Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. ágúst2000 Fréttir 9 □tíðarinnar og hann er ánægður með hvernig til tókst að þessu sinni: gbúin að sanna j fjölskylduskemmtun á Islandi með girðingu eykur líkur á því að sl£k mál komist upp. Það voru fleiri fíkniefnalögreglumenn núna en verið hafa áður og þeir voru með tvo hunda sér til aðstoðar í stað eins áður. Það er alltaf verið að herða þetta eftirlit og það er greinilega að skila sér. Við vitum að auðvitað er þessi eitur- lyfjaviðbjóður alltaf til staðar og er lörmung að þurfa að fá þetta inn á rjóðhátíð. En lögreglan lagði sig alla 'ram og náði þessu. Fyrir þjóðhá- íðina var gerð leit hjá fólki í íeykjavík á leið á þjóðhátíð.“ Það vekur einnig athygli að ekkert rauðgunarmál kom upp á hátíðinni? „Já það vekur athygli okkar og er mjög ánægjuleg frétt, því við höfum staðið í basli með slík mál undanfarin ár. En eins og ég segi, fólkið sem kom á þjóðhátíðina, kom til þess að skemmta sér en ekki til þess að verða sér til skammar. í þessum málum er aukin gæsla líka að skila sér og vonandi verður áframhald á ánægju- legum fréttum sem þessum.“ Trú á unga fólkinu Birgir sagði að hann vissi ekki um kærumál sem komið hefðu til kasta lögreglu. „En auðvitað eru alltaf ein- hveijir pústrar. Ég var nú mikið á vakt á hátíðinni og fannst reyndar nokkuð skrítið að aldrei varð ég vitni að neinum slagsmálum inni í Dal í öllum þessum Qölda. Ég held að unga fólkið sé jafnvel orðið miklu siðmenntaðra en eldri kynslóðin var í gamla daga. Það voru reyndar ein slagsmál sem ég varð vitni að og þau voru á Húkk- araballinu og það var eldri maður sem þar átti í hlut. Ég er að minnsta kosti mjög ánægður með hversu fólk var rólegt og góð stígandi í hátíðinni. Ég held að fólk hafí líka orðið svo ánægt á sunnudeginum þegar komin var alger blíða, koppalogn og sól. Þannig að það varð ekkert vesen og þessi þjóðhátíð er ein sú besta sem ég hef upplifað, hvemig sem á er litið. Það er alltaf verið að reyna að bæta þjónustuna og umgjörð hátíðarinnar. Það var til dæmis tekin upp muna- gæsla íyrir nokkrum árum. Þangað geta gestir komið með pjönkur sínar og fengið geymdar. Með þessu er komið í veg fyrir stuld úr tjöldum. Við erum ekki að horfa í það, að ef við getum bætt þjóðhátíðina og tryggt öryggi gesta, þá kemur það til góða á næstu þjóðhátíð. Og við munum halda áfram á þessum nótum, hver svo sem verður í þjóðhátíðamefnd." Eyjamönnum þykir vænt um sína þjóðhátíð Hvað finnst þér um áhuga heima- manna sjálfra á þjóðhátíð er hún söm og áður? „Mér finnst Eyjamenn ekkert áhugaminni um þjóðhátíð en áður var og að þeim þyki vænt um sína þjóð- hátíð. Ef þeir koma ekki á þjóðhátíð, verður engin þjóðhátíð vegna þess að hátíðin byggist mikið upp á hvítu tjöldunum og að íjölskyldumar komi í Dalinn, eins og mér fannst raunin núna. Það er kjaminn í þjóðhátíð og er ekkert flóknara en það. Mér finnst þjóðhátíðin hafa verið að breytast undanfarin ljögur til fimm ár. Við emm að bæta okkur í bamaefni, sem ÍJ i f Tfflfi fjrBr Rjgiw (■LJPI > is2i35f$p’i ÞEIM fjölgar hópunum sem mæta á þjóðhátíð í búningum og hefur Henson tekið upp þann skemmtilega sið að verðlauna skemmtilegustu búningana. Að þessu sinni voru það þessar kúrekastelpur sem báru sigur úr býtum. skilar þá frekar fjölskyldum í Dalinn. Við emm því frekar lausir við þá yngstu, sem em einir á ráfi og hvað það varðar emm við alltaf að koma sterkari inn. Fólk er mjög ánægt með hátíðina í ár og í íyrra, og þegar koma svona góðar þjóðhátíðir, sem fara vel fram, þykir öllum vænt um þjóðhátíðina sína. Fólk sér því að hún er að breytast í þá átt að verða fjöl- skylduvænni og fólk hugsar með sér að það vilji vera á þeirri næstu. Fyrir undanfamar þjóðhátíðir hefur verið mikil umræða um að von væri á svo mörgum og að allt færi í vitleysu með villuráfandi ungmenni í Dalnum. Auðvitað höfum við fengið eitthvað af slíkum ungmennum líka, en lög- gæslan hefur verið mjög góð og umgjörðin alltaf að batna. Þetta er að skila sér í betri þjóðhátíð og ég er mjög bjartsýnn á næstu þjóðhátíð." Er byijað að undirbúa hana? „Nei, við klámm þessa áður en við fömm að pæla mikið í henni. En að sjálfsögðu verður farið að huga að henni í haust.“ Hlegið að mér þegar ég segist vera að hætta Nú hefur þú sjálfur sagt það margoft að þú ætlaðir að hætta afskiptum af þjóðhátíðinni, að minnsta kosti hætta í þjóðhátíðamefnd. Einhverjar slíkar yfrrlýsingar núna? „Ég var búinn að lofa ljölskyldunni því að þetta yrði sú síðasta og jafnvel fleirum. Það hlæja allir upp í opið geðið á mér. Það getur vel verið að ég hlæi að öllum á næsta ári af því að þá hætti ég. En þjóðhátíð hefur verið hluti af lífi mínu og mér finnst alltaf gaman að taka þátt í henni ekki síður en undirbúningnum og atinu í kringum þetta. Oðru vísi væri maður ekki í þessu. Það er mjög skemmtilegt fólk að vinna í kringum þjóðhátíð og við höfúm haldið vel utan um hana frá því að IBV var stofnað árið 1997. Þetta er fjórða þjóðhátíð okkar Stebba og Silla og frábærir strákar að vinna með og ekki allt tóm leiðindi í sambandi við þetta. Þannig að þetta er PÉTUR Blöndal alþingismaður mætti á þjóðhátíð með börnum sínum og bjó í tjaldi í Dalnum. Hér er hann í léttri sveiflu á stóra pallinum. sig skemmtilegt þegar vel gengur, en eins og ég segi veit ég ekki hvað skeður næst.“ Lúðrasveitin skilar alltaf sínu Hvemig fannst þér lúðarsveitin standa sig í ár? „Mér fannst lúðrasveitin standa sig mjög vel eins og alltaf og skilar alltaf sínu. Þannig að það er engu við það að bæta frekar. Ég fór inn í Dal sérstaklega til þess að hlusta á lúðrasveitina og þetta var mjög gott hjá þeim, enda setja þeir lúðra- sveitarmenn alltaf skemmtilegan svip á þjóðhátíð. Þó að þessi krísa hafi komið fyrir þjóðhátíðina núna, er það ekkert til þess að blása út. Við erum að semja við fjölda manns fyrir hverja þjóðhátíð og ýmsir samningar í gangi, svo það er engin furða þó að einhver snurða hlaupi aðeins á þráðinn við lúðrasveitina eins og aðra. Mér finnst þess vegna engin ástæða til þess að fjargviðrast út af því.“ Göngustíg í Dalinn Eru einhver atriði sem þú vilt að betur megi fara fyrir næstu þjóðhátíð? „Já, það er eitt mjög mikilvægt atriði, sem mér finnst að þurfi að vera komið í lag fyrir næstu þjóðhátíð og það er göngustígur inn í Dal. Það er ekki hægt að horfa upp á það lengur að fjöldi fólks þurfi að ganga eftir akveginum úr og inn í Dalinn. Við verðum að taka okkur taki og leggja göngustíg inn í Dal fyrir næstu þjóð- hátíð. Eins og þetta er núna býður þetta slysahættu heim. Það yrði sorg- legt ef slys þyrfti til að af slíkri framkvæmd yrði.“ Verður búið að hlaða upp nýtt þjóð- hátíðarborð fyrir næstu þjóðhátíð? „Já ég ætla að vona það, svo menn geti hætt þessu fíflaríi og það verður ekki verra en það gamla borð sem menn kölluðu þjóðhátíðarborð. Það verður mjög veglegt og fínt og öllum til sóma. Það er búið að skipuleggja Dalinn frá a til ö. Þetta kostar peninga, en það kemur að því að menn fari að framkvæma eftir þeim teikningum sem samþykktar hafa verið. En tíminn einn leiðir í ljós hvenær það verður gert.“ Birgir segist vilja þakka Vest- mannaeyingum fyrir góða þjóðhátíð og gestum af fastalandinu. „Það er full ástæða til þess að þakka fólki sem sýnir þjóðhátíðinni ræktarsemi með því að mæta í Dalinn og skemmta sér þar með sínu fólki. Ég hef sjaldan séð svona margar fjölskyldur í Dalnum að deginum til eins og nú. Við reyndum líka að vanda til í bamadagskránni og það er greinilega að skila sér. Fjölskyldurnar voru að skila sér í Dalinn snemma dagsins og í góðu veðri er þetta frábært. Svo er fólk að fara á milli tjalda og fá sér kaffi. Þetta er það sem gerir þjóðhátíð að þjóð- hátíð. Ég vil bara fyrir hönd þjóðhá- tíðamefndar þakka gestum hátíðar- innar fyrir prúðmannlega framkomu og góða skemmtum og vonast til að sjá allt þetta fólk í Dalnum á næsta ári.“ Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.