Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 20
20 Fréttir Fimmtudagur 21. desember 2000 Úr myndasafninu Gömlu myndirnar í dag eru úr safni Frétta og tengjast jólatrafffk í verslunum fyrir allmörgum árum Jón Ingi Steindórsson og Ella Bogga ráku um skeið matvöruverslunina Jónsborg við Faxastíginn þar sem Kvenfelagið Líkn hefur nú aðstöðu sína. Hér er Jón Ingi, klæddur á viðeigandi hátt, með jólasteikina í höndunum. Hér er elsti kaupmaðurinn í Eyjum, Ingibjörg Johnsen, ásamt aðstoðar- mönnunum Elíasi syni sínum og Jóhanni Inga Árnasyni frá Suðurgarði, núverandi ritstjóra í Reykjavík. Þessi mynd er tekin meðan Ingibjörg var með verslun sína í Drífanda. i roin, Þessir spekingslegu karlar með Eiríki Sæland í Eyjablómum eru Bjarni Jónasson útvarpsstjóri og Arnfinnur Friðriksson ökukennari. Halla Guðmundsdóttir, frá Presthúsum, í kjötborðinu á Tanganum og Skúli Theódórsson í innkaupum. Þau Þorbjörg Júlíusdóttir og Sigurfinnur Sigurfinnsson áttu Oddinn við Strandveg og þar var oft þröng á þingi í jólaösinni. Hér er Sigurfinnur við afgreiðslu og full búð eins og jafnan. Hér er hin eitilharða kaupkona, Sigríður Óskarsdóttir, eða Sigga í Kjarna, að afgreiða Svandísi Sigurðardóttur. Sigga rak raftækja- verslunina Kjarna um nokkurra ára skeið ásamt Sigursteini Óskarssyni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.