Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 20. júlí 2000 Fjórar Sumarstúlkur segja frá reynslu sinni af keppninni: Jákvætt fyrir sjálfsálitið I ár eru fimmtán ár síðan Sumarstúlkukeppni Vestmannaeyja var hleypt af stokkunum í fyrsta skipti. Keppnin hefur verið haldin óslitið síðan 198ó utan 1990, en þá féll keppnin niður vegna þess að ekki fékkst viðunandi húsnæði til að halda keppnina. Fréttir hafa staðið fyrir _ sumarstúlkukeppninni frá upphafi og fengið til liðs við sig marga góða aðila til þess að sjá um og standa að framkvæmd keppninnar. í ár er framkvæmdastjóri keppninnar Dagmar Skúladóttir, en Bjarni Ólafur Guðmundsson er skemmtanastjóri og kynnir. Keppnin verður með hefðbundnu sniði undanfarinna ára og er undibúningur keppninnar á fullu fyrir lokakvöldið sem að þessu sinni verður laugardaginn 22. júlí á Höfðanum. Fréttir höfðu tal af fjórum fyrrum sumarstúlkum Vestmannaeyja og fengu þær til að rifja upp kvöldið sem þær öðluðust titilinn og hvað á daga þeirra hefur drifið síðan. Þær eru Vigdís Sigurðadóttir, sumarstúlka 1992, Aldís Gunnarsdóttir sumarstúlka 1993, Sara Guðjónsdóttir sumarstúlka 1994 og Hrund Gísladóttir sumarstúlka 1995. Vigdís Sigurðardóttir: Engin tár þegar ég var krýnd Vigdís Sigurðardóttir varð Sumar- stúlka Vestmannaeyja árið 1992 og sagði kcppnina hafa verið mjög skemmtiicga. Vigdís a eina dóttur, tveggja ára, og segist vera í hamingjusamri sambúð með Erlingi Birgi Richardssyni. Hún var nýkomin frá Nýja Sjálandi sem skiptinemi, skömmu fyrir keppnina, og þess vegna haft lítinn tíma til þess að pæla í undirbún- ingnum. „Það var lítill sameiginlegur undirbúningur fyrir keppnina, þó fengum við tíma í heilsuræktinni, sem ég man reyndar ekki hvað hét og einhverja tíma í ljósum. Það held ég að hafi nú verið allt og sumt. Keppnin sjálf var hins vegar ekki með hefð- bundnu sniði fegurðarsamkeppni. Við sýndum föt um kvöldið á tískusýningu og svo voru strákar sem leiddu okkur í salinn. Þetta var hellings stress og taugatitringur sem fylgdi þessu, enda alveg nýtt fyrir mér að sýna föt á tískusýningu, en vissulega var rosa gaman að taka þátt í keppninni.“ Vigdís sagði að það hafi komið henni frekar á óvart að vinna sumar- stúlkutitilinn. „Það var skipuð dóm- nefnd sem dæmdi, en einnig var gestum í sal gefinn kostur á greiða atkvæði. Mér var svo sagt það síðar að dómnefndin hefði ekki valið mig. Hins vegar fékk ég flest atkvæði úr salnum og að þeim samanlögðum hlaut ég víst titilinn. Það féllu engin tár þegar ég var krýnd titlinum. Mér fannst þetta líkara því að vinna íþróttakappleik ef eitthvað var. Ef ég væri átján eða nítján ára í dag og stæði til boða að taka þátt í keppninni, þá held ég að ég myndi slá til.“ Vigdís fékk margar góðar gjafir í verðlaun fyrir sigurinn. „Eg fékk græjur, fullt af snyrtivörum, stand- lampa, kort í sólarlampa og fataúttekt í tískuvöruverslun.“ Þegar Vigdís er spurð að því hvort hún hafi haldið á framabraut í sýn- inga- og fegurðarsamkeppni í framhaldi af sigrinum sagði hún það ekki vera. „Eg hélt áfram námi í Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum og útskrifaðist sem stúdent af viðskipta- og hagfræðibraut, þá tók ég mér eins árs frí frá námi og fór að vinna í íslandsbanka. Síðan hélt ég í Háskóla íslands og fór í við- skiptafræði og hef unnið hjá Deloitte og Touche í Vestmannaeyjum í rúmlega ár.“ Hefurðu farið á þær sumarstúlku- keppnir sem haldnar hafa verið síðan þú tókst þátt, og ætlar þú að mæta á laugardagsvöldið? „Hvort ég hef farið einu sinni, mig minnir það, en ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég mæti á laugar- daginn," sagði Vigdís að lokum. Viðtöl: Benedikt Gestsson. Hrund Gísladóttir: Sigurinn kom á óvart loffl 1 H Hrund Gísladóttir hreppti hinn eftirsóknarverða sumarstúlkutitil árið 1995, en þá var hún nýbúin að Ijúka stúdentsprófi, árið sem hún var í keppninni. Þetta ár var keppnin haldin á Höfð- anum, eins og svo oft áður og sagði Hrund að keppni sem þessi hefði mjög jákvæð áhrif, bæði á stúlkumar til eflingar sjálfstraustinu og ekki síður fyrir að bjóða upp á meiri fjöl- breytni í skemmtanalífinu í Eyjum. „Það er alltaf gaman þegar eitthvað svona er um að vera,“ sagði Hmnd. Hún sagði að hún hefði haft frekar stuttan tíma til þess að undirbúa sig. „Eg var hins vegar ekki lengi að ákveða mig þegar Ragnheiður Borg- þórsdóttir hringdi og bað mig um að taka þátt. Eg var reyndar tuttugu og eins árs og er líklega með þeim eldri sem tekið hafa þátt í keppninni." Hmnd sagði að undirbúningur hafi verið með nokkuð öðmm hætti en nú er. „Það vom æfingar í framkomu á hverju kvöld, en þar fyrir utan var ekkert, hvorki heilsurækt né sólar- lampar. Ragnheiður Borgþórs sá um framkvæmdina og leiðbeindi okkur í framkomu. Annars fengum við mikið að finna út sjálfar hvemig við vildum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.