Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 18
18
Fréttir
Fimmtudagur 21. desember 2000
allt saman. En eftir talsverðar bolla-
leggingar ákváðum við að gefast ekki
upp og halda okkar striki þótt
vissulega væri þetta talsvert meira en
reiknað hefði verið með.
Þótti alveg rosalega flott
Það átti að afhenda bátinn í ágúst og
Oskar heimtaði að ég kæmi með sér
út. Ég spurði hann hvort hann væri
ekki með öllum mjalla. Þarna áttum
við orðið sex böm, Óskar Þór sem
fæddist 10. nóvember 1951, Leó sem
fæddist 4. ágúst 1953 og Þómnni sem
fæddist 11. október 1954. Svo fæddist
Ingibergur síðar eða 27. ágúst 1963.
„Þú kemur bara krökkunum fyrir og
kóngur á Leó.
Auðvitað þurfti að hafa fyrir þessu en
gæfan lék við okkur og ég held að
okkur hafí aldrei dreymt um þá vel-
gengni sem við nutum. Óskar var
duglegur í sinni sjósókn og umfram
allt var hann gætinn sjómaður."
Ég var oft hrædd
Hvemig myndirþú lýsa líft
sjómannskonunrtar?
„Lífsbaráttan var erfið á þessum
fyrstu ámm í okkar búskap. Nú var ég
alin upp á útgerðarheimili og hafði
alltaf fylgst vel með. Oft var ég hrædd
þegar menn vom á sjó í vondum
veðmm á litlum bátum. Þegar við
bjuggum austur á Gjábakka var ná-
ÞESSI mynd er tekin við afhendingu Þórunnar Sveinsdóttur VE 401
árið 1971.
endaði sem eldiviður fyrir eldsmiðju
suður við Straumsvík.“
Við áttum Nönnu í fimm ár en þá
langaði Óskar að fá sér stærri bát. Það
var erfitt um þær mundir og varð að
sækja um leyfi til slíks auk þess sem
nær ekkert framboð var af bátum. Þá
sá Óskar bátinn Leó VE í Reykjavík.
Þorvaldur Guðjónsson, frá Sandfelli,
átti hann en báturinn hafði verið í
nokkurri niðurníðslu um skeið. En
það varð úr að Óskar keypti bátinn og
kom honum í stand. Um haustið fóm
þeir á reknet og lönduðu í Sandgerði.
Við höfðum engan síma þegar þetta
var, höfðum sótt um það en ekki
fengið, ég held að það hafi verið
skortur á línum eða eitthvað þannig,
því að síma fengum við ekki fyrr en
1953. Það var því erfitt fyrir eigin-
konur sjómannanna að fylgjast með
þeim þegar þeir voru að veiðum
annars staðar. En ég var með útvarpið
stillt á bátabylgjuna og á hverjum
morgni kl. 7.45, þegar þeir voru á
reknetunum, heyrði ég þegar Óskar
kallaði í land og tilkynnti hvenær hann
yrði inni og hver aflinn væri. Þannig
gátum við fylgst með. Þetta þætti nú
varla boðlegt í dag, á tímum tölvu,
tækni og farsíma en þetta gerðum við
okkur bara ánægð með enda þekktist
ekki annað þá.
Verðið á bátnum hækkaði
um 55 prósent
Svo var enn aukið við útgerðina?
„Þó að viðbrigðin væm mikil að fara
af Nönnu litlu yfir á Leó þá langaði
Óskar í stærri og betur búinn bát.
Hann sótti um leyfi árið 1958 en það
gekk ekkert of vel. Þá var verið að
smíða bæði togskip og vertíðarbáta í
Austur-Þýskalandi og Óskar ákvað að
láta á það reyna hvort hann gæti ekki
fengið einn þeirra. Hann fór niður í
alþingi, hitti þar að máli Eystein
Jónsson, ráðherra, sagðist vera með
gamlan bát og langaði til að endumýja
hann. Eysteinn spurði hvaða bát hann
ætti og svo fór að hann kannaðist við
bátinn sem hafði verið gerður út fyrir
austan og hét þá Týr.
„Þú ætlar þó ekki að segja mér að
þetta sé hann gamli Týr, smíðaður
1916?“ spurði Eysteinn. Jú, Óskar
hélt nú að þetta væri sá bátur og eftir
það gekk þetta, Eysteinn gekk í málið
og leyfið fékkst.
Þeir voru saman í þessum kaupum,
Óskar og fósturfaðir hans, Sigmar
Guðmundsson, og skrifað var undir
samningana á fimmtugsafmæli Sig-
mars. Þessir bátar voru á mjög góðu
verði, áttu að kosta eina og hálfa
milljón og við vomm búin að reikna út
að þetta gæti allt gengið. En vorið
1959 kom heldur betur skellur. Þá var
tilkynnt að 55% hækkun yrði á verði
skipanna með svonefndu yfirfærslu-
gjaldi. Óskari leist ekkert á blikuna og
var um tíma að hugsa um að hætta við
VIÐ Óskar ferðuðumst mikið saman. Þarna erum við uppáklædd í Flórída árið 1979.
kemur með,“ sagði Óskar og það var
gert.
I Reykjavík fómm við að skoða eitt
af 250 tonna togskipunum sem
smíðuð vom í þessu átaki í Austur-
Þýskalandi, Pétur Thorsteinsson BA.
Ég man alltaf hvað okkur fannst þetta
allt vera fiott um borð, sérstaklega að
allt skyldi vera þiljað með harðplast-
plötum úr viðarlíki, þetta þótti alveg
rosalega flott um borð í fiskiskipi.
Við fómm með Gullfossi til Dan-
merkur og ókum svo til Þýskalands.
Skrokkar skipanna vom smíðaðir inni
í miðju landi, í Brandenburg, rétt
sunnan við Berlín og síðan fleytt niður
til Stralsund þar sem innréttingar og
önnur vinna fór fram. Þegar við
komum út var verið að ganga frá inn-
réttingum í bátinn og Óskar fylgdist
með því verki. Þá komst hann að því
að ætlunin var að spara fíniríið og stóð
til að þilja með dúk í stað platna. Þá
barði minn maður í borðið og neitaði.
Siggi Þórðar var með honum þarna
úti, því verið var að smíða Eyjaberg
fyrir hann, og hann tók þátt í þessum
mótmælum. Og þeir gáfu sig ekki. Á
endanum vom bæði skipin þiljuð með
sams konar harðplasti og var í Pétri
Thorsteinssyni og meira að segja vom
settar fiauelsgardínur fyrir glugga.
Þetta þótti rosaflott þegar Leó kom
heim.
En það dróst með afhendinguna og
mér var farið að líða hálfilla, börnin
vom að koma heim úr sveitinni og
skólinn að byrja hjá þeim. Það endaði
með því að ég sagði Óskari að ég
ætlaði heim og gerði það. Hingað
kom ég þann 11. október og mikið var
ég fegin að vera komin heim.
Nýi Leó kom svo til Eyja 20. des-
ember og ég man hvað Óskari fannst
mikill lúxus að vera á svona stómm
bát. Árin sem fýlgdu á eftir voru líka
alveg frábær, líklega besm árin hans til
sjós enda varð hann þrívegis afla-
lægðin við sjóinn svo mikil að maður
gat fylgst með út um gluggann þegar
bátamir vom að koma að og stundum
var ég kvíðin þá.
Það segir sig nokkuð sjálft að það var
fullt starf hjá sjómönnum að stunda
sjóinn og vinnudagurinn oft langur.
Það kom því í hlut annarra að annast
það sem gera þurfti í landi og því
þurftu konumar að sjá um þá þætti.
Ég sá um fjármálin hjá okkur og
daglegan rekstur heimilisins rétt eins
og aðrar konur sem áttu sína menn á
sjónum. Svo kom líka fyrir að maður
þurfti að taka beinan þátt í útgerðinni,
t.d. kom fyrir að Óskar hringdi í land
og bað mig að fara niður í beituskúr
og biðja strákana að bæta við fjómm
bjóðum. Þá vissi ég að hann var að
fiska þótt hann segði það ekki beinum
orðum.
Strákamir okkar vom heldur ekki
háir í loftinu þegar þeir byrjuðu að
vinna við þetta með okkur. Fjöl-
skyldan var öll í þessu og þannig var
þetta á mörgum fleiri heimilum.
Á sumardaginn fyrsta var það alltaf
fastur liður hjá mér að fara með tertur
og annað gott með kaffinu um borð.
Það var fastur liður að fagna sumar-
komunni á þann hátt um borð. Og
alveg frá því að við hófum útgerð
1947 héldum við alltaf vertíðarlok
heima hjá okkur. buðum skips-
höfninni heim og síðan á ball á eftir.
Sigurlaug, tengdadóttir mín, tók
þennan sið upp eftir að þau tóku við
útgerðinni og hefúr farist það myndar-
lega úr hendi eins og annað.“
En áfram var haldið að stœkka
skipakostinn ?
,Já, Þómnn Sveinsdóttir var smíðuð
í Stálvík og kom hingað 1971.
Sigurjón tók við henni en Óskar var
áfram um skeið með Leó. Svo urðu
mikil umskipti í útgerðinni þegar nýja
Þómnn Sveinsdóttir kom. Og árið
1977 stofnuðum við svo fiskvinnsluna
Nöf ásamt þeim Sigurjóni og Gísla
Sigmars. Upp úr því hætti Óskar til
sjós og fór að vinna við fyrirtækið í
landi og hélt því áfram meðan heilsa
og kraftar entust.“
Þá sá ég hvað gott var að búa
í Vestmannaeyjum
Hvaða áhrif hafði gosið á ykkar líf?
„Það átti að munstra á Leó þann 23.
janúar 1973, allt klárt til að byrja
vertíð og ég man að komin var fimm
manna fjölskylda í kjallarann á 111-
ugagötunni, sjómenn sem vom ráðnir
á Leó. Við fómm um borð í Leó og
vomm með síðustu bátum sem fóm úr
höfn hér á gosnóttina. Mig minnir að
það hafi verið um 70 manns um borð.
I Þorlákshöfn var okkur boðið í kaffi
upp í Meitilinn en ég vildi ekki þiggja
það heldur sagði mínu fólki að við
skyldum koma beint til Reykjavíkur.
Þar áttum við íbúð sem beið okkar, við
höfðum átt hana í tvö ár og nú kom
LENGI vel voru netateinarnir þurrkaðir eftir hverja vertíð. Hér er
Oskar með sonarsoninn Gylfa Sigurjónsson. Myndin tekin 1971.