Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Side 10
10 Fréttir Fimmtudagur 7. desember 2000 I Bók Óttars Sveinssonar - Útkall upp á líf og dauða grafin Á kaf í snjóinn Níels var síður en svo að hugsa um hvort honum yrði kalt: „Við Melkorka hlupum upp fyrir íjárhúsið. Nú urðum við hissa. Aldrei höfðum við séð svona stóra snjó- hengju fyrir ofan. Þetta var alveg rosalega stórt. Mér fannst svo skrýtið að sjá hve lítið pláss var frá húsinu út í þennan risaskafl. Við fórum út að hesthúsi sem stendur rétt ofan við og lékum okkur að því að renna okkur niður skaflinn þar. Eftir það fórum við upp á stóru hengjuna hjá fjárhúsinu og lékum okkur að því að stökkva niður. Þetta gerðum við nokkrum sinnum. Það var gaman að hoppa þarna því það var svo hátt. Eftir þetta ákváðum við að klifra upp á þak á fjárhúsinu. Við lékum okkur að því að kasta snjóboltum í hlöðuna. Síðan fannst mér veðrið eitt- hvað farið að versna og við ætluðum að fara niður aftur. Ég man hvemig skóf fram af stóm hengjunni á bak við fjárhúsið. Ég ákvað að hlaupa niður hallann á þakinu og stökkva fram af og utan í hengjuna. Þegar ég fór fram af sneri ég mér við í loftinu en fann dynk á bakið þegar ég var að koma utan í hengjuna. Mikil snjóbreiða var að hrynja yfir mig. Ég sá að Melkorka var að koma á eftir mér. Hún var brosandi. Ég keyrðist niður og allt í einu var ég umlukinn snjó. Hann þjappaðist og NÍELS Magnússon 16 ára og Melkorka Bjarnadóttir 11 ára með felögum og forsvarsmönnum úr Björgunarsveitinni Biskupstungum og Björgunarsveitinni Ingunni Laugarvatni. Það fór vel á með þeim og börnunum sem iaunuðu lífgjöfina með því að færa hvorri sveit fyrir sig súrefnistæki og Útkallsbækur þar sem sagan um björgunina kemur fram í smáatriðum. þrýstist þunglega að mér. Það var svo þröngt að ég gat ekkert hreyft mig. Þetta var rosalega óþægilegt.“ Melkorku fannst spennandi að hlaupa fram af þakinu á fjárhúsinu og var rétt á eftir Níelsi þegar hann stökk fram af: „Níels hoppaði á undan mér og ég sá hengju detta ofan á hann. Ég reyndi að stöðva mig í stökkinu til að lenda ekki í því sama en það var of seint." Á sekúndubroti hugsaði Melkorka: „Ég má ekki lfka lenda undir snjó því ég verð að hlaupa inn og sækja hjálp.“ Hún horfði á Níels hverfa undir snjóinn: „Ég fékk í magann og reyndi að snúa mér við í stökkinu. En snjórinn fór ofan á mig líka. Ég reyndi af öllurn kröftum, með höndum og fótum, að ýta snjónum ofan af mér en það var ekki hægt. Ég titraði af hræðslu." Föst í snjónum Níelsi var illa brugðið: „Ég gat mig hvergi hreyft, nema kannski um nokkra sentímetra. Ég lá einhvern veginn á maganum. Hægri handleggurinn var sveigður aftur með bakinu. Hinn var klesstur upp til vinstri, skáhallt ffá andlitinu. Ég reyndi að lemja með hendinni upp til að rýma til. Það var vonlaust. Snjórinn þrýsti svo á mig. Einnig reyndi ég að hreyfa höfuðið og snúa því til að fá meira pláss. Snjórinn var svo harður og þungur að ég gat ekkert gert. Fætumir vom einhvem veginn snúnir og hægri hluti líkamans illa sveigður. Börn I nýútkominni bók Óttars Sveinssonar, Utkall upp á líf og dauða, eru tvær sögur af raunverulegum atburðum sem gerðust fyrr á þessu ári. Fyrri sagan lýsir því er rúta með hóp austurrískra ferðamanna lenti í miðri Jökulsá á Fjöllum í sumar. Fólkið komst á þak rútunnar og var þar klukkustundum saman f bráðri lífshættu. Rútubílstjórinn, sem er íslenskur, hætti sér út í straumþunga jökulána til að ná í hjálp og barst fleiri hundruð metra með ánni. Tveir landverðir, karl og kona, fóru á gúmbáti að sokkinni rútunni og misstu þar bátinn. Liltu munaði að þau færust. Aðrir stóðu hjálparlausir á árbakkanum og gátu ekkert aðhafst. Síðari sagan er af því er tvö börn grófust undir snjóhengju á bæjarhlaði í Biskupstungum. Þar lýsa fjölskylda og björgunarmenn örvæntingarfullri leit að börnunum í snjónum. Við grípum niður þar sem börnin eru að leika sér að því að stökkva í snjóskafl fram af fjárhúsþakinu en andspænis fjárhúsinu er gríðarstór snjóhengja. snjó

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.