Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 16. nóvember 2000 Bókvitið 'askana Lögfræðimerking skuldabréfa og vanskilalistar eru spennandi lesefni Ég vil byrja á að þakka Kolbrúnu Kristjánsdóttur kærlega fyrir að muna eftir mér í þessari bókakynningu. Ég hef vaknað á hverjum fimmlu- dagsmorgni fyrir allar aldir til að vera sem fyrstur til að lesa Fréttir og hef alltaf lifað í voninni, um að mér yrði boðin þátttaka. Nú er sá draumur loks orðinn að veruleika, og vil ég þakka Kolbrúnu kærlega fyrir það. Ég verð nú samt að tjá mig aðeins um bókalestur Kolbrúnar. Ég veit fyrir víst (Elías sagði mér það) að það er ekki Kolbrún sem les þessar bækur heldur les Elías fyrir Kolbrúnu (það held ég að sé gáfulegur lestur). Uppáhaldsbókin henn- ar Kollu mun vera bókin 3 litlar Ijúskur sem er ævintýrabók fyrir böm yngri en 6 ára. Ég er mjög langt frá því að vera bókaormur og les ekki mikið fyrir utan allt það skemmtilega lesefni sem berst til mín í vinnunni. s.s. lögfræðimerking skuldabréfa, horfur á hlutabréfamarkaði, vanskilalisti fyrir hitt og þetta og fleira spennandi lestrarefni. En bókin á náttborðinu hjá mér þessa vikuna (og reyndar undanfamar vikur) er bókin Óvinurinn eftir Desmond Bagley, sem er mjög skemmtileg og vel skrifuð bók, dæmigerð njósna og spennusaga, eins og þær gerast bestar. Annars hefur Sigurður Friðriksson er bókaunnandi vikunnar Sven Hazel alltaf verið minn uppá- haldsrithöfundur, en hann skrifaði eigin reynslusögur úr síðari heimsstyijöldinni, þar sem hann barðist fyrir Þýskaland, og lýsir á hispurslausan hátt, og oft með miklum húmor, því sem þar gerðist bæði á vígvellinum sem og annars staðar. Eins hef ég mjög gaman af að lesa „ Útkallsbœkumar, “ þar sem farið er í saumana á björgunarafrekum þeim sem þyrluflugmenn landhelgisgæslunnar og fleiri hafa unnið. Þá er alltaf ýtt að manni jöfnum hönd- um, af yngsta íjölskyldumeðlimnum, bókum eins og Dísa litla og Jói mjói (væntanlega ekki Jói P.) og það eru spennandi lesningar. Þetta er nú það helsta sem ég les og hef verið að lesa upp á síðkastið. En þá er komið að því að finna næsta bókaorm. Ég hef orðið fyrir talsverðu símaónæði eftir að það var skorað á mig sl. fimmtudag, af vinahópi mínum sem hefur grátbeðið mig um að velja sig í næsta blað. Þar hefur Hermann nokkur Long farið fremstur og reyndar gekk það svo langt að hann sagðist ætla að sitja fyrir utan hjá mér þar til ég myndi velja hann. Ég hef nú látið undan þessum mikla þrýstingi frá honum og ætla að velja hann sem næsta bókaorm Frétta. Ég veit að hann lumar á ýmsum snilldar- verkum á náttborðinu hjá sér eins og td. verðlaunabókin Slúðrað í Olískaffi og Letilíf jámiðnaðarmannsins, tvær topp- bækur sem allir ættu að lesa. Styttra í bakaríið Um síðustu helgi flutti Tölvurt í nýtt húsnæði að Strandvegi 51. Kristín Garðarsdóttir, starís- maður Tölvunar, er líklega sá Vestmanna- eyingur sem lengst hefur unnið við tölvur á lífsleiðinni. Hún byrjaði íþeim bransa fyrir um 30 árum, hefur fjórum sinnum skipt um vinnu- stað en alltaf verið við Strandveginn norðan- verðan þar til á laugardag þegar hún fékk nýjan vinnustað, við Strandveg að sunnan. Kristín er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn? Kristín Garðarsdóttir. Fæðingardagur og ár? 2. febrúar 1953. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Á iausuí Menntun og starf? Gagnfræðingur. Erenní skóla lífsins og vinn í Tölvun. Laun? ÞóaðDavíð sé fínnpeyiþá erég ekki í sjálfboðavinnu. Bifreið? Toyota Corolla. Helsti galli? Vinnufélagarnir þora ekki að segja mérþað. Helsti kostur? Ómar segir að það sé áreiðanleiki. Uppáhaldsmatur? Beinlausir fuglar. Versti matur? Súrí, úldið og myglað (þorramatur). Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldstónlist? Tina Turner er alltaf góð. Hvað erþað skemmtilegasta sem þú gerir? Að ferðast. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Taka til. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón íhappdrætti? Taka mérgott fríog sigla niöur Grand Canyon ígúmmíbát. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn. Annars var alltaf gaman að spila badminton við Gauja bæjó. Uppáhaldsíþróttamaður? Vala Flosadóttir. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Kroppavina- félaginu Fjallhressar og fílhraustar. Uppáhaldssjónvarpsefni? Bíómyndir. Uppáhaldsbók? Lækningamáttur líkamans, eftirAndrew Weil, hafði hressandi áhrif. Hvað meturþú mest ífariannarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki og óstundvísi. Fallegasti staðursemþú hefur komið á ? Gamd Canyon við sólarupprás, Ofanleitishamar við sólarlag, eða Lóns- öræfin eða.. Hvernig var fyrsta tölvan sem þú vannst við? Það var Olivetti bókhaldsvél sem þótti stórmerkileg á þeim tíma. Hvernig myndir þú lýsa þeim breytingum sem orðið hafa á tölvum og tölvuvinnslu á þeim tíma sem liðinn er síðan þú byrjaðir íþessu? Minnitæki, meiriafköst, færra fólk. Eiga tölvur eftir að leysa mannfólkið alfarið af hólmi? Nei, það væri samt fínt að fá eina í að taka til. Hvernig er að vera flutt suður fyrir Strandveg? Mérlístbara veláþað, styttra í bakaríið. Eitthvað að lokum? Já, þessi fyrsta tölva sem ég vann við, hafði tvö prógrömm og til að skipta á milli þeirra urðum við að nota skrúfjárn og skipta um stærðar stykki á vélinni. Þá var svo mikill hávaði í henni að við urðum að nota heyrnarhlífar. ? <f Vestmannaeyingar Þann 22. ágúst 2000 eignuðust stúlku Lára Skæringsdóttir og Þórarinn Ólason. Hún vó 13 merkur og var 51 sm og hefur fengið nafnið Thelma Lind. A myndinni með Thelmu Lind eru systkini hennar Ingi Þór og Sigrún Gyða. Heimili þeirra er í Vestmanna- eyjum. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Leiðrétting I síðasta nýburaþætti Frétta birtum við mynd af systkynunum Bergþóru og Jóni Berg Sigurðarbörnum en fórum rangt með nafn föðurins sem heitir Sigurður Þór Símonarson. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Orðspor______________________________ Skansinn fluttur? Engu líkara er en Skansinn hafi verið fluttur til Reykjavíkur. Nýlegur bæklingur gefinn út af Byggðasafni Vestmannaeyja, eða því sem eftir lifir af þeirri stofnun, þykir sýna, svo ekki verður um villst, sofandahátt bæjaryfirvalda er kemur að atvinnulífi í Eyjum. Bæklingurinn, sem hvorki er stór né yfirgripsmikill, er ekki aðeins hannaður í Reykjavík, prentaður í Reykjavík heldur er hann merktur Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000!!!! Þetta þykir enn eitt dæmið um að við emm sjálfum okkur verstir í atvinnu- og byggðamálum, Vestmannaeyingar. Ekki er kannski von á góðu þar sem ekki eru orginal heimamenn í hverju sæti í safnahúsinu. Af sviðaveislu Bumbugengið, gönguklúbburinn íturvaxni, mun hafa ætlað að halda sviðaveislu nýlega. Gengið hefur innanborðs athafnasama ntenn og því mku til ekki færri en þrír meðlimir og pöntuðu hver 25 sviðahausa en geta má þess að gengið inniheldur fimm þegar mest er. Enginn meðlima mun þó hafa treyst sér í eldamennskuna og því eiga þeir BG menn svið á lager samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Á döfinni 4* Nóvember 16. Ingibjörg Hafstað kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu heldur fund með foreldrum nýbúa í leik- og grunnskólum. Haldið í sal Barnaskólans kl. 15.30 16. Dagur islenskrar tungu. Ljóða- og þululestur á Bókasafninu fyrir börn kl. 18. Félagar í Leikfélagi Vestmannaeyja lesa. 16. Bingó í Þórsheimilinu kl. 20.30. 18. Aðalfundur Norðlendingafélagsins á Lanternu kl.14.00 18. Lokahóf mfl. karla í knattspyrnu í Týsheimilinu kl. 19.30 19. þjóðlagamessa í Landakirkju kl. 20.00. Með söng og í stuði, göngum við með Cuði. 22. Tónleikar Todmobile í Samkomuhúsinu kl.2l. 23. Súpufundur Framsóknarflokksins á Hótel Þórshamri kl. 12.30 25. 10 ára afmælisfagnaður og aðalfundur Félags hjartasjúklinga í Vestmannaeyjum kl. 14 í Akóges. 25. Styrktarfélagatónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Vélasalnum við hlið Tónlistarskólans kl. 16. Desember 13. Jólatónleikar Samkórsins. Ljúf tónlist á aðventu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.