Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 10. ágúst 2000 Þakkir vegna Stafkirkju A síðasta fundi bæjarráðs, sem haldinn var 2. ágúst, færði bæjanáð þakkir öllum þeim sem unnið hafa við Stafkirkjuna og Skanssvæðið. Sérstaklega var Árna Johnsen þakkað frumkvæði hans í málinu. Þá var bæjarbúum og gestum þakkað fyrir góða þátttöku og um- gengni. ísfélagshúsin til sölu ísfélag Vestmannaeyja hefur boðið bænum til kaups húseignimar að Hilmisgötu 2 og Vestmannabraut 37b, til niðurrifs eða annarra nota. Söluverð húsanna er 3 milljónir króna. Bæjarráð hefur falið bæjar- stjóra að afla nánari upplýsinga. 5,6 milljónir í ógóða Á fundi bæjarráðs lá fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags íslands. Þar kemur fram að ágóða- hlutur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2000 erkr. 5.618.200. Skanssvæðið skipulagt Hinum nýju byggingum á Skanss- væðinu hefur nú verið komið inn á skipulag og lóðum þeirra valin nöfn. Þær byggingar sem fyrir voru á svæðinu, stóðu áður við Strandveg en bæði þær og nýju byggingarnar verða eftirleiðis við Skansveg. Byggingarnar verða nú númeraðar þannig við Skansveg: Salemishús Skansvegi 1, Landlyst Skansvegi 2, Inntakshús RARIK Skansvegi 3, Stafkirkja Skansvegi 4, Bátaskýli Skansvegi 5, Inntaks- hús Skansvegi 7. Lögregla þakkar samstarfsfólki Lögreglan vill þakka öllu sam- starfsfólki sínu yftr þjóðhátíðina fyrir gott samstarf og vonar að það haldi áfram þó svo að hátíðin sé búin að sinni. Þetta var mikill styrkur og gerði lögreglumönnum kleift að vinna starf sitt betur og með betri árangri. Coca Cola og Viking ó laugardag Golfiðkun lá niðri í Eyjuni yfir þjóðhátíð en nú er völlurinn á ný kontinn í leikhæft ástand. Á laugardag verður Coca Cola og Vikings mótið, höggleikur með og án forgjafar. Athygli er vakin á því að mótið hefst kl. 13 á laugardag. Eldsvoði Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Brekastíg á föstudag og urðu talsverðar skemmdir á húsi og innanstokksmunum. Ekki er vitað um eldsupptök en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni. 86% ónægðir í skoðanakönnun eyjafrettir.is þar sem spurt er afstöðu til stað- setningar stafkirkjunnar kemur í ljós að 86% eru ánægðir en 14% voru á móti. ísfélag og Vinslustöð: Lokað í ágúst Hin árlega sumarlokun frysti- húsanna stendur nú yfir. Oftast nær hefur sú lokun staðið fram yfir miðjan ágústmánuð en að þessu sinni verður lengra stopp hjá Isfélaginu, þar hefst vinna á ný þann 4. september. Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Isfélagsins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem svo lengi sé lokað, tveimur vikum Iengra stopp en venjulega. „Ákvörðun var tekin um þetta í desember sl. og ég held að það komi vel út. Fólk vissi um þetta með góðum fyrirvara og hefur skipulagt sín sumarleyfi með hliðsjón af því. Okkur hefur haldist mjög vel á fólki í sumar vegna þessa. A undanfömum árum höfum við verið að fara af stað eftir lokun upp úr miðjum ágúst og höfum þá ekki vitað hvort fimmtán manns eða fimmtíu mættu til starfa. Eg held að fólk sé mjög sátt við þetta, ég hef a.m.k. ekki heyrt annað. Það verður því rólegt hjá Isfélaginu þennan mánuð og enginn bátur frá okkur á sjó,“ sagði Hörður. Hjá Vinnslustöðinni er einnig lokað og verður fram í seinni hluta ágúst. Þar em aðeins iðnaðarmenn að störfum í viðhaldsvinnu. Ekki er þar á ný en sumarlokunin verður nákvæmlega vitað hvenær vinna hefst a.m.k. fram til 20. ágúst. VINNA hefst aftur í frystihúsunum í lok mánðarins. Afgreiðslu enn frestað Umsókn þeirra Sigmars Georgs- sonar og Gríms Þ. Gíslasonar, um leyfi til að byggja veitinga- og ráðstcfnuhús ofan á vatnstankinum í Löngulág, er enn í meðförum skipulags- og bygginganefndar. Á fundi nefndarinnar, 27. júlí, kom fram að grenndarkynning hefði farið fram og Ijórar athugasemdir borist, frá húseigendum að Smáragötu 1 og 2, Fjólugötu 8 efri hæð og Fjólugötu 29 efri hæð. Á þessum fundi frestaði skipulags- og bygginganefnd enn erindi þeirra félaga og óskaði eftir leiðréttum teikningum þar sem hæð hússins yrði færð í umrædda hæð og bílastæði og umhverfi hússins útfærð betur af skipulags- og byggingafulltrúa og bæjartæknifræðingi í samráði við umsækjendur. Þá er þess óskað að umsækjendur skili inn tölvuunnum ljósmyndum af fyrirhugaðri byggingu frá öllum hliðum. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir, verður erindið tekið fyrir til endanlegrar afgreiðslu. FRAMKVÆMDIR á brunninum hafa legið niðri undanfarið. Lundauppskriftakeppni Frétta og Magga Braga: Síðasti skiladagur 14. ágúst Nú fer hver að verða síðastur að senda inn lundauppskrifir í lunda- uppskriftakeppni Frétta og Magga Braga. Síðasti skiladagur er mánu- daginn 14. águst og vegleg matarkarfa í verðlaun fyrir frum- Icgustu, og ekki síst bragðbestu uppskriftina. Áð sögn Magnúsar Bragasonar hefur töluvert af uppskriftum borist í keppnina og er dómnefnd valinkunnra sælkera nú þegar búin að setja sig í stellingar. „Lundinn er mjög vel fallinn til að matreiðast á hinn fjöl- breyttasta veg. Hann má grilla, sjóða, steikja og grafa, svo eitthvað sé nefnt og borðast jafnt heitur sem kaldur." Maggi benti ennfremur á að ýmis- legt meðlæti mætti hafa með lundanum. Miðað við þær uppskriftir sem ég hef kíkt á og borist hafa í keppnina er fólk alveg ótrúlega frjótt, þegar meðlætið er annars vegar, hvort heldur í sósugerð og eða salötum. „Ég vil skora á alla sem kunna eitthvað fyrir sér í matreiðslunni að drífa nú í að senda inn uppskriftir íyrir 14. águst. Ég veit að í eldhúsum Eyjamanna leynist mörg galdrauppskriftin, sem á fyllilega skilið að komast til fleiri að njóta.“ Uppskriftimar má senda á ritstjóm Frétta, merkt „Lundaupp- skriftakeppni Frétta og Magga Braga", eða í tölvupósti: frettir@eyjar.is Tvöfalt fleiri bókanir en í vikunni ó undan í dagbók lögreglu íyrir síðusm viku vom 356 færslur eða um tvöfalt fleiri en í vikunni þar á undan. Þama er enda um þjóðhátíðar- vikuna að ræða og því ekki óeðli- legt að bókunum fjölgi verulega. Miðað við þann fjölda fólks sem sótti hátíðina telur þó lögregla að hún hafi að mestu Ieyti faiið vel fram. Beinbrot og eignaspjöll Tíu líkamsárásir vom tilkynntar lögreglu á þjóðhátíðinni og fimm þeirra kærðar. Var þetta allt frá smápústrum upp í alvarlegar árásir sem enduðu með líkamsmeiðingum eins og beinbroti. Þá var tilkynnt um 20 þjófnaði, eitt innbrot og 15 eignaspjöll. Aukning í fíkniefnum Alls komu upp 25 fíkniefnamál á þjóðhátíð, misjafnlega alvarleg. Var fólk handtekið með allt frá einni „Rip Fuel“ töflu upp í 20 grömm af amfetamíni. í tveimur þessara mála er gmnur um sölu og dreifingu fíkniefna. Þá var fíkni- efna leitað á fjölda fólks yfir helgina. Talsverður viðbúnaður var hjá lögreglu vegna fíkniefna, t.a.m. vom tveir fíkniefnahundar hér yfir þjóðhátíðina og fjórir óein- kennisklæddir lögreglumenn sem unnu að þessum ntálum auk allra þeirra lögreglumanna sem voru á vðktum. Þrír stútar ó mónudag Fjórtán vom bókaðir vegna um- ferðarinnar á þjóðhátíð. Á mánu- dag vom þrír teknir grunaðir um ölvun við akstur. Gerist það nánast á hverri þjóðhátfð að fólk fer of snemma af stað á mánudeginum eftir alla drykkju helgatinnar og er ekki í ökuhæftt ástandi. Þá var tilkynnt um fimm umferðaróhöpp í vikunni en ekkert þeirra alvarlegt. Þess má geta að yfir 400 bifreiðir vom stöðvaðar um helgina til að kanna ástand ökumanna. Kveilct í tjöldum vegna leti Á mánudag bar rnikið á því að kveikt væri í tjöldum í Dalnum. Virðist svo sem sumir þjóðhá- U'ðargestir nenni ekki að pakka tjaldinu saman heldur kveiki í því ásamt öðm rusli. Minnir þetta hvað helst á aðfarir hersveita sem em á undanhaldi og skilja eftir sig tjúkandi rústir. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.