Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Side 4
4 Fréttir Fimmtudagur 7. desember 2000 Bókvitið 'askana • • Les Dagblaðið og Andrés Ond á náðhúsinu Ég vil byrja á því að þakka Jósúa Steinari (Spielberg), vini, vinnufélaga og ferðafélaga kærlega fyrir að hafa valið mig sem bókaunnanda vikunnar. Þessi tilnefning kom mér ekki á óvart enda veit Jósúa að hjá mér er um auðugan garð að gresja. Ég var beð- inn um að koma því til skila varðandi umsögn Jósúa um göngulag ónefndra aðila að það er hverjum atvinnu- rekanda hollt að vera með fæturna á jörðinni. Ég les mikið á hverjum degi a.m.k. í klukkutíma á dag þegar ég bregð mér á náðhúsið að afloknu dagsverki. Þá les ég aðallega Dagblaðið og Andrés Ónd er í miklu uppáhaldi núna. Sú bók sem ég las síðast var mjög áhugaverð og bauð upp á mikla fjölbreytni en það voru svonefnd Bókatíðindi sem mér til mikillar ánægju koma út fyrir hver jól. Ég hef haft það fyrir reglu að kaupa mér eina bók um hver jól, helst spennusögu, ég held mikið upp á Alistair MacLean, Hammond Innes, Desmond Bagley og Ken Follet. Um síðustu jól las ég Þriðja Tvíburann eftir Ken Follet, að vísu var ég ennþá að lesa hana um páskana en það má segja að þolinmæði þrautir vinnur allar (um hvað var annars bókin?). Það er líka alltaf gaman að lesa fyrir yngri dóttur mína og þá eru það einna helst stuttar og einfaldar sögur sem ég á auðvelt með að skilja (maður gæti þurft að útskýra). Annars vil ég koma því að að Jósúa fékk viðurnefnið Spielberg í slyddu- jeppaferð Jeppavinafélagsins í Vest- mannaeyjum í sumar. Hann lagði mikla vinnu og pælingar nótt og dag í næstu skot. Það þurfti að raða bíl- unum eftir litum, tegundum, stærð dekkja, þyngd ökumanna, flauta á réttum stöðum o.s.frv. Þessi mynd var lengi í framleiðslu og tók hún meðal annars þátt í forkeppni fyrir Edduverðlaunin en laut í lægra haldi fyrir Englum Alheimsins. Enda flestir leikendur í Jeppaferðinni mun rugl- aðari en persónurnar í þeirri annars ágætu mynd, Englunum. Ég vil tilnefna Þorstein Sigurðsson næsta bókaunnanda því mér leikur forvitni á að vita hvað menn lesa úti í Suðurey yfir Þjóðhátíðina. Ég veit að hann hefur nægan tíma til að svara þessu því hann liggur vist öll kvöld á gærunni fyrir framan kamínuna, (þessari pólsku). Fylkisvöllurirm er fallegur Fyrirtækið Eyjablikk varstofnað íapríl 1997 og hefur verið í örum vexti sfðan. Nýlega flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði að Flötum 27. Fram- kvæmdastjóri Eyjablikks er Eyjamaður vik- unnar. Fulltnafn? Stefán Þór Lúðvíksson. Fæðingardagur og ár? 26. janúar 1968. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? í sambúð með Andreu Atladóttur. Við eigum tvær dætur, Agnesi og Bríeti. Menntun og starf? Verslunarpróf frá Fjölbraut í Ármúla og blikksmiður að atvinnu. Laun? Alltoflítil. Bifreið? Ford Escort '99. Helsti galli? Aðrir verða að dæma um það. Helsti kostur? Sama hér. Uppáhaldsmatur? Humar. Versti matur? Siginn fiskur. Uppáhaldsdrykkur? Gin og tonic. Uppáhaldstónlist? Þjóðhátíðarlögin. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Vera heima með fjölskyldunni og vera á þjóðhátíð. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að þrífa bílinn. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Bjóða Andreu til Hawaii. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Andrea Atla. Uppáhaldsíþróttamaður? Biggi Sveins (það er ekki hægt að nefna Andreu þriðja skiptið i röð). Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Kiwanis og Fylki. Uppáhaldssjónvarpsefni? Myndbandsupptaka afBigga að dansa í steggjapartíinu sínu. Uppáhaldsbók? Blikksmíðasaga íslands. Hvað meturþú mest ífari annarra? Heiðarieika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar og Fylkisvöllurinn. Hvort myndir þú flokka blikksmíði undir iðngrein eða listgrein? Hvort tveggja. Hvaða þýðingu hefur flutningur í nýtt húsnæði fyrir ykkur? Þetta breytir allri vinnuaðstöðu svo og aðstöðu til að taka á móti viðskiptavinum. Eru næg verkefni framundan í blikksmíði f Vest- mannaeyjum? Allavega næsta árið og svo finnum við okkur eitthvað meira. Eitthvað að lokum? Ég vil þakka öllum Vestmanna- eyingum fyrir frábærar móttökur og vonast eftir að sjá þá á Hásteinsvelii næsta sumar þegar Fylkir vinnur ÍBV eins og venjulega. ? <? Vestmcmnaeyingar 18. september sl. eignuðust stúlku Þóra Björg Thoroddsen og Aðalsteinn Jónatansson. Hún vó 14 merkur og var 52 sm og hefur fengið nafnið Kristín Björg. Fjölskyldan býr í Kalifomíu í Banda- ríkjunum. Á myndinni með Kristínu Björg er Sólveig Anna, stóra systir. Orðspor________________________________ Við krefjumst færri bensínstöðva Bíleigendur hafa lengi pirrast á þjónustuleysi bensínstöðva hér. I Vestmanna- eyjum em fimm bensínstöðvar. Það er ein bensínstöð á hvetja 906 íbúa, en við erum 4.530 sem enn þrjóskumst við og búum hér. í Kópavogi bjuggu 1. des. sl. 22.568 manns og einhvern veginn komust þeir af með fimm bensínstöðvar eins og við. Þar em semsagt 4.513 manns um hvetja bensínstöð. Eitthvað hefur þetta sjálfsagt með það að gera að þeir sem vinna á bensínstöðvunum í Kópavogi em að vinna á bensínstöð. Það eru okkar bensín- stöðvarstarfsmenn ekki að gera. Þeir em að reka kjaftaklúbba karla með til- heyrandi kaffiuppáhellingum, sumir em að steikja hamborgara eða leigja út myndbandspólur en engum þeirra hefur enn dottið í hug að þeir þurfi á einhvem hátt að vinna fyrir aurunum sem þeir fá fyrir að selja bensín. Ög flestir þeirra nenna bara ekki að standa í því að fylla bíla af bensíni. Það verður að segjast eins og er að það er enginn tilviljun að Vestmannaeyjar em eini staðurinn á landinu sem neytendur em nógu aumir til að láta fara svona með sig. Vestmannaeyingar láta olíugreifana komast upp með þetta. Láta sig heldur hafa það að ata sig út í díselolíu eða bensíni, en að standa í því að fá sjálfsagða þjónustu. Þetta hefur oft valdið undrun innlendra ferðamanna sem sitja í bílum sínum úti við dælu og bíða, oft lengi. Nú liggur það í augum upp að olíugreifamir eiga bágt og þéna alls ekki nóg til að reka eins og einn bensíntitt. Því liggur lausnin í augum uppi. Færrri stöðvar með meiri þjónustu. Nú hefur heyrst sá orðrómur að eitt olíufélaganna stefni að því að koma hér upp sjálfvirkri stöð og hirða þannig markaðinn með lægra verði og sömu þjónustu og hingað til, semsagt engri. Það mun gleðja bíleigendur í Eyjum, það er að segja alla nema þrjá. Á döfmrrí 4* Desember 7. Bókmenntavaka í Akóges kl. 20.30. Kunnir höfundar lesa úr verkum sínum. Jólatónlisl og Ijóialestur. 7. Bimgó í Þórsheimilinu kl. 20.30. 7. NómskeiÍ í lita- og fatastíl ó Hótel Þórshamri kl. 20 ■ 23 7. Jólofundur Félags eldri borgara ó Hraunbúium. 7. Bíóið opnar eftir breytingar. Björk dansar í myrkrinu kl. 20.30 8. Kveikt ó jólatrénu kl. 17. Jólasveinar og lúirablóstur. 8. Sextugsafmæli Ragga rakara í Kiwanishúsinu kl. 20.00 8. ■ 9. Þroskahjólp selur happdrættisalmanak sitt við matvöruverslanir 8. -10. Handverksmarkaður í Sælahúsinu við Strandveg 9. Stofníundur sameinaðs verkalýðsfélags í Alþýðuhúsinu kl. 14. 9. - 20. Sýning ó sönglagahandritinu Hymnodia sacra ó Bókasafninu. 12. Jólasýning fimleikafélgsins Rónar í Iþróffamiðsföðinni kl. 18. 12. Jólatónleikar Samkórsins í Safnaðarheimilinu kl. 20.30. 14. Aðallundur Vinnslustöðvarinnar kl. 16 i Kiwanishúsinu. 14. Jólatónleikar Kórs Landakirkju. Einsöngvari með kórnum er Sigrún Hjólmtýsdóttir (Diddú). 15. -17. Samkeppni um besta piparkökuhúsið í skótaheimilinu við Faxastíg. 18.- 20. Seinni hluti númskeiðs lyrir almennt ökupróf hjó Okuskóla Vestm. 21. Hluthafafundur í Herjólfi hf. í Hóskólanum kl. 10.00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.