Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 10. ágúst 2000 Bókvitið 'askana Sitthvað gert fyrir sauðkindina Ég þakka tengasyninum kærlega fyrir áskorunina. Ég veit að nú eftir þjóðhátíð hlýtur hann að vera vel lesinn þar sem það hlýtur að hafa verið rólegt að gera í veitingatjaldinu og kjörið að kíkja í bók í pásunum. Annars þykist ég þó vita að ástandið við pottana og pönnurnar í veitinga- tjaldinu hefði örugglega sómt sér vel sem sögusvið í bók eftir Stephan King og þar er Magnús auðvitað á heimavelli. En það er rétt hjá tengdasyninum að ég hef mjög gaman af að lesa bækur eftir sígilda íslenska höfunda og þar er Kiljan í miklu uppáhaldi. Mjög minnisstætt er að lesa t.d. Sjálfstætt fólk og hverju sumir eru tilbúnir til að fóma fyrir sjálfstæðið. En Bjartur er óneitanlega mjög minnisstæður og allt grásleppuátið. En hvað gera menn ekki fyrir sauðkindina og þarf ekki að leita langt yfir skammt Én hér læt ég staðar numið og skora á nágranna minn Eyjólf Guðjónsson, skipstjóra sem næsta bókaunnanda og ekki er verra að hann stendur hér mér við hlið. Sigurður Georgsson er bókaunnandi vikunnar Stundum heyrum við illca Á söngvakeppni barna á þjóðhátíðinni Beckham og Owen. slógu tveir bræður eftirminnilega ígegn Eruðþið meðlimir íeinhverjum féiagsskap? Báðir og stóðu uppi sem sigurvegarar í eldri í skóiaiúðrasveitinni. Guðmundur í Golfklúbbnum og flokki. Þeir sungu sigurlagið úr Euro- Skátunum, Hjörleifurí fótboltanum í ÍBV. vision, lag hinna dönsku Olsenbræðra og Uppáhaldssjónvarpsefni? Bíómyndir, Friends og þóttu standa sig með prýði. Hinir Vík milli vina. íslensku Olsenbræður eru Eyjamenn Uppáhaldsbók? Guðmundur: Harry Potter bækurn- vikunnar. ar. Hjörleifur: Draugar vilja ekki dósagos. Fullt nafn? Hjörleifur og Guðmundur Hvað metiðþið mest í fariannarra? Heiðarleika og Davíðssynir. stundvísi. Fæðingardagur og ár? Guðmundur 9. Hvað fer mest í taugarnar á ykkur í fari annarra ? október 1987, Hjörleifur 22. maí 1990. Lygi og stríðni. Fæðingarstaður? Guðmundur í Fallegasti staður sem þið hafið komið á? Danmörku, Hjörleifur í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Búum hjá foreidrum Hver átti hugmyndina að þvíað syngja þetta lag? okkar, Davíð Guðmundssyni og Okkurdattþetta bara íhug. Aðalheiði Jensdóttur, ásamt systur okkar Fannst ykkur þetta besta Eurovisionlagið? Já, Nönnu Berglind. þetta var best, Þjóðverjarnir voru næstbestir. Menntun og starf? Erum báðir í Voruð þið ekkert taugaóstyrkir? Nei. Hamarsskóla. Var gaman á þjóðhátíð? Já! Laun? Bara verðlaun fyrir söng á Eitthvað að lokum? Fly on the wings of love! þjóðhátfð. Bifreið? Ferraribílarnir eru flottir. Helsti galli? Mamma segir að stundum heyrum við illa. Helsti kostur? Mamma segir að þegar við heyrum, þá séu ýmsir kostir við okkur, við séum Ijúfir og góðir. Uppáhaldsmatur? Pitsur eru góðar. Versti matur? Þorramatur og slátur. Uppáhaldsdrykkur? Faxe Kondi, sem er danskur drykkur. Uppáhaldstónlist? Flestallt, fyrir utan óperumúsík. Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið? Að ferðast til útlanda. Hvað er það leiðinlegasta sem þið gerið? Að taka til í herberginu og passa Nönnu. Hvað mynduð þið gera ef þið ynnuð milljón i happdrætti? Pabbi er að fara að kaupa nýtt hús fyrir Tölvun og við myndum lána honum upp í þau kaup. Gefasvo afganginn til líknarmála. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn. Uppáhaldsíþróttamaður? Giggs, Nýfæddir <?cr Vestmannaeyingar Þann 9. júlí eignuðust Elísa Elíasdóttir og Magnús Benónýsson dóttur. Hún vó 14 '/2 mörk og var 54 cm að lengd. Hún hefur verið skírð Elín Elfa og er hér á mynd með systkinum sínum fr. v. Halla Þórdís, Benóný Sigurður og Anna Vigdís Ljósmóðir var Valgerður Olafsdóttir. Orðspor_____________________________JHf - Mikið er talað um Brekkusöng eftir þjóðhátíðina og ekki að ósekju, vegna flutnings þjóðsöngs íslendinga þar í brekkunni. Eru ekki allir á eitt sáttir um ágæti þessa framtaks Brekkusöngtjórans. Telja margir að þarna sé verið að misþyrma einum ágætum lofsöng, sem hann mun víst heita hjá Matthíasi og benda á ýmis viðurlög við misþyrmingum á einu af sameiningartáknum þjóðarinnar. Að ekki sé nú talað um að fólk sé að kyrja jafn dýrt kveðið í misjöfnu ástandi til anda og líkama. Aðrir eru þeir sem lofa framtakið og benda á að aldrei hafi verið hægt fyrir íslenskan alþýðumann að syngja þjóðsönginn, en nú hafi lagið verið fært að sönggetu alþýðunnar og muni allt móverkið verða til þess að efla íslenska þjóðarvitund og stolt, enda mun öll Brekkan hafa staðið upp og lagt hönd á hjartastað í slíkri sæluvímu þjóðarstoltsins að minnti á ameríska sápuóperu. Ekki þar fyrir að slíkt sé ekki við hæfi þar sem (slendingar ku hafa fundið Ameríku og gott ef ekki allan heiminn. Svo bæta ýmsir við að þá sé skondið að sönghæfa útgáfan skuli verða til í Eyjum og hjá Eyjamönnum, sem lengi hafa viljað sem minnst af eyjunni norður af Vestmannaeyjum vita. Segja þeir himir sömu að nú hafi eyjan í norðri verið innlimuð í eitt skipti fyrir öll í Vestmannaeyjaklasann. - En af þjóðhátíð. Eins og Eyjamenn vita eru tvær klíkur sem standa fyrir uppsetningu tveggja mjög svo ólíkra mannvirkja á þjóðhátíð. Þetta eru malarar og hálfvitar. Var mjög svo haft á orði á þessari þjóðhátíð að vitinn þeirra hálfvita væri svo Ijótur að skömm væri að í Dalnum. Þeir hálfvitar eru þó sallarólegir yfir þessum rógi, sem þeir telja að sé kominn úr herbúðum þeirra myllumalara sem ekki geta á heilum sér tekið vegna einberrar öfundar í garð hálfvita. Benda þeir á i því sambandi að öfund þeirra minni á þegar maður nær sér í góða og fallega konu, að þá verði að finna henni eitthvað til foráttu. Þannig sé og innsta eðli þeirra myllumalara. - Nú þegar búið er að vígja stafkirkjuna og guð búinn að taka í sátt heiðinn arkitektúr af viði, þá er ekki seinna vænna að finna nafn á kirkjuna, eins og venja er með höfuðkirkjur. Ýmsar hugmyndir hafa verið reifaðar og þykir mörgum pólitískum samherjum Árna Johnsen í kristi vel við hæfi að kenna kirkjuna við Árna. Upp á latínu væri það á þessa leið: Domum gloria ad sanctum Arnae Joensen. Á dÖflTTTTÍ 4* 10. ágúst Eyjaefni á Fjölsýn. Kl. 20.00 10. ágúst Stafkirkjuvígslan. Kl. 20.30 þjóðháfíðin 2000, eins og hún leggur sitg EvrópuleikurinnH!!! IBV gegn skoska liðinu Hearts á Laugardals veHinum í Reykjavík. Skorist nú enginn undan að mæta á völlinn 12. ágúst Kókakólamófíð í golfi hefst klukkan 12.-13. ágúst 13.00 Bikarkeppni FRÍ.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.