Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Qupperneq 11
Fimmtudagur 7. desember 2000 Fréttir 11 SLYSSTAÐURINN. Snjófargið yfir börnunum var á annan metra og þar lágu þau í á þriðju klukkustund áður en þeim var bjargað nær dauða en lífi. Ég heyrði í Melkorku. Hún var greinilega að öskra óskaplega. Samt heyrði ég bara dempað hljóð í snjónum. Táin á su'gvéli Melkorku var rétt við andlitið á mér. Hún kallaði eins hátt og hún gat. Ég reyndi að kalla til hennar: „Hættu, Melkorka, hættu þessum öskrum! Þú eyðir bara súrefni,“ kall- aði ég og varð að hafa mig allan við því snjórinn einangraði hljóðið óskap- lega. Ég kallaði og kallaði." Von um hjálp Melkorka var að hugsa um frænda sinn, Guðmund, sem hún hafði séð vera að moka snjó á dráttarvélinni - hann var næsta hugsanlega hjálp: „Ég heyrði hljóð frá dráttarvélinni og reyndi að öskra á Guðmund. Svo áttaði ég mig á því að hann myndi ekkert heyra í mér vegna hávaðans í vélinni. Það var dálítið pláss í kringum mig og ég heyrði að Níels var eitthvað að kalla. Ég heyrði bara óm í honum. Mér fannst hann vera langt frá mér. Ég hætti að kalla til að eyða ekki þeirri orku sem ég átti eftir. „Fólkið hlýtur að koma og bjarga okkur,“ hugsaði ég.“ Níels hugsaði það sama og Melkorka: ,,Ég var hættur að heyra í Melkorku. Mér fannst útilokað að reyna að kalla í bróður minn á dráttarvélinni því ég gerði mér grein fyrir að hann myndi ekkert heyra í mér. Maður heyrir ekkert í fólki fyrir utan þegar maður er inni í húsi á dráttarvél. Ég gat hins vegar heyrt vélamiðinn í gegnum snjóinn. „Ég held ég verði bara að bíða og sjá hvað gerist. Ekkert annað,“ hugs- aði ég. Allt í einu heyrði ég að drepið var á dráttarvélinni og þá kom þögnin. „Guðmundur hlýtur að fara að koma,“ hugsaði ég. Ég hafði oft séð þætti um snjóflóð í sjónvarpinu. Þar hafði greinilega komið fram að það heyrist lítið sem ekkert í gegnum snjóinn. Ég ákvað að vera ekkert að eyða súrefninu með því að reyna að kalla í bróður minn.“ Hugsaði um sjómanninn í Eyjum Melkorka litla hugsaði og hugsaði - hvað átti hún að taka til bragðs? „Ég fór að hugsa um sjómanninn í Vestmannaeyjum sem mamma hafði eitt sinn sagt mér frá - manninn sem synti svo lengi í sjónum þegar bátur sökk og fór að tala við mávana á leiðinni. „Ég verð að halda ró minni eins og sjómaðurinn, ég verð að vera róleg.“ Ég ákvað að leiða hugann að ein- hverju öðru en þessum snjó og fór að syngja: „I'm singing in the rain, I'm singing in the rain, tralalalala." Mér fannst allt svo óraunverulegt. Ég og Níels föst undir miklum snjó. Mér fannst ekki að þetta væri að koma fyrir mig.“ Níels lagði við hlustir: „Ég heyrði einhvem óm frá Melkorku. Fyrst hélt ég að hún væri að æpa eitthvað. Svo gat ég ekki betur heyrt en að hún væri farin að syngja. Eitthvað hafði hún róast. Mér leið rosalega illa því það var óþægilegt að geta ekkert hreyft sig. Ég kenndi dálítið til í hægri öxlinni sem var snúin aftur fyrir mig.“ Eins og í öðrum heimi Melkorku fannst á vissan hátt að hún væri í öðrum heimi: „Ég komst ekkert áfram með „Singing in the rain" því ég kunni ekki textann. „Er þetta að gerast í alvöru?" hugsaði ég og trúði þessu ekki. „Er ég að horfa á einhverja bíómynd?" Það var svo skrýtið að vera þama. Fyrst hafði allt verið svo ofsalega gaman hjá mér og Níelsi úti í snjónum en svo allt í einu var ég lent í einhverju svona slæmu. Ég sjálf. Mér fannst alltaf að aðrir lentu í óhöppum. Svo hugsaði ég um fólkið inni í bænum. Enginn kom og ekkert heyrðist. „Guð minn góður, þau koma aldrei.“ Níels var að reyna að hugsa um eitthvað annað en þessar skelfdegu aðstæður sem hann og frænka hans vom lent í. Piltinum fannst hann vera rétt undir yfirborði snjóhengjunnar sem hafði fallið niður. Því miður var það ekki rétt. Rúm- lega eins metra þykkur snjór lá ofan á Níelsi og Melkorku - þungur, þéttur snjór. Eftir því sem tíminn leið því meira seig snjórinn og þéttist. Fyrir ofan var skafbylur og kóf. Súrefnisleysið segir til sín Níels reyndi að leiða hugann að ein- hverju öðm en þrengslunum, and- þyngslunum og óþægindunum af því að liggja skakkur og skældur undir fargi og geta sig hvergi hreyft - að vera ófrjáls - og í lífshættu: „Andrés önd kom allt í einu upp í hugann. Ég hugsaði og hugsaði. Mér fannst pabbi vera Andrés. Hann var kóngur í ríki sínu einhvers staðar. Þetta vom skrýtnar hugsanir. Ég fann greinilega að súrefnið var mjög takmarkað hjá mér. Það var orðið erfitt að anda.“ Níels var að líða út af. Súrefnis- leysið gerði það að verkum að hann missti smátt og smátt máttinn. Hann hafði haldið meðvitund einhverja stund eftir að snjófargið féll ofan á hann og frænku hans. Bömin vom farin að kólna mikið. Melkorku, þessari 11 ára stúlku, fannst orðið litlar líkur á að hún myndi komast af úr þessum ósköpum. Eitt sinn hafði hún horft á sjónvarpsþátt með móður sinni þar sem fólk sem hafði „dáið“ og verið endurlífgað lýsti reynslu sinni. Melkorka mundi vel að þar kom fram að einhver hafði séð fallegt Ijós þegar honum fannst hann vera að deyja: „Ég var orðin viss um að ég myndi deyja. „Hvenær kemur ljósið?“ hugsaði ég og var með hugann við sjónvarps- þáttinn. „Þau koma aldrei og bjarga okkur. - Það er engin von.“ Samt fannst mér ekkert svo slæmt að vera að deyja. Mér fannst ég vera að sofna og beið eftir að sjá ljósið.“ Fullorðna fólkið Klukkan var um hálffimm þegar Guð- mundur drap á dráttarvélinni og fór inn í kaffi - inn í hlýjuna til að fá sér bita. Þar vom Kristín og Agnes, systur hans, og Sigurður mágur hans, að ógleymdri móðurinni, Rósu. Magnús bóndi hafði rölt niður í hús foreldra sinna þar sem Kristín Heiða, systir hans, og Ingvar dvöldu. Þau vom þar með litla drenginn, Kristin, hjá sér og töldu Melkorku vera úti að leika sér með Níelsi eða inni á efri bænum. í gegnum árin og áratugina hefur það tíðkast, eins og annars staðar í sveit, að böm hlaupi á milli bæja eða íjárhúsa án þess að nokkur hafi með því sérstakt eftirlit. Níels og Melkorka vom heldur engin smáböm - pilturinn átti meira að segja að fermast um vorið. Magnús bóndi hafði verið hálfa aðra klukkustund í kaffispjalli með systur sinni og mági áður en hann fór út í hesthús að vinna. Kristín Heiða, móðir Melkorku litlu, segir svo frá þessum degi: „Við vomm þama í einni af mörgum heimsóknum í Austurhlíð. Eftir hádegi þennan dag vomm við Ingvar í rauninni í algjörri slökun inni á neðri bænum og Kristinn Iitli lék sér inni því það var of kalt fyrir hann úti. Dagurinn hafði liðið hægt og þægi- lega. Melkorku, sem ávallt hleypur á milli bæja og útihúsa og er oftast með Níelsi, höfðum við síðast séð eftir hádegismatinn. Þá fór hún einmitt til Níelsar.“ Bömin finnast ekki Þar sem snjó hafði kyngt niður og skafrenningur var víða og oft er erfitt að komast yfir Hellisheiðina, áleiðis til höfuðborgarsvæðisins, vom Kristín Heiða og Ingvar farin að huga að heimferð fljótlega eftir miðdegiskaffi. Nóttina áður hafði fjöldi fólks einmitt orðið tepptur og lent í miklum vand- ræðum í Þrengslunum. Margir höfðu þá m.a. ekið austur fyrir fjall til að skoða gosið í Heklu sem hófst á laugardaginn. Kristín Heiða var að velta fyrir sér hvað best væri að gera: „Einhverra hluta vegna fór ég óvenjusnemma að hugsa um heim- ferð. Ingvar fór upp á efri bæ til sækja Melkorku svo við gætum tekið saman föggur okkar. Hjá Rósu fékk hann þau svör að Melkorka og Níels væm ekki þar. Þau hefðu verið úti að leika sér. „Kannski em þau úti í Hlíðartúni," sagði Rósa. Þar býr frændfólk mitt og bömin höfðu verið að byggja þar snjóhús helgina áður. Mér fannst ólíklegt að bömin fæm lengra en þangað í svona veðri og snjó- þyngslum. Ég hringdi út í Hlíðartún. Guðrún frænka sagði að bömin væm ekki þar inni en bauðst til að athuga fyrir mig hvort þau væm úti við. Þegar hún var búin að því lét hún mig vita að bömin væm ekki sjáanleg þar. „Nú, jæja,“ hugsaði ég og hafði engar sérstakar áhyggjur af þessu, „þau hljóta að vera einhvers staðar að leika sér.“ Klukkan var um sex. Það var að koma kvöld. Hátt í tvær klukkustundir vom liðnar frá því að snjóhengjan féll ofan á bömin tvö og enginn hafði enn hugmynd um það. Ingvar var farið að gmna að ekki væri allt með felldu: „Nú kom í ljós að enginn hafði séð Níels og Melkorku í langan tíma. Mér fannst það sérstaklega skrýtið þar sem Melkorka er fljót að kveinka sér í kulda og kemur þá inn. Mér fannst þetta orðið eitthvað dularfullt. Samt fannst mér langlíklegast að bömin væru einhvers staðar að dunda sér. „Ég er viss um að þau em í ein- hveiju útihúsinu," hugsaði ég. Við ákváðum að fara í leiðangur í útihúsin, sem og sumarhúsin þijú sem standa ofan við bæinn, og gá hvort við hefðum ekki uppi á börnunum." Magnús bóndi var kominn inn í eldhús á efri bænum. Rósu var hætt að standa á sama. Hún hafði haldið að Níels væri á neðri bænum að leika sér við Melkorku: „Það verður að fara að leita að böm- unum,“ sagði Magnús. Ég skynjaði ótta í rödd hans. Guðmundur klæddi sig strax í skjólflíkur og Ingvar fór út með honum. Mér fannst, eins og Ingvari, það vera mjög ólíkt böm- unum að vera svona lengi úti í þessu veðri og koma ekki inn. Hugurinn hvarflaði til gilsins fyrir ofan bæinn en það er óskaplega hættulegt. Þegar Magnús var ung- lingur hafði fallið þar snjófljóð. „Þau hafa farið upp í gil,“ sagði Magnús - upp í bæjargil þar sem þeim hafði verið harðbannað að fara á vetuma þegar snjór hleðst þar upp. Mér fannst samt líklegast að Níels og Melkorka væm einhvers staðar inni - að leika sér í fjárhúsunum eða annars staðar." Óttinn vex Það rann upp fyrir Guðmundi að rúmlega ein og hálf klukkustund var liðin frá því að hann sá bömin tvö síðast, rétt áður en hann drap á dráttarvélinni. Hann hafði talið að þau hefðu í millitíðinni farið inn á neðri bæ til Kristínar og Ingvars eða verið að leika sér í einhveiju útihúsanna: „Ég klæddi mig í útifötin og fór út með Ingvari til að leita að bömunum. Við fómm inn í og umhverfis útihúsin, þar á meðal fjárhúsið sem ég hafði verið að moka framan við á dráttar- vélinni. Það flaug að mér að leita þama þar sem ég hafði séð þau síðast. „Getur verið að snjóhengja hafi farið yfir bömin þama?“ hugsaði ég en fannst það ólíklegt. Ég sá spor í snjónum við norðausturhom fjár- hússins og þar fyrir ofan við gamla hesthúsið. Ég trúði því ekki að börnin væm þarna einhvers staðar undir snjónum. Ég hélt áfram og kannaði gilið og síðan upp á tún þar sem tvö gömul útihús standa austan við bæinn. Þar fór ég inn og kannaði aðstæður. Þau vom ekki þar.“ Óttinn var farinn að naga Kristínu Heiðu: „Þegar bömin fundust hvergi magnaðist upp í mér hræðslan. Nú rann það upp fyrir mér að börnin vom raunvemlega týnd. Ég bað Magnús bróður minn að at- huga hvort einhver snjór hefði mögulega fallið fyrir ofan efsta fjárhúsið því hann fer þarna um dag- lega og veit nákvæmlega hvemig snjórinn lítur út frá degi til dags.“ Rósa var orðin ofsahrædd um börnin og fór lfka út: „Þegar ég gekk áleiðis að fjárhús- unum fékk ég skafbyl í andlitið. Ég fór upp fyrir fjárhús. Ég held að ég hafi verið farin að afneita því að eitthvað slæmt hefði gerst. Samt sýndist mér snjóhengjan hafa breyst.“ Þau ern hér undir Magnús bóndi skimaði í allar áttir: „Þegar ég gekk á milli hlöðunnar og fjárhússins leit ég upp í bæjargilið. Þá sá ég nánast strax að ekkert hafði gerst þar - ekkert flóð. Ég gekk svo upp með austurhlið fjárhússins og þar sá ég spor á nokkrum stöðum eftir böm- in. Rósa var komin til mín. Um leið og ég kom fyrir norðurhomið sá ég stóran snjófleka sem hafði fallið úr stóm hengjunni fyrir ofan íjárhúsið. Ég áttaði mig strax á hvað hafði gerst. „Hér hefur orðið mikið slys,“ sagði ég og beindi orðum mínum til Rósu. „Þau em hér undir." Kristín Heiða mætti Magnúsi bróður sínum þegar hann gekk frá fjárhúsinu: „Ég sá angistina í augum hans um leið og hann hrópaði: „Þau em þama undir.“ Skelfileg tilfmning hvolfdist yfir okkur. Mér fannst við svo smá í þessum aðstæðum. Verst var að vita ekkert fyrir víst. Nú var að koma myrkur og hræðilegt til þess að hugsa að falla á tíma þegar myrkrið væri skollið á. Hvar áttum við að leita ef bömin fyndust ekki þarna?"

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.