Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. júlí 2000 Fréttir 13 Strákarnir mæta Skagamönnum á Hásteinsvelli í kvöld: r IBV stendur á tímamótum með nýjum þjálfara, nýjum leikmönnum og ungum mönnum sem eru að koma inn í liðið, segir Kristinn R. Jónsson sem segir að hér eftír verði hver leikur úrslitaleikur Eins og allir stuðningsmenn ÍBV vita hefur gengi IBV fram að þessu verið lélegt í Landsímadeildinni. Aðeins þrír sigrar úr tíu leikjum er afleitur árangur hjá félagi með mannskap eins og IBV hefur á að skipa. IBV hefur aðeins einu sinni á síðustu fimm árum byrjað tímabilið jafn illa, það var árið 1995 þegar liðið var aðeins með tíu stig eftir níu leiki, en endaði svo með 31 stig og í þriðja sæti deildarinnar. Margir eru á því að til þess að verða meistari í efstu deild á Islandi þá þurfi a.m.k. 38 stig. ÍBV á einmitt mögu- leika á að ná þessum stigafjölda, en þá verður liðið að sigra í þeim leikjum sem eftir eru þannig að möguleikamir eru kannski ekki ýkja miklir, sér- staklega ekki á meðan liðinu er fyrirmunað að koma tuðrunni í netið, í síðustu fimm leikjum í deildinni, fyrir Fylkisleikinn, hefur ÍBV aðeins tekist að skora einu sinni og það úr víti. Fréttir höfðu samband við Kristin Jónsson og spurðu hann hvað honum fyndist um frammistöðu ÍB V til þessa. Náðum ekki settu marki í fyrri umferð „Ef maður fer yfir stöðuna þá stefndum við á að vera með 18 stig eftir fyrri umferðina en eins og við sjáum þá erum við töluvert á eftir áætlun. Þetta eru náttúrulega fyrst og fremst þessir leikir sem við áttum að klára en kláruðum ekki. Framleikurinn situr í manni sem og Leiftursleikurinn og Fylkisleikurinn héma heima. þama em sex stig sem við hendum nánast út um gluggann. Tapið á móti Grindavík er kannski ekkert frekar í þessum hópi því að Grindavík er einfaldlega besta liðið sem við höfum keppt við í ár. Við töpuðum stigunum sem við áttum að taka annars staðar en í Grindavík.“ Jafnteflin of mörg En aðeins þrír sigrar úr tíu fyrstu leikjunum, það á ekki að þekkjast hjá þessu liði? „Þetta er bara þannig að jafnteflin telja ekkert, við emm einfaldlega með allt of mikið af jafnteflum, fimm jafntefli og þau vega þungt. Við höfum verið mjög sveiflukenndir í leik okkar og það þurfum við að bæta.“ Sóknarleikurinn hejurjyrst ogfremst verið í sviðsljósinu hjá IBV eins og Landflutningar og Sæhamar sigruðu Verðlaun voru afhent á sunnudag í Firmakeppni GV en alls tóku 63 fyrirtæki þátt í þeirri keppni. I síðasta blaði birtum við úrslit en þá vantaði hluta þeirra. Úrslit, án forgjafar: 1. FV Landflutningar 76 h. Spilari Aðalsteinn Ingvarsson 2. Sparisjóður Vestm. 76 h. Spilari Júlíus Hallgrímsson 3. fslandsbanki 78 h. Spilari Atli Aðalsteinsson Urslit, með forgjöf: l.Sæhamar 56 h. Spilari Einar P. Eiríksson 2. Vífilfell 62 h. Spilari Vignir A. Svavarsson 3. Bæjarveitur Vestm. 68 h. Spilari Sigurgeir Jónsson UNGU mennirnir hafa verið áberandi í liði IBV í sumar. Hjalti Jónsson er einn þeirra og hefur hann náð að festa sig í liðinu. undanfarin ár, en núnafyrir að vera slakur. Eitt mark í fimm síðustu leikjum fyrri umferðar, er það ekki óviðunandi? „ Jú, jú. Okkur hefur gengið illa og við emm kannski verstir í að nýta færin sem við höfum fengið. Við höfum verið að skapa okkur mörg ágætis færi í þeim leikjum sem búnir em. Eins og t.d. leikurinn í Grindavík, þar fáum við jafnvel fleiri færi en þeir, við kláram þau bara ekki og þetta dettur bara fyrir þá.“ Er liðið þá í einhverjum vítahring þar sem pressan yfir markaleysinu vofir yfirþeim? „Eg veit það nú ekki. Þetta er svolítið skrítið. Við vomm að spila ágætlega gegn KR, svo opnast flóð- gáttimar gegn Leiftri í bikamum og svo fer allt aftur í baklás þannig að maður hefur ekki neina eina skýringu á þessu, enda ef svo væri þá væri liðið ekki í þeirri stöðu sem það er í.“ Það hafa verið miklar hrókeringar milli leikmanna innan vallar, þegarþú hugsar til baka telurðu að það hefði kannski verið betra að halda sömu uppstillingu og keyra tnenn í gang? „Við höfum þurft að prófa nýja hluti en það hefur gengið svona upp og ofan. Hins vegar má alltaf deila um það hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessu. IBV hefur hins vegar verið að ganga í gegnum miklar breytingar síðustu tvö ár og kannski sérstaklega í ár. Það tekur tíma fyrir nýjan þjálfara að koma nýrri taktík að hjá nýjum leikmönnum. Við emm líka að taka inn unga leikmenn og þeir einfaldlega verða að fá tíma þó svo að það sé ekki yfir neinu að kvarta vegna þeirra frammistöðu." Ætlar ekki að gefast upp? Er farið að hitna undir Kristni í þjálfarastöðunni? „Eg veit nú sem minnst um það, er maður ekki alltaf síðastur að frétta svoleiðis?" En þú hefur ekkert íhugað að segja starfiþínu lausu? „Nei, ég hef ekkert verið að íhuga það.“ En hvað umframhaldið? „Nú er næsti leikur gegn IA á heimavelli og 24 stig eftir í pottinum. Menn hafa oft miðað við 38 stigin til að vinna deildina en ég tel að það verði minna í ár, deildin er það jöfn. Við verðum bara að taka hvem leik fyrir sig og sjá svo til eftir síðasta leik hvar við stöndum. Við emm búnir að missa þessi lið dálítið á undan okkur en við verðum bara að bíða og sjá. Maður vonar bara að við tökum seinni umferðina með trompi. Við verðum alla vega að reyna að vinna fleiri leiki en í fyrri umferðinni, það er ómögulegt að vinna bara fjóra leiki af átján.“ sagði Kristinn að lokum. Mikilvægur leikur í kvöld I kvöld mætir ÍBV Skagamönnum í toppleik elleftu umferðar Landssíma- deildarinnar. Með sigri gæti liðið komið sér í Ijórða sæti, tveimur stígum á undan IA sem er sem stendur í því fjórða, og þar með haldið draumnum lifandi. IBV mun þó ekki geta stillt upp sínu allra sterkasta liði, Tómas Ingi verður í leikbanni og einnig félagi hans Kjartan Antonsson en þegar þetta er skrifað em aðrir heilir og tilbúnir í slaginn. Annar flokkur kv. í undanúrslit Annar flokkur kvenna undir stjórn Jóns Olafs Daníelssonar hefur verið að sækja í sig veðrið eftir frekar brokkgenga byrjun. Stelpumar spiluðu á þriðju- dagskvöldið í átta liða úrslitum og var leikið í Grindavík gegn heima- stúlkum. Eyjastelpur vom mun betri allan leikinn og unnu sannfærandi sigur 2-4, eftir að hafa komist í 4-0. Mörk ÍBV: Kelly 2, Ema 1, Margrét Lára 1. Léttast - þy ngjast - h ressast Frábærar vörur sem hafa hjálpað tugum milljónum manna um allan heim í þyngdar- stjómun og heilsu. Sífelldar endurbætur og nýjungar. Frí sýnishorn, stuðningur, ráðgjöf Helga Tryggva • Sími 862 2293 Fæðu og heilsubót FASTEIGNAMARKAÐURINN í VESTMANNAEYJUM Opið 10.00-18.00 alla virkadaga. Sími 481 1847- Fax 481 1447 Viðtalstími lögmanns 16.30-19.00 þri. til fös. Skrifstofa í Rvk. Garðastræti 13, Viðtalstími mánudaga kl. 18 ■ 19, sími 551 3945 Jón Hjaltason hrl., löggiltur fasteignasali Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, löggiltur fasteigna- og skipasali eyjafrettir.is Virkur miðill á Netinu FLUGFELAG ISLANDS Sumaráætlun gildir til 1. október Fjórar feröir á dag Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300 www.flugfelag.is Spurt er???? Komast ÍBV- stelp- urnar í bikar- úrslitin? (ÍBV lcikur við Brciðahlik annað kvöld uni það hvort liðið leikur í úrslitum) Stefán Sævar Guðjónsson, mat- reiðslumaður: „Ekki spurning. Auðvitað gera þær það. Eg hef mikla trú á þessum stelp- um, þær hafa spilað frábærlega í sumar." Þuríður Guðjónsdóttir: „Það held ég alveg eindregið og tel það mjög líklegt. Þær hafa staðið sig vel, þetta er góður hópur og ég held að þær klári dæmkV' Svanhildur Guðlaugsdóttir, Friðarhafnarskýlinu: „Engin spurning. Þær standa sig vel. Reyndar er enginn leikur unninn fyrir- fram en þær hafa allt til að bera til að komast alla leið." Þór Valtýsson, Húsey: „Eg vona það.“ Friðrik Friðriksson, veitustjóri: „Eg tel það nokkuð Ijóst. Heimavöll- urinn vegur þungt og þær sigra Breiða- hlik örugglega." Ingi 'l'ómas Björnsson, skatt- stjóri: „Eigum við ekki að segja að þeim lakist núna að komast ylir jafnteflisfárið og vinna. Þær hafa verið að missa unna leiki í jafntefli að undanfömu en ég hef trú á því að nú klári þær dæmið."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.