Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 10. ágúst 2000 Biggi Gauja, formaður þjóðhátíðarnefndar segir frá undirbúningi hi Þjóðhátíðin er mar -sem stærsta og fjölmennastc Birgir Guðjónsson hefur átt sæti í þjóðhátíðar- nefnd síðasliðin fjögur ár og verið viðloðandi þjóðhátíðarundirbúning frá því hann var peyi. Aðrir í nefndinni eru Sigurður Þórarinsson, Stefán Agnarsson, Sigurfinnur Sigur- finnsson, Tryggvi Már Sæmudsson, Olafur Týr Guðjónsson og Friðberg Egill Sigurðsson, en þrír síðast töldu eru nýir í nefndinni. Hann segir alla þessa peyja frábæra að starfa með og að þeir hafi allir mikinn metnað fyrir hönd þjóðhátíðar og Vestmannaeyja. Fréttir fengu Birgi í spjall um þjóðhátíð, undirbúning hennar og dulitla framtíðarsýn. Gleði og sorg Birgir sagðist vera mjög ánægður með þjóðhátíðina í ár og hvernig til tókst. Hann sagðist þó harma hið hörmulega ilugslys sem varð í Skerjafirðinum sem hefði sett dapurlegan svip á lok mjög vel heppnaðrar þjóðhátíðar, þar sem farþegar vélarinnar hefðu verið gestir á þjóðhátíðinni. „Annars er hljóðið í mér mjög gott. Ég get ekki sagt annað. Við vomm heppnir bæði með veður og fólk. Reyndar hófst hátíðin með smá þoku og bleytu fyrsta daginn, en lagaðist svo. A laugar- deginum hefði veðrið verið orðið í betri kantinum og á sunnudeginum var veðrið stórkostlegt og hefði ekki getað orðið betra. Flugið stóðst mestan tímann, þó að þoka hefði verið fyrst til að byrja með, en þegar upp er staðið held ég að ekki sé hægt að flytja fleira fólk hingað þessa daga sem hátíðin stendur, með þeim flugkosti sem er í boði og Hetjólfi.“ Ánægja með gæslu og lögreglu Birgir sagðist vilja taka fram hversu þjóðhátíðamefndin væri ánægð með /V .r- , ■ 1 1 . tLj ! X 1 VV * |1 \ fw HÆST reis brekkusöngurinn þegar Árni Johnsen fékk 10.000 manna Brekkukórinn til að standa upp og syngja þjóðsönginn. gæslu og eftirlit lögreglu og björg- unarsveita. „Þetta kom allt heim og saman og heppnaðist mjög vel. Gæslan stóð sig frábærlega og var mjög aukin. Við vomm með 60 manns á næturvakt og þrjátíu á dagvaktinni. Það var líka ákveðið að girða svæðið af og það kom ágætlega út. Við afmörkuðum golfvöllinn og komum upp girðingu við innmkk- unnarskúrinn, sem ég tel skref fram á við til þess að auðvelda gæslu og eftirlit. Þetta var til mjög mikilla bóta, enda var orðið ófremdarástand í mkk- unarmálum og sú nýbreytni tekin upp nú að mkka allan sólarhringinn.“ Birgir sagði að þjóðhátíð væri mjög hefðbundin og ekki mikið um miklar breytingar. „Enda þurfum við þess ekki. Þjóðhátíðin er margbúin að sanna sig sem stærsta og íjölmennasta fjölskylduskemmtun á Islandi. Eins og núna lögðum við nokkuð meira í flugeldasýninguna, enda var hún stórkostleg. En við reynum alltaf að bæta einhveiju við og fara eftir kröfum þjóðhátíðargesta á hverjum tíma, en við emm líka íhaldssamir. Sem dæmi um það má nefna bjarg- sigið, sem reyndar hefur fallið niður undanfarin tvö ár, en ástæða þess er sú að ekki hefur fengist Eyjamaður til verksins. Núna fékkst Eyjamaður og þrátt fyrir nokkra þoku, þegar sá dag- skrárliður var, tókst sigið mjög vel.“ Aukin gæsla skilar árangri gegn fíkniefni Eitt þeirra vandamála sem iðulega hafa fylgt útihátíðum, er notkun ólög- legra vímugjafa, hvað segir Birgir um slfkt að lokinni þessari þjóðhátíð? „Fjöldi mála tengd fíkniefnum var 17 á þessari hátíð, en að sama skapi vom þau ekki stór. Ég er ekki í vafa um að aukin gæsla og afmörkun svæðisins ÞJÓÐHÁTÍÐARTJÖLDIN setja alltaf sterkan svip á þjóðhátíðina og að mati sumra FYLGST með flugeldasýningunni. Arnar og Elfa horfa stóreygð á ljósadýrðina sem er hvergi meira fjör. Halli Steini og hans fólk er á þeirri skoðun. birtist í flugeldunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.