Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Page 18

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Page 18
FréttiR VERÐLAUNAHAFARNIR, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Ásta Björk Guðnadóttir, Inga Sigurbjörg Árnadóttir og Arndís Bára Ingimarsdóttir. Fatahönnunarkeppni Grunnskólanna: Góður órangur Eyjakrakka Landa- KIRKJA - hjartanlega velkomin! Fimmtudagur 7. des. Kl. 10.00 Foreldramorgunn. Fræðsla, börn og bænir, sr. Bára Friðriksdóttir Kl. 17.30 TTT - Jólafundur, piparkökur og heitt súkkulaði, jólastemmning eins og hún gerir best. Æíingar hjá Litlum lærisveinum falla niður um helgina. Sunnudagur 10. des. Kl. 11.00 Sunnudagaskólinn, iðandi af lífi með söng, leik, fræðslu og helgimyndum. Kl. 14.00Messameðaltarisgöngu. Kaffi í safnaðarheimili á eftir. Kl. 20.30 KFUM & K Landa- kirkju. Nú verður mikið fjör og mikið gaman því Ingveldur kemur með hatt frá Taílandi. Mánudagur 11. desember. Kl. 16.50 Æskulýðsstarf fatlaðra. Jólafundur. Jólasveinninn lítur í heimsókn og heilsar upp á mannskapinn. Þriðjudagur 12. desember. Kl. 16.30 Kirkjuprakkarar, jóla- fundur, kökur og kakó. Kl. 20.00 Aðventutónleikar Sam- kórsins í safnaðarheimili Miðvikudagur 13. desember. Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum Kl. 12.00- 12.30 Kyrrðarstund Kl. 14.40 - 17.15 Fermingar- fræðsla. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM & K húsinu. Fimmtudagur 14. desember Litlir lærisveinar, yngri hópur, safnaðarheimili. Kl. 10.00 Foreldramorgun, jóla- stemmning. Kl. 14.30 Helgistund á Heil- brigðisstofnun, setustofu 3. hæð. Allir velkomnir. Kl. 20.30 Jólatónleikar Kórs Landakirkju Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur: Kl. 20.30 Biblíulestur. Steingn'murÁ. Jónsson. Laugardagur: Kl. 20.00 Samsæti vegna 60 ára afmælis Hjálmars Guðnasonar. Sunnudagur: Kl. 15.00 Vakningarsamkoma. Fjöl- breyttur söngur og vitnisburðir fólksins um Jesúm Krist. Þriðjudagur: Kl. 17.30 Jólafagnaður Krakkakirkjun- nar. Hvítasunnukirkjan býður þig vel- kominn. Aðventkirkjan Laugardagur 9. desember: Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 11.00 Guðsþjónusta, gestur helgar- innar Eric Guðmundsson. Allir hjartanlega velkontnir. Kirkja Jesú Krists Hinna Síðari Daga Heilögu Samkomur á sunnudögum kl. 11.00 að Heiðarvegi 62 niðri. Allir velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Fatahönnunarkeppni grunnskólanna fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík á sunnudaginn var. Krakkar frá Vestmannaeyjum fjiilmenntu og náðu mjög góðum árangri. Komu heim með önnur verðlaun í tveimur ilokkum. Selnia Kagnarsdóttir, kennari og kjóla- og klæðskerameistari hjálpaði krökkunum við undirbúninginn. Var hún mjög ánægð með árangurinn og ekki hefði skemmt fyrir hvað hópurinn stóð sig vel sem heild. „AIls fóru 29 krakkar héðan, bæði úr Hamarsskólanum og Barnaskó!anum,“ segir Selma. „Keppendur voru í allt 110 og vorum við með langstærsta hópinn. I hópnum voru bæði hönnuðir og módel og fóru þau með 24 flíkur af öllum gerðum og m.a. voru tveir strákar í hópnum.“ Þema keppninnar var alheimshönnun sem gaf keppendum möguleika á mjög víðtækri túlkun. „Keppnin er fyrir áttundu, níundu og tíundu bekkinga og er keppendum skipt í hópa eftir bekkjum. Við fengum tvenn önnur verðlaun, í flokki níundu og tíundu bekkinga. I níunda bekk fengu Ásta Björk Guðnadóttir og Hanna Carla Jóhannsdóttir verðlaun fyrir kjól sem átti að tákna kulda. Kjóllinn er unninn úr ljósgráu flísefni og þunnu siffoni. Hanna Carla og Ásta Björk eru í Hamarsskóla." I flokki tíundu bekkinga fengu Inga Sigurbjörg Árnadóttir og Arndís Bára Ingimarsdóttir verðlaunin. „Þær voru með kjól sem á að tákna heiminn. Hann var unninn þannig að kjólinn var saumaður úr bláu polyester-efni og tekin lönd úr landafræðibók og prenuð á í Tölvun, bæði að framan og aftan. Þær eru í Barna- skólanum.“ Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin, í fyrra var árangur Eyjakrakka ekki síðri en þá komu þeir heim með fyrstu og þriðju verðlaun. „Báðir skólarnir styrktu krakkana ásamt Islandsbanka FBA og Sparisjóði Vestmannaeyja. Þarna var verið að styrkja gott málefni því krakkarnir stóðu sig roslega vel og var gaman að sjá hvað þau voru flott á sviðinu. Keppnin er eingöngu fyrir reyklausa nemendur og allur ágóðinn rann til Stígamóta,“ sagði Selma að lokum. Fimmtudagur 7. desember 2000 Yngri flokkarnir Ájaetur árangur Annar flokkur karla spilaði tvo leiki um helgina en gengi flokksins hefur ekki verið gott það sem af er vetrar. Leikið var gegn liðum í fjórða og fimmta sæti deildarinnar en IBV er í neðri hluta hennar og því búist við þungum róðri. Fyrst var leikið gegn Val að Hlíðar- enda á föstudeginum og tapaðist sá leikur naumlega, 22-19. Sigurður Ari fór á kostum í leiknum og skoraði átta mörk en liðsmenn IBV skiptu hinum mörkunum bróðurlega á milli sín. Seinni leikurinn var svo gegn Haukum í Hafnarfirði og tapaðist sá leikur með fimm mörkum, 25-20. Mörk IBV skoruðu þeir Sigurður Ari 5, Sigþór 4, Davíð og Sindri 3. Þrátt fyrir þessi tvö töð þá er liðið í mikilli framför og bætir leik sinn með hverjum leiknum. Liðið er uppbyggt strákum úr þriðja flokki en aðeins einn leikmaður er á réttum aldri í annann flokk þannig að framtfðin er björt hjá ÍBV. IBV tók á móti Fjölni í unglinga- flokki sem er nýr flokkur skipaður stúlkum í öðrum og þriðja flokki sam- kvæmt gömlu aldursskiptingunni. ÍBV byijaði leikinn af krafti og komst í 4-1, en leikmenn liðsins misstu dampinn og í hálfleik var jafnt, 6-6. í síðari hálfleik var ÍBV tveimur mörkum yfir þar til á síðustu andar- tökum leiksins að gestimir náðu að minnka muninn í eitt mark og þar við sat. IBV sigraði í leiknum 16-15 og var að spila ágætlega en leikmenn liðsins geta meira og þær vita það. Bestar í liði ÍBV voru þær Margrét Lára. Bjamý og Árún markvörður. Þjálfari liðsins er Mickail Akbashev. Mörk ÍBV: Margrét Lára 8, Bjamý 3, Anita 2, Efla Ásdís 2 og Thelma Rós 1. Helgina 24. til 26. nóvember spilaði fjórði flokkur kvenna en ÍBV spilaði í fyrstu deild. Liðið spilaði ljóra leiki, sigraði í tveimur en tapaði tveimur. Margrét Lára Viðarsdóttir var langmarkahæst í leikjunum íjór- um, skoraði 23 mörk, María Guð- jónsdóttir skoraði svo 11 og Erna Sævarsdóttir 9 mörk. Fimmti flokkur kvenna spiluðu einnig sömu helgi í nýju og glæsilegu íþróttahúsi Hauka í Hafnarfirði. IBV spilaði £ annarri deild og gerðu stelpumar sér lítið fyrir og sigmðu alla leiki sína og þar með deildina. Þjálfari flokksins er Unnur Sigmarsdóttir. Sjötti flokkur karla fór upp á land um helgina en alls vom 24 strákar með í för ásamt Gísla Guðmundssyni þjálfara og tveimur fararstjómm. ÍBV tefldi fram þremur liðum, A-, B- og C-lið en hvert þeirra spilaði fjóra leiki. B-liðið spilaði í fyrstu deild en þeim gekk ekki nógu vel, töpuðu öllum leikjum sínum og féllu í aðra deild. A-liðið spilaði mjög vel en liðið spilaði í annarri deild. Liði vann sinn riðil nokkuð sannfærandi og spiluðu því um fyrsta sætið í deildinni gegn Víking en sá leikur tapaðist naum- lega. C-liðið lék einnig vel, sigmðu þijá leiki og gerðu jafntefli gegn Stjömunni sem varð efst í annarri deild á hagstæðari markatölu. Urslit leikja urðu annars þessi: A-lið, ÍBV-Selfoss 9-7, ÍBV-Fylkir 10-9. ÍBV-KR 8-5, ÍBV-Víkingur 8- 9. B-lið, ÍBV-Haukar 5-11. ÍBV-Fram 3-11, ÍBV-Grótta 6-15, ÍBV-HK 6-7. C-lið, ÍBV-Víkingur 3-2, ÍBV-HK 10-9, ÍBV-Stjaman 5-5, ÍBV-Grótta 9-7. AV/S______________ Góður kostur fyrir lands- byggðarfólk Útvegum einnig bíla erlendis Sími: 533 1090 Avis mælir með Opel Umboðsmaður Vestmannaeyjum: 4812220 & 8603510 Fax: 533 1091 Dugguvogur10 E-mail: avis@avis.is Opel Corsa Opel Astra Opel Astra 3ja dyra 3ja dyra station 1 dagur 1 dagur 1 dagur kr. 950,- kr. 26,- hver km m/vsk kr. 950,- kr. 30,- hver km m/vsk. kr. 950,- kr. 34,- hver km m/vsk. www.avis.is Innifalið í verðum eru tryggingar og skattur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.