Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Page 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 7. desember 2000
Fjárveiting til Vestmannaeyja 2001:
F
Anægður með okkar hlut
-segirÁrni Johnsen, alþingismaður
HERJÓLFSDALUR á þjóðhátíð. Herjólfsbær er fyrir miðri mynd en nú stendur til að byggja þar upp
fyrir 10 milljónir króna sem úthlutað var á fjárlögum til þess verks.
Fjárveiting til Vestmannaeyja á
næsta ári, samkvæmt tillögum
fjárlaganefndar, hefur nú verið
ákveðin. Arni Johnsen, alþingis-
maður, sem sæti á í fjárlaganefnd,
segist ánægður með það sem kemur
í hlut byggðarlagsins.
30 milljónir til sjúkrahússins
Til sjúkrahússins er veitt 30 milljónum
króna, til endurbóta á húsinu og fram-
kvæmda innan dyra. Þetta er í fram-
haldi af því verki sem lokið var
utanhúss fyrir skömmu. Alls er hér
um að ræða verk upp á 130 milljónir
króna en áætlað er að hefja það á
næsta ári og ljúka því á næstu tveimur
til þremur árum. Ami segir mjög gott
að hafa náð sjúkrahúsinu inn en aðeins
tvö sjúkrahús á landinu hafi fengið
stofnkostnaðarliði inn í fjárveitingu,
okkar sjúkrahús og svo sjúkrahúsið á
Selfossi sem stendur til að stækka en
það hel'ur verið á áætlun síðan 1985.
Fjárveiting til hafnarinnar í
hærri kantinum
Til Vestmannaeyjahafnar fara 126
milljónir. Er það aðallega til endur-
bóta á bryggjuköntum auk annarra
hliðarverkefna. Fjárveiting til hafnar-
innar er í hærri kantinum, sé miðað
við aðrar hafnir á landinu en á þriggja
ára hafnaáætlun hefur um hálfum
milljarði verið veitt til Vestmanna-
eyjahafnar. Árni segir að mikið haíi
farið hingað, miðað við aðra staði á
landinu, og sú fjárveiting muni
væntanlega minnka á næstu árum
enda sé mikið búið að framkvæma
hér.
Flugvöllurinn í Eyjunt er ekki á fjár-
hagsáætlun en Ámi segir að í
tækjabúnað lil hans sé áætlað að veita
vemlegu fé.
Listvinafélag - Blátindur -
Stafkirkja
Nokkrir liðir, sem flokka má undir list
og menningu, fá fjárveitingu. List-
vinafélagið fær 400 þúsund krónur,
eins og undanfarin ár, vegna árlegrar
jasshátíðar. Ámi segir að þrír staðir á
landinu hafi verið eins konar
frumkvöðlar að slíkum hátíðum, Vest-
mannaeyjar, Egilsstaðir og Kirkju-
bæjarklaustur en síðan hafi fleiri bæst
við og nú séu slíkar menningarhátíðir
haldnar á einum tíu til tólf stöðum á
landinu og fái allir sömu upphæð.
I stómm pakka, sem unninn er í
fjárlaganefnd, og lýtur að ýmsum
menningaratriðum, víðs vegar um
landið, er fjárveiting til uppbyggingar
mb. Blátinds upp á 6 milljónir króna
en ætlunin er að ljúka við upp-
byggingu bátsins fyrir sjómannadag á
næsta ári.
Lokauppgjör vegna Stafkirkjunnar er
upp á 3 milljónir króna. Ámi segir að
einnig sé gert ráð fyrir 2,5 milljónum
króna í fast viðhald kirkjunnar árlega.
Sú upphæð fer gegnum Þjóðminja-
safnið. Með þessari fjárveitingu er
hlutur ríkisins í Stafkirkjunni orðinn
53 milljónir króna en kostnaður
Norðmanna nam 80 milljónum.
10 milljónir í uppbyggingu
Herjólfsbæjar
Þá er 10 milljónum króna veitt til upp-
byggingar Herjólfsbæjar. Árni segir
að hugmyndin sé að tengja saman tvö
eða þrjú hús af rústum þeirra ellefu
sem grafin vom upp á sínum tíma
undir stjórn Margrétar Hermanns-
dóttur. Ámi segir þetta gamla
hugmynd sem unnið hafi verið að og
hilli nú undir að hún verði að
veruleika. Meiningin sé að ljúka við
teikningar í vetur og meta kostn-
aðarþætti við verkið, hvað hægt verði
að byggja í sumar og hvað verði að
bíða fjárveitingar næsta árs en reiknað
sé með áífamhaldandi fjárveitingu til
þessa verks.
Árni segir að mikið sé hægt að gera
fyrir 10 milljónir, sé byggt á hag-
kvæman hátt og góð stjóm sé á fram-
kvæmdum. Hugmyndin sé að reisa
langhús, þar sem saman tengist
íbúðarhús, smiðja og gripahús. Ein
rústanna í Herjólfsbæ hefur þá sér-
stöðu að þar hefur bæði fólk og
fénaður búið undir sama þaki og
þekkjast ekki önnur slík dæmi úr
rústum sem grafnar hafa verið upp.
Rústir Herjólfsbæjar eru best
varðveittu rústir í landinu frá upphafi
byggðar en sérfræðingar em sammála
urn að þær séu frá upphafi byggðar á
íslandi. Aftur á móti greinir sér-
fræðinga á um aldur þeirra og Magrét
Hermannsdóttir telur þær mun eldri en
sögulegar heimildir greina um
landnám Islands.
Ámi segir að uppbygging þessara
húsa verði ekkert í líkingu við þjóð-
veldisbæinn að Stöng í Þjórsárdal,
heldur nokkurs konar sýnishom en
gæti engu að síður orðið mjög
skemmtilegt.
Isleifur elstur
1 frétt sem birtist á mánudag á
eyjafrettir.is segir að Ragnheiður
Jónsdóttir, frá Þrúðvangi, sé elsti
núlifandi íbúi Vestmannaeyja en
Ragnheiður varð 95 ára sl.
mánudag 4. desember og hefur
boðið til afmælisveislu í Akóges á
laugardag.
Þetta er ekki alveg rétt, því að
Isleifur Ingvarsson, fyrrverandi
verkstjóri hjá Vestmannaeyjabæ,
varð 95 ára 27. mars sl. og er því
elstur Vestmannaeyinga þótt ekki
muni miklu á þeim Ragnheiði.
Áki Heinz Haraldsson, í Ráð-
húsinu, sendi okkur upplýsingar um
elstu borgarana í Eyjum en þar
kemur fram að átta manns em ní-
ræðir eða eldri. Þessir Vest-
mannaeyingar em. í aldursröð:
Isleifur Ingvarsson Ásavegi 16
27.03.1905
Ragnheiður Jónsd. frá Þrúðvangi
04.12.1905
Engilbert Þorvaldsson Heiðarv. 57
11.10.1906
Guðrún Ingvarsd. Foldahrauni 40f
05.03.1907
Brynheiður Ketilsdóttir frá Gerði
04.08.1907
Osk Snorradóttir frá Hlíðarenda
28.11.1908
Margrét Hróbjartsd. f. Gvendarhúsi
15.09.1910
Haraldur Sigurðsson Hvítingav. 2
23.11.1910
Gefjun skiptir
um eigendur
Nýir eigendur hafa tekið við
rekstri glugga- og hurðaverk-
smiðjunnar Gefjunar. Aðaleig-
endur hennar voru feðgarnir
Elías Baldvinsson og Guð-
mundur, sonur hans en þeir hafa
nú selt verksmiðjuna.
Gengið var frá eigendaskiptunum
1. desember sl. og nýju eigendumir
em Þorkell Húnbogason, Jóel
Andersen, Yngvi Sigurgeirsson og
ValdimarGuðmundsson. Valdimar
verður í fullu starfí við fram-
leiðsluna, a.m.k. til að byrja með
auk þess sem hinir eigendumir
munu einnig koma að henni þegar á
þarf að halda. Þeir hyggjast halda
áfram sams konar rekstri og verið
hefur, í framleiðslu á gluggum,
hurðum og sólhýsum. Gefjunar-
nafnið fylgir ekki með í kaupunum
en þeir eiga von á að nýtt nafn á
verksmiðjuna muni líta dagsins ljós
á næstu dögum.
Fundur Stjórnunarfélagsins
Allt skipulag til fyrirmyndar
segja gestirfundarins
Á iimmtudag í síðustu viku stóð
Stjórnunarfélag Vestmannaeyja
fyrir morgunverðarfundi sem hald-
inn var í Ásgarði við Heimagötu.
Börkur Grímsson, sem er í stjóm
Stjómunarfélagsins, sá um undir-
búning fundarins, ásamt þeim Þor-
steini Sverrissyni hjá Þróunarfélaginu
og Hans Aðalsteinssyni hjá Athafna-
verinu.
Þau málefni, sem tekin voru fyrir á
fundinum, voru um hlutverk stjóm-
andans sem leiðtoga á nýrri öld,
breytingar í starfs- og samkeppnis-
umhverfí, leiðtogahugsun, glíman við
þversagnir og mikilvægir þættir í fari
leiðtoganna, hveijir næðu árangri.
Gestir þessa fundar vom þær
Hansína B. Einarsdóttir, forstjóri Skref
fyrir skref ehf. og Elín Þ. Þor-
steinsdóttir markaðs- og sölustjóri hjá
sama fyrirtæki. Skref fyrir skref hefur
frá árinu 1989 starfað við stjómenda-
og starfsmannaþjálfun í fyrirtækjum
og stofnunum um land allt og stundað
rannsóknir sem veita upplýsingar um
ýmsa þætti atvinnulífsins. Þá hefur
fyrirtækið einnig hannað ný þjálfunar-
verkefni fyrir stjómendur og starfsfólk
í atvinnulífmu bæði innanlands og
utan. Skref fyrir skref hefur markað
sér sérstöðu á Islandi með
leiðtogaþjálfun fyrir stjómendur og
hlotið sérleyfi á notkun Leiðtoga-
tígulsins sem mætir alþjóðlegum
kröfum í stjómun.
Hansína B. Einarsdóttir sagði í viðtali
við Fréttir að um 50 manns hefðu
mætt til þessa fundar og það væri
mjög góð þátttaka. „Á fundinum vom
afskaplega málefnalegar og góðar
umræður og okkur Elínu þótti mjög
skemmtilegt að blanda geði við hressa
Vestmannaeyinga. Þá var allt
skipulag frá hendi Stjómunarfélagsins
frábært og til stakrar fyrirmyndar. Eg
er búin að starfa við þessa hluti í 11 ár
og mæta á marga fundi, bæði í
Reykjavík og úti á landi, en þetta sló
út allt það sem ég hef áður kynnst í
undirbúningi og skipulagi og gerði
þessa ferð okkar enn skemmtilegri,“
sagði Hansína.
ÞÆR Hansína og Elín voru mjög ánægðar með fundinn og ekki síst
undirbúning og skipulag Stjórnunarfélagsins.
Um 50 manns mættu á fundinn og þar fóru fram málefnalegar umræður og góðar.