Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 10. ágúst 2000 • 32. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Glæsileg flugeldasýning Þjóðhátíðarinnar 2000 verður sennilega minnst sem einnar af stærstu þjóðhátíðum sem haldnar hafa verið og sjaldan eða aldrei hafa fleiri tekið þátt í brekkusöngnum en að þessu sinni. Hátíðin hófst í blautu en stilltu veðri á föstudaginn en eftir það fór veður batnandi og var komið logn og blíða síðdegis á sunnudagskvöldið. Hápunktarnir þrír, brennan, flugeldasýningin og brekkusöngurinn brugðust ekki og er alltaf að koma betur og betur í Ijós hvað þessir viðburðir hafa mikið aðdráttarafl. Þjóðhátíðargestir voru flestir sér og öðrum til sóma. Mynd Guðmundur Sigfússon. Þjóðhátíðin 2000: Gestir hátt í 10.000 Þjóðhátíð í Eyjum lauk á mánudag. Þeir þrír aðilar, Flugfelag Vest- mannaeyja, Flugfélag Islands og Herjólfur sem fluttu þjóðhá- tíðargesti til og frá Eyjum segja að þeir hafi verið til mikillar fyrir- myndar og ekki komið til neinna vandræða þrátt fyrir að lokast hefði fyrir flug frá Eyjum kl. 22.00 á mánudagskvöldið vegna þoku. Ef allt er talið saman má gera ráð fyrir að milli 6000 og 6500 manns hafí komið til Eyja yfir þjóðhátíð með þessum aðilum. Þjóðhátíðargestir hafa því verið á milli 9000 og 10.000 sem er með því mesta. Bragi Ólafsson, afgreiðslustjóri Hugfélags Islands í Vestmannaeyjum, sagði að frá fimmtudeginum þar til lokaðist fyrir flug á mánudegi hefðu Flugfélagið flutt 1537 manns til Eyja. „Þetta er líklega mesti fjöldi sem við höfum flutt vegna þjóðhátíðar. Það virtist óvenjulega mikil eftirspum eftir ferðum strax tíu dögum fyrir þjóðhátíðina," sagði Bragi. A fimmtudeginum flutti Rugfélagið 380 manns til Eyja, 794 á föstu- deginum, 190 á laugardegjnum og 173 á sunnudeginum. „A mánu- daginn fluttum við svo 1009 manns frá Eyjum, en þegar við hættum klukkan tíu um kvöldið voru 150 manns eftir sem áttu bókað á okkar vegum.“ Bragi vildi taka það fram að þrátt fyrir að lokast hefði fyrir flug hefðu farþegar verið til mikillar fyrirmyndar. „Þeir sem biðu eftir flugi á mánu- deginum voru stillt og prútt fólk í alla staði og þeir sem ekki komust með tóku því með stakri ró.“ Magnús Jónasson framkvæmdastjóri Heijólfs hf. sagðist vart muna eftir jafn miklum fjölda sem komið hefði til Eyja með Heijólfí sérstaklega vegna þjóðhátíðar. „Við fluttum um 3500 þjóðhátíðargesti í þjóðhátíðar- vikunni," sagði Magnús. „Fyrir tveimur árum byijuðum við að bjóða upp á næturferðir og höfum verið með þær síðan yfir þjóðhátíð og hafa þær verið vel nýttar. Við höfum einnig fengið þá farþega sem ekki hafa komist frá Eyjum með flugi vegna þoku og fóru þeir síðustu frá Eyjum í gærmorgun, eða þeir sem á annað borð ætluðu að fara.“ Magnús bætti og við að forsala hefði verið mjög góð og farið mun fyrr af stað nú en áður og vildi hann meina að slíkt væri óháð spám um veður. Þá flutti Leiguflug ísleifs Ottesen milli 500 og 600 farþega þannig að allt í allt hafa þjóðhátíðargestir af fastalandinu verið milli 6000 og 6500. Á sú tala við sunnudaginn því fólk var að koma á hátíðina bæði laugardag og sunnudag. Samkvæmt þessu hafa milli 9000 og 10.000 manns sótt þjóðhátíðina 2000 sem er með því allra mesta. Valur Andersen hjá Flugfélagi Vestmannaeyja sagði að hann hefði flutt um 1000 þjóðhátíðargesti til Eyja frá Bakka, en hann var með fjórar flugvélar í notkun yfir þjóðhátíðina „Þetta er mikið breytt frá því sem áður var, vegna þess að traffíkin byrjaði strax á miðvikudaginn og við vorum stöðugt að alla hátíðina. Vegna þoku gátum við hins vegar ekki flogið með fleiri en 750 manns til baka. Þeir síðustu fóru frá Eyjum fyrir hádegi á þriðjudeginum, en þá náðum við að fara sex ferðir áður en þoka lagðist yfir.“ Valur sagði að flugið hefði gengið vel og farþegar upp til hópa verið prúðir og til ágætrar fyrir myndar. „Ég er þó feginn að þessi töm skuli vera búin,“ sagði Valur. Áhugi á Herjólfi Eins og kunnugt er hefur útboð verið auglýst á ferjusiglingum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Samkvæmt heimildum Frétta er töluverður áhugi fyrir útboðinu og hafa nokkrir aðilar sótt útboðsgögn til Vegagerðarinnar. Tilboðum í þessa þjónustuæð Eyjamanna á að vera búið að skila fyrir 11. sept- ember nk. Að sögn Magnúsar Jónassonar, framkvæmdastjóra Herjólfs hf, sem nú hefur þessa þjónustu með höndum hafa þeir Herjólfsmenn sótt útboðsgögnin, enda ekkert launungarmál að Herjólfur hf. mun bjóða í verkið. „Við höfum ekki haft tíma til að skoða gögnin ítarlega enn þá, en sú vinna fer að fara í gang,“ segir Magnús. Sjá bls. 6. ci öiYtvm svidum1 TM-ÖRYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Safiieinar öl! tryggtugamálin , einfalclan og nan liáu Sumaráætlun frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga. kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferöir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 {t^Herjólfur Sími 481 2800 -Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.