Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 10.08.2000, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. ágúst 2000 Fréttir 7 lákshöfn sem eru eign Heijólfs hf. Þar komu ífam mótmæli Vegagerðarinnar vegna afstöðu stjómarinnar sem taldi að ef ekki næðist samkomulag milli Herjólfs og Vegagerðar um nýtingu mannvirkjanna yrði beitt öðrum leiðum til að þvinga Herjólf til að láta mannvirkin af hendi. „Einnig kom fram efi sumra aðila er að málinu komu að Herjólfur hf. myndi hafa heimild til að bjóða í rekstur ms. Herjólfs vegna stórrar eignaraðildar ríkisins. Það varð því að samkomulagi milli Vegagerðar og Herjólfs að leita eftir lögfræðilegu áliti á þessum málum. Var Baldur Guðlaugsson hrl. fenginn til verksins og niðurstaða hans var sú að Heijólfur hf. hefði fulla heimild til að bjóða í verkið og einnig taldi hann líklegt að samkeppnisráð myndi mæla fyrir um á grundvelli heimilda sinna að Heijólfur hf. skyldi gegn eðlilegu gjaldi veita nýjum rekstraraðila aðgengi að farþega- mannavirkjum félagsins í Vest- mannaeyjum og Þorklákshöfh." Grímur sagði að ekki hefðu farið fram frekari viðræður milli aðila en í júlí sl. barst stjóm Herjólfs erindi frá Vega- gerðinni þar sem sent var uppkast að samningi um leigu á mannvirkjum félagsins og í samningnum var ákveðin leiguupphæð og fleira. „Þetta er undarleg aðkoma að málinu af hálfu Vegagerðar ríkisins og minnir meira á annars konar stjómarhætti en lýðræði. Stjóm Heijólfs hefur svarað þessu bréfi Vegagerðar á þann hátt að ekki hafi verið uppi áform um að leigja eignir félagsins en stjómin sé þó tilbúin til viðræðna um þessi mál og önnur sem að útboði á rekstri Heijólfs snúa óski Vegagerðin eftir því. I framhaldi af því hefur Vegagerðin síðan haft samband við stjómar- formann og óskað eftir viðræðum um málin fyrripartinn í ágúst. Uppsagnir á starfsfólki liggja í loftinu Það er ljóst að Heijólfur hf. stendur nú frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort segja á upp starfsfólki. Þeir sem lengstan upp- sagnarfrest hafa þurfa uppsögn með 6 mánaða fyrirvara og síðan em það 5, 4, 3 og niður í eins mánaðar upp- sagnarfrestur sem starfsfólk Herjólfs hefur. Eftir samtal stjómarformanns við fulltrúa Veggerðarinnar er ljóst að til að tryggja það að Herjólfur hf. sitji ekki uppi með starfsmenn sína á launaskrá eftir 1. janúar 2001, ef einhver annar aðili en Herjólfúr hf. mun sjá um rekstur ms. Heijólfs eftir þann tíma, verður fyrirtækið að segja upp starfsfólki sínu með samnings- bundnum fyrirvara. Uppsagnir valda alla tíð óróa og óvissu og það er ekkert grín að segja upp öllu starfsfólki heils fyrirtækis. Hjá Herjólfi starfa 25 manns og allt þetta fólk hefur íjölskyldur á bak við sig. Verði af þessum uppsögnum munu þær koma róti á allt þetta fólk. Það er stjóm- endum Herjólfs hf. allt annað en ljúft að þurfa að grípa til uppsagna en fáir aðrir kostir em í stöðunni vegna þess að ákveðið hefur verið að fara með rekstur ms. Heijólfs í útboð," sagði Grímur. Umsókn um vínveitingar týnd og tröllum gefin? A starfsárinu sótti stjóm Herjólfs um leyfi til vínveitinga um borð í skipinu. Þessi umsókn var send inn í lok síðasta árs en enn hafa engin svör borist við erindinu og virðist sem það sé týnt einhversstaðar í kerfinu. „Það er mitt mat að á fínu veitingahúsi, eins og Heijólfur er, sé hreint hallærislegt að neytendur, sem áhuga hafa, geti ekki fengið sér léttvín eða áfengt öl með matnum. Það er nú hægt á flestum áningarstöðum við þjóðvegi landsins og hvers vegna þá ekki líka á stað eins og í Heijólfi." A síðasta ári flutti Heijólfur 78.518 farþega á móti 78.817 árið 1998 sem SigurðurVE 15: Aflaskip með merka sögu er nánast sami flutningur bæði árin. 24.230 bílar vom fluttir með skipinu á móti 23.627 bílum árið á undan sem er 3% aukning milli ára. 23.932 lengdarmetrar af flutningabílum vom fluttir með skipinu á móti 27.992 metrum árið 1998 sem er 15% minnkun. Þessi samdráttur helgast aðallega af minnkandi flutningi á ferskum fiski frá Eyjum. Þá vom seld 26.563 svefnrými á móti 24.705 árið á undan sem er 7% aukning. Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa verið fluttir 36.249 farþegar sem er 14% aukning miðað við sama tíma í fyrra. 11.267 bfiar hafa verið fluttir sem er 12% aukning milli ára, 13.548 svefnrými hafa verið seld sem er 20% aukning og 12.799 lengdarmetrar af flutningabflum hafa verið fluttir sem er nánast það sama og á sama tíma í fýrra. Verkefni nýrrar stjómar Grímur segir að nýrrar stjómar bíði það verkefni að fara í gegnum útboðsgögn og ákveða hvort gera eigi tilboð í rekstur ms. Herjólfs. „Þetta er stórt mál og framtíð fyrirtækisins er í húfi. Það er mikilvægt að vanda vel til þeirrar vinnu sem framundan er í þessum efnum því ljóst er að Herjólfur hf. hefur ekki íjárhagslegt bolmagn til að vera með undirboð til að hljóta verkið. Þá bíða viðræður við Vegagerðina vegna landgöngumann- virkjanna og nýtingar þeirra. Upp- sagnir starfsfólks eru yfirvofandi vegna útboðs á rekstri skipsins og ljóst er að samningamál koma til kasta nýrrar stjómar verði rekstur ms. Herjólfs áfram í höndum Herjólfs hf. að loknu útboði. Hjá Herjólfi hf. starfa nú 27 starfsmenn í 25 stöðugildum sem er sami starfsmannafjöldi og undanfarin ár. Öllum starfsmönnum Herjólfs hf. þakka ég vel unnin störf og gott samstarf á árinu. Samstjómarmönnum mínum í stjóm Herjólfs þakka ég einnig gott og ánægjulegt samstarf á starfsárinu." A fundinum var mikil umræða um framtíð Heijólfs. Kom fram hjá öllum heimamönnum sem til máls tóku að þeir vom móti útboði og hræddir við að forræðið flyttist annað. Fulltrúi Vegagerðarinnar á fundinum sagði að Eyjamenn hefðu ekkert að óttast því þjónustan yrði ekki minnkuð og taldi hann að farmiðaverð yrði óbreytt. A aðalfundinum voru eftirtaldir kjömir í stjóm fyrirtækisins. Frá Vest- mannaeyjabæ vom kjörin Grímur Gíslason og Þorgerður Jóhannsdóttir og varamenn fyrir þau Sigurbjörg Axelsdóttir og Ragnar Óskarsson. Frá ljármálaráðuneyti var tilnefndur Kristmann Karlsson og til vara Auróra Friðriksdóttir. Frá samgönguráðuneyti var tilnefndur Stefán Jónasson og til vara Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og frá almennum hluthöfum var kjörinn Heiðmundur Sigurmundsson og til vara Stefán Friðrlksson. A fyrsta fundi skipti stjómin með sér verkum og var Grímur Gíslason kjörinn formaður, Heiðmundur Sigur- mundsson varaformaður og Krist- mann Karlsson ritari. eyjafrettir.is eyjafrettir.is eyjafrettir.is eyjafrettir.is eyjafrettir.is eyjafrettir.is Hagleiksmaðurinn Tryggvi Sig- urðsson skilaði í síðustu viku líkani af Sigurði VE 15, flaggskipi Isfélagsins í hendur Sigurði Einars- syni forstjóra félagsins. Sigurður VE er eitt mesta aflaskip í allri útgerðarsögu Islands og hefur skilað á land vel á aðra milljón tonna frá því hann kom til landsins, 1. september 1960. Líkanið er mikil listasmíð og á eftir að sóma sér vel í höfuðstöðvum Isfélagsins. Þúsund tonna togaramir Líkanið er í hlutföllunum 1 á móti 50 og er ekki annað að sjá en þarna sé komin nákvæm eftirmynd af Sigurði VE eins og hann er í dag. En skipið hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá því það kom til landsins. Þá sögu hefur Tryggvi kynnt sér vel. Upphaflega var Sigurður síðutogari og var í eigu Einars Sigurðsonar ríka, föður Sigurðar, forstjóra ísfélagsins. „Sigurður var smíðaður í Sebeck-skipa- smíða- stöðinni í Bremerhaven árið 1960 og var einn fjögurra svokallaðra þúsund tonna togara sem Þjóðveijar smíðuðu fyrir Islendinga á þessum árum,“ segir Tryggvi. „Hinir voru Víkingur AK, Freyr RE og Maí GK. Maí var seldur til Noregs 1977, Freyr seldur til Englands 1963 og var einn alfrægasti landhelgisbrjóturinn. Hét hann þá Ross Revenge en Víkingur er enn gerður út frá Akranesi og var honum breytt í nótaskip eins og Sigurði," segir Tryggvi sem kynnt hefur sér sögu skipsins mjög vel. Ekki var Sigurður full þúsund tonn, mældist hann nákvæmlega 985 tonn. „Þessi fjögur skip mörkuðu ákveðin tímamót í útgerðarsögunni. Fyrir það fyrsta voru þau stærstu síðutogarar sem smíðaðir vom fyrir Islendinga og jafnframt þeir síðustu. Einnig vom þetta síðustu síðutogaramir sem Þjóðveijar smíðuðu og á ámnum eftir 1960 taka skuttogaramir við. Síðustu síðutogamir sem Þjóðverjamir smíðuðu og síðustu síðutogaramir sem Islendingar létu srmða." Öflugt skip Sigurður er mikið skip og öflugt. Hann er 72,5 Im á lengd, 10,31 m á breidd og ristir 8,1 m. Upphafleg aðalvél var 2200 ha Werkspoor sem brotnaði árið 1978 og var sett í hann 2400 ha Nohab Polar vél. Honum var breytt í nótaskip árið 1974, byggt var yfir hann 1976 og ber hann í dag um 1500tonnafloðnu. Þegar þúsund tonna togaramir komu var hnignunarskeið síðutogar- anna hafið en þeir höfðu m.a. verið undirstaðan undir efnhagsframfömm á íslandi um miðja öldina. Þrátt fyrir það náði Sigurður að verða aflahæsti togari landsins í átta ár af þeim níu sem hann var gerður út sem síðutogari og síðustu árin var hann í samkeppni við skuttogarana. Sigurður var gerður út frá Reykja- vík og var þá skráður RE 4. Ekki var byrjunin björguleg því skipið fór aðeins tvo eða þrjá túra eftir að hann kom til landsins. Þá var honum lagt í tvö áren hóf þá síldarflutninga. Skipið hóf svo aftur veiðar árið 1962 undir stjóm hins fræga aflamanns, Auðuns Auðunssonar. Guðbjöm Jensson tók við af honum árið 1965 og eftir eitt ár tók Arinbjöm Sigurðsson við af honum. Var hann með Sigurð til ársins 1973 þegar hlutverki hans sem togara lauk en árið eftir er honum breytt í nótaskip. Þá tók Kristbjöm Amason við Sigurði og er skipstjóri enn í dag en í nokkur ár var Haraldur Agústsson skipstjóri á móti honum. 2200 vinnustundir „Þúsund tonna togaramir voru af mörgum taldir fallegustu skip á íslandi enda vom þau byggð áður en skipa- smiðir týndu beygjuvélinni," segir Tryggvi sem tekist hefur að gera mjög nákvæma eftirmynd af Sigurði. „Þetta gæti verið 31. líkanið mitt og ég er með nokkur í smiðum. Grindin er úr krossvið sem síðan er klædd með sérstökum módelvið og sparslað í með módelsparsli. Til að fullkomna verkið er líkanið sprautað með bfialakki og það gerir Darri í Bragganum. Yfir- bygging og búnaður er úr krossviði. Það hafa farið 2200 klukkutímar í smíðina eða sem svarar meira en einu ársverki." Tryggvi segist hafa byijað á verkinu fyrir þremur árum og hófst það með gagnasöfnun. „Ég byrja á að verða mér út allar þær teikningar sem ég kemst yfir og breyti þeim í þá stærð sem ég ætla að hafa líkanið í. Einnig tek ég mikið af myndum. Undir- búningurinn kostar miklar pælingar og leit að hlutum sem hægt er að nota. Er maður alltaf með augun opin, m.a.s. inni í leikfangabúðum. En í þessu verki naut ég líka Adda bróður míns sem er stýrimaður á Sigurði," sagði Tryggvi að lokum. Sigurður er trúlega mesta aflaskip Islandssögunnar og hefur verið aflahæsta skip landsins bæði sem togari og nótaskip. Mest hefur árs- aflinn komist í um 50.000 tonn á ári. Ekki var hægt að fá nákvæmar tölur um hvað mikinn afla Sigurður hefur komið með að landi í þau tæp 40 ár sem liðin eru frá því hann kom til landsins. En Sigurður Einarsson, forstjóri ísfélagsins, segir að það hljóti að vera vel á aðra milljón tonna. I blíðunni á dögunum voru skipslíkanasmiðirnir og bræðurnir Andrés Sigurðsson og Tryggvi Sigurðsson að máta módel sín af Sigurði VE við frummyndina þar sem hún lá við Nausthamarsbryggju. A myndinni eru þeir ásamt nokkrum úr áhöfn Sigurðar VE. Andrés, sem er þriðji frá vinstri, á líkanið sem er fjær en Tryggvi, sem stendur næst honum, smíðaði líkanið nær sem Isfélagið á.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.