Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 12
lt Fréttir Fimmtudagur 10. ágúst 2000 Vel heppnuð þjóðhátíð 2000: Gestir til fyrirmyndar Þjóðhátíðarinnar 2000 verður sennilega minnst sem einnar af stærstu þjóðhátíðum sem haldnar hafa verið og sjaldan eða aldrei hafa fleiri tekið þátt í brekku- söngnum en að þessu sinni. Hátíðin hófst í blautu en stilltu veðri á föstudaginn en eftir það fór veður batnandi og var komið logn og blíða síðdegis á sunnudagskvöldið. Hápunktarnir þrír, brennan, flugeldasýningin og brekkusöngurinn brugðust ekki og er alltaf að koma betur og betur í Ijós hvað þessir viðburðir hafa mikið aðdráttaratl. Þjóðhátíðargestir voru flestir sér og öðrum til sóma og var lítið um pústra og skemmdarverk og engin nauðgun var kærð en þrátt fyrir gæslu læddist fylgikvilli nútímasamfélags, líkniefnin, inn á hátíðina og hafði þeim málum fjölgað nokkuð frá í fyrra. Strax í byrjun síðustu viku var Ijóst að stefndi í mikla aðsókn og á mánudaginn fór að sjást hér fólk sem greinilega var mætt á þjóðhátíð. Þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag var allt uppbókað og enn hélt fólk áfram að tínast til Eyja fram á sunnudag. Hefur þróunin verið sú undanfarin ár að fjöldi fólks kemur hingað á sunnudeginum og tckur síðasta kvöldið, brekkusöng Arna Johnsen, sem í huga margra er hápunktur hátíðarinnar. Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefur fest sig í sessi sem stærsta útihátíð landsins. Alltaf öðru hvoru skjóta upp kollinum hátíðir sem róa á sömu mið en allt stendur þjóðhátíðin af sér. Síðasta dæmið er Halló Akureyri sem dró til sín unglinga í þúsundatali. Akureyringar höfðu af þessu ágætis pening en þeim blöskraði fylliríið og ákváðu að skera upp herör gegn unglingunum sem létu ekki sjá sig en eftir sitja þjónustuaðilar með sárt ennið. En unglingarnir sem ekki mættu á Akureyri létu ekki sjá sig í Vestmannaeyjum enda hafa þeir lítið sótt þjóðhátíðina undanfarið ár, er það meira fólk milli tvítugs og þrítugs sem hingað kemur auk brottfluttra sem mæta með fjölskyldur sínar. Það er mat lögreglu og aðstandenda þjóðhátíðar að flest sé þetta fólk til mikillar fyrirmyndar og mjög vel útbúið til að mæta íslenskri veðráttu sem á þremur sólarhringum getur boðið upp á hin ólíkustu tilbrigði. Það er líka athyglisvert að allir gestir sem rætt er við eru yfir sig ánægðir. Margir eru að koma í þriðja, fjórða, fimmta eða sjötta skiptið og segja að ekki vilji þeir missa af þjóðhátíð fyrir nokkurn pening, þetta sé skemmtilegasta helgi ársins og skilyrðið er að vera í Herjólfsdal. En hvað er það sem gerir þjóðhátíð svona einstaka? Þessari spurningu er hægt að svara á margan hátt og þar koma brennan, flugeldasýningin og brekkusöngurinn fyrst en fleira kemur til. Þar má nefna Herjólfsdal sem skapar einstaka umgjörð um hátíðina og eins má nefna hvítu tjöldin og að ógleymdu fólkinu, Eyjafólkinu, sem er kjölfestan í þjóðhátíðinni. A það bæði við kraftinn sem fram kemur í undirbúningnum og það viðmót sem mætir gestum sem hingað koma. Vestmannaeyingum er annt um að gestir fái jákvæða mynd af því mannlífi sem hér þrífst og það kemur sjaldan betur fram en á þjóðhátíð. Auðvitað er það ÍBV- íþróttafélag sem dregur vagninn en það afl sem fram kemur í bæjarfélaginu þegar þjóðhátíðarnefnd kallar er hreint ótrúlegur. Hafi einhverjir efast um að félagið væri þess megnugt að taka upp merki forveranna, Týs og Þórs, sem skiptust á um að halda þjóhátíð, þá hefur tekist að afsanna það í eitt skipti fyrir öll. Auðvitað eru vinnubrögðin önnur og nú meira um að ákveðnir hópar sjái hver um sitt verkefni. Gott dæmi um að það eru vitinn, myllan og brúin þar sem myllan ber af eins og gull af eiri. Er gaman að sjá þann listræna metnað sem kemur fram í hönnun hennar og öllu handverki þeirra myllubænda. Þessi atriði öllsömul gera þjóðhátíðina að því sem hún er í dag, fjölskylduskemmtun þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað til að hrífast af og með. Auðvitað er drukkið brennivín á þjóðhátíð eins og alltaf gerist þar sem fólk kemur saman til skemmtanahalds. Sama gildir um tíkniefni, því þar sem saman eru komnir 100 eða fleiri má alltaf gera ráð fyrir a.m.k. einn noti ólögleg fíkniefni og unglingadrykkja er staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá og misjafn er sauður í mörgu fé. Auðvitað setur þetta blett á þjóðhátíð en þetta er allt hluti af þeim veruleika sem við búum við í dag. Þegar litið er til heildarinnar hverfa þessi atriði fyrir því sem vel er gert Vestmannaeyingar leggja mikið undir á þjóðhátíð því þeir vilja að hún gefi sem jákvæðasta mynd af þeim sjálfum og bænum. Misjafnlega hefur tekist til í gegnum árin og þar hefur veðrið stundum verið í stóru hlutverki. Þegar þjóðhátíðin 2000 verður gerð upp geta Vestmannaeyingar litið til hennar með stolti því hún fór vel fram og er gestum og aðstandendum til mikils sóma. Ó.G. í góða veðrinu á laugardaginn voru húsgögn dregin út úr tjöldunum og boðið upp á kafíl og kökur. BROSAÐ blítt. Það er líka athyglisvert að allir gestir sem rætt er við eru yfir sig ánægðir. Margir eru að koma í þriðja, fjórða, fímmta eða sjötta skiptið og segja að ekki vilji þeir missa af þjóðhátíð fyrir nokkurn pening, þetta sé skemmtilegasta helgi ársins og skilyrðið er að vera í Herjólfsdal.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.