Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 28. september 2000 Fréttir 13 Vestnorden 15. til 16. september: Verðum að fylgja eftir þeim áhuga sem ferðaskrifstofur sýna Vestnorden er sölusýning og kaup- stefna fyrir aðila í ferðaþjónustu á íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Kaupstefnan var haldin í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík dagana 15. og 16. september og voru aðilar í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum með tvo bása á staðnum. Jóhann Heiðmundsson, hótelstjóri á Þórshamri, var á staðnum. Hann sagði að kaupendur kæmu alls staðar að úr heiminum til þess að skoða það sem í boði væri í ferðaþjónustu þessara aðila. „Það em mismargir kaupendur sem koma og fer það nokkuð eftir því hvar kaupstefnan er haldin hveiju sinni. Nú í ár var hún haldin á Islandi, en í fyrra í Færeyjum og að ári munu þessir aðilar hittast á Grænlandi og svo aftur á Islandi. Island heldur kaupstefnuna tvisvar á milli þess sem Færeyingar og Grænlendingar halda hana, vegna þess að Island hefur mestu gistimöguleika upp á að bjóða og flestir kaupendur koma því til íslands. Þar af leiðandi er Vestnordensýningin hverju sinni einna stærst á Islandi.“ Jóhann segir að hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum taki bása á leigu og kynni þar Vest- mannaeyjar sem eina heild og sem kost íyrir ferðamenn. „Viðerumekki að kynna nein ákveðin fyrirtæki, þó að einhveijir hafi haldið því frarn. Þama er öllum bæklingum safnað saman sem gefnir em út í Vestmannaeyjum, með öllum þeim aðilum. og sama hvaða þjónustu þeir em að bjóða. Þessir bæklingar em settir í möppu og þeir sem koma í básinn til okkar til að fá upplýsingar um Vestmannaeyjar, fá hana afhenta. Ef meiri áhugi kviknar, er farið yfir efni hennar með við- komandi, þannig að það verður enginn út undan sem er í ferðaþjónustu í Eyjum.“ Jóhann segir að viðtökumar nú hafi verið ágætar hvað Vestmannaeyjar snertir og að menn séu mjög sáttir effir kynninguna. „Sjálf sýningin er opin frá 10.00 til 17.00 fyrri daginn og frá 09.00 til 13.00 seinni daginn. Eftir klukkan 13.00 seinni daginn notarfólk tímann til þess að ganga á milli og spjalla. En við getum verið nokkuð sátt við okkar hlutskipti að fá þrjátíu og fimm til fjömtíu aðila í básinn til Jóhann Hciðmundsson hótel- stjóri á Þórshamri. okkar og fá upplýsingar. Á þessa sýningu komu einir fimm aðilar sérstaklega frá ferðaskrifstofum til þess að forvitnast um Vestmanna- eyjar.“ Jóhann bendir einnig á að menn megi ekki gleyma að fylgja eftir áhuganum eftir svona sýningu. „Þó að sýningunni sé lokið, þá er okkar starfi ekki lokið. Við verðum að halda utan um þann áhuga sem okkur var sýndur þama og það gemm við með því að vera í sambandi við við- komandi og forvitnast um hvort ferðaskrifstofuna vantar nánari upp- lýsingar. Þannig að við verðum að láta vita að við séum lifandi og enn þá til.“ Jóhann segir að sumarið í ár hafi verið frekar skrítið ef litið er til fjölda ferðamanna til Eyja. „Það hefur vantað lausatraffíkina, en það er hins vegar ekkert einsdæmi fyrir Vestmannaeyjar, heldur víðar á lands- byggðinni. Hana vantar ekki á Flugleiðahótelin og þau hafa ekki kvartað, enda mötuð af Flugleiðum. Hótel í einkarekstri hafa því átt undir högg að sækja víðast hvar á landinu. Þegar Magnús Oddson, ferðamála- stjóri, er að tala um 20 til 30 prósent aukningu ferðamanna á milli ára, sem hann er mjög duglegur við að auglýsa í fjölmiðlum, er hann ekki að gefa rétta mynd af stöðunni. Það verður að skilgreina hvar þessi aukning liggur, hvort hún er eingöngu í Bláa lóninu, eða á Reykjavíkursvæðinu. Það þýðir ekkert að vera að blekkja landsbyggð- ina á hveiju ári um einhveija aukningu sem ekki skilar sér þangað. Ef þessi aukning er eingöngu í Reykjavík, þá er verið að bjóða upp á ódýrari tveggja til þriggja daga ferðir. Þar er fullbókað og allt að 100 prósent nýting. Hópar, sem em að reyna að komast til Islands í viku, og fá ekki gistingu í tvær eða þrjár nætur í Reykjavík, en er boðin gisting til að mynda í Borgarfirðinum, Selfossi eða Hveragerði, segja þá nei og vilja fá tvær til þijár nætur í Reykjavík og svo þaðan út á land, þannig að ef gestur fær ekki gistingu í Reykjavík kemur hann ekki til Islands, svo einfalt er það." í ljósi þessa, hvemig metur þú þá árangurinn af þessari kaupstefnu og framtíð ferðaþjónustu í Eyjum. „Það er oft klifað á því að ekkert sé gert í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og að menn sýni henni engan áhuga. En við skulum ekki gleyma því sem hefur gerst hér og er að gerast. Hér er til að mynda glæsilegur golfvöllur, sem þarf að markaðssetja mun betur. Upp- byggingin á Skansinum kemur til með að verða glæsilegt svæði og til mikillar fyrirmyndar og þeir sem að stóðu eiga hrós skilið. Héma er verið að byggja annan íþróttasal sem skapar meiri möguleika til að halda ýmis fþróttamót. Einnig skulum við ekki gleyma því sem rís einna hæst núna og er nýja ráðstefnu- og fundahúsið á vatnstankinum sem ég segi að sé punkturinn yfir i-ið í okkar upp- byggingu til þess að fá fólk til Vestmannaeyja og ég ætla að vona að þetta hús rísi fljótt og vel og verði öllum til farsældar." Jóhann segir að með nýju ráðstefnuhúsi geti opnast miklir möguleikar til að lengja þann tíma sem ferðamenn og hópar geti komið til Eyja. „Með þessari byggingu er hægt að beina áherslunum að öðrum markhópi án þess að um beina lengingu ferðamannatímans sé að ræða. Það mun hjálpa þeim sem em með gistingu í Eyjum, en það er mjög slök nýting á gistingu í Eyjum utan háannatímans á sumrin,“ sagði Jóhann. Úslitaleikur Kúkakóluhikarsins var leikinn á Laugar- dalsvellinuni á sunnudaginn. Eyjamenn, sem ekki áttu heimangengt, horfðu margir hverjir á leikinn á Sýn á Mánahar og Lundanum. Hér eru svipmyndir frá stemmningunni og ein frá upphitun í Laugardalshöllinni. Frekar áhyggjuf ullir rýndu nienn á skjáina á Lundanum. Og ekki var síður áhyggjusvipurinn á Mánabarsmönnum. Þessir stuðningsnienn ÍBV hituðu upp í Laugardalshöllinn. Ráðstefnuhús í Eyjum vakti mikla athygli Auróra Friðriksdóttir, ferðamála- fulltrúi Vestmannaeyjabæjar, var að fara í fjórða sinn á Vestnorden, en þetta er í fimmtánda skipti sem kaupstefnan er haldin og öll þau ár hafa Eyjar átt fulltrúa þar. Auróra segir að Vestnorden hafi skilað mjög góðum árangri, enda væri ekki verið að halda Vestnorden í fimmtánda skipti ef svo væri ekki. Hún segir að hún fari á Vestnorden sem fulltrúi allra Vestmannaeyja og til að kynna þær með öllu sem ferðamönnum stendur til boða. „Það fóru sex fyrirtæki sem starfa í ferða- þjónustunni í Eyjum á kaupstefnuna ásamt mér. Hugmyndin á bak við Vestnorden og þátttöku okkar þar er að kynna Vestmannaeyjar sem ferðamannastað og hvaða möguleikar em í boði íyrir ferðamenn.“ Auróra segir að bæði sé kynning á þeirri þjónustu sem fyrir er í Eyjum og ekki síður á nýjungum í ferða- þjónustunni. „Af nýjungum sem við kynntum var Skanssvæðið og Staf- kirkjan, sem var okkar tromp. Einnig kynntum við nýja gistimöguleika eins og Eyjabústaðina og ekki má gleyma ráðstefnuhúsinu á tankinum, sem vakti töluverða athygli, sérstaklega inn- lendra aðila, en þegar það er risið getum við tekið á móti minni ráð- stefnum. Bygginguafþessutagihefur vantað í Eyjum og er nauðsynleg í nútíma samfélagi. I nútíma samfélagi em auknar kröfur og þær þýða einnig meiri lúxus.“ Hvemig fannst þér viðtökumar vera íheild? „Mér fannst viðtökumar vera þær bestu frá því ég fór að fara á Vest- norden. Við fengum marga inn á básana hjá okkur, jafnt innlenda sem erlenda aðila en fyrirkomulagið á þessu er þannig að viðtöl eru pöntuð fyrirfram, en einnig vom aðilar að koma við og þeir sýndu okkur mikinn áhuga.“ Þú nefndir auknar kröfur og lúxus, em Vestmannaeyingar kannski að fara inn á dýrari ferðamenn? „Við emm að sjálfsögðu að hugsa um alla ferðamenn, hvort sem þeir em innlendir eða erlendir, þannig að það er ekki verið að hugsa um neina ákveðna hópa sérstaklega. Hins vegar vakti það nokkra athygli hversu ferðaskrifstofur í Skandinavíu em að sýna okkur aukinn áhuga, en önnur lönd Evrópu vora þama inni í myndinni líka. Ein ferðaskrifstofa, sem hefur Frakka á sínum snæmm, setti Vestmannaeyjar inn á kortið hjá sér núna, en reyndar kom eigandi hennar til Vestmannaeyja í haust. En varðandi ferðaþjónustuna almennt, þá er mjög gott ef Vestmannaeyjar em að halda sínum hlut. Það skiptir máli að verabjartsýnníþessummálum. Við megum hins vegar ekki álíta að sjálfgefið sé að ferðamenn komi til Auróra Friðriksdóttir ferða- málafulltrúi. Eyja. Við verðum alltaf að vera sýnileg og sýna að við séum til,“ sagði Áuróra. Þess má geta að Auróra var að fara á ferðamálaráðstefnu á Isafirði síðast- liðinn þriðjudag, þar sem fyrir átti að taka ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.