Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 20. júlí 2000 Sumardjamm fm 957: Landsbyggðin buslar í sundlaugum Á laugardaginn var útvarpsstöðin FM 957 á ferð í Eyjum með mikla glcðidagskrá sem útvarpað var úr sundlaug Vestmannaeyja. Kynnar og dagskrárstjórnendur voru Karl Lúðvíksson og Bjarki Sigurðsson. Ágætis mæting var á þessa rúmlega þriggja tíma dagskrá, bæði í laug og á sundlaugarbakkana, en hvernig sem á því annars stóð var nú samt nóg pláss fyrir fleiri, bæði í laug og á bökkunum. Einkennilegt í Ijósi þess að ein vinsælasta hljómsveit landsins, Skítamórall, mætti á staðinn og lék órafmögnuð öll vinsælustu lög sín, auk þess sem Valgerður Friðriksdóttir söng með þeim eitt lag Virðist duga ágætlega til að fá yngri eyjaskeggja út úr húsi, eða í laugina. Skítamórall var svo á balli á Kaffi Tímor um kvöldið og spilaði fyrir fullu húsi. Þau skemmtiatriði, sem þeir fm 957arar buðu Eyjamönnum að taka þátt í, tengudust meira eða minna lauginni og innihaldi hennar, vatni. Má þar nefna verstu lendinguna, boðsund, körfuboltakeppni og blautbolskeppni, sem sex stelpur tóku þátt í. Verstu lendinguna átti Ragnar Þ. Jóhannesson. I boðsundinu urðu hlutskarpastar Tinna R. Kristinsdóttir og Sigrún Halldórsdóttir. Dómnefnd dæmdi síðan um hver þeirra tæki sig best út og væri flottust í blautum bol. En hlutskörpust í blautbolskeppninni varð Eva Lind Ingadóttir og fékk hún tilheyrandi verðlaun fyrir. Að sögn fararstjóra fm957, Stefáns Sigurðssonar, var þessi heimsókn til Eyja liður í ferð útvarpsstöðvarinnar um landið í sumar. „Við köllum þetta Sumardjamm og höfum nú þegar verið í Keflavík, Borgamesi, Uthlíð í Biskupstungum, Selfossi og förum næst til Akureyrar og áætlum að verða á Akranesi og Egilsstöðum í ágústmánuði. En tæklunin í þessu djammi er að leggja undir okkur sundlaugamar á viðkomandi stöðum í heilan dag, sem lýkur svo með balli um kvöldið, þar sem Skítamórall heldur uppi stuðinu." „Við vomm mjög ánægðir með hvernig til tókst í Eyjum," sagði Stefán. Yngri kynslóðin fjömennti í sundlaugina og þeir eldri mættu á ballið um kvöldið á Kaffi Tímor og slógu öllu við, enda uppselt og komust færri að en vildu." sagði Stefán að lokum. Skítamórall tekur lagið með Valgerði sem lifði sig inn í túlkunina í röku andrúmsloftinu. Boðsund á fullu og hver keppandi með kúta á fjórum útlimum. Mikil spenna í farvatninu, eins og skinja má greinilega. Tinna og Sigrún veita verðlaunum viðtöku fyrir sigur í boðsundinu úr höndum Karls og Bjarka. Engin gremi í þessum andlitum að dást að Skítamóral og blautum keppnisanda. ©DP® QDQOCKaDf* Félagar í Fombflaklúbbi íslands heimsóttu Eyjar um helgin. Bflamir voru á planinu fyrir ofan gamla áhaldahúsið á sunnudaginn og bar þar fyrir augu marga glæsibifreiðina. Var ekki laust við að færi mjúkur víbringur um nokkurn bensínfótinn að fá að kitla pinnann, en eins og svo oft áður og iðulega er sagt við blessuð bömin; „Ekki snerta bara skoða.“ Hér til hliðar má sjá nokkra eðalvagna hvar þeir dormuðu á planinu ofan við gamla áhaldahúsið, vekjandi sælar minningar og sumar úr aftursætinu. JOtOTA WBtVt!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.