Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 10. ágúst 2000 Fréttir 15 Landssímadeild karla: Keflavík 1 - ÍBV 2 Hlynur halar inn stinin Eyjamenn voru ákveðnir í að þjófstarta Þjóðhátíðinni þegar IBV fór til Keflavíkur og keppti gegn heimamönnum í þrettándu umferð Landssímadeiidar karla á fimmtu- dagskvöldið. Hlynur Stefánsson sýndi ailar sínar bestu hliðar í leiknum og tryggði iiðinu enn og aftur sigurinn með marki eftir aukaspyrnu Momirs Mileta, en sá síðarnefndi lagði upp bæði mörk ÍBV. Lokatölur urðu 1-2 útisigur og virðist liðið vera á góðri siglingu um þessar mundir. Það hefur oft einkennt lið ÍBV, bæði í handbolta og fótbolta að þegar síga fer á seinni hluta íslandsmótsins verða liðin nánast óstöðvandi. Þannig virðist það ætla að verða í sumar með meistaraflokk karla og ef frá er talinn ósigurinn gegn Stjömunni á útivelli er liðið að spila besta fótboltann af þeim tíu sem skipa Landssímadeildina. En leikurinn fór fjörlega af stað og liðin skipmst á að sækja. Eftir tíu mínútna leik komst Momir upp í vinstra homið, leit upp og sendi beint á fætuma á Steingrími Jóhannes- syni sem brást ekki bogalistin og kom ÍBVíO-1. Eftir þetta sóttu Keflvíkingar nokk- uð stíft á meðan ÍBV beitti skyndi- sóknum. Birkir Kristinsson stóð sína vakt af prýði ásamt því að vamarmenn ÍBV sáu til þess að Keflvíkingar skomðu ekki mark í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki síðri en sá fyrri. Keflvíkingar jöfnuðu um miðj- an hálfleikinn eftir að hafa haft undirtökin framan af. En Hlynur Stefánsson fyrirliði tryggði liðinu þrjú mjög dýrmæt stig þegar hann setti boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspymu Momirs Mileta. Stuttu áður hafði Páll Almarsson átt hörku- skalla að marki sem markvörður Keflvíkinga varði í hom og hinum megin áttu Keflvíkingar m.a. skot í stöng. En 2-1 sigur IBV var staðreynd og liðið þar með komið í annað sæti deildarinnar með 23 stig en Fylkismenn, sem eiga leik til góða á ÍBV em með 26 stig. Útlitið virðist því vera öllu betra en fyrir um mánuði þegar liðið var um miðja deild og virtist vera að missa af toppbaráttunni. í leiknum vantaði þá Hjalta Jóhannesson og Tómas Inga Tómas- son sem báðir vom meiddir. Tómas Ingi á við tognun að stríða en talið er að hann verði klár í slaginn gegn Hearts í kvöld. Hjalti meiddist hins vegar nokkuð illa á æfingu á miðvikudagskvöld og er nokkuð ljóst að hann spilar ekki meira með í sumar. Hjalti reif vöðva í læri lítillega en það blæddi inn á vöðvann sem gerir málið erfiðara og því verður IBV að sjá á eftir bæði bakverði og kantmanni enda Hjalti með ein- dæmum sókndjarfur á vinstri kantinum. Keflavík 1 - ÍBV 2 ÍBV spilaði 4-4-2 Birkir Kristinsson, Páll Guð- mundsson, Hlynur Stefánsson, Kjartan Antonsson, Páll Almarsson, Momir Mileta, Hjalti Jónsson, Bjami Geir Viðarsson, Ingi Sigurðsson, Goran Aleksic, Steingrímur Jóhann- esson. Varamenn sem komu inná: Baldur Bragason og Jóhann Möller. Mörk ÍBV: Steingrímur Jóhann- esson á 10. mínútu eftir sendingu Momirs Mileta Hlynur Stefánsson á 84. mínútu eftir sendingu Momirs. HLYNUR fór fyrir sínum mönnum af mikilli röggsemi. Stjórnaði vörninni eins og hershöfðingi og brá sér í sóknina þegar mikið lá við. Það skilaði einu marki og þremur stigum í jöfnum og skemmtilegum leik. uhtsiv Knattspyma karla: Mikilvægir leikir framundan Evrópuleikur í kvöld -og Valur í bikarnum á sunnudaginn ÍBV mætir skoska Iiðinu Hearts í Evrópukeppni félagsliða á í kvöld en leikurinn fer fram á Laugar- dalsvellinum í Reykjavík. Eins og allir vita hefur Hásteinsvöllur verið á undanþágu hjá Evrópska knatt- spyrnusambandinu og því mætast liðin á Laugardalsvellinum. Ingi Sigurðsson, leikmaður IBV sagði í samtali við Fréttir að honum litist mjög vel á að mæta Hearts í kvöld. „Það er alltaf gaman að taka þátt í Evrópukeppninni og ég býst ekki við að það verði neitt öðruvísi í ár. Við munum að sjálfsögðu fara í leikina til þess að vinna þá en við vitum hins vegar að Hearts er þriðja sterkasta lið Skotlands og hefur komist næst því að narta í hælana á stórveldunum skosku, Celtic og Rangers. En við ætlum að láta þá hafa fyrir þessu og ekki gefa tommu eftir. Þeir munu sjálfsagt spila nokkuð hart, eins og flest lið á Skotlandi gera en þá er bara að láta hart mæta hörðu.“ -En nú verður leikurinn á Laugar- dalsvellinum, er völlunnn og umgjörð hans ekki of stór fyrir ÍBV ? „ Nei, nei. Við höfúm margir spilað nokkrum sinnum þama, bikarúrslita- leik og svo á móti Stuttgart fyrir tveimur árum þannig að ég kvíði því ekki að spila á Laugardalsvellinum. Ég tala nú ekki um ef það verður vel mætt á leikinn þá verður þetta bara ennþá skemmtilegra. Hins vegar er ömgglega hálffúlt að spila fyrir tómum Laugardalsvellinum en líklega þurfum við ekki að kvíða því. Við ætlum okkur bara að komast áfram. Við emm taldir lakara liðið í þessu og ég tel það vera ágætt en það hefur hentað IBV best í gegnum árin að vera að spila gegn fyrirfram áætluðum sterkari liðum. En við munum að sjálfsögðu ekkert gefa eftir í þessu." Bikarleikurinn Svo er leikur í átta liða úrslitum í bikamum gegn Val á sunnudaginn, em menn eitthvað famir að velta þeim leik íyrir sér ? „Nei, ég held að það sé óhætt að segja að menn séu nánast ekki neitt famir að velta sér upp úr þessum leik. Við emm bara að einbeita okkur að næsta leik sem er evrópuleikurinn, við ætlum að standa okkur þar og svo tökum við bara næsta verkefni." Valsmenn hafa verið á ágætri siglingu í sumar og bara tapað tveimur leikjum í I. deildinni, búast menn ekki við erfiðum leik ? , Jú, að sjálfsögðu munu þeir mæta grimmir í leikinn en það breytir engu hver mótherjinn er þegar komið er þetta langt í keppninni. Þetta er bara einn leikur og hann verður að vinna. Aðalmálið var að fá heimaleik og við fengum hann, nú verðum við að nýta okkur það. Við munum ekki vanmeta Valsliðið því við vitum að við eigum að geta gert ágæta hluti í þessari bikarkeppni og við þurfum bara að standa við það.“ ÍBV býður upp á pakkaferðir á leikinn í samráði við Heijólf en einnig verður hægt að kaupa miða í forsölu hjá Herjólfi, í Skýlinu og bensín- stöðvum Esso í Reykjavík. Miðaverð á Ieikinn er 1000 kr. í forsölu, annars 1200 en fyrir böm kostar miðinn í forsölu 300 en annars 500 á leiknum sjálfum. Leikurinn átti að hefjast klukkan átta en vegna sjónvarps- útsendingar til Skotlands mun hann hefjast klukkutíma fyrr, eða klukkan 19.00. KFS í úrslit Fulltrúar Vestmannaeyinga í 3. deild karla, KFS, tryggðu sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins og reyndar í fyrsta skipti í sögu beggja félag- anna, Framherja og Smástundar, þegar liðið sigraði Reyni frá Sandgerði í hörkuviðureign. KFS vann leikinn 2-1 og þarf þvf aðeins jafntefli úr síðasta leik til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum og fá þar með auðveldari mótheija í 8-liða úrslitum. Eins og áður sagði var um að ræða hörkuviðureign enda Sand- gerðingar þekktir fyrir margt annað en prúðmennsku á vellinum. Dómari leiksins, heimamaðurinn Leiknir Ágústsson, var í stökustu vandræðum með að halda aftur af leikmönnum enda fór svo að Jóhann Sveinn Sveinsson, leik- maður ÍBV sem er í láni hjá KFS fór meiddur af leikvelli eftir grófa tæklingu gestanna og er jafnvel óttast að hann hafi skaðað liðbönd í ökla. En þó að KFS missti jafn sterkan leikmann og Jóhann útaf þá virtist það ekki koma að sök og leikurinn hélst í jafnvægi. Heimamenn skomðu fyrsta mark leiksins og þar var að verki markahrókurinn Sindri Grétarsson og var hann þar með að skora sitt tíunda mark í þremur leikjum. Staðan í hálfleik var 1-0 og ljóst að seinni hálfleikur yrði hörkuspennandi. Þrátt fyrir að heimamenn væru með undirtökin jöfnuðu gestirnir fljótlega og leikurinn því galopinn. En Sindri var ekki sáttur við að gera jafntefli og skoraði hann sigur- markið þegar um 15 mínútur lifðu eftir af leiknum. KFS hélt sínum hlut og hefði jafnvel getað bætt við fleiri mörkum en inn vildi tuðran ekki og eins marks sigur liðsins því staðreynd. ÍBV mætir búlgörsku liði Dregið hefur verið dregið í Evrópukeppni félagsliða í hand- knattleik og ljóst að kvennaliðs ÍBV bíður nokkuð strembið ferðalag. Liðið mætir búlgarska liðinu Pirin Blagoeygrad og fer fyrri leikurinn fram í Búlgaríu fyrstu helgina í október en seinni leikimir viku seinna hér í Eyjum. I samtali við Fréttir sagði Þorvarður Þorvaldsson í handknatt- leiksráði að líklega yrði reynt að kaupa útileikinn til Eyja og spila báða Ieikina hér. Ef það gengi ekki eftir þá væri möguleiki að reyna að spila báða leikina úti en Þorvarður sagði að það yrði síðasti kostur að spila heima og heiman. Erlendur leikmaður, sem ÍBV hefur haft undir smásjánni, mun að öllum líkindum ganga til liðs við ÍBV. Framundan Fimmtudagur 10. ágúst Kl. 19.00 Laugardalsvöllur ÍBV- Hearts Evrópukeppni félagsliða Föstudagur 11. ágúst Kl. 19.00 ÍBV-ÍA Landsímadeild kvenna Sunnudagur 13. ágúst Kl. 18.00 ÍBV-Valur bikarkeppni kai la 8-liða úrslit Mánudagur 14. ágúst Kl. 19.00 Fram-ÍBV 2.11. karla Kl. 18.00 Stjama-ÍBV 3. fl. kvenna Þriðjudagur 15. ágúst Kl. 19.00 Grindavík-ÍBV 2. fl. kvenna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.