Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 10. ágúst 2000 Aðalufundur Herjólfs hf. y Ottast afleiðingarnar flytjist forræðið annað -sagði stjórnarformaður en ókveðið er að rekstur ferjusiglingar milli lands og Eyja verði boðinn út HER3ÖLFUR HER3ÓVFUR minuviim Á aðalfundi Herjólfs hf. í síðustu viku komu fram áhyggjur stjórn- arformanns um að breytt rekstrarfyrirkomulag á Herjólfi þjónaði hagsmunum Vestmanna- eyinga. Þar á hann við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að bjóða út rekst- urinn frá og með næstu áramótum. Herjólfur hf. á möguleika á að bjóða í reksturinn en sú óvissa um framhaldið sem útboðinu fylgir gerir það að verkum að nú vofa yfir uppsagnir á allri áhöfninni. Rekstur Herjólfs hf. gekk nokkuð vel á síðasta ári og skilaði hagnaði. Fund- urinn fór fram um borð í Herjólfi. Óttast afleiðingar útboðs Grímur Gíslason, stjómarformaður Herjólfs hf., flutti skýrslu stjómar og sagði að nú væm blikur á lofti í rekstri félagsins. „Mér sýnist að það sé að verða að veruleika að rekstur siglinga Herjólfs verði boðinn út. Það er ný- mæli og miidl breyting frá því sem verið hefur. Eg hef sagt áður og segi enn að ég óttast þessa breytingu og held að tíminn eigi eftir að leiða í ljós að þessi hún mun ekki verða til hagsbóta fyrir íbúa í Vestmanna- eyjum, sagði Grímur. Hann sagðist hafa rætt þessi mál, ásamt framkvæmdastjóra og bæjar- stjóranum í Eyjum, við samgöngu- ráðherra, fulltrúa samgönguráðuneytis og fulltrúa Vegagerðar. „Niðurstaða þeirra viðræðna leiddi til þess að í lok ársins var gengið frá framlengingu rekstrarsamnings, eða svokallaðs þjónustusamnings, til ársloka 2000. Var áðurgildandi samningur fram- lengdur óbreyttur að öðm leyti en því að viðhaldsliður samningsins var hækkaður í 29 milljónir með þeim ákvæðum að ef viðhald færi yfir 29 milljónir myndi Vegagerðin bera 75% af þeim umframkostnaði en ef viðhald yrði undir 29 milljónum myndi Hetjólfur endurgreiða Vegagerðinni 75% af mismuninum. Samningurinn með þessum breytingum var vel ásættanlegur og má segja að með honum hafí Vegagerðin loks viður- kennt að viðhaldsliður samningsins sem gerður var á sínum tíma var vanreiknaður eins og reyndar stjómendur Herjólfs bentu á þá og hafa gert alla tíð síðan.“ Ekki aítur snúið í útboðsmálinu Grímur sagði að fyrsta verk fráfarandi stjómar hefði verið að knýja á um framlengingu rekstrarsamnings við Vegagerðina sem rann út um síðustu áramót en án árangurs. „Samgöngu- ráðherra og fulltrúar áréttuðu að rekstur Herjólfs yrði boðinn út á árinu og sá aðili er fengi reksturinn að af- loknu útboði tæki við rekstrinum I. janúar árið 2001. Á þessum fundum var gerð skýr grein fyrir andstöðu stjómar Herjólfs og bæjaryftrvalda í Vestmannaeyjum við útboðshug- myndir en ljóst var að samgöngu- ráðherra hafði tekið um það ákvörðun að málið færi í þennan farveg og ekki yrði til baka snúið með það. Var í því sambandi vísað til EES samnings og ákvæða hans en mín tilfinnig er sú að þar hafi einungis verið fundin leið til að skjóta sér á bak við. Það er nokkuð ljóst að þar sem ríkisvaldið vill fara eftir ákvæðum EES samnings er það gert en ef það hentar ekki er fundin leið til að komast á svig við hann. Það er rrún skoðun og reyndar fleiri að slíkt hefði vel verið framkvæmanlegt ef vilji hefði verið til en svo var ekki. Það hefur verið mikið hjartans mál hjá Vegagerðinni, eða í það minnsta einhverra starfsmanna hennar, að rekstur Herjólfs yrði boðinn út og virðist sem þeim hafi tekist að fá núverandi samgönguráðherra til að fallast á að fara með málið í þann farveg.“ Hver er ávinningurinn? Grímur sagðist ekki sjá ávinninginn af útboði fyrir ríkissjóð. „Ferðatíðni ræður mestu um kostnaðinn því laun og olíukostnaður vega þyngst í rekstr- inum sem og tryggingar og viðhald. Allt fastir póstar sem ekki verða hreyfðir með útboði á rekstrinum. Það er því eitthvað annað en fjárhagslegir hagsmunir sem horft er til í þessu sambandi,“ sagði Grímur sem óttast að hagsmunir Eyjamanna verði fýrir borð bomir, hverfí forræðið úr höndum heimamanna. „Utboðsgögn þau sem nú liggja tilbúin hef ég ekki séð en samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið þá mun í þeim gert ráð fyrir að Vegagerðin ákveði gjaldskrá, ferðaáætlun, aukaferðir, opnunartíma skrifstofu og stjómi viðhaldi skipsins. Það forræði sem við Eyjamenn höfum haft á skipinu er því alfarið komið í hendur skriffinna sem sitja á skrifstofum sínum í við Borgartún í Reykjavík og hafa takmarkaðan skilning á þörfum útkjálkafólks eins og Eyjamanna. Þessi breyting hlýtur einnig að kalla á breyttar áherslur og hugsanagang þeirra sem koma til með að reka Herjólf. Til þessa hafa stjómendur Heijólfs fyrst og fremst hugsað hlutina út frá þjónustu við Eyjamenn og reynt að koma til móts við þarfir og kröfur íbúa í Eyjum innan þess ramma sem sniðinn hefur verið með fjármagni sem veitt hefur verið til rekstrarins Það hefur ekki verið hugsunin að Heijólfur hf. safnaði einhveijum auði til að hluthafar högnuðust á eign sinni heldur að láta reksturinn ganga upp og þjónusta vel. Sá aðili sem tekur að sér reksturinn að afloknu útboði hlýtur að hugsa á annan hátt. Þá verður reksturinn fyrst og fremst hugsaður ffá viðskiptalegu sjónarmiði en ekki þjónustu. Eg get nefnt lítið dæmi um þetta. Undanfarin tvö ár hefur komið erindi til stjómar Heijólfs um að setja upp aukaferð til að flytja 10. bekkinga upp á land í skólaferðalag strax að loluiu síðasta samræmda prófinu. Var þetta lagt upp sem ákveðið forvamar- starf til að bregðast við vandamálum sem skapast höfðu hjá þessum hópi unglinga. Stjóm Heijólfs brást vel við þessu erindi og setti á þessar ferðir þó að tilkostnaðurinn við þær væri nálægt hálfri milljón en tekjumar nánast sáralitlar svo að umtalsvert tap var á þessum ferðum. Hvað myndi nýr rekstraraðili gera í máli sem þessu að loknu útboði? Eg held að flestir geti getið sér til um það að rekstraraðila, sem hefur skipið til rekstrar að loknu útboði, dytti ekki til hugar að efna til slíkrar ferðar og tapa á henni Ijár- munum. Það segir sig alveg sjálft og hver þokkalega þenkjandi maður sér þetta. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um það hvemig hætt er við að breytingin verði varðandi rekstur Herjólfs. Eg get nefnt annað dæmi. Myndi nýr rekstraraðili breyta áætlun og kosta til þess einhverju fé vegna auglýsinga og auknum launakostnaði vegna íþróttaviðburða eins og dæmi em um að Heijólfur hafi gert. Ég held ekki því tekjumar vega ekki upp þann kostnað sem lagt hefur verið í titiellum sem þessum og nýr rekstraraðili sem er að reka Herjólf sem bisness- fyrirtæki myndi reikna út og komast að því að hann tapaði á breytingunni og segði því nei við öllu slíku kvabbi." Erfiðleikar í samskiptum við Vegagerðina Stjómin hefur átt í stappi við Vegagerðina vegna landgöngumann- virkja í Vestmannaeyjum og Þor-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.