Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 20. júlí 2000 Þjóðhátíðin: Lúðrasveitin spilar ekki á hátíðinni Þóttu of dýrir, segir Olafur Týr Guðjónsson - Dans á rósum mun spila í þeirra stað -Aðgangseyrir hækkar í 7.500 kr. Ólafur Týr Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri þjóðhátíðarnefndar, segir að allur undirbúningur fyrir þjóðhátíð gangi samkvæmt áætlun. „Þetta er orðið mikJu léttara en áður var, mestmegnis vélavinna þar sem flestar einingar eru íheilu lagi. Ennú fer okkur að vanta fólk í fíngerðari störfm, svo sem til að mála og koma upp skreytingum," sagði Ólafur Týr. Sú breyting verður á dagskrá að Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur ekki á þjóðhátíð. Ólafur Týr var inntur eftir ástæðu þess. „Þeir þóttu bara einfaldlega of dýrir. Því var ákveðið að sleppa þeim.“ Er þetta þá ekki fyrsta þjóðhátíð aldarinnar þar sem Lúðrasveitin kemur ekkifram ? „Það veit ég ekkert um, ég hef ekki verið á þeim öllum. Samningar náðust bara ekki við þá, svo einfalt er það.“ Ólafur Týr segir að í stað Lúðra- sveitarinnar muni hljómsveitin Dans á rósum leika gömlu Eyjalögin á hátíðinni. Einnig hefur verið aukið nokkuð við barnaefnið. Þá segir hann að ætlunin hafi verið að endurvekja bjargsigið, sem ekki hefur verið á dagskrá í tvö eða þrjú ár, en horfið hafi verið frá því vegna skjálfta og skriðufalla. Þá segir Ólafur Týr að þar sem mest hætta er á hruni verði komið upp neti frá Hampiðjunni í öryggis- skyni. Aðgangseyrir hækkar um 500 kr. frá því í fyrra og kostar nú 7.500 kr. í Dalinn. Forsala aðgöngumiða verður í íslandsbanka og kosta þeir kr. 7.000. Gósentíð hjá sauðfé í mánaðartíma, eða allt frá 17. júní skjálftanum, hefur verið hin mesta gósentíð hjá því sauðfé sem var í hagagöngu í vesturfjöllunum Dalfjalli, HáogKlifi. Girðingar þoldu ekki grjóthrunið og síðan heíúr sauðfé átt greiðan aðgang að þeim svæðum sem þeim líkar. Ekki hvað síst hafa sauðir haldið sig í Herjólfsdal, svo og á golfvellinum við lítinn fögnuð kylfinga. Bændur segja útilokað að koma upp fjárheldum girðingum nema á löngum tíma og sé ekki við þá að sakast vegna afleiðinga náttúruhamfara. Nú mun bærinn hafa hlaupið undir bagga og útvegað þessum bændum afgirt fjárhólf suður á eyju. Aðalvandamálið er hins vegar þessa dagana að bændur eru svo fáliðaðir að ekki er unnt að smala fénu og reka það í hina nýju girðingu. Aðeins einn eða tveir úr þeirra hópi munu treysta sér til slíkra áhlaupsverka og er nú verið að leita leiða til að útvega sjálfboðaliða til smalamennsku. A meðan unir féð sér hið besta á grænum grundum golfvallarins. Mikil umræða hefur verið um sauðfjárhald á Heimaey í vor og sumar og er nú svo komið að mörgum finnst mælirinn vera orðinn fullur og vel það. Garðeigendur hafa í allt sumar mátt þola ágang sauðíjár og eru sumir þeirra hreinlega búnir að gefast upp á garðræktinni. Benda þeir á að þar sé ekki jarðskjálftum um að kenna. Til eru þeir sem segja að rollur í Eyjum séu orðnar heilagar eins og nautpeningur á Indlandi. Spyija menn sig hvort bæjarstjóm eða lögregla geti ekkert gert til að koma böndum á rollukallana en sumir í þeirra hópi virðast geta vaðið yfir allt og alla án þess að tekið sé í taumana af yfirvöldum. Þetta er skaði því flestir stunda sinn búskap af myndarskap en þeir hljóta að líða fyrir trassahátt hinna. A Akureyri hefur verið tekið á þessum málum af myndarskap. Þar leigir bærinn afgirt beitilönd þeim sem vilja halda búfé gegn hóflegu gjaldi. Þeir einir fá að halda búfé þar nyrðra sem hafa leyfisbréf fyrir slíku auk þess sem stíft er gengið eftir að reglum sé framfylgt. Þetta virðist mögulegt á Akureyri en ekki í Vestmannaeyjum þar sem fáeinir útvaldir fá að fara sínu fram. Leikskólinn Betel auglýsir laus störf Auglýst er 75% staða við leikskólann Betel ásamt 50% stöðu afleysingarmanneskju. Um er að ræða skemmtileg og fjölbreytt störf í líflegu umhverfi. Umsóknum er svarað af leikskólastjóra á staðnum. Andrés Sigmundsson skrifar: Lækkun á hitaveitunni -Auknar niðurgreiðslur frá ríkinu Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra ákvað í síðasta mánuði í samræmi við byggðaáætlun 1999- 2001 að auka niðurgreiðslur á raforku og heitu vatni frá rafkyntum hita- veitum. Þessi ákvörðun iðnaðarráð- herra snertir okkur Eyjamenn heldur betur og lagar stöðuna í pyngjunni okkar. Stjóm bæjarveitna fundaði sl. mánudag og þar var samþykkt að lækka verðið á hitaveitunni þannig að frá 1. júní verður tonnið af heitu vatni á kr. 66.15. í janúar sl.var verðið á heita vatninu kr: 69.40. Niðurgreiðsl- urnar frá ríkinu voru í janúar sl. kr. 72.90 en em nú kr. 82.70. Bæjarstjóm mun taka þessa ákvörðun fyrir á fimmtudag, þ.e.a.s. í dag. Bæjar- stjómin mun að sjálfsögðu fagna þessum ákvörðunum. Sambærileg lækkun verður hjá þeim er kynda með rafmagni. Óhætt er að segja að myndarlega sé tekið á þessum málum í iðnaðarráðuneytinu og ættu notendur Sumar- útsala 20-70% afsláttur Verslunin jíiwb&r Miðstræti 14 Vestmannaeyjum í eyjum að finna verulega fyrir þessum auknu niðurgreiðslum í buddu sinni. Ef þessar niðurgreiðslur frá ríkinu kæmu ekki til væri verðið á húshitunarkostnaði rúmlega tvöfalt meiri en hann er nú. Gott mál ekki satt. Höfundur á sœti í stjóm Bœjarveitna Starfsmenn Eyjablikks leita eftir þunnhærðum manni á fertugsaldri. Síðast spurðist til hans við lundaveiðar í Elliðaey eítir leik Fylkis og ÍBV. Hann er klæddur í upplitaðan Fylkisbúning. Þeir sem verða hans varir eru vinsamlegast beðnir um að faðma hann að sér og senda hann aftur niður í Eyjablikk, þar sem tekið verður vel á móti honum - einum færri. Skanssvæðið vígt 30. sept. Á síðasta fundi menningarmála- nefndar var ákveðið að vígsla söguminjasvæðisins á Skansinum verði 30. september nk. í Landlyst verður til húsa ágrip af sögu hússins svo og læknasögu Vestmannaeyja. Á sama fundi kom einnig fram að búið er að opna sýningu á útgerðarsögu Vestmanna- eyja í Byggðasafninu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.