Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. ágúst 2000 Fréttir 11 ísólfur Gylfi Pólmason alþingismaður Jöfnun hitakostnaðar Oft er sagt að góðir hlutir gerist hægt. Hins vegar er alltaf gott þegar hlutir þróast í rétta átt þó við séum oft óþolinmóð að bíða lausna. Eitt af baráttumálum mínum sem lands- byggðarþingmaður hefurveriðjöfnun námskostnaðar og jöfnun orku- kostnaðar á köldum svæðum. Ég er svo sem ekki einn um að hafa áhuga á þessum málaflokkum því hér er um einn af grundvallarþáttum í byggða- málum að ræða. Báðir þessir mála- flokkar hafa þokast í rétta átt á undanfömum misserum. Þetta hefur m.a. gerst með auknum framlögum í gegnum störf fjárlaganefndar Al- þingis, en ég sit einmitt m.a. í þeirri nefnd. Núverandi iðnaðarráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, og fyrrverandi iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson, hafa beitt sér að alefli fyrir jöfnun hita- kostnaðar fyrst á raforku á svo- kölluðum köldum svæðum og nú er svo komið að ákveðið hefur verið að greiða niður orkukostnað hjá dýmstu hitaveitum landsins enda hefði myndast ákveðið ósamræmi milli kostnaðar dýmstu hitaveitnanna og þeirra svæða þar sem raforkuverð er niðurgreitt vegna húshitunarkostnaðar. Þessar aðgerðir koma sér vel m.a. fyrir Vestmannaeyinga og þá landsmenn sem búa við dýrustu hitaveitumar. Eitt mál er það enn sem Húnbogi Enn eitt þjóðþrifamálið er í höfn fyrir Vestmannaeyinga en það er að á fjárlögum ársins 2000 voru tryggðir peningar til þess að grafa vatnsleiðsluna við gömlu Markarfljótsbrúna niður fyrir vatnsyfirborðið Þorsteinsson, skrifstofustjóri Félags- málaráðuneytisins er að kanna fyrir tilstuðlan mína en það er hvort Ofanflóðasjóður geti komið inn í vamir vegna gijóthmns (sbr. gijóthmn í jarðskjálftum í sumar). Reglur Ofanflóðasjóðs em með þeim hætti að hann styrkir einungis vamarmannvirki sem gerð em til vamar mannvirkjum. Mál þetta er í athugun og er Húnbogi væntanlegur til Vestmannaeyja á næstunni til athugunar á þessu máli. Enn eitt þjóðþrifamálið er í höfn fýrir Vestmannaeyinga en það er að á fjárlögum ársins 2000 vom tryggðir peningar til þess að grafa vatns- leiðsluna við gömlu Markarfljóts- brúna niður fyrir vatnsyfirborðið. Lengi hafa Vestmannaeyingar haft áhyggjur af leiðslunni og þeir sem dýpst hafa tekið í árinni telja jafnvel að vatnleiðslan haldi að hluta gömlu Markarfljótsbrúnni uppi. Þessar vangaveltur ættu að vera óþarfar nú því peningar hafa verið tryggðir í málið. Hér er enn um eitt baráttumálið að ræða sem er í höfn þannig að gamla máltækið sem ég vitnaði í, í upphafi þessar greinar um að góðir hlutir gerist hægt, á við þetta mál sem og hin fyrrgreindu. Nú er boltinn hjá bæjaryfirvöldum. Mótorhjóla- menn fó hitaveitusvæðið Merki- kerti á hand- verks- messu Dagana 10. til 13. ágúst verður handverksmessan Handverk 2000 haldin að Hrafnagili við Eyjafjörð, en hún er ein stærsta samkoma handverksfólks á íslandi. Eitt framsæknasta fyrirtæki á sviði handverks er Merkikerti í Eyjum, sem mun að sjálfsögðu ekki láta sig vanta að Hrafnagili að þessu sinni. Að sögn Runólfs Gíslasonar, framkvæmdastjóra Merki- kertis, mun fyrirtækið kynna helstu nýjungar Merkikertis. „Metallic-línan mun verða fyrirferðarmikil í kynningu okkar ásamt ilmkertagerð í eldhúsinu sem sló svo rækilega í gegn á handverkssýningunni í LaugardalshöII í vor. Þá verður lundakertið á sínum stað,“ sagði Runólfur. Annars er sjón sögu ríkari hjá nýlega verðlaunuðu fyrirtæki, en eins og kunnugt er fékk Merkikerti hvatningarverðlaun Sparisjóðs Vestmannaeyja á dögunum. Allir að Hrafnagili. Motocrossklúbbur Vestmannaeyja hefur fengið leyfi skipulags- og bygginganefndar til afnota af gamla hitaveitusvæðinu fyrir starfsemi sína. Leyfið er tímabundið, til 1. okt. 2001. Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir leyfisveitingunni: Svæðið umhverfis sjálfa akst- ursbrautina verði þannig frágengið að fok fínefna úr brautinni verði í algjöru lágmarki. Haft verði samráð við garð- yrkjustjóra bæjarins um frágang svæðisins, m.a. með því að reisa manir umhverfis brautina og græða þær upp, sem og svæðið í heild sinni. Aðgengi fyrir almenna umferð að minnismerki við Eldfell skal tryggt. A svæðinu eru minjar frá hraun- hitaveitunni og skulu þær varðveittar í samráði við Bæjarveitur. Á vestari hluta svæðisins er hluti lagna sem tilheyra skjálftakerfi bæjar- ins og skal þeim á engan hátt raskað. Ef bærinn þarfnast svæðisins til annarra afnota eða starfsemi þá skal það tilkynnt með þriggja mánaða fýrirvara. Þá er kveðið á um að garðyrkjustjóri skuli taka út svæðið tvisvar á leyfis- tímanum. Sé umgengni um svæðið ekki viðunandi, fellur leyfisveitingin niður án fyrirvara. I lokin segir að eftir 1. okt. 2001 muni Vestmanna- eyjabær meta árangur leyfis- veitingarinnar. Skuh umsækjendur þá sækja um leyfi á ný og þá til lengri tíma sem Vestmannaeyjaþær ákveður. Úti á lífinu ÞJÓÐHÁTÍÐIN er mál málanna þessa dagana og þeir voru margir sem voru úti á lífinu um helgina. Misjafnt var úthaldið en margir létu sig hafa það að yfirgefa gleðina þegar líða tók að hádegi. Hér birtuin við nokkrar myndir frá helginni sem ekki þurfa mikilla skýringa við.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.