi. viWL^Aymuvals 189,- áður 269,- Loréal cleanings wipes 498,- áður 573,- Pringles snakk 218,- áður 279,- Malta/hrísbitar 298,- áður 289,- súpur: Sveppa: 86,- áður!05,- Asoas/kiúkl.: 108.- áður 128,- hykkmjúlk 0,5 l.ferna 119,- áður 142,- Alldays innlegg 20 stk. 159,- áður 197,- Alldays innlegg large/small: 279,- áður 339,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.