Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Qupperneq 14
14
Fréttir
Fimmtudagur 7. desember 2000
Apótek Vestmannaeyja:
Er opið alla daga ársins
-Fyrir utan hefðbundinn afgreiðslutíma á virkum dögum, er neyðarþjónusta kl. 17 alla sunnu- og helgidaga
í apótekinu er ýmislegt fleira
að fá en lyf. Hanna María
Siggeirsdóttir, apótekari, segir
að á þessum árstíma hafi fólk
oft aukna þörf fyrir vítamín og
bætiefni, þar sem það borði
minna af ferskum ávöxtum og
grænmeti en yfir
sumartímann. Af slíkum efnum
er gnótt í apótekinu.
Þá hefur svokallað skamm-
degisþunglyndi oft hrjáð fólk á
þessum tíma árs og þótt
desember sé dimmur eru
margir sem finna fyrir
svefntruflunum. Raunar eru til
lyfseðilskyld lyf við hvoru
tveggja, en nýlega hafa komið
á markað tvö ný náttúrulyf við
þessum kvillum sem kaupa
má í lausasölu. í apótekinu er
að finna gott úrval af hrein-
lætis- og snyrtivörum. Til
hreinlætisvara teljast hlutir eins
og sápur, hársápur og
rakagefandi húðmjólk, en til
snyrtivara frekar andlitskrem,
förðunarvörur og ilmvörur.
Raunar eru ekki skýr skil milli
þessara tveggja flokka og
mörg þekktustu vörumerkin
Magnúsína, Guðfinna og Hanna María sem segir að nú fáist í Apótekinu ný
náttúrulyf við vægu þunglyndi og svefntruflunum.
eru með vörur í báðum
flokkunum en önnur sérhæfa
sig í snyrtivörum. Þá er einnig
að finna í apótekinu alls konar
fylgihluti með snyrtivörunum,
bæði fyrir dömur og herra, svo
sem skartgripi, slæður,
hanska,sokka, að
ógleymdum lesgleraugunum.
Fyrir nokkrum árum var
snyrtivörunotkun karlmanna
nær eingöngu bundin við
rakspíra og svitalyktareyði.
Hanna María segir að þetta
hafi gjörbreyst og hlutur karla í
snyrtivörum sé sífellt að
aukast. Karlmenn noti krem í
síauknum mæli, ekki síst
andlitskrem og krem eftir
rakstur, þá séu þeir
ekki lengur feimnir við að lita á
sér hárið. Rétt er að benda á
að í kvöld, fimmtudaginn 7.
desember, eru Apótek Vest-
mannaeyja og „Anna og útlitið“
með sérstakt námskeið, sem
tengist litavali við snyrtingu og
á fatnaði að Hótel Þórshamri
og er hægt að skrá sig á
námskeiðið í apótekinu í dag.
Apótekin eru orðin mjög virkir
þátttakendur á gjafavöru-
markaðnum og segir Hanna
María að það sé meira að
gera í apótekinu í desemb-
ermánuði en aðra mánuði.
Ekki má gleyma allri
barnavörunni, en börnum er
vel þjónað í apótekinu.
Þeir sem þurfa að fá afgreidd
lyf um jól og áramót þurfa ekki
að örvænta um sinn hag, því
neyðarþjónusta er í apótekinu
alla hátíðisdagana kl 17. „Ég
hef haft opið alla daga ársins,
allt frá því ég kom hingað fyrir
6 árum og tók við Apóteki
Vestmannaeyja", segir Hanna
María. „Ég óska öllum
Vestmannaeyingum gleðilegra
jóla og farsældar á nýju ári,“
segir Hanna María að lokum.
Vöruval:
Flestir
„Það er langmest keypt af
svínakjöti íjólamatinn, yfirleitt
léttreyktu," segir Ingimar
Georgsson í Vöruvali. „Það
virðist orðið ráðandi hjá flestum
í dag. Svo er hangikjötið alltaf
sígilt líka en ég held að flestir
séu með svínakjöt á
aðfangadagskvöld, hangikjötið
er svo á jóladag eða annan í
jólum.“
Ingimar segir að þeir séu líka
nokkrir sem vilji rjúpur í
jólamatinn og hann útvegi
þann mat að sjálfsögðu. í fyrra
sagðist hann hafa selt milli 200
og 300 rjúpur þannig að sá
gamalkunni jólamatur virðist
vera á allmörgum jólaborðum í
Vestmannaeyjum.
Ingimar segir að salan í
desember aukist um 35 til 40
prósent, miðað við aðra
mánuði ársins. Á árum áður
jókst salan enn meira í
desember en Ingimar segir að
innkaupatímabilið fyrir jólin hafi
teygt sig yfir á lengri tíma, fólk
sé hætt að taka öll
jólainnkaupin í einu og dreifi
þeim yfir á lengri tíma.
Vöruval er með ákveðin tilboð
í gangi í hverri viku.
„Samkeppnin er hörð í
með svínakjöt í jólamatinn
matvörunni og þýðir ekki
annað en taka þátt í henni með
tilboðum," segir Ingimar og
segir að fólk spái mikið í þessi
tilboð og umtalsvert meiri sala
sé á þeim vöruflokkum sem
eru á tilboði hverju sinni. „í
desember stendur mikið til hjá
okkur í þeim efnum og ég á
von á að fólk eigi eftir að verða
undrandi á sumum þeim
tilboðum sem þá verða kynnt,“
segir Ingimar.
Vöruval er opið til kl. 19 alla
daga vikunnar en Ingimar segir
að auk þess verði opið einhver
kvöld lengur en venjulega eins
og venjan er í desember. En
hvenær kemst svo
kaupmaðurinn í Vöruvali heim
á aðfangadag til að halda sín
jól?
„í fyrra var ég kominn heim
um hálffimmleytið á
aðfangadag og það þótti bara
nokkuð gott."
Starfsfólk Ingimars í
Vöruvali er löngu komið í
jólaskap og þær Margrét
og Elín Þóra settu upp
viðeigandi höfuðföt í
tilefni aðventunnar.