Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 20. júlí 2000 Bókvitið ígsk Ona Nýfæddir ?cr Vestmannaeyingar Um atferli reyks Eðvald Sigurðsson og Bretamir koma. Deddi minn, Bretamir eru Iöngu famir svo þú getur hætt að lesa bókina. Það gat nú verið að Eðvald myndi skora á þá sem eru honum fremri. Eðvald hefur löngum sóst eftir því að verða titlaður yfir VITA- VÖRÐUR og ljái honum það hver sem vill. Hann er eini og sanni Vi vitinn í hópnum og sannast það best á því að hann, ásamt yngsta syni sínum þeim enska, hefur undanfarin ár verið að smíða heimasíðu um VITANN (www.eyjar.net) sem er samansafn af fjöldskyldumyndum af þeim feðgum og ein og ein og önnur til af frúnni þegar þau koma í heimsókn þegar Vitinn er vígður fyrir hverja Þjóðhátíð. Það var illa gert að skora á Ævar og Geira sem bókaorma vikunnar. Þessir öndvegismenn hafa engan tíma til að lesa bækur hvorki á sumrin eða Ævar Þórisson og Ásgeir Þorvaldsson eru bókaunnendur vikunnar vetuma. Það sem hrjáir þá er vinna og aftur næturvinna Þetta eru menn sem vinna fullan vinnutíma og eru ekki komnir heim kl 15.15 á daginn eins og sumir, hvað þá að eiga frí í eina viku af hverjum tveim. I öræfaferðir og göngutúra um Látrabjarg geta þeir ekki leyft sér að fara. Annað slagið á Ásgeir það til að lesa úr skorkorti og getur það verið hin mesta þraut, það er í hans annarri vinnu en það er full vinna hjá Ævari að koma þeim tölum til skila á réttan stað í tölvinni. Jæja er ekki best að snúa sér að alvöru málsinns. Einn er sá maður sem lesið hefur og kynnt sér vel atferli reyks. Hann á það úl að rjúka á lappir og stappa niður fótunum, kalla á slökkvilið og MALA einhver ósköp er hann verður var við reyk. Hans vinna er reykur og rýkur oft úr honum. Þessi MALARI er Magnús Bragason sem hefur eflaust frá ýmsu að segja og verður hann að okkar mati ágætur bókaunnandi næstu viku. Orðspor -Nokkur styrr hefur staðið um sum listaverkanna úr verkefninu Hraun og menn sem unnið var ífyrra. Þess hefur verið farið á leit að a.m.k. tveimur verkanna verði valdir nýir staðir. En þriðja verkinu var fyrir skömmu fundinn nýr staður, algerlega óvart og óforvarendis. Starfsmenn hjá Áhaldahúsi bæjarins fengu fyrirskipun um að fjarlægja grjót sem hrunið hafði í jarðskjálftunum í fyrri mánuði og þótti til óprýði. Gengu þeir vasklega að verki eins og þeirra er háttur og hreinsuðu brekkur og önnur svæði. Svo ráku glöggir menn augun í að í þeirri hreinsun hafði verið fjarlægt grjót úr einu ágætu hraunlistaverki neðan við Sýslumannskór og því væntanlega fundinn nýr samastaður. Gæti ýmissa hluta vegna orðið torvelt að koma því aftur á sinn fyrri stað. Þeir bæjarstarfsmenn höfðu þá afsökun fyrir gjörðum sínum að þá skorti því miður þann kúltúr og innsæi sem þyrfti til að greina listrænt grjót frá ólistrænu. -Keppni á British Open golfmótinu hefst í dag og væntanlega verða margirtil að fylgjast með henni í sjónvarpi. I fyrra vakti það hvað mesta athygli þegar franski kylfingurinn Van der Velde stal senunni með því að afklæðast sokkum og skóm og reyna ótrúlega tilburði ítjörn á síðustu brautinni. Á sunnudag gerðist ekki ósvipað á Meistaramótinu í golfi í Eyjum. Einn ágætur kylfingur, sem var að berjast um toppsæti, fékk boltann sinn illsláanlegan við tjörnina á 16. braut. Hann óð út í tjörnina (raunar bæði í skóm og sokkum) en tókst því miður illa upp og tapaði þar með tveimur höggum í baráttunni um toppinn. Illgjarnir starfsfélagar hans kalla hann eftir þetta ekki öðru nafni en Van derVelde. Upplifun að spila með Elliða Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja varháð í síðustu viku. Óhætt erað segja að enginn hafi spiiað betur en ungur kylfingur í 1. flokki. Hann lék hringina fjóra á 305 höggum, eða um 76 högg að meðaltali á hring og sigraði með yfirburðum, næsti maður var á 323 höggum. Þessi árangur hefði nægt til 2. sætis í meistaraflokki. Þessi frábæri kylfingur er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn ? Viktor Pétur Jónsson. Fæðingardagur og ár? 14. júlí 1985. Fæðingarstaður? Akranes. Fjölskylduhagir? Bý hjá pabba, Jóni Péturssyni. Menntun og starf? Fer í 10. bekk í haust. Hef verið í Vinnuskólanum í sumar en misst talsvert úr þar út af golfinu. Laun? Já. Bifreið? Drossían hans pabba sem ég má ekki aka ennþá. Helsti galli? Er stundum svolítið skapstór. Helsti kostur? Metnaðargjarn, gefst aldrei upp. Uppáhaldsmatur? Lasagna. Versti matur? Ég fæ sjaldan mat sem mér finnst vondur. Uppáhaldsdrykkur? Pepsí. Uppáhaldstónlist? Ég hlusta lítið á tónlist. Gítargaulið hjá pabba er ágætt. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að spila golf. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að komast ekki ígolf. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón íhappdrætti? Kaupa mér nýtt golfsett, Wilson, og leggja svo afganginn inn á banka til síðari nota. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn, pæli ekki í því. Uppáhaldsíþróttamaður? Tiger Woods erágætur en ég held meira upp á Nick Faldo. Hann er að vísu í lægð núna en hann er góður og hefur rosalega fallega sveiflu. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Golf- klúbbi Vestmannaeyja. Uppáhaldssjónvarpsefni? Simpson fjölskyldan. Uppáhaldsbók? Allar bækur um golf. Hvað metur þú mest í fari annarra ? Góðan húmor. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Grobbið fólk og fólk með lélegan húmor. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Það eru margir fallegir staðir í Svíþjóð. Hve lengi ert þú búinn að stunda golf? Ég byrjaði fyrir alvöru fyrir þremur árum. Hvað er skemmtilegast við golfið? Að sjá kúluna fljúga. Svo getur maður alltaf bætt sig. Hvað var eftirminnilegast í þessu móti? Að spila með Elliða Aðalsteins. Það er upp- lifun. Fáum við að sjá þig spila af hvítum teigum (meistara- teigum) á næsta ári? Já, ég lækkaði úr 9,4 í 6,3 í forgjöf og stefni að því að lækka mig enn meira svo að það eru allar líkur á því. Eitthvað að lokum? Vona að fleiri taki sig til og stundi þessa íþrótt. Ég vona líka að pabbi reyni að lækka sig í forgjöf. Þann 21. júní . , . * ■ ' . , 3' eignuðust Iris Dögg Jóhannesdóttir og ^HPRkk Þórir Grétar Bjömsson dóttur. Wá tB Hún vó 16 merkur og var 54 cm að lengd. Hún hefur fengið heitið Gréta Dögg. Hún "-gg fæddist á j—— ' j) fæðingardeild Landsspítalans. * ¥> Ljósmóðir var • r » * % . . * Valgerður V * y Sigurðardóttir. r . • > . ~‘r’ i *. • ** Þann 6. maí eignuðust Eydís Unnur Tórshamar og Þórður Þorgeirsson dóttur. Hún vó 16 XA mörk og var 53 cm að lengd. Hún hefur fengið nafnið Isabella Tórshamar. Ljósmóðir var Laufey Ó Hilmarsdóttir. Fjölskyldan býr í Reykjavík Á döfinni— 4* 08. -30. júlí Myndlistarsýning lærðra, leikra og látinna lislamanna á vegum Sparisjóðs Vestmanna eyja og Vestmannaeyjabæjar í gamla vélasalnum á homi Græðisbrautar og Vesturvegar 20. júlí Sfárleikur ÍBV - ÍA í Landssímadeildinni. IBV sigur og ekkert annað 22. júlí Sumarstúlkukeppni í Eyjum haldin á Höfðanum 22. júlí Sjómanna- og útvegsmannamót í golfi. Haldið í Vestmannaeyjum 22.-23. júlí Meistaramót íslands í frjálsum. Aðalhluti fvllorðinna. 25. júlí Aðalfundur Herjólfs hf.haldinn um borð í Herjólfi 26. -29. júlí Norðulandameistaramótið í golfi haldið í Vestmannaeyjum. Stórviðburður. 28. -29. júlí Vestmanneyjameistaramót í frjálsum 30. júlí Konungur Noregs afhendir Davtð Oddssyni forsætisráðherra Stafkirkjuna, sem afhendir hana biskupi Islands, Kadi Sigurbjömssyni til vígslu. Mikið fjör á Skansinum 4. 5. og 6. ágúst Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Ekki gleyma því. 12.-13. ágúst Bikarkeppni FRÍ.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.