Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 10. ágúst 2000 Fréttir 13 Á þjóðhátíð yfir hálfan hnöttinn -í boði vina og vandamanna LÚÐVÍK og Lillý: -Núna getum við sýnt tengdasonunum hvað það er sem er svona heillandi við þjóðhátíðina. Þeir gestir sem trúlega hafa verið lengst að komnir á þjóðhátíð eru heiðurshjónin Lillý Jóhannesdóttir og Lúðvík Sigurðsson sem komu alla leiðina frá Sidney í Ástralíu. Þau skemmtu sér konunglega og hefðu ekki viljað fyrir nokkurn pening viljað sleppa því að ferðast um hálfan hnöttinn til að mæta í Dalinn. Það sérstaka við ferðalagið er að þeim var boðið til Islands af fjölmörgum Islendingum sem þau hafa rétt hjálparhönd í Ástralíu. Lillý og Lúðvík, sem bjuggu í Vest- mannaeyjum, tluttu ásamt fjölda Islendinga til Ástralíu í kreppunni 1968 og settust að í Olympíuborginn Sidney þar sem þau búa enn þann dag í dag. Þau eiga fjögur böm, Jóhannes er 44 ára, Hlöðver 42, Marta 37 og Margrét 32 ára. Bamabömin em 11 og langömmubörnin 3 og öll búa þau í Ástralíu. „Við komum síðast fyrir sex ámm og lentum þá líka á þjóðhátíð," segir Lillý. „Við höfum reynt að heimsækja gamla landið reglulega á fímm til sex ára fresti en það var ekki ætlunin að koma í ár. Eg varð sextug á árinu og af því tilefni fómm við hjónin í siglingu um Kyrrahafið með viðkomu á mörg- um Kyrrahafseyjum. Þegar við komum heim var þrisvar hringt í mig og ég spurð að því hvort ég hafi kíkt á póstinn í tölvunni minni. Eg lét verða af því að kveikja á tölvunni og þá blasir við mér bréf til mín þar sem okkur Lúðvík er boðið til Islands. Fyrstu viðbrögð vom að ég byrjaði að hlæja. Eg sá svo að þetta var fúlasta alvara og hér emm við mætt.“ Alls standa um 50 manns að gjöfinni og hafa flestir þeirra á ein- hvem hátt notið gestrisni eða aðstoðar Lillýjar og Lúðvíks á ferðum sínum í Ástralíu. „Þau sem safna fyrir ferða- laginu em ekkert skyld okkur en seinna komu systkini okkar að söfnuninni. Eg var svo þakklát og ánægð að ég held að ég hafi grenjað í heila viku á eftir,“ segir Lillý og hlær. „Það er algjört æði að hafa komist á þjóðhátíðina sem var stórkostleg í ár. Svo eigum við hana alla á spólu sem Simmi Gísla gaf mér. Tengdasynir okkar hafa mikið heyrt þjóðhátíð og eru alveg veikir, þá langar svo að koma og núna get ég sýnt þeim hvað það er sem er svona heillandi við þjóðhátíðina." Það er ekki að heyra á Lillý og Lúðvík að þau hafí búið rúmlega þijá áratugi í útlöndum. Þau tala mjög góða íslensku og reyndar betur en margur sem hefur búið hér alla sína tíð. Og þau íylgjast vel með því sem er að gerast í Vestmannaeyjum. „Við kaupum Fréttir og það hjálpar ekki lítið við að fylgjast með fólkinu í Eyjum. Tölvan hjálpar mikið því í gegnum Netið er maður svo nálægt þó ijarlægðin sé mikil á landakortinu. Þá leggjum við áherslu á að viðhalda íslenskunni.“ Lillý og Lúðvík fóru frá Eyjum á mánudaginn og ætla að dvelja í Reykjavík í viku áður en þau halda til Ástralíu. „Nú eru Olympíuleikamir í Ástralíu á næsta leiti en þeir byrja 15. september. Það er mikið verk fram- undan og sem varaformaður íslend- ingafélagsins hef ég í mörg horn að líta þegar við komum út því félagið kemur að móttöku íslenska olympíu- liðsins. Annars eru Olympíuleikarnir það besta sem komið hefur íyrir borg- ina því hún er orðin svo falleg. Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel og eru þeir þó nokkuð á undan áætlun.“ Að lokum sögðust Lillý og Lúðvík vilja koma á framfæri jiakklæti til allra sem buðu þeim til Islands og ekki síður eru þau þakklát fyrir frábærar móttökur. ÞÓR Vilhjálmsson formaður ÍBV-íþróttafélags og Árni Johnsen voru klæddir í sitt fínasta púss við setninguna. BARNADAGSKRÁIN var góð á þjóðhátíðinni og þar er söngva- keppni barna fyrirferðarmikil. Hún María Birgit Gala, 8 ára úr Hafnarfirði, sigraði í yngri flokknum. PÁLL Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, flutti hátíðarræðuna í ár. HRÓI höttur mætti í Dalinn í nokkrum eintökum. Spurt er. Prófaðir þú við timbur- monnum a Knstmann Karlsson stor- kaupmaður: ’ „Nci, ég þurfti ckki á slíku að halda." Tómas Sveinsson, matreiðslu- maður: ___________ „Nei, enda smakk- aði ég það ekki. var að vinna alla þjóðhátíðina og því ósköp lítið timbr- aður. En einhver sagði mér að þetta hefði selst upp." Hólmfríður Ólafsdóttir, hjúkr- unarfræðingur: ' „Nei, þurfti ekki á því að halda og þekki engan sem prófaði það. En mér var sagt af einum sem ældi einhver ósköp eftir slíka inntöku, kannski á það bara að vera svoleiðis, það sé hluti af verkun lyfsins." Halldór Halldórsson, sjúkrahús- ráðsmaður: _ „Nci. ég þorði það abyggilega orðið veikur af því. Svo hef ég ekki nokkra trú á svona undra- lyíjum og lield að lýsið sé langtum betra. Einn gúlsopi áðuren maður fer inneftir og svo annar áður en maður fer að sofa. Það klikkar ekki.“ Magnús Sveinsson Klctti: „Nei, og þurfti ekki á því að halda." Ómar Garðarsson, Fréttum: „Já, en ég veit ekki hvort það hafði nokkur áhrif. Enda var þetta afskaplega lítið sem ég innbyrti og seint byrjað (eins i -v i ogminnervani)svo að það er líklega ekkert að marka."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.