Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Side 2
2 Fréttir Fimmtudagur 7. september 2000 Hitað upp fyrir næsta leiktímabil í kirkjunni -um leið og verður fagnað fjórum titlum IBV-stúlkna Súnýbreytni verður í staríl Landakirkju í messunni á sunnudaginn sem verður kl. 11.00. Yfirskriftin er handboltamessa en hún nær einnig til fótboltans því þarna á að fagna frábærum árangri ÍBV-kvenna í árinu og leggja grunninn að áframhaldandi velgengni á komandi tímabili í handboltanum. „Við fógnum fjórum titlum í kvennaboltanum og hitum upp fyrir veturinn,“ segir Bára Friðriksdóttir prestur Landa- kirkju sem messar á sunnudaginn. „Handboltameyjar í fjórða flokki og meistaraflokki ásamt fótboltapæjum í öðrum og fimmta flokki eru sérstaklega hvattar til að mæta ásamt foreldrum og stuðningsliði en þess utan eru allir hjartanlega velkomnir. Stelpur í handboltanum munu taka þátt í helgihaldinu. Kirkjan vill mæta íþróttahreyfingunni og vinna með henni og þetta er einn liður í því,“ sagði Bára. Sýnt frá leiknum í aðal fréttatíma RÚV kl. 19.00 Ekki allt dýrast í Eyjum Athugull listunnandi veitti því athygli að hægt er að gera hagstæð innkaup í gjafavöru í Vestmanna- eyjuni. I grein í tímaritinu Hús og Hýbýli er sagt frá styttu sem kailast Engillinn og kostar 490 krónur í versluninni Blóm er list í Kópavogi. Okkar maður sá samskonar styttu í Eyjablómi hjá honum Eiríki og komst að því að þar kostar Engillinn 425 krónur. Bæjarstjórnar- in um keppni helg ina Ekkert innanfélagsmót verður um þessa helgi í golfinu. Aftur á móti verða tvö fyrirtækjamót haldin og á laugardag verður Bæjarstjómar- keppnin haldin. Þá er fulltrúum bæjarstjómar boðið til leiks og fá þeir með sér til halds og trausts vana félaga úr GV. STELPURNAR í meistaraflokki urðu íslandsmeistarar 2000. Handboltamessa fyrir stelpurnar í Landakirkju: Sjö sektaðir í umferðinni Sjö ökumenn voru sektaðir vegna umferðarlagabrota í vikunni. Fimm þeirra óku yfir leyfilegum há- markshraða og tveir höfðu ekki réttindi til að stjóma léttu bifhjóli. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu. Á fimmtudag urðu nokkrar skemmdir á bifreið sem ekið var á skemmdan rennustein á Ásavegi. Þá varð árekstur tveggja bfia í Foldahrauni en tjón minni háttar. Virðið gangbrautarréttinn Lögregla vill árétta að það er skylda ökumanns að stöðva bifreið sína við gangbraut ef gangandi veg- farandi er að fara yfir götuna. Þá skal bent á að framúrakstur við gangbraut eða á henni er bannaður enda um hættulegt athæfí að ræða. Ökumenn ertt sérstakiega beðnir um að aka varlega í nágrenni skólanna. Margur Eyjamaðurinn settist fyrir framan 22.00 fréttir Ríkissjónvarpsins á þriðjudagskvöldið í þeirri vona að mörkin úr bikarleik ÍBV og Fylkis yrðu sýnd. Vakti það mikil vonbrigði að svo varð ekki en stjóm knattspyrnudeildar ÍBV mun hafa ætlað að skoða mörkin í téðum fréttatíma, en hún situr og bíður enn og vonar að mörkin sýnd verði senn. Að sögn Gunnlaugs Þórs Pálssonar dagskrárstjóra á íþróttadeild RÚV var ekki sýnt frá leiknum í 22.00 fréttatímanum vegna þess að leikurinn var afgreiddur í lok aðalfréttatíma sjónvarpsins klukkan 19.00. „Þá vom öll mörkin sýnd og sagt frá dramatískum lokamínútum leiksins. Hins vegar má segja mistök af okkar hálfu að greina að minnsta kosti ekki frá úrslitum leiksins í 22.00 fréttatímanum," sagði Gunnlaugur Páll. SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn sjónvarpaði beint frá leiknum og nýtti sér ljósleiðarann sem ÍBV hafði forgöngu um að yrði lagður ásamt Landssímanum. 200 þúsund í haustþing kennara Sigurður R. Símonarson, skóla- málafulltrúi, lagði ffam bréf til bæjarráðs á síðasta fundi þess. Þar er óskað efiir aukafjárveitingu að upphæð 200 þús. kr. vegna haust- þings kennara á Suðurlandi en það verður haldið á Flúðum 2S.-29. sept. nk. Bæjarráð samþykkti erindið og verður gert ráð fyrir þessari upphæð í endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Mannaróðningar A sfðasta fundi félagsmálaráðs, 30. ágúst sl„ vtu' gengið frá mannaráðn- ingunt. Samþykkt var að ráða Tómas Sveinsson í starf mat- reiðslumeistara á Hraunbúðum. Þá var samþykkt að ráða Sigþóru Guðmundsdóttur í starf tómstunda- og forvamafulltrúa Vestmanna- eyjabæjar. Ein umsókn barst um starf forstöðumanns Athvarfs, frá Jónu Ólafsdóttur, kennara. Félags- málaráð samþykkti ráðningu hennar. Vilja nefnd um málefni ungs fólks Og enn var rætt um ungt fólk á fundi bæjarráðs á mánudag því að tillaga barst frá fulltrúum minni- hluta bæjarstjómar þess efnis að sett verði á stofn nefnd um málefni ungs fólks. Nefndin verði bæjaryfir- völdum til ráðgjafar um helstu málefni sem snerta ungt fólk og hagsmuni þess. Þrír fulltrúar verði tilnefndir í nefndina, tveir frá bæjarstjórn og einn frá Nem- endafélagi Framhaldsskólans, jafn- margir til vara, tilnefndir af sömu aðilum. Þessari tillögu var vísað til afgreiðslu bæjarstjómar. Rólegheit 190 færslur voru £ dagbók lögreglu í síðustu viku eða svipað og í vikunni á undan. Áð sögn lögreglumanna er rólegt yfir vötnunum um þessar mundir. Síma, stiga og múrefni stolið Þrír þjófnaðir voru kærðir til lög- reglu í vikunni. Á fimmtudag var tilkynnt um jtjófnað á Nokia farsíma sem stolið var á Naust- hamarsbryggju. Á laugardag vtir lilkynnt að álstiga hefði verið stolið frá Smáragötu 10 en stiginn hafði legið á lóð hússins. Þá var lögð fram kæra vegna þjófnaðar á múr- viðgerðarefni sem geymt var við Litlagerði en stolið var 5 - 8 pokum af því. Þessi þjófnaður mun hafa átt sér stað um síðustu helgi. Lögregla óskar eftir upplýsingum frá þeim sem kynnu að vita eitthvað um þessi þjófnaðttrmál. Merkjasala Krabba- varnar um helgina Ágætu Eyjabúar! Nú er komið að hinni árlegu merkjasölu Krabbameinsfélags íslands. Dagana 7. til 10. september munum við ganga í hús og biðjum við ykkur að taka vel á móti sölu- fólki sem ávallt fytr. Um leið minnum við á að 75% af sölunni renna í sjóð félagsins okkar. FRETTIR Útgefandh Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn, FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.