Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Side 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 7. desember 2000
Stefnt að vínveit-
ingum íHerjólfi
A síðasta fundi bæjarráðs var lekið
f'yrir bréf frá sýslumanninum í Vest-
mannaeyjum en þar var leitað
umsagnar um erindi Samskipa fyrir
veitingaleyfi um borð í Herjólfi.
Þetta erindi var samþykkt í bæjar-
ráði. Björgvin Amaldsson, hjá
Samskipum, segir að hér hafi aðeins
verið sótt um almennt veitinga- og
gistileyfi fyrir skipið en slíkt þurti
að gera þegar nýir rekstraraðilar taki
við. „En við hyggjumst líka sækja
um fullt leyfi til veitinga um borð.
þ.e. vínveitingaleyfi, og stefnum að
því að það verði líka komið þegar
við tökum við rekstrinum um
áramót," segir Björgvin.
Sektað vegna
flugeldasýningar
Það fór tæplega framhjá mörgum
að Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður, hélt upp á fimmtugsafmæli
sitt sl. laugardag. Hápunktur þess
fagnaðar var flugeldasýning á
miðnætti, í umsjá Björgunar-
félagsins, og var hún bæði mikil og
hávaðasöm svo að einhveijir
hrukku upp af svefni. Einhverjar
kvartanir munu hafa borist lögreglu
vegna þess og eins var haft
samband ofan af landi og látið vita
um flugelda sem sést hefðu yfir
Eyjum. Sótt hafði verið um leyfi
fyrir flugeldasýningu en ekki jafn-
viðamikilli og háfleygri og hún svo
reyndist vera. Viðkomandi aðilar
munu hafa hlotið áminningu vegna
þessa og sektaðir.
Með rétt vegabréf
í síðasta blaði sögðum við frá dómi
yfir konu frá Miðbaugs-Gíneu sem
kom til landsins á röngu vegabréfi.
Hún kom í fylgd verðandi eigin-
rnanns síns og við ákvörðun refs-
ingar var litið til þess að málavextir
voru sérstæðir og töldust henni lil
málsbóta. Þá hafi ákærða stundað
vinnu þann tíma er luin hefur dvalið
á íslandi og hún sé gift íslenskum
manni. Samkvæmt sakavottorði
hefur hún ekki gerst sek um
refsiverða háttsemi, aðra en þá sem
um ræðir í þessu máli og auk þess
gaf hún sig sjálfviljug fram við
lögreglu.
Hjónin vilja koma því á framfæri
að konan hefur í eitt ár dvalið hér á
landi með rétt vegabréf enda hafi
aldrei venð ætlunin að ganga á svig
við íslensk lög.
í vímu og vígamóði
Ein líkamsárás var kærð um
helgina. Tveir ölvaðir menn lentu í
deilum sem endaði nreð þvf að
annar réðst á hinn. Hlaut sá sem
ráðist var á áverka á andliti og varð
að leita sér læknisáðstoðar.
Arásarmaðurinn var handtekinn og
færður í fangageymslu þar sem
hann dvaldi þar til af honum rann
bæði víma og vígamóður.
Óskað umsagnar
vegna búfjórhalds
Bæjarráð tók fyrir á fundi sfnum á
mánudag bréf frá sýslumanni þar
senr óskað er eftir umsögn um leyti
til búfjárhalds. Samkvæmt upplýs-
ingum frá sýslumanni tengist þessi
ósk rannsókn á sakamáli. Bæjarráð
hefur falið lögmanni bæjarins að
svara bréfinu í samráði við
bæjarritara.
Ferja milli Eyja og Bakkafjöru - Tillaga til
þingsályktunar samþykld á þingi:
r
Aætlað að rann-
sóknir taki þrjú ár
Fyrir nlþingi liggur tillngn til
þingsályktunnr um rannsóknir á
ferjuaðstöðu við Bakkatjöru undan
Vestmannaeyjum. FJutningsmenn
eru þingmennirnir Arni Johnsen,
Drífa Hjartardóttir, Arnbjörg
Sveinsdóttir, Hjálmar Arnason,
Guðmundur Hallvarðsson, ísólfur
Gylfi Pálmason, Þorgerður K.
Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller
og Jón Kristjánsson.
Samkvæmt lillögunni ályktar alþingi
að fela samgönguráðherra að hlutast
til um við Siglingastofnun Islands að
hún hefji sem fyrst rannsóknir á
feijuaðstöðu við Bakkafjöru og öðrum
aðstæðum í tengslum við ferjuleið frá
Vestmannaeyjum að Bakkaíjöru.
í inngangi greinargerðar tillögunnar
segir að um 150 þúsund manns ferðist
árlega til Vestmannaeyja sem séu einn
af þremur fjölsóttustu ferðamanna-
stöðum á Islandi. Hugmyndin að
ferjusiglingu, stystu leið milli lands og
Eyja, miðist við að flytja fólk, bfia og
gáma. Slík framkvæmd myndi gjör-
bylta samgöngum milli lands og Eyja
og aðstöðu allri á Suðurlandsundir-
lendinu því farnar yrðu ferðir á 30 til
60 mínútna fresti og siglingatími yrði
ekki fjarri þeim tfma sem tæki að aka
eftir göngum til Eyja. Með þessu yrði
möguleiki á að stytta ferjusiglingu
milli lands og Eyja niður í 20 mínútna
siglingatíma.
Þá er í tillögunni vikið að þeim
rannsóknum sem fram hafi farið og
þurfi að fara fram á suðurströndinni.
Þar segir m.a. að hafnleysi einkenni
suðurströnd landsins og af þeim
sökum hafi rannsóknir á sjólagi og
efnistöku ekki verið ofarlega á baugi.
Ahuginn hafi einkum beinst að
Þorlákshöfn í vestri og Homafirði í
austri en þar á milli séu um 350 km.
Eftir uppbyggingu landshafnar í
Þorlákshöfn, um miðjan áttunda
áratuginn, og eftir að Ósinn við
Hornafjörð lokaðist fyrir tíu árum,
fóru fram umfangsmiklar rannsóknir
og athuganir við þessar hafnir. Þann
grunn megi nýta til að skilgreina
hvaða upplýsinga þarf að afla lil að
svara spumingum um hafnargerð á
Bakkafjöru.
Þá segir að aðstæður til siglinga að
Bakkaijöm séu um margt svipaðar og
á grynnslunum utan við Homafjarðar-
ós. Þar sé dýpi um sjö metrar og
munur á flóði og íjöm um hálfum
metra minni en við Bakkaíjöru. Með
þekkingu á hegðun sandrifjanna og
hliðanna við Bakkafjöru sé talið að
finna megi aðstæður sem hægt væri að
nýta fyrir sérútbúið ferjuskip til að
sigla að ferjuaðstöðu þar sem leitast
væri við að finna sem haganlegastar
aðstæður.
I tillögunni segir að lítið sé vitað um
sjólag og breytingar á sandrifjunum
við Bakkafjöru og bent á að mæla
þurfi dýpi þar reglulega, a.m.k. 5-10
sinnum á ári í þrjú til fjögur ár en gert
er ráð fyrir að a.m.k. þrjú ár þurfi til að
meta hvort aðstæður séu þannig að
ferja gæti haldið uppi reglubundnum
siglingum milli Eyja og Bakkafjöm.
Bent er á að Lóðsinn henti mjög vel til
þessara rannsókna.
Lögð er fram sundurliðuð kostn-
aðaráætlun vegna þessara undir-
búningsrannsókna og er áætlaður
kostnaðurþessi:
Stofnkostn. og leiga á Lóðsinum 7 m.
Bún. til að sniðmæla fjörur á landi 3 m.
Sjálfvirk veðurath.stöð v. Bakkafj. 2 m.
Öldudufl og ölduspár v. Bakkafj. 3 m.
Hugbún. v. útreikn. efnisflutninga 4 m.
Gijótnámsrannsóknir v. brimvama 5 m.
Jarðvegsathuganir á hafnarstæði 3 m.
Úrvinnsla mælinga og skýrslugerð 3 m.
Samtals: 30 millj.
Kostnaður er áætlaður um 10
milljónir króna á ári, miðað við
þriggja ára tímabil.
„Eg er mjög ánægður með fram-
gang málsins því þama getur opnast
nýr kostur í samgöngum við Eyjamar.
Um leið er hægt að kanna enn frekar
möguleika á gerð ganga milli lands og
Eyja,“ sagði Ámi Johnsen, alþingis-
maður og formaður samgöngu-
nefndar, í samtali við Fréttir.
Björn Karlsson stóð uppi sem
haustskákmeistari Skákfélagsins
ef'tir að hafa sigrað Sverri
Unnarsson í bráðabana.
í undanúrslitum hafði Björn,
sem er til hægri á myndinni, sigur
á Einari Guðlaugssyni og Unnar
lagði Sigurjón Þorkelsson. Björn
og Unnar urðu jafnir í úrslitum
urðu því að mætast í bráðabana
sem fram fór á sunnudaginn.
Tefldu þeir tvær hálftíma skákir
sem Björn vann báðar og stóð
hann því uppi sem haustmeistari.
Viðbúnaður vegna
jólaumferðar
Alls voru 207 færslur í dagbók lögreglu í síðustu viku og er það heldur
meira en verið hefur undanfarnar vikur.
Helsta ástæða þessarar fjölgunar er sú að nú er lögregla með meiri viðbúnað
vegna umferðar þar sem jólaumferðin er þegar byrjuð. Þetta þýðir töluvert
meira eftirlit lögreglu en venjulega. Em ölumenn hvattir til að sýna hver öðmm,
svo og öðmm vegfarendum, tillitssemi í umferðinni.
Ökugleði
Þrjú skemmdarverk vom tilkynnt
lögreglu í vikunni og áttu sér öll
stað aðfaranótt Iaugardags. Lakk
var rispað á bifreið sem stóð við
Heimagötu. Þá vom unnin
skemmdarverk á tveimur bifreiðum
á bfiastæðinu við Foldahrauns-
blokkimar auk þess sem þar var
bifreið tekin ófrjálsri hendi. Var
greinilegt að sá sem þama var að
verki ætlaði sér í ökuferð því að
hann hafði átt við kveikjulása hinna
bifreiðanna tveggja áður en honum
tókst að koma þeirri þriðju í gang.
Ekki hefur lögregla upplýsingar um
þennan ökuglaða mann en hvetur
tólk, sem sá til mannaferða á bfia-
stæðinu við Foldahraunsblokkimar,
umrædda nótt, til að hafa samband.
20 brotlegir
í umferðinni
Alls liggja fyrir 20 kærur fyrir brot
á umferðarlögum eftir vikuna. Átta
vom kærðir vegna hraðaksturs, sex
vegna vanrækslu á vátrygginga-
skyldu, fimm vegna stöðubrota og
einn hafði ekki fært bifreið sfna til
skoðunar á tilskildum tíma. Þá var
eitt umferðaróhapp tilkynnt lög-
reglu, árekstur tveggja bifreiða á
miðvikudag í síðustu viku á gatna-
mótum Kirkjuvegar og Hólagötu.
Ekki urðu slys á fólki en eitthvert
tjón á ökutækjum.
Reglur um útivist
stuðla að velferð
Lögregla hefur haldið áfram að
fylgjast með því að reglum um
útivist sé fylgt eftir og telur ástandið
betra en verið hefur undanfamar
vikur. Er það von lögreglumanna
að foreldrar og foiTáðamenn hafi
tekið við sér. eftir að lögregla jók
eftirlit. og sjái til þess að böm þeirra
séu ekki úti eftir að útivistartíma
lýkur. Eins og oft hefur kornið ffam
er þetta frekar spuming um að
vemda bamið sitt en að vera
leiðinlegt foreldri nteð því að neita
barninu um að vera úti eftir að
útivistartíma lýkur. Þá er það
reynsla lögreglu að meirihluti þeirra
ungmenna sent úti er urn helgar,
eftir að útivistartíma þeirra er lokið.
sé undir áhrifum áfengis. Af þessu
má draga þá ályktun að eftir því
sem foreldrar sýna minni ábyrgð
gagnvart útivistarreglum því meiri
hætta er á að böm þeirra byiji að
neyta áfengis og í framhaldi af því
ffkniefna. Því er nauðsynlegt að
standa vörð um útivisttirreglumar,
séu þær haldnar er líklegt að þær
geti stuðlað að velferð barnanna
okkar.
Fimleikasýning
Hin árlega jólasýning Fimleika-
félagsins Ránar verður haldin í
íþróttamiðstöðinni þriðjudaginn 12
desemberkl 18.CK).
Allir velkomnir og aðgangur er
ókcypis en frjáls framlög em vel
þegin við innganginn.
Fréttatilkyrming.
Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir
Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www. eyjaf retti r. is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum
Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla i Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000
eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
FRETTIR
8