Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Qupperneq 19

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Qupperneq 19
Fimmtudagur 20. júlí 2000 Fréttir 19 Landssímadeild karla: Fylkir 2 - IBV 3 Mikilvæsur sijur Fyrir leik Fylkis og ÍBV á sunnu- daginn var IBV í sjötta sæti með 11 stig að lokinni fyrri umferð og því lífsspursmál fyrir liðið að sigra í leiknum til að halda í vonina um Evrópusæti. Eyjamenn áttu líka möguleika á að að stöðva sigur- göngu Fylkis sem sat á toppi deildarinnar. Það gekk eftir og sigruðu Eyjamenn 2-3. Fyrri hálfleikur byijaði Ijörlega og eftir aðeins hálfa^ mínútu var staðan orðin 0-1 fyrir ÍBV. Tómas Ingi Tómasson sem nú var í byijunarliðinu í fyrsta skipti í sumar var þar að verki eftir ágæta sendingu Hlyns Stefáns- sonar. ÍBV var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en það var hins vegar eftir frekar klaufalegt brot fyrirliðans að Fylkismenn fengu aukaspymu sem þeir skoruðu upp úr. En aðeins nokkrum sekúndum síðar var IBV komið í sókn og upp úr þurru þmmaði Momir Mileta boltanum inn af 30 metra færi efst upp í markvinkilinn og er markið áreiðanlega eitt af glæsilegri mörkum ársins. Seinni hálfleikur var hins vegar ekki eins góður af hálfu ÍB V, Fylkis- menn pressuðu liðið framar og áttu leikmenn IB V erfitt með að leysa það. Fylkismenn jöfnuðu með frekar ódým marki þegar um stundarfjórðungur lifði eftir af leiknum en Hlynur Stefánsson fór fyrir sínum mönnum á lokakaflanum og skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. ÍBV var töluvert frískara í fyrsta leik sínum í seinni umferð Lands- símadeildarinnar en í þeirri fyrri. Mikið munar um að Tómas Ingi er kominn í liðið, hann tekur boltann og heldur honum þangað til færi gefst til sóknar. Tómas má hins vegar passa sig, augljóst var að hann tók leikinn ekki nógu alvarlega, hann var með klaufaleg brot og reyndi meðal annars að slá boltann úr höndum markmanns Fylkis fljótlega eftir að hann fékk að líta gula spjaldið en í þetta skiptið slapp hann. Hann slapp hins vegar ekki í seinni hálfleik þegar hann fékk sitt annað gula spjald, bæði spjöldin frekar klaufaleg og þar með missir hann af mikilvægum leik gegn Skagamönnum í kvöld. Spuming er hvort Kristinn þjálfari hefði ekki mátt taka Tómas útaf í byrjun seinni hálfleiks því hann var greinilega þreyttur. En sigurinn gefur liðinu von- andi meira sjálfstraust enda ekki á hveijum degi sem ÍBV sigrar á útívelli, hvað þá efsta lið deildarinnar. Hlynur Stefánsson fyrirliði liðsins var að vonum ánægður með sigurinn. „Þessi leikur spilaðist mjög vel fyrir okkur. Við höftim verið mjög ráðandi í þeim leikjum sem við höfum verið að spila í sumar og verið meira með boltann en ekki náð að klára dæmið. Það hefur ekki gengið upp hjá okkur og þar af leiðandi ákváðum við að breyta aðeins skipulaginu, liggja aftarlega á vellinum og leyfa þeim að koma framar á völlinn og bíða eftir að þeir gerðu mistök, ná svæðum til að sækja hratt á þá. Það hefur einmitt verið einkennandi fyrir leik Fylkis að liggja aftarlega og sækja hratt en liðið minnir mann svolítið á IBV liðið 1998, enda er Bjami mjög hrifinn af þeirri leikaðferð sem liðið spilar. Tommi kom sterkur inn í þetta hjá okkur, hélt boltanum vel og var duglegur í því að koma mönnum inn í leikinn með góðum stoðsendingum." Um framhaldið hafði fyrirliðinn þetta að segja. „Maður þorir lítið að segja um framhaldið. Þessi leikur var mjög góður af okkar hálfu og auðvitað vonar maður að hann sé vísir að því sem koma skal. Ef við náum upp sömu baráttu og sigurvilja og í Fylkisleiknum þá er allt mögulegt. Þetta em allt úrslitaleikir sem eftir em og reyndar er Tómas Ingi í banni í leiknum gegn IA í kvöld en þá vona ég að aðrir leikmenn grípi gæsina. Það er bara sigur sem kemur til greina hjá okkur í þeim leikjum sem eftir em, við megum ekki gera fleiri jafntefli það er á hreinu." sagði Hlynur. Fylkir 2 - IB V 3 ÍBV spilaði leikkerfið 4-5-1: Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhannesson, Kjartan Antonsson, Hlynur Stef- ánsson, Páll Guðmundsson, Momir Mileta, Hjalti Jónsson, Bjarni Geir Viðarsson, Ingi Sigurðsson, Goran Aleksic, Tómas Ingi Tómasson. Varamenn sem komu inn á: Jóhann Möller, Steingrímur Jóhannesson og PálþAlmarsson. Mörk IBV: Tómas Ingi, Momir og Hlynur. Landssímadeild kvenna: ÍBV 2 - Valur 2 Dýrkcypt mínúta Á mánudagskvöldið mættust á Hásteinsvellinum ÍBV og Valur í Landsímadeild kvenna. Leikurinn var nánast eign IBV frá upphafi til enda en augnabliks einbeit- ingarleysi varð til þess að leikurinn endaði með jafntefli 2-2. Augljóst var strax frá fyrstu mínútu að stelpumar ætluðu að sýna gest- unum litla gestrisni og þar með sýna áhorfendum sitt rétta andlit. Þrátt fyrir nánast stöðuga sókn í fýrri hálfleik var uppskeran frekar lýr, aðeins eitt mark. Það skoraði Bryndís Jóhannesdóttir eftir glæsilega stungusendingu Kelly Shimmin. Til marks um yfirburði ÍBV í fyrri hálfleik þá áttu Valsstúlkur aðeins tvö skot að marki ÍBV og það fyrra kom eftir tæplega hálftíma leik. Seinni hálfleikur byrjaði ljómandi. Reyndar þurftí Bryndís að fara af velli í upphafi hans en samt sem áður skoraði IBV eftir aðeins mínútu og þar var að verki Englendingurinn Samantha Britton. Eftir markið fóru stelpumar að slaka á og virtist sem liðið væri ömggt með að fara með sigur af hólmi. En Valsstúlkur em reyndari en það að leyfa ÍBV að slaka á með aðeins tveggja marka forskot og á aðeins einni mínútu tókst þeim að jafna metin. Mörkin tvö verða ekki skrifuð á neinn einn leikmann, heldur var liðið allt sofandi og því fór sem fór. Eftir þessa útreið á 58. mínútu fóm stelpumar aftur í gang og tóku völdin aftur á vellinum. Næst því að skora komst Hjördís Halldórsdóttir sem átti þrumuskot í slá, en ÍBV náði hins vegar ekki að bæta við mörkum þrátt f'yrir nokkuð þunga sókn og því varð niðurstaðan jafntefli. Það er óhætt að segja að þessi mínúta hafi verið dýrkeypt. Þær skomðu tvö mörk sem verður bara að skrifast á einbeitingarleysi. Við héldum að þetta væri komið þegar við komumst í 2-0, þvílík gleði og hamingja með markið hjá Sammy. „Við höfðum leikinn nánast í hendi okkar og áttum að klára hann og það er því sorglegt að tapa. Við ætlum okkur að einbeita okkur að bikar- keppninni og gera vel þar.“ sagði Sigríður Ása Friðriksdóttir eftír leikinn. HJÖRDÍS var mjög góð í leiknum og var nálægt því að tryggja Eyjakonum sigur. 35 mörk í þremur leikjum í yngri ílokkunum gekk mikið á í síðustu viku og mátti sjá 35 mörk í aðeins þremur leikjum. I tveimur leikjum í þessari marka- veislu voru það A- og B-lið fjórða flokks ÍBV sem fengu heldur háð- uglega útreið gegn Skagamönnum. Til að gera langa sögu stutta tapaði A-liðið 0-12 en B-liðið bætti um betur og tapaði 0-16. Reiknað var með að Skagamenn væm með betra liðenÍBV, en ekki sem nemur 12-15 mörkum og hljóta þessir leikir að vekja upp áleitnar spumingar um leikaðferðir liðanna. Seinna um kvöldið snerist dæmið við þegar annar flokkur karla tók á móti KR. Annar flokkur hefur farið hamfömm í sumar og ef strákamir halda rétt á spilunum eiga þeir raunhæfa möguleika á a.m.k. einum titli. Var leikurinn gegn KR hin mesta skemmtun og var Vestur- bæjarliðið rassskellt af frískum Eyjapeyjum 8-1. Mörk IBV: Gunnar Heiðar, Tómas, Unnar 2. Olgeir og Atli sitt markið hvor. Á mánudagskvöldið var strákunum hins vegar komið niður á jörðina þegar þeir sóttu Fylkismenn heim. Fylkir var fyrir leikinn í þriðja sæti, ijómm stigum á eftir ÍBV og hefði sigur í þeim leik komið þeim í ágætis fjarlægð frá toppnum. En Fylkismenn vom ákveðnari frá upphafi og unnu leikinn 3-1 eftir að ÍBV hafði jafnað leikinn 1-1. Þrátt fyrir tapið er ÍBV í efsta sæti A- deildar annars flokks með 16 stig en helsti keppinautur liðsins, Fylkir er í öðm sæti, stigi á eftir ÍBV en Fylkir á leik til góða. Mark IBV: Olgeir KFS áfram í efsta sæti KFS sótti heim sameiginlegt lið ná- gránna sinna í Hamar/Ægir og fór leikurinn fram í Hveragerði. Eyjamenn vom lengi í gang í leiknum, vom undir í hálfleik 2-0 en sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og unnu leikinn 2-4. Jón Bragi Amarsson, fyrirliðinn sterki hjá KFS, sagðist vera ánægð- ur með sigurinn. „Þetta var mjög lélegt hjá okkur í fyrri hálfleik og áttum undir högg að sækja enda vomm við 2-0 undir í hálfleik. Við ákváðum svo bara að fara að taka á þeim og spila eins og menn og það gekk eftir. Það tók okkur ekki nema um þrjár mínútur að jafna leikinn og sjö mínútur að komast yfir. Eftir að við náðum tveggja marka forystu bökkuðum við aðeins án þess þó að hleypa þeim eitthvað inn í leikinn. Þessi sigur var nauðsynlegur fyrir okkur enda ætlum við okkur að komast í úrlsitakeppnina í haust þannig að ég get ekki verið annað en ánægður með sigurinn.“ KFS hefur verið að bæta leik sinn jafnt og þétt og trónir nú á toppi síns riðils í 3. deildinni. Vigdís og Kristinn í landsliðið Vigdís Sigurðardóttir, markvörður Islandsmeistara ÍBV, var nú á dögunum valin í 18 manna leik- mannahóp íslenska kvennalands- liðsins í handknattleik. Liðið kemur saman til æfinga 14.-28. júlíog em æfingamar liður í undirbúningi fyrir undankeppni Evrópukeppni lands- liða. Farið verður í æfingaferð til Noregs í byrjun september og leikið þar við norsk félagslið. Kristinn Jónatansson, leikmaður með ÍBV í handknattleik, var svo í síðasta mánuði valinn í landslið íslands skipað leikmönnum 18 ára og yngri. Lithái í handboltann Lið mfl. karla ÍBV í handknattleik hefur fengið til liðs við sig Litháa í stað Miro Barisic sem lék með ÍBV á síðasta leiktímabili. Fyrir er Lithái í liði ÍBV, Aurimos, sem lék með ÍBV liðinu á síðasta tímabili en nýi leikmaðurinn heitir Vindaugas Andriuska og er örvhent skytta. Framundan Fimmtudagur 20. júlí Kl. 20.00 IBV-ÍA Landsímadeild karla Föstudagur 21. júlí Kl. 20.00 ÍBV-Breiðablik Bikar kvenna, undanúrslit Kl. 20.00 KFS-Grótta eða á laugar- dag kl. 14.00. Laugardagur 22. júlí Kl. 14.00 Fjölnir-ÍBV 4.fl. karla A Kl. 15.30 Fjölnir-ÍBV 4.fl. karla B Sunnudagur 23. júlí Kl. 14.00 Fram-ÍBV 4.fl. karla A Kl. 15.30 Fram-ÍBV 4.fl. karla B Kl. 20.00 Stjaman-ÍBV Landsíma- deild karla Þriðjudagur 25. júlí Kl. 20.00 Breiðablik-ÍBV Lands- símadeild kvenna Kl. 20.00 Keflavík-ÍBV 2.fl. karla Miðvikudagur 26. júlí Kl. 14.00 ÍBV-KR 4.fl. karla A Kl. 15.30 ÍBV-KR 4.fl. karla B

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.