Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 10. ágúst 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Fimmtudagur 10. ágúst: Kl. 14.30. Helgistund á Heil- brigðisstofnuninni, dagstofu 3. hæð. Sr. Þórey Guðmundsdóttir verður gestaprestur og annast helgistundina. Heimsóknargestir hjartanlega velkomnir. Laugardagur 12. ágúst: Kl. 11.00. Útfararguðsþjónusta Sigurgeirs Ólafssonar Vídó. Sunnudagur 13. ágúst: Kl. 11.00. Messa með altarisgöngu. Af því að margir Eyjamenn em í orlofi núna eru þeir sem þó eru heima hvattir til að mæta og bjarga messusókninni. Kaffisopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma Sunnudagur Kl. 11.00 Vakningarsamkoma Allir hjartanlega velkomnir Hvítasunnukirkjan Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 12. ágúst Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481- 1585 LEIKSTJÓRINN Sveinn Magnús Sveinsson og Gunnar Sigurðsson, framleiðslustjóri Tökur að hefjast á Pysjuþjófnum Yngri flokkar Annar flokkur að missa flusið Annar flokkur karla sem hefur staðið sig hvað best af yngri flokkum IBV virðist nú vera að missa af fslandsmeistaratitlinum en liðið var lengi vel í efsta sæti A- riðils en hefur nú tapað þremur leikjum í röð og hefur misst Fylkismenn, efsta lið riðilsins fimm stigum fram úr sér en Fylkismenn eiga einn leik til góða. Síðastliðið þriðjudagskvöld mætti liðið Skagamönnum á Hásteins- vellinum en fyrri leik liðanna upp á Skaga endaði með 2-3 sigri IBV. En Skagamenn náðu fram hefndum og sigruðu í leiknum með sömu marka- tölu. Leikurinn fór fram við frekar erfiðar aðstæður, suekkingsvindur var á annað markið og blautt. En þrátt fyrir að leika með vindinn í bakið lentu strákamir undir 0-1 en staðan í hálfleik var 1-2 fyrir gestina. ÍBV spilaði ágætlega í leiknum en þrátt íýrir það náðu þeir aðeins að bæta við einu marki ásamt því sem LA skoraði í seinni hálfleik og því fór sem fór. Mörk IBV: Gunnar Heiðar og Unnar Hólm. Eins og getið var í Fréttum fyrr í sumar, standa fyrir dyrum tökur á mynd sem bera mun heitið Pysjuþjófurinn. Plúsfilm sér um tökurnar en þetta er samstarfs- „Vestmanna eyjar eru ógnvekjandi staður" Á vefsíðu Soccernet síðastliðinn þriðjudag er birt viðtal við David Winnie um væntanlegan leik IBV og skoska liðsins Hearts í forkeppni Evrópukeppni félagsliða sem fara mun fram í kvöld á Laugardagsvellinum. Winnie leikur nú með KR en lék áður með Dundee og Aberdeen. Winnie er í viðtalinu með ýmsar skondnar skýringar á því hvers vegna leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum en ekki á Hásteinsvelli, heimavelli IBV. Winnie segir meðal annars að vegna þessa muni IBV eiga undir högg að sækja gegn Hearts. „Þar sem leikurinn fer fram í Reykjavík mun það veita Hearts meðbyr, vegna þess hversu erfltt er að leika í Vestmannaeyjum. Á heimavelli er ÍBV miklu sterkara.“ Og Winnie heldur áfram. „Vestmannaeyjar eru mjög ógnvekjandi staður. Völlurinn er á milli tveggja stórra fjalla og þar sem nýlega hafa orðið miklir jarðskjálftar á Suðurlandi sem náðu allt að 6,5 stigum á Richter, og fundust vel í Eyjum hefði stjórn Evrópukeppninnar aldrei leyft að leikirnir færu fram þar.“ Segir Winnie að eftir síðasta jarðskjálftann hefði grjót fallið á völlinn og að menn óttuðust að helmingur fjallanna myndi hrynja yfir hann. „Eyjarnar eru á virku eldfjallasvæði og þess vegna mjög næmar fyrir öllum titringi. En þar sem ákveðið hefur verið að flytja leikinn til Reykjavíkur þurfa leikmenn Hearts ekki að óttast slíkt ofanflóð úr fjöllum.“ verkefni 17 Evrópuþjóða, ein mynd gerð í hverju landi, og verða myndirnar sýndar í sjónvarpi í öllum löndunum. Leikstjóri og framleiðandi er Sveinn Magnús Sveinsson hjá Plúsfilm, en hann var hér á ferð fyrr í sumar við að velja leikendur og kanna aðstæður. Með honum núna er í för Gunnar Sigurðsson, framleiðslustjóri sem einnig mun leika bæjarstjórann í Vestmannaeyjum. Á sunnudag er svo væntanlegt hingað aðalgengið með ljósabúnað, krana og fleira en alls verða átta manns í tökuliðinu. I gær voru þeir Sveinn Magnús og Gunnar önnum kafnir við að velja þtjá aðalleikendur úr hópi 20 krakka og auk þess aukaleikara. Þeir báðu um að koma á framfæri að þá vantar gamalt reiðhjól, helst ljótt og illa farið en ökuhæft. Þá vantar einnig kassabíl auk þess sem þeir óska eftir aðstoð pysjusafnara við tökur á myndinni. Þeir sem vildu sinna þessu geta hringt ísíma 893 9038. Þeir félagar vildu þakka fyrir einkar góðar viðtökur í Eyjum, allir væru reiðubúnir til aðstoðar og hefðu tekið öllu þeirra kvabbi einkar ljúflega. „Kannski er það vegna þess að ég er ættaður úr Eyjum og menn hafa kannast við svipinn,“ sagði Sveinn Magnús. Tökur hefjast í dag og verði veður hagstætt er ráð fyrir gert að þeim ljúki upp úr miðri næstu viku. Árangurinn fáum við svo væntanlega að sjá í sjónvarpinu í vetur. Stelpumar Annar flokkur kvenna keppti á miðvikudaginn gegn Val og fór leikurinn fram í Reykjavík. Stelp- umar hefðu með sigri getað strítt Valsstúlkum sem eru í efsta sæti A- riðils. IBV á hinsvegar tvo leiki inni á Val en þar sem níu stig em í efsta sætið verður að telja möguleika liðsins á meistaratign hverfandi. Leikurinn tapaðist 2-1 en mark ÍBV í leiknum skoraði Kelly Shimmin. Stelpumar mættu svo Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hér í Eyjum en úrslit vom ekki kunn þegar blaðið fór í prentun. Sömu sögu er að segja um leiki 4. flokks kvenna sem kepptu einnig gegn Val í gær. Á flugi í Herjólfsdal ÍÞRÓTTIR unglinga eru að ná fótfestu á þjóðhátíð á ný. Keppt hefur verið í frjálsum írþóttum undir stjórn Ungmennafélagsins Óðins og Fimleikafélagið Rán hefur boðið upp á sýningu. Hér er Þórsteina Sigurbjörnsdóttir í Rán á flugi yfir höfðum fjölmargra gesta sem fylgdust nieð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.