Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 21. desember 2000
Sameining verkalýðsfélaganna:
Tel þetta gæfuspor
-sagði Halldór Björnsson, formaður
Sta rfsg reinasa m ba ndsi ns
GÖMLUM félögum var boðið og voru Friðrika og Lóa meða þeirra sem mættu.
Laugardaginn 9. desember var
haldinn stofnfundur sameinaðs
stéttarfélags verkafólks í Vest-
mannaeyjum. Þar var gengið frá
því að Verkalýðsfélag Vestmanna-
eyja og Verkakvennafélagið Snót
verði Iögð niður snemma á næsta
ári en nýtt félag stofnað. Akveðið
hefur verið að það beri nafnið
Drífandi stéttarfélag.
Einn ræðumanna á þessum fundi var
Halldór Bjömsson, formaður Starfs-
greinasambandsins og varaforseti
ASÍ. í ræðu sinni sagði Halldór m.a.
að hann teldi þessa sameiningu gæfu-
spor. Auðvitað væri það viðkvæmt
mál að sameina tvö rótgróin félög sem
ættu sér fastan sess í sögunni. En
mikilvægt væri að muna að þeir
frumkvöðlar, sem börðust fyrir því að
stoi'na stéttarfélög víða um land í
byrjun aldarinnar, hefðu verið að
skapa baráttutæki, verkfæri sem
dygðu launafólki í kjara- og réttinda-
baráttunni.
„Þegar við stóðum saman að stofnun
hins nýja Starfsgreinasambands var
einmitt íögð áhersla á að verkefni þess
væri að styrkja félagseiningar og
stækka þær. Þannig sköpum við
sóknarfæri og þjöppum verka-
lýðshreyfingunni betur saman,“ sagði
Halldór.
„Það liggur í eðli verkalýðshreyf-
ingarinnar að félagsmenn bera í
sameiningu ábyrgð á félögum sínum.
Stéttarfélagið hefur skyldur við hvem
einstakan félagsmann og hver
einstakur félagsmaður við heildina. I
verkalýðshreyftngunni er ekkert sem
heitir „við“ og „hinir“ því þegar allt
kemur til alls emm við öll á sama báti
og bemm í sameiningu ábyrgð á
framtíð verkalýðshreyftngarinnar.
Ég óska ykkur enn og aftur til ham-
ingju með þennan dag og býð nýtt,
sameinað verkalýðsfélag velkomið í
slaginn við hlið félaga ykkar og
samherja í íslenskri verkalýðshreyf-
ingu,“ voru lokaorð Halldórs Bjöms-
sonar á stofnfundinum á laugardag.
FJÓLA, Dúra,
Magga og
Friðrika létu sig
ekki vanta.
Fríða og Ásta mættu á fundinn þar sem sameiningin var samþykkt.
DIDDA, Helga, Ármey, Gunnar, Stína og Ingibjörg gæða sér á kafTi
og öðru meðlæti.
i mL
[ * p! JA
Jim ■- i t:A£í
ÞEIR hafa margt brallað, Elías Baldvinsson yfirverkstjóri, Sigurður
og Hávarður Sigurðsson verkstjóri.
Siggi valló lætur
af störfum eftir
40 ár hjá bænum
Á morgun, 22. desember, eru 70 ár
frá því Sigurður Jónsson verkstjóri
hjá bænum og oftast kcnndur við
Húsavík í Vestmannaeyjum leit
þennan licim. Hann er jþar með
orðinn löglegur ellilífeyrisþegi og
lauk hann störfum hjá Vestmanna-
eyjabæ sl. föstudag.
Sigurður er borinn og barnfæddur
Eyjapeyi sem snemma varð að láta til
sín taka í bjargveiði, fiskveiðum og
starfi. Sigurður var liðtækur í íþróttum
og er þekktur fyrir áhuga sinn á
íþróttum, ekki síst frjálsum. Var hann
mikill Týrari.
Árið 1960 réðst Sigurður í hluta-
starf hjá Vestmannaeyjabæ sem
umsjónarmaður með íþróttavöllum,
þaðan er vallónafnið komið, og verk-
stjóri unglinga í sumarvinnu. Árið
1974 varð hann fastráðinn verkstjóri
hjá bænum og hélt hann því starfi til
síðasta laugardags.
Sigurður á einn son, Kristin sem
fæddist 22. desember 1964 og starfar
sem lögreglumaður. Kona hans er
Fanný Sigurgeirsdóttir og bömin em
tvö, Ástrós og Sigurður Alfreð.
Samstarfsmenn Sigurðar færðu
honum forláta klukku á föstudaginn
sem hentar þeim sem ráða eigin tíma
eins og Sigurður á nú fyrir höndum.
Sama dag bauð bæjarstjóm Sigurði
og starfsfélögum hans upp á kaffi og
tertur. Þar vom honum þökkuð vel
unnin störf í þágu bæjarins og var
hann leystur út með gjöfum.
Tenging á leiði
kostar 1800
krónur í Eyjum
en þrefalt meira í Reykjavík
Um jól eru þeir ævinlega margir
sem vilja setja upp ljósaskreytingar
á leiði látinna ástvina sinna í
kirkjugarðinum. Slíka þjónustu er
unnt að fá í desember og hafa þeir
Steingrímur Svavarsson og Sveinn
Sveinsson séð um hana.
Mörgum hefur þótt dýrt að fá slíka
tengingu að leiði. I Vestmannaeyjum
em greiddar 1800 krónur fyrir þá
þjónustu. Hjá Kirkjugörðum Reykja-
víkur em greiddar 5.400 til 5.900
krónur fyrir ljósaskreytingu á leiði,
ákveðnir verktakar sjá um þá þjón-
ustu, leiga á ljóskrossi er innifalin í því
verði og fólk getur ekki komið með
eigin skreytingu. Hægt er að fá þessar
skreytingar frá fyrsta sunnudegi í
aðventu. Þeir Steingrímur og Sveinn
leigja ekki út krossana, hér á fólk sína
krossa en hægt er að fá hjá þeim
krossa með öllum raftengingum,
smíðaða af Þorvaldi Vigfússyni, og
kosta þeir 5.500 kr.
Af þessum tölum sést að þessi
þjónusta er miklum mun dýrari í
Reykjavík en hér, þ.e.a.s. stofn-
kostnaður er aðeins hærri hér en síðan
er þjónustan um þrisvar sinnum
ódýrari í Eyjum. Steingrímur segist
halda að þeir séu einhvers staðar
miðju vega í verðlagningu, miðað við
landið. Á Akureyri og Selfossi sé
þetta heldur ódýrara en svo svipað og
í Eyjum eða hærra á öðmm stöðum og
hæsta gjaldið sé í Reykjavík og Stein-
grímur kallar það okurstarfsemi.
Því hefur verið borið við að rafmagn
í Vestmannaeyjum sé dýrara til
þessara nota en annars staðar en það er
ekki rétt. Samkvæmt upplýsingum
Friðriks Friðrikssonar, veitustjóra,
gefa Bæjarveitur það rafmagn sem fer
til kirkjugarðsins á þessum tíma.
Lesið er af mælum áður en tenging
hefst og síðan aftur þegar ljósin em
aftengd og ekki mkkað fyrir þá
notkun heldur skráð sem töpuð orka
hjá Bæjarveitum.