Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 16
HAGLEIKSMAÐURINN Tryggvi Sigurðsson skilaði í síðustu viku líkani af Sigurði VE 15, flaggskipi ísfélagsins í hendur Sigurði Einarsssyni forstjóra félagsins. Sigurður VE er eitt mesta aflaskip í allri útgerðarsögu íslands og hefur skilað á land vel á annarri milljón tonna frá því hann kom til landsins, 1. september 1960. Líkanið er mikil listasmíð og á eftirað sóma sér vel í höfuðstöðvum ísfélagsins. Kom til að skemmta sér -segir Karl Gauti, sýslumaður Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segist mjög ánægður með hvernig til hafi tekist í löggæslumálum á þjóðhátíð í ár. „Þetta gekk allt samkvæmt áætlun enda kunna menn orðið vel til verka, og engin meiri háttar óhöpp sem upp komu. Við lögðum mikla áherslu á leit að fíkniefnum og árangurinn varð eftir því, eða um helmingi meira magn en gert var upptækt í fyrra. Það ár var líka helmings aukning frá árinu þar áður sem segir okkur að neysla þessara efna virðist vaxandi. Það má segja að þetta hafi ekki komið okkur á óvart, þetta var svipað og við áttum von á. I heildina erum við mjög sáttir við gang mála á þjóð- hátíðinni, fólk virðist hafa komið hingað í þeim tílgangi að skemmta sér en ekki að vera til vandræða og auðvitað gieðjast allir yfir því,“ sagði Karl Gauti. Rútuferðir - Bus tours ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM ®4811909-896 6810-fax 4811927 Hörmulegt flugslys Kl. 20.30 á mánudagskvöld varð hörmulegt flugsiys þegar flugvél, sem var að koma frá Eyjum, fórst á Skerjafirði. I flugvélinni, eins hreyfils vél, Cessna 210, frá Leiguflugi ísleifs Ottesen, voru fimm farþegar auk flugstjórans. Allir voru farþegamir á leið heim eftir að hafa verið á þjóð- hátíð í Eyjum. Vélin ienti í sjónum eftir að drapst á hreyfli hennar en ekki er með vissu vitað um ástæður þess að hreyfillinn misstí afl. Flugmaðurinn og tveir farþeganna létust í slysinu en þrjá tókst að lífga við og voru þeir enn í lífshættu í gær þegar þetta er skrifað. Bjami Halldórsson, flugumferð- arstjóri í Vestmannaeyjum, segir að á mánudagskvöld, þegar flugvélin fór héðan, hafi ekkert verið að veðri enda mun slysið ekki tengjast veður- farslegum aðstæðum. Síðasta vél, sem fór frá Eyjum á mánudag, var Fokkervél frá Flugfélagi fslands sem héðan fór um miðnættí. Vestmannaeyingar tóku slysið nærri sér enda um gesti þeirra að ræða. Sást þetta best af því að víða var flaggað í hálfa stöng í Eyjum á þriðjudaginn. Sameining í biðstöðu Sameiningarmál ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar eru í biðstöðu þessa stundina. Þau mál virtust að mestu frágengin í júlí en á stjómarfundi hjá Vinnslu- stöðinni, sem haldinn var rétt fyrir þjóðhátíð, var ákveðið að bíða aðeins með næstu skref. Samkvæmt heimildum Frétta þýðir þetta ekki að nein breytíng sé fyrir- sjáanleg á samrunaferlinu. Á þessum fundi vom lögð fram drög að sam- runaáætlun, þau drög vom sumir stjómarmanna að sjá í fyrsta sinn og þóttí eðlilegt að þeir fengju tíma tíl að kynna sér þau betur. Því var ákveðið á fundinum að gefa mönnum tíma til að fara vel yfir stöðuna sem ætti vænt- anlega að vera ljós á næsta stjómar- fundi. Stóraukin sala á bjór Sala á áfengi var með líflegasta móti fyrir þessa þjóðhátíð. Sveinn Tómasson, ríkisstjóri í Vestmannaeyjum, segir að salan fyrir þjóðhátíð hafi aukist um 25% milli ára. Áfengi seldist í útsölunni í Vestmannaeyjum fyrir um 20 milljónir króna fyrir þjóðhátíð að þessu sinni og væntanlega hafa gestir af meginlandinu komið með vænan slurk af guðaveigum með sér. Sveinn segir að aukningin komi aðallega frarn í bjómum, lítil aukning hafi verið í sölu sterkra drykkja ef þá nokkur. Vikutilboð* *vikuna 10.- 16. ágúst Homeblestm 129,- áSur 169,- Irópi 3x1/4 Itr 169,- áSur 199,- SmMissWpr. 349,- áður 439,- ll/lcl/ities Sevilia kex 135,- áíurlBB,- ISE 221,- átur 269,- Minslrels225gr. 199,- áður 246,- Tetlfpops 99,- áður 129,- MBM Choco 250gr. 219,- áður2BI,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.